Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 11

Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. ÁGÚST 1991 11 ✓ I næstu viku er boðaður skipta- fundur í þrotabúi Skemmtiga/ðsins hf., sem er fyrirtæki sem Ólafur Ragnarsson stofnaði á sínum tíma utan um rekstur tívólísins í Hvera- gerði. Fyrirtækið stofnaði Ólafur eftir að hafa keypt ýmis tæki af Sig- urði Kárasyni, en eitthvað voru þau viðskipti málum blandin, því dæmið gekk ekki upp og í júlí 1988 var Skemmtigarðurinn hf. tekinn til gjaldþrotaskipta. Kröfur í búið eru að núvirði alls um 220 milljónir. Þar af námu kröfur Fjárfestingarfélags Islands um 42 milljónum að núvirði, vegna skuldabréfa sem ættuð eru frá Sigurði. . . A XjLðalfundur Heimdallar hefur verið boðaður í næstu viku, nokkru fyrr en vanalega. Formannsskipti verða á fundinum þar sem Birgir Ár- mannsson lætur af formennsku. Sá sem er talinn líklegastur arftaki Birgis er Kjartan Magnús- son, sonur NATÓ- Manga. Davíð Stefánsson, for- maður SUS, mun þegar hafa lýst yfir stuðningi við Kjartan en hins vegar mun Sveinn Andri Sveinsson borgarfulltrúi leita logandi ljósi að mótframbjóðanda. Mismunandi af- staða þeirra til Kjartans sýnir enn á ný klofning meðal yngri sjálfstæðis- manna. Davíð er helsti forystumað- ur svokallaðs MA-kvartetts, sem er hópur manna sem útskrifuðust frá MÁ, en Sveinn Andri hefur farið fyr- ir svokallaðri Vöku-klíku. Þessir hópar sameinuðust um stuðning við Árna Sigfússon á sínum tíma, en nú hefur slitnað upp úr því sam- starfi... F M. yrir rúmu ari skýrði PRESSAN frá því að franskur maður, sem síð- ast sást til hér á landi fyrir rúmum tuttugu árum, væri enn eftirlýstur af frönskum yfirvöldum. í vikunni birt- ist síðan auglýsing í Morgunblaðinu þar sem lýst var eftir manninum, Bernard Journet, og þeir sem kynnu að vita um afdrif hans eða verustað voru beðnir að hafa sam- band við franskan lögmann. Ætt- ingjar mannsins munu því enn ekki hafa gefið upp alla von... LITLA BÓNSTÖÐIN SF. Síðumúla 25 (ekið niðurfyrir) Simi 82628 Alhliða þrif á bílum komum inn bílum af öllum stærðum Opið 8:00—19:00 alla daga nema sunnudaga f Baðsett ágóöuverði Vegna hagstæöra samninga og magninnkaupa á baðsettum getum við boðið í einum pakka: WC, HANDLAUG, BAÐ og STURTUBOTN á einstöku verði. /l&NORMANN J.þorláksson & Norðmann hf. Suðurlandsbraut 20 - Sími: 91 -8 38 33 W3833 VIÐ 3. til 24. október 1991 3 vikur ó frábæru verði - kr. 49.900.- á mann - 2 í íbúð Innifalið í verði erfíug, gisting, fíutningur tiC og frd fCugveCCi d ‘Benidorm og ísCensfffararstjórn. 'Effi innifaCið í ofangreindu verði er fCugvaCCarskattur, innritunar- og forfaCCagjaCcí- samtaCs ff. 3.250.- (jist er d Torpa, spCunfqinýrri, CoftffeCcCri íBúðaróggpingu miðsvceðis d Levante ströncdnni. GÓÐAR ÍBÚÐIR MEÐ STÓRUM SVÖLUM FALLEG SUNDLAUG - GÓÐUR GARÐUR LjósmyncCir tiCsýnis d sfjrifstofunni. fÞetta er síðasta fiaustferðin d Bessu dri, — - : FERDASKRIFSTOrA svo nauosynlepjt er aðpanta semfyrst. ^ ^ Y K J AV í K U R ' ‘ Sjdumst! RFYKIAVÍK TRAVEL ^

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.