Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 24
24
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. ÁGÚST 1991
‘Jit'nnr
téícttgfwr
|)jóÖéöfluf
Lárus Salómonsson,
fyrrum lögregluþjónn á
Seltjarnarnesi og víöar,
þótti maöur rammurað afli,
eins og bræöur hans, sem
allir voru annálaöir krafta-
menn. Af þeim bræörum
eru til margar sögur. Ein
sagan segir frá því þegar
Lárus starfaði viö jarövinnu
í fallegri sveit. Lárus haföi
meöal annars þann starfa
aö bera börurásamt öðrum
manni, sem hét Jón, en
hann var hvergi nærri eins
hraustur og Lárus. Þeir
skiptu meö sér verkum á
þann hátt aö Lárus hélt um
aftari endann á börunum
en Jón um þann fremri.
Börurnar voru um tveir
metrar aö lengd.
Eftir að búiö var aö moka
á börurnar uröu Lárus og
Jón aö ganga meö þær
talsverðan spöl áöur en
þeir gátu losað sig viö
hlassið. Lækur einn, nokk-
uö mikill, lengdi leið þeirra
talsvert. Lækurinn var um
hálfur þriöji metri á breidd.
Lárus og Jón voru oftsinnis
búnir aö hafa orö á því
hversu þreytandi þaö væri
aö þurfa aö ganga meö bör-
urnar meðfram læknum aö
tarna.
Eitt sinn sagöi Lárus viö
Jón aö hann heföi fundið
leið sem myndi spara þeim
mörg sporin. Jón varö vit-
anlega forvitinn mjög og
spuröi Lárus hvaöa lausn
hann heföi á þessu. Lárus
svaraöi eitthvaö á þá leiö aö
þeir gætu allt eins stokkið
yfir lækinn, sem var hvort
eö er ekki breiöari en hálfur
þriðji metri.
Jón var meira en svo til
meö aö reyna þessa aöferð
Lárusar. Þegar þeir höföu
mokaö hefðbundnu hlassi í
börurnar tóku þeir undir
sinn endann hvor, Jón
þann fremri og Lárus þann
aftari. Viö svo búiö gengu
þeir aö lækjarbakkanum.
Þeir undirbjuggu sig fyrir
stökkiö góöa. Jón stóö á
bakkabrúninni og hélt ör-
uggum höndum um bör-
urnar og sama geröi Lárus,
þar sem hann stóö um
tveimur metrum aftar. Þeir
stigu báðir tvö skref til
baka. Áöur en þeir stukku
töldu þeir saman upp aö
þremur og hlupu síöan og
stukku. Jón rétt náöi á
bakkann hinum megin
lækjarins, en Lárus ekki.
Eins og áöur sagöi voru
börurnar um tveir metrar,
en lækurinn var hálfur þriöji
metri. Til allrar blessunar
var vatniö í læknum ekki
nema hálfur annar metri á
dýpt. Lárus komst upp
meö hjálp Jóns. Ekki
reyndu þeir félagar þessa
aöferö oftarog létu sig hafa
þaö aö ganga fyrir enda
lækjarins.
(úr kraftamannasögum)
Hvað
gerir
maður
ekki fyrir
Danmerk-
urferð?
segir Ingibjörg
Tönsberg sem fór fyrir
manninn sinn til
Danmerkur að læra að
kyngreina hænur
„Þaö er lika hægt aö gera þaö meö svokallaðri klóakaðferö, en þá kikir maður í botninn á þeim og skoöar ytri kynfærin. Þaö eru
fáir sem kunna það."
Það er óhœll ad segja að
starf Ingihjargar Tönsberg,
sem húri hefur haft með
höndum síöastliðin 37 ár, sé
nokkuð óvenjulegt. Hún kyn-
greinir hœnuuriga og hefur
gert það fyrir alifuglabœndur
á suðvesturhorrúnu þessa
tæpa fjóra áratugi. Ingibjörg
er annars kennari að mennt.
h'yrir skömrnu átti hán sjö-
tuí’safmœli, en aldurinn fœr
liana ekki til að hœtta starf-
inu á meðan alifuglabœndur
þurfa á henni að halda.
— Hvað kom til að þú byrj-
aðir í þessu starfi og hvers
vegna hefurðu sinnt því
tneira og minna ein?
„Maðurinn minn, Einar
Tönsberg, var framkvæmda-
stjóri Alifuglabús bakara-
meistara, og hann hafði átt
sér þann draum að kynna sér
nýja kyngreiningaraðferð.
