Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 26
26
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. ÁGÚST 1991
LP
LISTAPÓSTURINN
Á LAUGARDAGINN verður
opnuð í vestursal Kjarvals-
staða sýning á verkum
franska listamannsins
Philippe Cazal, sem er ein
skærasta stjarnan í franskri
samtímalist. Cazal fæddist ár-
ið 1948 og lauk námi frá Art
Décoratif í París 1973. Um
Cazal hefur verið sagt að
hann nálgist raunveruleik-
ann innan frá: listhluturinn
og fyrirmyndin eru eitt og hið
sama. Allar sviðsetningar eru
fullkomlega sambærilegar
við raunveruleikann, sérstak-
lega þann veruleika sem birt-
ist okkur í auglýsingum. Caz-
al notar í list sinni sömu hluti,
efni, tækni og boðskiptamál
og einkenna neyslusamfélag-
ið hvað mest...
NÆSTKOMANDI þriðjudag
verða síðustu sumartónleik-
arnir í Listasafni Sigurjóns Ól-
afssonar. Þeir hafa verið fast-
ur liður í menningarlífinu í
sumar og tekist sérlega vel og
verið Birgittu Spur og öðrum
aðstandendum safnsins til
sóma. Undantekningarlítið
hefur verið fullt hús, enda
dagskráin metnaðarfull og
verði aðgöngumiða stillt i
hóf. Á þessum síðustu tón-
leikum spila þau Björn Árna-
son fagottleikari og Hrefna
Eggertsdóttir píanisti. Þau
flytja verk eftir Deuienne,
Spohr, Pierné, Transmann og
Neumann, en síðastnefnda
verkið er tileinkað Birni.. .
Valgaröur Gunnarssort
AUGNAYNDI
íNÝHÖFN
Mannslikaminn veröur hálf-
gerður skúlptúr í leikmynd-
inni...
Eins og nutimalist sé of mikið
sköpuö fyrir eyrun en ekki
augun: þannig að fólk getur
ekki skilið listina fyrr en eftir
miklar og fræðilegar útskýr-
ingar.
Gwendolyn Sampé á Púlsinum
Tónlistin er í blóðinu
Draumsýnir Birgittu
,,Ég reyni ad skapa myndir
sem eru augnayndi. Mér
finnst eins og of mikid af nú-
tímalist sé skapad fyrir eyrun
en ekki augun, það er að
segja: fólk getur ekki skilið
listina fyrr en eftir miklar og
frœöilegar útskýringar," segir
Valgarður Gunnarsson list-
málari, sem opnaði sýningu á
uerkum sínum í Nýhöfn um
síðustu helgi. Og mikið rétt.
Myndir Valgarðs eru svo
sannarlega fyrir augað: Ijóð-
rœnar og töfrandi.
Valgarður (fæddur 1952)
nam í Myndlista- og handíða-
skólanum en fór svo til náms
í New York í kringum 1980.
Upphaflega var hann í grafík
en heillaðist af málverkinu
og færði sig yfir á þau miðin.
Síðasta áratuginn hefur hann
unnið að auglýsingagerð
meðfram listsköpuninni en
síðasta misserið hefur hann
helgað sig myndlist einvörð-
ungu. En hvernig fer það
saman að vinna að auglýsing-
um og myndlist?
„Auglýsingagerð og mynd-
list eru alls ekki skyldar
greinar. Það er fyrst og fremst
spurning um hugarfarið,
hvernig maður nálgast við-
fangsefnið. Það er allt annar
handleggur að selja vöru
með auglýsingum en að
vinna að myndlist: það er erf-
itt að gera auglýsingar af
þeirri einlægni sem nauðsyn-
leg er í myndlistinni. Oft var
líka erfitt að svissa yfir eftir
heilan dag í vinnu og tók ein-
att langan tíma að hita sig
upp. Það er eiginlega nauð-
synlegt að geta helgað sig
myndlistinni; maður gengur
á sjálfan sig með því að hugsa
sífellt um aðra hluti."
Er hægt að tala um ein-
hverja ákveðna megin-
strauma í íslenskri myndlist
nú um stundir?
