Pressan - 29.08.1991, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22. ÁGÚST 1991
23
Ertu hrceddur um að þú fylgist ckki nógu vel mvð?
Horfirðu ó alla fróttatímana og lest öll dagblöðin?
Þorirðu ekki að viðurkenna að þú hefur ekki graznan grun um hver Pedro fllmodovar er?
Ef svo er ertu líklega ^
(IPPLYSINGflFIKILL
Fylgistu af ákafa med
fréttunum af ualdaráninu í
Sovétríkjunum? Mundirðu
verða alveg frá þér ef þú
misstir af fréttatímanum í
kvöld og þar með nýjustu
fréttum af því hvernig Jelt-
sín gengur að halda uppi
andófi við nýja valdhafa
eða hvort blóðug átök hafi
brotist út? Horfirðu kannski
bœði á Stöð 2 og Ríkissjón-
varpið til að missa örugg-
lega ekki af neinu? Gleypt-
irðu í þig Moggann í morg-
un og hlustaðir á dœgur-
máladeildina með öðru eyr-
anu? Kaupirðu DV til að
lesa í hádeginu, ef ske kynni
að eitthvað hefði gerst á
þeim klukkutímum frá því
Mogginn fór í prentun þar
til DV kom út? Lœturðu
PRESSUNA og „s/úðrið“
aldrei framhjá þér fara? —
Ef þú getur játað á þig þótt
ekki sé nema einn þriðja af
þessu ertu alveg áreiðan-
lega haldinn því sem sér-
frœðingar nefna upplýsinga-
angist.
Upplýsingaangist kallast
óttinn við að fylgjast ekki
nógu vel með. Þeir eru
haldnir upplýsingaangist
sem eru aiveg skithræddir
um að þeir fylgist ekki nógu
vel með því sem er að ger-
ast í listalífi, viti ekki hvað
verður í tísku næsta vetur
eða hvað er að gerast í
stjórnmálum heima og er-
lendis.
Það er ólíklegt annað en
margir kannist við þessa til-
finningu, því hverjir eru
fréttaþyrstari en einmitt ís-
lendingar? Við bæði gefum
út og lesum ógrynni af
blöðum og tímaritum, að
ógleymdu öllu því magni
sem við flytjum inn.
HVERSU ILLA HALDINN
ERTU?
Þörfin fyrir að fylgjast
með eykst svo þegar stórat-
burðir eins og valdaránið í
Kreml eða Flóastríðið ger-
ast. Eða sátu menn ekki
rauðeygir af svefnleysi fyrir
framan skjáinn í vetur, þeg-
ar barist var við Flóann?
Annars getið þið bara geng-
ið úr skugga um það sjálf,
hversu illa þið eruð haidin,
með því að lesa eftirfarandi
fullyrðingar og telja hve
margar þeirra eiga við ykk-
ur.
1. Þú ásakar sjálfa(n) þig
reglulega fyrir að fylgjast
ekki nógu vel með því
sem gerist í kringum þig.
2. Þú finnur til sektar-
kenndar frammi fyrir sí-
stækkandi staflanum af
ritum, bókum og grein-
um, sem liggja í haugum
heima hjá þér og bíða
þess að verða lesnar.
3. Þegar upp kemur í
samræðum nafn frægrar
persónu, listamaður sem
er í tísku, mikilvæg dag-
setning úr samtímanum,
tónlistarstefna eða frétt,
sem þú hefur aldrei heyrt
minnst á áður, ásakarðu
sjálfa(n) þig í hljóði og
lætur eins og þú sért inni
í málinu með því að
kinka kolli.
4. Þegar stórir atburðir
gerast viltu ekki fyrir
nokkurn mun missa af
sjónvarpsfréttum klukk-
an átta og ellefu, 19:19,
hádegis- og kvöldfréttum
útvarpsins auk þess sem
þú reynir að lesa öll dag-
blöðin.
5. Áður en þú kaupir
uppáhaldstímaritið þitt í
bókabúðinni flettirðu í
gegnum nokkur önnur
tímarit; um hagfræði, vís-
indi, bíla, listir eða kvik-
myndir, jafnvel þótt þessi
málefni eigi ekkert skylt
við áhugamál þín og
smekk.