Þegar svo kom að því að
hann átti að fara á námskeið
í Danmörku lenti hann í bíl-
slysi og þurfti að vera undir
læknishöndum. Hann sagði
þá við mig: „Farðu fyrir mig.“
Mér leist ekki of vel á hug-
myndina, en hann ýtti á eftir
mér og ég hugsaði með mér:
„Hvað gerir maður ekki fyrir
Darimerkurferð?"
Eg ætlaði að kenna þetta
öðrum þegar heim kæmi, en
ekki að vera í þessu sjálf. Á
námskeiðinu lærði ég að
nota tæki sem maðurinn
minn var búinn að kaupa, en
það var vont að læra á það.
Mér fannst þetta algjört torf.
Það var þýsk eftirlíking af jap-
önsku tæki. Meðan á nám-
skeiðinu stóð fór ég á sýningu
og komst þar í kynni við um-
boðsmann japanska tækisins.
Okkur samdist um það að
hann lánaði mér tæki heim til
íslands, sem ég skilaði svo ef
mér líkaði það ekki. En þeim
var ekki saman að jafna og ég
hélt japanska tækinu. Ég
kom heim með það 27. nóv-
ember 1953“
Hvernig fer kyngreining
fram?
„Maður gegnumlýsir ung-
ana innan frá með tækinu
þegar þeir eru sólarhrings-
gamlir. Það er líka hægt að
gera það með svokallaðri kló-
akaðferð, en þá kíkir maður í
botninn á þeim og skoðar ytri
kynfærin. Það eru fáir sem
kunna það.“
Er erfitt að sjá hvers kyns
ungarnir eru?
„Já, það er erfitt, því það er
lítill munur á útliti innri kyn-
færanna. Hjá hönunum getur
maður séð eistun, en eggja-
stokkarnir í hænunni eru
óljósir. Við góðar aðstæður
má þó ná allt að 98% árangri.
Þá skiptir miklu máli að hafa
rétta birtu."
Hvers vegna ersvona mikil-
vœgt að kyngreina ungana
24 tímum eftir að þeir koma
úr eggjunum, en ekki fyrr eða
t.d. tveimur dögum síðar?
„Fyrstu tímana eru þeir all-
ir slímugir. Þá er lítið
skemmtilegt að eiga við þá.
Eftir sólarhring eru þeir
venjulega orðnir þurrir. Þá er
best að taka ungana, áður en
þeir fara að éta. Um leið og
þeir byrja að éta fer meltingin
af stað, saur myndast í þörm-
unum, sem gerir það erfiðara
að nota tækið, og taugakerfið
byrjar að virka. Þegar það fer
að virka verða þeir órólegri,
en á meðan það er óvirkt er
hægt að meðhöndla þá án
þess að það hafi nokkur áhrif
á þá.“
Ingibjörg segist hafa byrjað
að nota kyngreiningartœkið í
febrúar 1954 og frá þeim degi
flakkað ein um suðvestur-
hornið.
„Þetta er voðalega strangt
meðan á því stendur, því ég
þarf að keyra í allskyns veðr-
um og oft að leggja af stað
klukkan fimm á morgnana.
En vinnan er í törnum. Það
var til dæmis mikið að gera í
mars, apríl og maí síðastliðn-
um, en ekki nema tveir dagar
í júlí og einn núna í ágúst."
Hvað kyngreinirðu marga
unga á einum degi?
„Ég kyngreini um 600
unga á klukkustund og hef
mest kyngreint 10.000 unga
á einum degi.“
SJÚKDÓMAR OG FÓLK
Ertu kannski fullorðið barn alkóhólista?
(FYRRI HLUTI)
Húm sagðist heita Sjöfn
Iðunnardóttir og var síð-
asti sjúklingur minn þennan
dag. „Hvað get ég gert fyrir
|)ig?“ spurði ég og virti hana
fyrir mér. Hárið varskollitað
og stuttklippt. Hún var
ómáluö, klædd í bláan galla-
jakka, svartar buxur og her-
mannaskó. Um hálsog herð-
;ir bar luin palestínskt sjal.
„Eg þarf að fá eitthvaö til að
sofa af." sagði hún. „Það er
búið að vera svo mikiö stress
á mér síöustu vikurnar. Ég
bjó fyrir noröan en kynntist
strák sem var héðan og fintti
heim til lians. Nú er hann
farinn og ég stend eftir ein
og ólétt." Hún sagði rauna-
sögu sína svipbrigöalítiö:
strákurinn hafði drukkið
mikið og barið haiia nokkr-
um sinnum. Hann hafði lent
í fíkniefnasmygli og sat nú
inni og beið dóms. Hún var
atvinnulaus. peningalaus og
vonlítil á lífið og framtíðina.