„Nei. Fólk kemur alls stað-
ar að úr námi; frá mörgum
löndum í Evrópu og Ameríku
og hefur ólíkar hugmyndir
með sér í farteskinu. Það er
mikil breidd í myndlistinni og
fólk fær að gera það sem það
vill. Þetta á líka við í útlönd-
um þar sem ég þekki til, það
er engin „rétttrúnaðarstefna"
í gangi. Menn hafa frjálsar
hendur — en kannski er alltaf
verið að bíða eftir nýjum
blómum. Hvenær þau spretta
er erfitt að segja til um.“
En hvernig vinnur Valgarð-
ur myndirnar sínar?
„í stórum dráttum má segja
að ég teikni fyrst í skissubæk-
ur, það er aldrei neitt fullmót-
að heldur einfaldir hlutir,
form eða fígúrur. Þegar ég
byrja að mála mynd má segja
að ég byrji á fullt af myndum
á léreftinu: ég ákveð ekki
einu sinni í upphafi hvernig
myndin á að snúa, hún getur
þess vegna endað á hvolfi! Ég
vinn ekki með módel eða
ljósmyndir, enda er ég ekki
að mála einhverja ákveðna
persónu. Ég mála manneskj-
una talsvert, eða að minnsta
kosti eitthvað lifandi, menn,
fugla eða tré. Jú, þær eru yfir-
leitt einar á ferð, manneskj-
urnar, en stundum tvær — að
minnsta kosti eru þær aldrei
þrjár saman. Ég veit ekki af
hverju."
London og syngur nútíma-
djass fyrst og fremst. „Ég
syng flestan djass, en hef sjálf
mest gaman af nútímadjass-
inum. Annars hef ég líka ver-
ið að vinna í leikhúsi, með
hreyfingar og söng, þar sem
ég nota ljóð. Því hefur verið
vel tekið. í vor flutti ég til Par-
ísar og er núna að kanna jarð-
veginn þar. París hefur orð á
sér fyrir gott tónlistarlíf og ég
hef meiri áhuga á að starfa
þar en í Bandaríkjunum."
Hvað dró þig til íslands?
„Sigurður Halldórsson
bauð mér. Við vorum saman
í Guildhall," segir Gwendo-
lyn. Sigurður er bassaleikar-
inn í Loftfélagi íslands, en það
er nafnið á hljómsveitinni
sem leikur á tónleikunum
með Gwendolyn.
,,Eg kalla sýninguna
Draumsýnir, uegna þess að
þú sérð alltaf eitthuað riýtt
þegar þú horfir á myndirnar.
Það er mikið að gerast í þeim,
lög í huerri mynd, rneð-
al annars vegna þess að ég
tek ofan í til að ná meiri dýpt
og fjölbreytileika,“ sagði Birg-
itta Óskarsdóttir i stuttu
spjalli um sýningu sína á Ijós-
myndum í Asmundarsal.
Birgitta lauk námi frá
Pratt Institute í New York
síðastliðið vor, en þar
lagði hún stund á listræna
ljósmyndun. Myndir
Birgittu eru settar á svið
í orðsins fyllstu merkingu.
Hún notar töluvert af
leikmunum og mannslíkama
sem hálfgerðan skúlptúr i
leikmyndinni. „Kannski var
ég að reyna að búa til minn
eigin heim, sem íslendingur i
New York," sagði hún um
myndefnið og þær persónu-
legu skírskotanir sem
myndirnar hafa
að geyma.
,,Þar sem tilraunir mínar til
að verða forseti Bandaríkj-
anna hafa ekki tekist ákvað
ég að gera tónlistina að at-
vinnu minni," sagði Gwendo-
lyn Sampé skellihlœjandi í
stuttu spjalli við PRÉSSUNA.
Gwendolyn er menntuð í
stjórnmálaheimspeki, en
þegar hún hafði lokið námi
fór hún á flakk og endaði í
söngnámi uið Guildhall Scho-
ol of Music and Drama í
London.
Tónlistin er henni reyndar í
blóð borin. Hún segir að það
sé skylda í fjölskyldunni að
syngja. „Það syngja allir í
minni fjölskyldu, en það hef-
ur enginn annar gert sönginn
að atvinnu sinni," segir
Gwendolyn. Hún hefur fram
til þess aðallega starfað í