Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 14
VIRÐISAUKASKATTUR
Gjalddagi
virðisaukaskatts /
landbúnaði er 1. sept.
Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er
hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila
til banka, sparisjóða og pósthúsa. Einnig má
gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en
þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar
og sýslumenn úti á landi og lögreglustjórinn
á Keflavíkurflugvelli.
Athygli skal vakin á því að bankar, sparisjóðir
og pósthús taka aðeins við skýrslum sem eru
fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili
áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun
verður að gera skil hjá innheimtumanni ríkis-
sjóðs.
Inneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er
hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi
skattstjóra.
Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa
borist á gjalddaga. Bent skal á að ekki er
nægilegt að póstleggja greiðslu á gjalddaga.
m
RÍKISSKATTSTJÓRI
D
JJreytingar verða á helgardag-
skrá rásar tvö í vetur. Ekki er enn
ákveðið hverjar breytingarnar
verða, en búið er að
ráða ritstjóra helgar-
dagskrárinnar. Það
er Sigurður Val-
geirsson. sem hef-
ur nú umsjón með
þættinum „ísland í
dag" á Bylgjunni
ásamt Hallgrími Thorsteinssyni.
Sigurður tekur til starfa á rás tvö nú
um mánaðamótin. Stefán Jón Haf-
stein, dagskrárstjóri rásarinnar,
kemur aftur til starfa um mánaða-
mótin. Stefán Jón er að ljúka við
bók sem hann hefur verið að skrifa,
þar sem hann segir ferðasögur frá
Afríku. . .
F
.Lalnn og aftur ætlar nyr rekstrar-
aðili að reyna fyrir sér í veitinga-
staðnum við Lækjargötu, sem geng-
ið hefur undir ýmsum nöfnum, t.d.
Tunglið og Lídó. U m aðra helgi verð-
ur staðurinn opnaður að nýju undir
rekstrarstjórn Sverris Rafnsson-
ar, en hann er aðeins 24 ára að
aldri. Til stóð að opna eitthvað fyrr,
en eins og oft vill verða stóð á sam-
þykkt Signýjar Sen, deildarstjóra
hjá lögreglustjóraembættinu.. .
SÍMI13303
ATARI 1040STE
lAUGAVEGI 51. lot REYKJAVIK SlMI 624770. FAX 624860