Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 5

Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. ÁGÚST 1991 5 ✓ I síðustu PRESSU var sagt að Guð- mundur G. Þórarinsson væri tek- inn til starfa hjá Landsbankanum. Þetta er ekki alveg rétt. Guðmundi hef- ur verið falið að sjá um sölu á þeim eign- um sem bankinn hefur leyst til sín á undanförnum mán- uðum og árum, ekki sem starfsmaður bankans heldur sem verktaki á prósentum. Saman- lagt verðmæti þeirra eigna sem bankinn hefur leyst til sín mun vera hátt í tvo milljarða króna. Prósent- urnar til Guðmundar þurfa því ekki að vera stórar til að þetta teljist með alfeitustu embættum landsins... MT ótt þrjú ár séu liðin frá því Goð- gá hf„ útgáfufélag Helgarpóstsins, var tekið til gjaldþrotaskipta hafa skiptalok enn ekki farið fram. Hins vegar er búið að taka saman frum- varp um úthlutunargerð úr búinu, sem liggur frammi tii sýnis fyrir hagsmunaaðila. Skiptafundur er boðaður föstudaginn 6. september i og komi ekki fram andmæli gegn frumvarpinu má búast við að loks hilli undir jarðarför útgáfufélags- ins. .. F J_Jftir hrakfarir ungra sjálfstæðis- manna á landsfundinum á ísafirði kallaði Davíð Oddsson nafna sinn Stefánsson á sinn fund og talaði yfir hausamótunum á honum. Á þessum fundi fengu ungir sjálfstæðismenn að heyra hug forystu flokksins til klúðurs- ins á ísafirði. Davíð Stefánsson mun ekki hafa verið upplitsdjarfur þegar hann gekk af fundinum... N X ^ ú er mikið rætt um þjonustu- gjöld vegna halla ríkissjóðs. í þeirri umræðu hafa spjót unnenda vel- ferðarkerfisins eink- um beinst að Jóni Baldvini Hanni- balssyni og Sig- hvati Björgvins- syni, ráðherrum úr röðum Alþýðu- flokks. í þessu sam- bandi er athyglisvert að skoða hvað danskir kratar vilja gera í þessum efnum, en Danir eru líka að skera niður og breyta skattheimtu. Meðal þess sem stjórnmála- og efnahags- málanefnd danska Jafnaðarmanna- flokksins leggur til er að sjúklingar greiði 900 íslenskar krónur fyrir hvern dag á sjúkrahúsi og 900 krón- ur fyrir hverja læknisheimsókn. Pá leggja þeir til upptöku skólagjalda hjá grunnskóla- og menntaskóla- nemum upp á 2.700 krónur á mán- uði. Loks má nefna að þeir vilja tvö- falda leikskóla- og dagmæðragjöld og taka upp bókasafnsgjald upp á 90 krónur íslenskar við hverja út- tekt... A IX, nýafstaðinni ráðstefnu BSRB vakti ræða Gunnars Gunnars- sonar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Starfsmannafélags ríkisstofn- ana, mikla athygli. Gunnar er nú starfsmaður Sjúkraliðafélags ís- lands, en greindi frá því að hann hefði tekið að sér það verkefni að vinna að kjaramálum Prestafélags Islands. Prestar sögðu sig sem kunn- ugt er úr samtökum opinberra starfsmanna, afsöluðu sér verkfalls- rétti og hafa nú undirbúið kröfur til að leggja fyrir kjaradóm í haust. Ráðstefnugestir ráku upp stór augu þegar Gunnar lýsti því yfir að prest- ar ætluðu að fara fram á 300 pró- senta launahækkun og þætti ekki mikið. Sjúkraliðum og fleirum þótti þetta einkennilegur boðskapur, sér- staklega þar sem Gunnar sagði í sömu ræðu að sér sýndist ekki lag fyrir opinbera starfsmenn að gera miklar kröfur í haust. . . UGAVEGI 116 i mcunni Ödýrar helgar- og vikuférðir í september, október, nóvember og desember. Verðifi tr komiö ei takmarkað sætaframkaO Pantaðo stnt tll að komast í teriiia sem tér kentar. Verðdæmi: sep./okt. nóv./des. ★ GLASG0W 3 nætur verð frá 23.960,- 23.960 ★ L0ND0N 3 nætur verð frá 31.140,- 32.120,- ★ AMSTERDAM 3 nætur verð frá 27.080,- 26.090,- ★ EDINB0RG 3 nætur verð frá 23.595,- ★ LUXEMBURG 4 nætur verð frá 32.090,- ★ BALTIMORE 3 nætur verð frá 39.640 ’* 1M - I0LAMM 20. >menk», 4 iat», wi H 34.000,- ★ KIRKJUIiSTARFERÐ til Þýskalands 28. september, l viko. Farorstjóri Hörður Áskelsson, orgelleikori. Verð kr. 50.240,- Verð pr. mann miðaó við tvíbýli. Innifalið flug og gisting. Ekki innifolið flugvallarskattur og forfallogjold. Höfum eimtig á boðstólum lengri borgarferöir - Haföu samband viö okkur og fáöu nánari upplýsingar. Alla fimmtudaga 29. ágúst, uppselt 5. september, uppselt 12. september, 5 sæti laus 19. september, laus sæti, 2 eða 3 vikur 26. september, laus sæti, 1, 2 eða 3 vikur 3. október, uppselt Verðdæmi 26. september: 1 VÍkð kr. 41.900,”milaivíó2ííbúð. 2 vikur kr. 57.900,- mM.nzíiiíL Vertii Ixkkir el tlelri era umi í íkH. Iinaatslittir er leflii il elnireiifi verti. talMM er flei, ilslln. flitilinr til n fri IIhviUI erlnf Is i| íslnsk Imntiin. Ekkl lnifalln lliivillirskittir n firtillaililf. FERÐASKKIFSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTR/CTI 16 101 RE YKjAVIK sími 621490.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.