Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 4

Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. ÁGÚST 1991 DRAUMA PRESSAN bað Rósu Ingólfsdóttur að vera gestgjafa í ímynduðu kvöldverðarboði. Gest- irnir máttu vera af öllum stærðum og gerðum, lífs eða liðnir. Eina skilyrðið var að þeir væru Rósu að skapi og hún segði les- endum hversvegna hún hefði valið þá. Rósa vildi að veislan yrði haldin í ljósakiptunum í gamla skíðaskálanum og hon- um ætti að planta niður efst á Höfðabakka, þar sem útsýnið er æðislegt: Jónas Kristjánsson faðir náttúrulækninga- stefnunnar. Hann ætti að elda matinn og reifa ástandið á Náttúrulækn- ingaheimilinu. Agnar Kofoed Hansen og Alfreð Elíasson Þessar Loftleiðakempur, hugsjónamenn og mann- vinir sem stóðu fyrir utan allt klíkuvesen ættu að ræða ástandið i flugmál- um núna. Guðlaugur Rósinkrans til að ræða ástandið i Þjóðleikhúsinu. Peter Sellers Hann ætti að vera með endalausa ristilbrandara, Jónasi til heiðurs. Lára Ragnarsdóttir prakkari og frænka min. Hún ætti að sjá um fífla- lætin með Peter Sellers. Krútsjeff Hann ætti að lemja skón- um í borðið og ræða ástandið í Sovét á krass- andi hátt. Walt Disney Þessi mesti listamaður 20. aldarinnar ætti að segja mér af vist sinni í frysti- kistunni. Hér ,sko AIVÖRU stúdíó Er það gamalt eða nýtt eða kannski hvort tveggja í senn? Á föstudaginn opnaði kvikmyndafélagið Nýja bíó í nýjum húsakynnum í Skipholti 31. Húsnæðið er reyndar ekki nýtt nema fyrir þá Nýjabíósmenn. Það var sérstaklega teiknað fyrir starfsemi af þessu tagi, en Gisli Gestsson kvikmynda- gerðarmaður lét á sínum tíma byggja húsið. Hljóðsetningar- stúdíóið Kot, sem allir kvik- myndagerðarmenn á landinu er form en blúsinn," segir hún um muninn á þessu tvennu. En Andrea lætur ekki staðar numið við djass og blús, enda kannski eins gott, þegar á að lifa af söngn- um. Hún er auðvitað áfram í Todmobile með Eyþóri og Þorvaldi. Þau ætla í hljóm- leikaferð um landið í haust. „Fólk úti á landi þekkir okkur ekki nema úr sjónvarpinu, því við höfum ekkert spilað þar," segir Andrea. Nú verður sumsé breyting þar á. Gælunnar freistað í NY Andrea Gylfadóttir hefur slegið í gegn sem blússöng- kona í sumar. Það má heyra tónleikagesti taka andköf þegar tónninn hjá Andreu titrar af tilfinningu í trega- fyllstu lögunum. „Tjáningar- formið í biúsnum er nokkuð frjálst og það þarf ekki að vera grátkona eins og ég til að syngja hann,“ segir hún. „Annars er líka glens og grín inn á milli. Blúsinn er ekki eintómur tregi." Andrea syngur blús á Púlsinum með Blúsmönnum Andreu um helgina, en á sunnudags- kvöldið ætlar hún að syngja djass á sama stað. í djasssveit- inni verða með henni Kjartan Valdimarsson, Matthías Hem- stock, Þórður Högnason og Sigurður Flosason. „Djassinn Hljómsveitin Deep Jimi and the Zep Creams, sem hefur ver- ið að gera það gott á öldurhús- um óorgarinnar í sumar, heldur síðustu tónleika sína um þessa helgi. I næstu viku er förinni heitið til New York þar sem sveitarmeðlimir ætla að dvelja næstu fjóra mánuðina. Eins og nafn hljómsveitarinnar gefur til kynna leika þeir félagarnir ein- göngu tónlist Deep Purple, Jimi Hendrix, Led Zeppelin og Cream. Að sögn Júlíusar Guð- mundssonar trommuleikara ætlar