6. Þú kaupir mikið
magn tímarita, bóka og
uppsláttarrita sem þú lest
aldrei í, nema kannski
nokkrar línur.
7. Þér finnst þú oft ófær
um að skýra þótt ekki sé
nema einn þriðja af hug-
mynd, atburði eða
ástandi ákveðins tíma-
bils, sem þú taldir þig
hafa skilið.
8. Þú ert fúl(l) út í
sjálfa(n) þig fyrir að geta
ekki fylgt leiðbeiningar-
bæklingnum sem segir
hvernig þú eigir að gera
við sjónvarpið þitt, koma
saman rúminu sem þú
keyptir í IKEA, fá græna
fingur, nota nýja ör-
bylgjuofninn þinn, og svo
framvegis.
9. Þú hefur áhyggjur af
því að vita ekki hvernig
nota á alla takkana á
myndbandstækinu þínu
eða hljómtækjasamstæð-
unni og blótar sjálfri(um)
þér í sand og ösku fyrir
að hafa týnt notkunar-
leiðbeiningunum.
10. Þú kaupir þér há-
tæknitæki eftir lestur
flókinnar grcinar, þannig
að þú fáir á tilfinninguna
að þú hafir betra vald á
tækninni.
11. Það kemur fyrir að
þú kallar bók um vísindi,
hagfræði eða heimspeki
„stórkostlega“, „snilli“,
„tímamótaverk" eða
„nauðsynlega", jafnvel
þótt þú hafir varla skilið
orð af því sem sagt var
og skrifað um hana í um-
fjöllun í fjölmiðlum.
12. Þegar þú horfir á
sjónvarpið, lest dagblað
eða tekur þátt í samræð-
um gefurðu þér lengri
tíma og veitir mikla at-
hvgli nýjum fréttum, sem
þér stendur í rauninni á
sama um.
13. Þegar frétt vekur
áhuga þinn skiptirðu á
milli stöðva til að finna
hana á hinni stöðinni og
sjá hvernig hún er með-
höndluð á mismunandi
hátt. Tékkar svo á út-
varpsstöðvunum.
14. Á klósettinu lestu
hvaða dagblað, auglýs-
ingabækiing eða snepil
annan, sem til fellur. Þú
gengur jafnvel svo langt
að lesa aftan á þvottaefn-
ispakka ef hann er við
höndina.
15. Á vörusýningum, í
listsýningarsölum, á fyr-
irlestrum, í apótekum,
verslunum, kvikmynda-
húsum og biðstofum tek-
urðu alla þá bæklinga
sem þú kemur höndum
yfir. Þú gleymir þeim síð-
an í töskunni, skúffunni
eða í blaðakörfunni, fram
til þeirrar stundar er þú
ákveður að henda þeim.
16. Þú sýnir hörð við-
brögð við fréttum eða
upplýsingum sem þú skil-
ur eiginlega ekki. Þú hef-
ur til dæmis áhyggjur af
því að Dow Jones-vísital-
an skuli hafa lækkað um
tíu stig og nagar neglurn-
ar niður í kviku frammi
fyrir óskiljanlegum línu-
ritum sérfræðinganna.
17. Hvert svo sem inni-
haldið er finnst þér bréf
sem þú færð send í hrað-
pósti eða með símfaxi
merkilegri en bréf sem
berast þér eftir venjuleg-
um leiðum, í gegnum
bréfalúguna.
18. Þér finnst upplýs-
ingar sem þú færð úr
blaða-, útvarps- eða sjón-
varpsfrétt merkilegri en
það sem þú verður
áskynja í óformlegum
samræðum.
19. Þú heldur að mann-
eskjan við hliðina á þér
skilji það sem þú skilur
ekki.
20. Þú ásakar sjálfa(n)
þig fyrir það eitt að láta
þér detta í hug að segja
„ég veit það ekki“.
