Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. ÁGÚST 1991
FYRRUM SAMHERJAR
SAKA HVOR ANNAN
UM STHLO Á NAFNI
J.P. INNRÉTTINGA
Tvö fyrirtæki eru rekin undir nafninu J.P. innréttingar og vill hvórugur deiluaöilinn gefa nafnið eftir
Málaferli eru nú í uppsiglingu vegna harðra deilna fyrr-
um samherja um eignarréttinn á nafninu J.P. innrétting-
um. Nú nota tvö fyrirtæki nafn þetta; annað er fyrirtæki
Jóns Péturssonar í Skeifunni 7, en hitt er fyrirtæki fyrrum
starfsmanna Jóns á Skemmuvegi 26 í Kópavogi.
Inn í málið blandast ásakanir um okurleigu, útburðar-
mál, nafnbreytingar og gjaldþrot hlutafélaga beggja að-
ila og meintur stuldur á skilti með ofangreindu nafni.
komist að þeirri niðurstöðu að um
einkamál væri að ræða sem væri
viðkomandi manna að leysa úr.
Ekki hefur orðið framhald á þeirri
lögreglurannsókn.
I maí 1990 lögðu Einis-menn fram
umsókn í vörumerkjadeild iðnaðar-
ráðuneytisins um skrásetningu á
vörumerkinu „J.P. innréttingum"
sem sinni eign. Tilskildir tveir mán-
14. nóvember. í skiptabók vegna
þrotabús Einis hf. er skráð: „Sam-
þykkt er að selja þann rétt sem
þrotabúið kann að eiga til firma-
nafnsins J.P. innréttingar til Jóns
Péturssonar. Kaupum þessum fylgja
öll einkenni sem fylgja nafninu, s.s.
skilti og eða vörumerki. Ekki er ljóst
hvort hið gjaldþrota félag keypti
nafnið eða fékk af því afnotaréttindi
J.P. innréttingar, Skeifunni 7. Pað fyrirtæki rekur Jón Pét-
ursson. Fyrirtæki Jóns hét áður J.P. innréttingar hf., en
nafni þess var síðar breytt í Skógvið hf. og hefur nylega
verið tekið til gjaidþrotaskipta. Nú rekur Jón fyrirtæki sitt
undir firmanafninu J.P. innréttingar og húsgögn hf.
J.P. innréttingar, Skemmuvegi 26. Það fyrirtæki reka fyrr-
um starfsmenn Jóns Péturssonar. Þeir keyptu fyrirtæki
Jóns 1988 og stofnuðu Eini hf. Þegar Jón ætlaði að láta
bera þá út úr húsnæðinu í Skeifunni settu þeir Eini í gjald-
þrot. Nú reka þeir f yrirtæki sitt undir firmanafninu J.P. inn-
réttingar sf.
Jón Pétursson stofnaði fyrirtækið
J.P. innréttingar hf. fyrir tæpum 30
árum og rak óslitið þar til um ára-
mótin 1987/88 að hann seldi það
nokkrum starfsmönnum sínum og
syni. Kaupendur voru Andrés G.
Jónsson, Ólafur Kr. Óskarsson,
Gunnar Stefán Gunnarsson, Gud-
mundur I. Jónsson og sonur Jóns,
Vilhjálmur Jónsson, sem stofnuðu
hlutafélagið Eini hf. utan um rekst-
urinn. Kaupverðið var um 7 milljón-
ir króna að þávirði. Auk þess tóku
Einis-menn húsnæði Jóns og vélar í
Skeifunni 7 á leigu. Um svipað leyti
breytti Jón nafni fyrirtækis síns úr
J.P. innréttingum hf. í Skógvið hf.,
en hélt sömu kennitölu.
ÚTBURÐUR VEGNA VANSKILA
Á MEINTRI OKURLEIGU
Árið 1989 kom upp deila milli Ein-
is-mjmna og Jóns um leiguna í Skeif-
unni. Deila þessi leiddi til þess að
Vilhjálmur yfirgaf Eini og stofnaði
sjálfstætt fyrirtæki, Smíðakjallar-
ann sf. Deilan magnaðist upp og
Einis-menn hættu að standa skil á
leigunni.
Þeir halda því fram að leiguupp-
hæðin hafi verið alltof há. „Þetta
var í raun okurleiga, enda minnkuð-
um við tvisvar við okkur húsnæðið
sem við leigðum. Leigan fyrir hús-
næði og vélar var áfram um 800
þúsund krónur á mánuði, þrátt fyrir
minnkun aðstöðunnar, en við feng-
um út það mat að eðlileg leiga væri
um 400 þúsund. Við buðumst til að
greiða þá upphæð auk þess að gera
upp vanskilin, en þessu hafnaði
Jón," sagði Olafur Oskarsson í sam-
tali við PRESSUNA.
Jón taldi sig hins vegar hafa geng-
ið eins langt á móti Einis-mönnum
og unnt var og liðið þeim meiri van-
skil en eðlilegt og sanngjarnt hefði
verið. Þessu til stuðnings bendir Jón
á að hann hafi átt stærstu kröfuna
sem ekki greiddist í þrotabúi Einis.
I mars 1990 fékk Jón fógetaúr-
skurð um að Einis-menn skyldu
rýma húsnæðið og hefðu til þess 48
klukkustunda frest. Einis-menn
mótmæltu þessu og töldu ekki fram-
kvæmanlegt að rýma fyrirtæki með
yfir 20 starfsmönnum með slíkum
fresti. Þeir brugðu þá á það ráð 9.
mars að fara til embættis borgarfóg-
eta og biðja um gjaldþrot fyrirtækis
síns og fóru fram á innsiglun þess.
Úrskurðurinn kom samdægurs og
daginn eftir var fyrirtækið innsigl-
að.