hljómsveitin að reyna fyr- ir sér í New York með eigin tón- list. Júlíus segir að ferðin hafi verið í bigerð í þrjú ár, en þeir séu þó ekki búnir að koma sér upp neinum samböndum ytra, ætli að láta kylfu ráða kasti. Undir- búningur hefur aðallega miðast viðæfingar, en þeireru búnirað æfa alla daga og öll kvöld í allt sumar. „Það gerist áreiðanlega eitthvað i New York, þó svo það verði ekki í sambandi við tón- listina," sagði Júlíus og hafði ekki miklar áhyggjur af því. Jóhanna Gunnarsdóttir er fædd 30. október 1971. Hún er nýflutt heim frá Ítalíu og vinnur núna í versluninni 17 í Kringl- unni. Jóhanna er á föstu. Áttu kött? Já. Hlustarðu á Megas? Nei. Hvað borðar þú í morgun- mat? Ekkert. Kanntu að elda? Nei, ég sé sko ekki um það. Hefurðu farið á tónieika með GCD? Ég hef ekki hugmynd um hvaö það er. Gengurðu með sólgler- augu? Já. Til að vera gella þegar það er sól. Læturðu iita á þér hárið? Nei, ég er Ijóshærð og þarf þess ekki. Ertu búin að sjá Hróa hött? Nei. Kanntu dönsku? Svona... Áttu fjallahjól? Nei. Ertu í Ijósum? Já. En ferðu í sólbað í sundlaugunum? Nei, ég hef ekki haft færi á því síðan ég kom heim. Kitlar þig? Já, hræðilega. Hvernig strákar eru mest kynæsandi? Eins og Fabio. Mjög grannir og stæltir. Hugsarðu mikið um það í hverju þú ert? Já, hræðilega mikið. Sef ekki á næturnar stundum. Gætirðu hugsað þér að reykja hass? Neei. Áttu mótorhjól? Nei. En bíl? Nei, ég á ekki neitt. Við hvaö ertu hræddust? Drauga. Syngur þú í baði? Nei, ég er alltaf svo stutt í baöi að ég hef ekki tíma til þess. Hefurðu farið á sveitaball? Ójá. Þegar ég var uppi í sveit, 14 ára. Er Bubbi Morthens sætur? Nei. Því miður er hann það ekki. Ertu daðrari? Nei. Hvernig finnst þér Woody Allen? Hann er yndislegur. Ferðu ein í bíó? Nei. Finnst þér soðin ýsa góð? Já, með kartöflum. Fyrsti gír ishrdingub og ævintýri hans í Reykjavík Sérhvert mannsbarn man hvernig gamla Volgan leit út. Hún var eins og akandi rúnnstykki. Hugsiði ykkur Reimar um borð í fyrsta öku- tímanum hjá Hreiðólfi að kana á hundrað eftir Lækjar- götunni. Hreiðólfur hafði slitið ökukennarabremsuna úr sambandi. Eiki beljaði eins og stórgripur, svo hræddur var hann. Reimar hins vegar, sjálfum sér líkur, steig bensínið í botn. Slatti af fólki var að gefa öndunum þennan dag. — Stígðu á bremsuna drengur, æpti Hreiðólfur, — eða við erum skildir að skiptum. — Hvar er bremsan? spurði Reimar. — Þessi lengst til vinstri? — Nei, þaö er pedallinn í miðjunni, kallaði ég. — Reyndu að minnsta kosti að beygja, Kútur minn, sagöi Eiki. — Veriði ekki að skipta ykkur af þessu, sagði Reim- ar. — Hver er að keyra, ég eöa þið? Honum datt ekki í hug að beygja þegar hann fékk um það fyrirmæli. Þá vildi hann miklu fremur aka beint út í tjörnina og það var einmitt það sem hann gerði. Einn, tveir og þrír og Volgan stakk sér beint út í tjörn. Tveir svanir lögðu buslandi á flótta með vængi á lofti. Svo flaut Volgan á tjörninni eins og franskbrauð með okkur fjóra innanborðs. Reimar sat undir stýri og leit svo í bak- sýnisspegilinn og sagði við mig: — Nasi, ekki orð. Ef þú svo mikið sem geispar þá færðu aldrei að vera meö mér framar. Ég hafði vit á aö halda mér saman. — Það var lán í óláni að ég var á Volgunni, sagði