Við spjölluöum Iengi saman
og hún féllst á að taka engin
svefnlyf. Nokkrum dögum
síðar kom hún aftur og við
héldum viðtölum áfram.
PABBI DRAKK MIKIÐ
Sjöfn var ákaflega óörugg
OTTAR
GUDMUNDSSON
og kvíöin ung kona. Mér
fannst hún stundum eins og
hræddur, umkomulaus fugls-
ungi. í viðtölum sat hún á
stólbríkinni og virtist bíða
þess að luisið spryngi í loft
upp. „Kg hef alltaf verið
svona," sagði hún. „Pabbi
var mikill drykkjumaður og
allt heimilið var undirlagt af
ástandinu á honum." Hún
virtist bæði hata og elska
föður sinn og í sálardjúpun-
um ólgaði óslökkvandi reiöi
gagnvart þessum manni.
Hún lýsti fyrir mér ótal at-
vikum þegar pabbi hafði lof-
að einhverju en svikið.
Stundum var liann ástríkur
og hvers manns hugljúfi en á
öðrum tímum gat hann ver-
ið miskunnarlaus og hrána-
legur. „Ég vissi aldrei við
hverju mátti búast." mælti
Sjöfn. „Ég fór að kenna mig
við mömmu til að ná mér.
niðri á honum." „Já." sagði
ég. „Þú berð öll merki þessa
uppeldis, mikið af einkenn-
um þínum, taugaveiklun,
kvíða og óöryggi, má rekja
til þess að þú ert fullorðið
barn alkóhólista.” Hún
horfði á mig stórum auguin.
„Hvernig lýsir það sér?" „Á
seinni árum hafa margir orð-
ið til þess að skrifa um þá
sem alast upp við mikla
drykkju. Þeir hafa ýmis sam-
eiginleg persónuleikaein-
kenni." „Eins og liver?"
spurði hún. „Það hefur veriö
búinn til listi um þessi ein-
kenni," sagði ég, „það er
best að þú fáir liann með þér
heim."
LISTINN GÓÐI UM
SAMEIGINLEG EINKENNI
FULLORÐINNA BARNA
ALKÓHÓLISTA
1. Fullorðin börn alkóhól-
ista (Fba) þekkja ekki þaö
sem kallast getur eðlilegt
ástand. Þau veröa því að
geta sér til um hvernig það
sé.
2. Fba segja ósatt þegar
þau gætu allt eins sagt satt.
Þau hafa vanið sig á að ljúga.
3. Fba dæma sig sjálf aí
fullkomnu miskunnarleysi.
4. Fba eiga erfitt með að
skemmta sér eða staka á.
5. Fba taka sig og heim-
inn ákaflega alvarlega.
6. Fba eiga erfitt með ná-
in kynni við annað fólk og
þá sérstaklega hitt kvnið.
Þeim finnst torvelt að trevsta
öðrum manneskjum.
7. Fba sækjast stöðugt
eftir viðurkenningu og
hrósi, en eru þó aldrei reglu-
lega ánægð.
8. Fba finnst þau vera
öðruvísi en annað fólk og
eru því oft mjög einmana.
Þeim finnst margir vera and-
snúnir sér.
9. Fba eru annaðhvort
mjög ábyrg eða algjörlega
ábyrgðarlaus.
10. Fba eru mjög trú og
trygg sínum nánustu. jafnvel
þótt viðkomandi eigi það
alls ekki skilið.
11. Fba eru oft mjög fljót-
huga og taka örlagarikar
ákvarðanir að lítt athuguðu
máli. Mörg þeirra eru lengi
að vinna sig út úr þeim
ógöngum sem slíkt getur
haft í för með sér.
12. Fba eru mjög óörugg
með sig og efast stöðugt um
eigið ágæti eða mannkosti.
Sjöfn horfði á mig stórum
augum. „Ég þekki mikið af
þessum einkennum. Hvað á
ég að gera?" „Við skulum
ræða það betur næst." sagði
ég. „en ég tel að þú eigir að
fara á fundi í samtökum sem
nefnast fullorðin börn
alkóhólista og bvggja á
hugmvndafræði AA-samtak-