EINIS-MENN FENGU MERKIÐ
SKRÁSETT í IÐNAÐAR-
RÁÐUNEYTINU
Skömmu eftir þetta kvaddi Jón
RLR á vettvang í Skeifunni 7. Sagði
hann að brotist hefði verið inn í fyr-
irtækið, þaðan fjarlægt ýmislegt
sem hann kvaðst eiga, meðal ann-
ars skilti með nafninu J.P. innrétting-
um. Jón benti á að skiltið væri kom-
ið upp á húsnæði Einis-manna við
Skemmuveg í Kópavogi. RLR yfir-
heyrði Einis-menn, en virðist hafa
uðir liðu án andmæla. Skrásetning-
in var auglýst 19. júlí og hlaut gildi
28. september.
í júní 1990 var fyrirtækið J.P. inn-
réttingarsf. stofnað af Ólafi, Andrési
og Gunnari. í sama mánuði var fyr-
irtækið J.P. innréttingar og húsgögn
hf. stofnað af Jóni og fjölskyldu. Vil-
hjálmur, sonur Jóns, var skráður
framkvæmdastjóri. Ennfremur
gerðist það í sama mánuði að Vil-
hjálmur seldi Jóni föður sínum
helmingshlut sinn í Smíðakjallaran-
um sf. Hinn hlutinn átti Jódís Vil-
hjálmsdóttir, kona Jóns.
JÓN PÉTURSSON KEYPTI
NAFNIÐ AF BÚSTJÓRA
Lögmaður Jóns Péturssonar telur
að skrásetning Einis-manna á vöru-
merkinu standist ekki, því nafnið
hafi ekki verið á lausu, enda sé það
notkunin sem tryggi réttinn og Jón
hafi notað þetta merki í 30 ár. Merk-
ið sé því verðmæti sem lá í þrotabú-
inu og það hafi Jón keypt af bú-
stjóra.
Þau kaup fóru fram í skiptarétti
1987. Kaupverðið er kr. 25.000 og
greiðist í réttinum."
Jón telur sig með þessu hafa keypt
réttinn til nafnsins af bústjóra og
gildir þar einu þótt umdeilanlegt sé
hvað hann hafi selt 1988, eignarrétt
eða afnotarétt. Einis-menn segja
hins vegar að merkið hafi þeir keypt
persónulega, en ekki fyrirtæki
þeirra, og því hafi skiptaréttur ekki
getað framselt nafnið. Þeir hafi álit
tveggja lögfræðinga um þetta.
BÚSTJÓRI: VERIÐ AÐ
MISNOTA DÓMSTÓLA
„Við keyptum vitaskuld nafnið á
sínum tíma, enda vorum við ekki að
kaupa spýtnadrasl. Nafnið sem slíkt
kom hins vegar ekki fram á endan-
legum kaupsamningi og því segir
Jón að við höfum ekki keypt það.
Það breytir þvi ekki að Jón lagði
nafnið niður þegar hann breytti
nafni fyrirtækis síns í Skógvið og
það var því á lausu þegar við skrá-
settum það sem okkar vörumerki,
enda var það þá hvergi á skrá. Inn-
brotatali vísum við til föðurhús-
anna,“ segir Ólafur.
Bústjóri Einis, Gísli Baldur Garð-
arsson, segir hins vegar að af þeim
gögnum sem hann hafi haft undir
höndum sem bústjóri hafi verið
álitamál hvort Einir hefði keypt
nafnið á sínum tíma. „En nafnið átti
Jón áður og hafi það færst af Jóni til
þessara aðila þá tel ég að kaup-
samningurinn sem gerður var í
skiptarétti taki af öil tvímæli um að
Jón hefur aftur öðlast fullt tilkall til
nafnsins. Af því hvernig málið er út-
listað nú virðist mér að hér sé ekki
á ferðinni deila um efnislegan rétt,
heldur persónulegur ágreiningur
einstaklinga sem færður er í þennan
búning með það fyrir augum að
misnota dómstólana til að ná sér
niðri á gagnaðilanum."
TOLLSTJÓRI MEÐ 18
MILUÓNA KRÖFU Á JÓN
14. júní 1991 var fyrirtæki Jóns,
Skógviður hf., úrskurðað gjald-
þrota. Þar mun aðeins vera um eina
umtalsverða kröfu að ræða, upp á
18 milljónir króna, frá Tollstjóra. Um
er að ræða endurmat Tollstjóra á
söluskatti J.P. innréttinga hf. frá ár-
unum 1983 til 1985ogerupphæðin,
sem upprunalega var 4 milljónir,
uppreiknuð með vöxtum og kostn-
aði. Lögmaður Jóns segir kröfuna
óraunhæfa og umdeilanlega og
unnið sé að því að fá hana lækkaða
eða fellda alfarið niður. Hann segir
að hér sé um að ræða mismunandi
mat á því hvað í rekstri teljist sölu-
skattsskylt og hvað ekki, enda sé
hvorki um kæru né viðurlög að
ræða af embættisins hálfu. Ágrein-
ingurinn snýst að hans sögn ekki um
að Jón hafi stolið söluskatti, heldur
að hann hafi ekki innheimt nægi-
lega mikinn söluskatt af þjónustu
sinni.
9. september 1991 verður mál-
sókn Jóns á hendur J.P. innrétting-
um sf. þingfest, hafi þeir ekki látið af
notkun nafnsins. Að sögn Ein-
is-manna má þá búast við gagnmál-
sókn af þeirra hálfu og ennfremur
segja þeir framundan málsókn gegn
Vilhjálmi Jónssyni til að fá frá hon-
um hans hlut r persónulegum
ábyrgðum eigenda Einis í bönkum
og víðar.
Friðrik Þór Guðmundsson
|