Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 27

Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. ÁGÚST 1991 27 nrosío ... fá Jón Baldvin og Kiddi rótari fyrir að hafa látið sér detta í hug að stinga lögguna af. AÐUR UTI NÚNA INNI Þykkar gullkeðjur (húðaðar), langar og margfaldar og með Chanel-merkinu á end- anum í stað peace-merkisins, leðurjakkar og stutt silfurlit- uð pils. Vondar stúlkur hafa aldrei haft tækifæri til að líta jafn vel út, þökk sé Karli Lagerfeld og öðrum ámóta. En þótt lykkjufallið sé horfið og jakkinn úr betra leðri má stúlkan ekki gleyma innræt- inu: Góð stúlka á aðeins eitt greiðslukort og notar það sjaldan. Vond stúlka á aðeins einn brjóstahaldara og notar hann sjaldan. ÁÐUR INNI NÚNA ÚTI Cartier og Rolex. Þessi best markaðssettu lúxus-vöru- merki seinni ára hafa fallið á BMW-bragðinu. Þegar annar hver sendisveinn er kominn á BMW hefur það ekkert upp á sig að aka um á slíkum. Það er allt eins gott að spara milljón og keyra um á tólf ára gömlum Chevrolet. Sama með Cartier og Rolex. Þó er skömminni skárra að láta sjá sig á Laugaveginum með Rolex-úr eða Cartier-skart- gripi en að láta grípa sig með þá í Ameríku eða Evrópu. Þar ganga allir ann- ars flokks melludólgar og spúsur þeirra með Rolex og Cartier. Geymum því Rolex- inn fyrir Rússlandsferðina. Þar virkar hann enn, — um POPPIÐ Deep Jimi and the Zep Creams halda kveðjutónleika á Tveimur vinum á föstudags- og laugardagskvöldið. Þetta er í allra allra síðasta sinn sem þeir félagar troða upp í höfuðborg- inni á næstunni og reyndar land- inu öllu. Þeir eru nefnilega á leið- inni til hennar Ameríku, þar sem þeir munu á næstunni freista gæfunnar í hinni alræmdu New York (sjá síðu 4). Óborganlegt afturhvarf til fortíöarinnar. Blúsmenn Andreu verða á Púlsinum á föstudags- og laugar- dagskvöld. Það eru Richard Korn bassi, Jóhann Hjörleifs- son trommur og gítarleikararnir Guðmundur Pétursson og Halldór Bragason. Andrea er auðvitað engin önnur en hin óviðjafnanlega blússöngkona Andrea Gylfadóttir. I kvöld, fimmtudagskvöld, er það Gwendolyn Sampé frá Tex- as ásamt Loftmönnum íslands á Púlsinum (sjá Listapóst). Á sama tíma verður poppgrúppan Síðan skein sól á Tveimur vin- um með Helga Björnsson söngvara í broddi fylkingar. Hljómsveitin Fríða sársauki verður á Tveimur vinum á sunnudagskvöldið. Þar eru í for- svari bassaleikarinn úr Sálinni, Friðrik Sturluson, og Andri Orn Clausen, leikari og söngv- ari. Með hljómsveitinni syngja tvær stórgóðar söngkonur, Kristjana Stefánsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir. Frönsk-islensk hljómsveit, sem ekkert nafn hefur hlotið ennþá en mætti kalla Olivier Man- ouray og félagar, ætlar að troða upp á Púlsinum á miðvikudags- kvöldið. Hinn franski partur hljómsveitarinnar er Olivier, en hann leikur á nokkuð óvenjulegt hljóðfæri sem heitir bandéoné- on og er tangóharmónikka. Hinn íslenski hluti bandsins eru þeir Tómas Einarsson kontra- bassaleikari, Kjartan Valdi- marsson píanó og Einar Valur Scheving trommur. Þeir ætla að spila suður-ameríska tónlist; bóleró, samba og tangó. Olivier kemur einnig fram í dúói með Agli Hreinssyni pianóleikara. Hljómsveitin E1 Puerco/Ennis- rakaðir spilar á upptökutónleik- um á Púlsinum á þriðjudaginn. Tónlistarflutningur sveitarinnar (rokk með rappívafi) er alltaf undir áhrifum frá áhorfendum og því þykir E1 Puerco við hæfi að taka hljómplötuna upp „live". Sveitina skipa Elías Bjarnhéð- insson (söngur), Hlöðver S. Guðnason (gítar), Jón Kjartan Ingólfsson (bassi), Oddur Sig- urbjörnsson (trommur) og Páll Viðar Kristinsson (hljómborð). NÆTURLÍFIÐ 22 Það er nákvæmlega sama hversu 22-barnum er hallmælt hér á síðunni, aðsóknin minnkar ekki neitt. Þar er að finna þoln- ustu drykkjumenn bæjarins, ekki síst úr lista-, menningar- og fjölmiðlageiranum. Og þar fyrir utan er biðröðin á laugardags- kvöldum. Barinn hefur lika þann plús að hægt er að dansa á efri hæðinni, sem gerir það gjörsam- lega ónauðsynlegt að fara á ball á eftir. RISAEÐLAN spilar i Reykjavík i kvöld, fimmtudagskvöld, i fyrsta skipti í langan tima. Sveitin ætlar að hita upp á tónleikum SILFURTÓNA í Duus-husi. Dóra Wonder sax- ófónleikari er hætt i Eðlunni, en Magga Stina syngur áfram og spilar á fiðlu. Með henni í hljómsveitinni eru Þórarinn Kristjánsson trommur, Ivar Ragnarsson bassi, Sigurður Guðmundsson gítar og Hreinn á harmonikku og fleira. Yfirskrift tónleikanna (sem hefj- ast klukkan 22.30 stundvislega) er Silfurtónar í 20 ár... r r” B” r~ iS— r ■ ló P * £ P ■ MS p 35 ■ ■ 43 : 47 : ■ KROSSGATAN LÁRÉTT: 1 mergð 6 býti 11 hangsa 12 þvingun 13 grétu 15 skellur 17 óhreinindi 18 grænka 20 náttúrufar 21 bylgja 23 tóm 24 espuðu 25 niskt 27 nabbar 28 loftpípan 29 mál 32 lögmæta 36 tré 37 stjórn- pallur 39 skora 40 tré 41 skaða 43 planta 44 ærslast 46 fatta 48 hrinu 49 gálga 50 gamalt 51 móðirin LÓÐRETT: 1 mistrið 2 slógu 3 verkfæri 4 eirði 5 blómi 6 sært 7 kram- ur 8 ætt 9árás 10 hluti 14 drepa 16 kæpu 19 yngissveinn 22 heyskap- arverkfæri 24 miklir 26 verkur 27 þrengsli 29 fínn 30 silki 31 pílára 33 frjálsum 34 kurf 35 kvöld 37 huglaus 38 duddum 41 hræðsla 42 bút 45 kynstur 47 lykt. SJONVARPIÐ Skriðdrekasveitin, bíómynd sjónvarps á föstudagskvöldið, er gerð eftir einni af bókum spennusagnahöfundarins Svens Hassel. Þetta er seinni heims- styrjaldar-mynd um þýska her- menn á austurvigstöðvunum. Rússarnir eru ekki kræsilegur óvinur og Þjóðverjarnir eiga VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1. Rookie 2. Reversal of Fortune 3. Firebirds 4. Childsplay II 5. Funny About Love 6. Memphis Belle* 7. Navy Seals 8. Neverending Story II 9. Flight of the Intruders 10. Rain Killer ékki auðvelda daga. Spennan magnast, mannvíg eru mörg og i lokin stendur hetjan ein eftir, vina- og kvenmannslaus. STÓD2______________________ í gíslingu (Hostage) er mynd handa aðdáendum spennu- og taugahryllings á laugardags- kvöldið. Sjúkur maður er tekinn gísl flugræningja, lif hans hangir á bláþræði og hvert áfallið rekur annaö. Afskaplega frumlegt allt saman, eða þannig sko. VEITINGAHUSIN Síðustu tíu ár hafa sprottið upp mörg veitingahús sem að veru- legu leyti byggja afkomu sína á hádegisgestum. Þá er mikilvægt að verðið sé í lægri kantinum og þjónustan góð. Ítalía við Lauga- veg 11 er einn þessara staða. Þar er frekar þröngt og básarnir gefa gestum ekki mikið rými. Pizz- urnar eru ágætar en staðurinn mætti að skaðlausu leggja meiri andagift í salat-rétti og súpu dagsins. Verðið er þokkalegt en þjónustan er óeðlilega misjöfn eftir því hvaða þjónn á í hlut. í heild ágætur staður sem þarf að slípa til. Og eitt enn: Tónlistin sem er spiluð er leiðinlega and- laus. Uppáhalds vínið Guðmutidur Sveinsson löggiltur endurskoöandi „Mitt uppáhaldsvin er Cantenac Brown; mér þykir þad afskaplega gott. Þad er bragdmikiö vín og sérstak- lega gott meö kjöti. Bragdid er „ ballanseraö“ en nokkuö þurrt. Cantenac