Hreiðólfur. — Hugsiöi ykkur ef þetta heföi verið Impalan mín. — Er ekki best að stíma í land? spurði Strandamaður- inn. — Að minnsta kosti reyna að koma út akkerinu? Þeir stigu út úr Volgunni sitt hvorum megin, gömlu skipsfélagarnir, og ýttu henni í land. Það flaut ekki einu sinni inn í bílinn, enda var hann hannaður til að þola rússneskar aðstæður. — Enginn blaðaljósmynd- ari á bakkanum, sagði Reim- ar. — Lánið leikur ekki við mig. Hálftröllin Eiríkur og Hreiöólfur hófu stafninn á Volgunni úr tjörninni, þeir voru svo hraustir að þeir báðu mig ekki einu sinni að stíga út. Þeir renndu bílnum inn á götu. Forvitið fólk var aö fylgjast með. — Á hvað eruð þið aö glápa? spurði Reimar út um opinn glugg- ann. — Sjerap, sjerap. Hald- iði áfram að blæða brauði á bra bra. — Jæja, vinurinn, sagði Hreiðólfur og studdi sig við dyrnar hjá Reimari. — Hvað ertu að hugsa um að gera næst? — Ja, nú veit ég ekki, sagði Reimar. — Viltu ekki reyna aö setja í fyrsta gír og starta? — Ha, sagði Reimar. — Gerði ég það ekki áðan? — Nú heldurðu að það eigi að gerast einu sinni á dag? — Já, það hélt ég. Reimar virtist í raun og sann alveg dolfallinn. Eiki settist aftur í hjá mér. Hvorugri kempunni hafði orðið meint af volkinu. — Nú set ég í fyrsta gír, sagði Reimar og setti í fyrsta. — En þú tekur ekki af stað fyrr en ég er búinn að tengja ökukennarabremsuna mína, sagði Hreiðólfur. Þegar það var afstaðið tók Reimar aftur út á Lækjargötuna. Hann sagöi: — Nú set ég í annan. Stuttu síðar bætti hann við: — Og nú set ég í þriðja. Hann nam staðar á horni og sagði þegar hann tók af stað: — Nú set ég í fyrsta. — Heyrðu væni, sagði Hreiðólfur. — Hættu þessu. Annars veröur þetta að leið- um ávana. — Nú set ég í þriðja, sagði Reimar. — Viltu hafa hljóð í vagn- inum þegar þú skiptir, sagði Hreiðólfur. — Lofaðu drengnum aö hafa sína hentisemi, Hreið- ólfur, sagði Strandamaöur- inn. — Eirikur, sagði Hreiðólf- ur. — Þótt þú hafir verið kap- teinninn í gamla daga þá er það ég sem ræð hér í bíln- um. En engu að síður, þar sem þú bjargaðir mér úr Dormbankanum, þá tel ég mig eiga þér nokkra skuld að gjalda. Talaðu bara eins og þú eigir lífið að leysa, vin- ur, sagði hann við Reimar. Reimar lét ekki segja sér það tvisvar. — Og nú set ég í annan, sagði Reimar. Stuttu síðar bætti hann við: — Og nú set ég í þriðja. Daginn eft- ir fórum við frændurnir á bílasölur og þá sá Reimar gamlan Kadilakk og varð ástfanginn upp fyrir haus. Ólafur Gunnarsson Eigendur Nýja bíós: Hilmar Oddsson, Þorgeir Gunnars- son, Ólafur Tryggvason, Guö- mundur Kristjánsson og Sonja B. Jónsdóttir. 2: notuðu á meðan það var og hét, var einnig þar til húsa þar til fyrir fjórum árum. Eigendur Nýja bíós eru að vonum ánægðir með að hafa hreppt húsið og buðu fólki í faginu að koma og skoða þegar það var opnað eftir nokkrar til- færingar. Mátti í boðinu sjá menn eins og Hrafn Gunn- laugsson, Svein Sveinsson í Plús film og Björn Emilsson frá sjónvarpinu. „Hérna erum við með alvöru hljóðstúdíó og alvöru upptökustúdíó," sagði Guð- mundur Kristjánsson kvik- myndagerðarmaður, fram- kvæmdastjóri og einn af eigendum Nýja biós, við PRESSUNA. Hrafn Gunnlaugsson og Björn Emilsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.