21. Þú kallar hugmynd,
staðreynd eða gögn sem
þú skilur ekki upplýsing-
ar.
AFVÖTNUN EINA RÁÐIÐ
Ef aðeins fáar eða jafnvel
engin af þessum fullyrðing-
um á við þig hefurðu ekki
lesið PRESSUNA og þaraf-
leiðandi ekki þessa grein.
Þú tekur því gaumgæfilega
íhugun fram yfir upplýsing-
ar og á meðan þú situr og
smakkar á veröldinni vaxa
trén án þinnar hjálpar,
ávextir þroskast og stríð eru
' háð.
Þér, sem innan við helm-
ingur fullyrðinganna á við,
er óhætt að óska til ham-
ingju, því þú hefur stjórn á
upplýsingaangist þinni. Þú
lest aðeins eitt valið dag-
blað og horfir ekki á hvaða
þátt sem er í sjónvarpinu.
Þú ert í hópi þeirra sem
vantreysta sjónvarpinu eftir
æsinginn fyrstu daga Flóa-
stríðsins og tekur félagsskap
góðra vina framyfir.
Ef meira en tveir þriðju
fullyrðinganna eiga við þig
er óhætt að segja að upplýs-
ingastreymið hafi gert þig
áttavillta(n). Og við því er
aðeins ein iækning: Horfðu
eða hlustaðu ekki á fleiri en
einn fréttatíma í ljósvaka-
miðli á dag og haltu þig frá
dagblöðum annan hvern
dag. Lestu hægt, þykkt og
gott sagnfræðirit um það
málefni sem plagar þig
hvað mest.
Ef fleiri en fimmtán full-
yrðingar eiga við þig, hvað
þá allar, ertu „húkt“ á upp-
lýsingastreyminu. Þú ert
þegar orðin(n) angistar-
full(ur) við lestur þessarar
greinar og segir við sjálfa(n)
þig: Hvar get ég komist yfir
meiri upplýsingar um þetta
efni? Það er aðeins til eitt
ráð handa þér: „Afvötnun".
Settu sjónvarpið þitt inn í
geymslu í mánuð.
ÞVERÖFUG ÁHRIF UPP-
LÝSINGASTREYMISINS
Það sorglega við þetta allt
er það, að þrátt fyrir að við
séum svona áköf í að fylgj-
ast með fréttum, og lesa öll
þau tímarit og bæklinga og
horfa á alla þá fréttatíma
sem við komumst yfir, er
allsendis óvíst að við séum
nokkuð upplýstari en ef við
létum það eiga sig nema
endrum og eins. 1 öllu þessu
upplýsingastreymi, sem yfir
okkur flæðir, er nefnilega
heill hellingur af hráum
upplýsingum sem eftir er að
vinna úr og greina. Þess
vegna er ansi hætt við að
flóðið hafi þveröfug áhrif.
Við verðum engu nær, því
við skiljum ekki upplýsing-
arnar. Áf þessu stafar angist-
in. Og sanniði til; þetta á
eftir að versna.
VARNIR GEGN FRÉTTA-
FLÓÐINU
Það er aðeins eitt ráð til
að verjast þessu og það er
að komast að því hvað
mann sjálfan raunverulega
langar til að vita. Það er
hægt með því að spyrja sig
spurninga eins og: Hvers
vegna hefur fréttamaðurinn
valið að segja frá þessum
smáatriðum? Hvaða smáat-
riði mundi ég vilja þekkja?
Hvaða merkingu hafa þess-
ar tölur? Hvað segir frétta-
maðurinn mér ekki? Ruglar
hann ekki saman upplýsing-
um og skoðunum? Hvers
vegna fær þessi frétt svona
mikið vægi? Meira en hin?
Hvernig gæti hún gagnast
mér í lífinu? Hefurðu ekki á
tilfinningunni að það sé
ákveðið fyrir þig hvað er
mikilvægt og hvað ekki?
Ertu viss um að valdatakan
í Sovétríkjunum hafi meiri
áhrif á líf þitt en evrópska
efnahagssvæðið?
Samantekt: Margrét Elísabet
Ólafsdóttir