Brown fœst í ríkinu en er ekki þaö ódýr- asta sem þar er hægt aö fá. '85-árgangur er skínandi góöur og eins er '76-árgang- urinn mjög góöur." KLASSIKIN Þátttakendur á söngnámskeiði hjá Svanhvíti Egilsdóttur, sem staðið hefur yfir síðustu t vær vik- urnar, syngja á tónleikum í Hafn- arborg á föstudagskvöld. Tón- leikarnir hefjast (vonandi) klukk- an hálfníu e.h. Undirleik annast Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó og Martial Nardeau á flautu. FUNDURINN Evrópuþingmaðurinn Astrid Lulling, fyrrum borgarstjóri í Lúxemborg og formaður Evr- ópudeildar Intcrnational Co- uncil of Women, heldur erindi á fundi i Norræna húsinu á morg- un, föstudag, kl. 17. Astrid ætlar í erindinu að fjalla um jafnréttis- stefnu Evrópubandalagsins. Hún er hingað komin á vegum Kvennalistans. TRANSVISION VAMP — LITTLE MAGNETS VERSUS THE BUBBLE OF THE BABBLE. Ekta popp með Who og Blondie sem fyrirmyndir. Imyndin og músikin eru goö, en kannski fullvenju- leg. Ágæt áheyrnar samt. Fær 6 af 10. MYNDLISTIN Philip Cazal frá Frakklandi opn- ar sýningu á Kjarvalsstöðum á laugardaginn. Cazal hefur áður sýnt á Kjarvalsstöðum, fyrir tveimur árum, þegar hingað kom sýning frá listasafninu í Ep- inal. Hann fékkst áður við „per- formansa", en sýnir nú verk sem eru sviðsetningar, sambærilegar við raunveruleikann eins og hann er settur fram í auglýsing- um. HÚSRÁÐ Eg reyki. Og ég vinn á fjöl- mennum vinnustað. Éins og þeir vita sem það hafa reynt getur það verið þraut- in þyngri að fá að reykja í friði. Þegar ég er búinn að kveikja mér í sígarettu og áður en ég næ að blása reyknum frá mér fara vinnu- félagar mínar að fussa og sveia, rjúka upp til handa og fóta, opna alla glugga og byrja á fyrirlestri um skað- semi óbeinna reykinga. Eg hef því ekki reykt sígarettu ■ vinnunni með góðri sam- visku síðan Arni Johnsen var gerður að formanni tóbaksvarnanefndar. Hvað get ég gert til að fá að kveikja mér í sígarettu við skrifborðið mitt, draga djúpt andann og blása frá mér fallega bláu reykskýi? Kauptu þér sígarettuveski, dýran kveikjara, munnstykki og fágætar sígarettur. Gerðu reykingarnar að helgiathöfn. Þetta ætti að duga fyrir þá samstarfsmenn þína sem bera einhverja virðingu fyrir náunganum. Aðrir gætu haft gaman af sérviskunni og ein- beitt sér að því að gera grín að umstanginu. Það eru ekki nema altrylltustu anti- tóbaks-fanatíkerarnir sem láta ekki segjast. Við þeim er ekkert að gera. Þú skalt því reykja í þar til gerðum skotum, hætta að reykja eða fá þér nýja vinnu. Eða brynja þig fyrir anti-tóbaks- sinnum. VIÐ MÆLUM MEÐ Sumarfríi að hausti til til dæmis til Jamaíku. Það er dásamlegt veður þar núna og enginn næðingur. Að fólk leggi eitthvað á sig til að versla við þær búðir og veitingastaði sem því líkar Það á að virða það sem vel er gert og svo er það gott fyrir sálina að vera vandlát- ur en láta ekki letina eða hugsunarieysið ráða. búð með Að einhver gjafavöru handa miðaldra körlum og hafi sérdeild fyrir þá sem stunda ekki laxveiðar. Furðufiskum til átu (til dæmis á Gullna hananum) þeir eru bæði góðir og svo er miklu skemmtilegra að segja frá máltiðinni daginn eftir. BIOIN ELDHUGAR Backdraft LAUGARÁSBÍÓI Eldurinn sjálfur (ekki Ken Russell) stelur senunni. Það hefur hann reyndar gert í fyrri myndum sínum; Towering Inferno og fleirum. Á FLÓTTA Run BÍÓBORGINNI Jújú, hörkuflótti bæði fyrir og eftir hlá Akkúrat það sem var lofað.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.