Pressan - 17.10.1991, Side 9

Pressan - 17.10.1991, Side 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991 9 tEFAMKUUn PENIMM ÞEGAR — Fyrir tœpu ári sótti fiskeldisfyrirtœkiö Miklilax í Fljótum um 140,2 milljóna króna lán hjá Byggdastofnun. í vor fékk fyrirtœk- id sídan afgreiddar 98 milljónir en nú í vikunni fékk þad afgreiöslu á 113,2 milljónum til viðbótar. 65 milljónir eru í formi af- skrifaöra skulda en afgangurinn, 48,2 milljónir, í formi styrks. Lánsumsóknin varö því aö styrk. Er hann meöal annars til aö ganga frá lóö fyrirtœkisins. Fiskeldisfyrirtækið Miklilax í Fljótum er stærsti ein- staki skuldunautur Byggðastofnunar, en með þeirri fyrir- greiðslu sem fyrirtækið fékk nú í vikunni hefur það feng- ið 695,2 milljónir króna. Skuld fyrirtækisins við Byggða- stofnun var fyrir þessa nýjustu fyrirgreiðslu komin upp í 582 milljónir. Stofnunin telur að ekki þýði að lána fyrir- tækinu meira og var því lánsumsóknin frá því í desember í fyrra afgreidd sem styrkur. Styrknum verður meðal annars varið til að kaupa varmaskiptatæki, sem eru ein- stök sinnar tegundar hér á landi í fiskeldinu, snyrta og ganga frá lóð við fyrirtækið og greiða laun og fóður- kostnað á næsta ári. þaö gert næsta vor. Rétt er að það komi fram að pen- ingarnir hafa ekki verið greiddir út heldur verður það gert jafnóðum og reikningarnir koma frá Miklalaxi. 17 milljónir eru síðan ætlaðar í að greiða laun og fóðurkostnað á næsta ári. Þetta er meðal annars vegna þess að Ijóst er að þá munu tekjur stöðvarinnar ekki duga fyrir gjöldum — þrátt fyrir að fyrirtækið greiði ekkert í afborganir eða vexti. í 9 mánaða uppgjöri fyrir þetta ár, sem lá fyrir í september, kom fram að rekstrarkostnaður Miklalax var 63 milljónir fyrir það tímabil. Tekjur Miklilax hefur nú fengiö styrk frá Byggðastofnun og ætlar aö verja 10 milljón- um í aö snyrta i kringum fyrirtækiö. Fyrirgreiðslan, sem stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið núna, skiptist þannig: 65 milljónir fara á afskriftareikning en 48,2 millj- ónir verða settar í framkvæmdir og rekstur. Þetta er nokkur hækkun frá því fyrirtækið sendi inn lánsum- sóknina. Það liggur meðal annars í því að við Miklalax er verið að setja upp mikið varmaskiptatæki til að nýta heita vatnið sem fæst. Þetta stafar af því að komið hefur í ljós að heita vatnið er hvorki eins mikið né heitt og gert var ráð fyrir þegar fyr- irtækinu var hleypt af stokkunum. Því verður að leggja út í þennan ! kostnað við varmaskiptatæki sem munu vera einstök í fiskeldisfyrir- tækjum hér á landi. Þessi varmaskiptatæki kosta 13 milljónir króna og eru nokkru dýr- ari en gert var ráð fyrir, vegna þess að notaðar verða stálplötur í stað ál- platna. HLUTI STYRKSINS FER í GIRÐINGAR OG SNYRTINGU UMHVERFIS Afgangurinn af framkvæmdafénu er vegna framkvæmda sem ráðist var í í fyrra. Meðal annars lengingar á pípum út í vatnið og djúpdælingar vegna hitaveitunnar, sem kostar 2,3 milljónir. Hluti af fjármagninu fer einnig í frágang á svæði. Verður umhverfi stöðvarinnar snyrt með því að jafna út uppgröft, girða og sá síðan. f frá- gang á svæðinu á að verja 10 millj- ónum af þessum styrk. Einnig er í framkvæmdafjárupp- hæðinni gert ráð fyrir súrefnisbún- aði að andvirði 5,4 milljóna króna. Ekki er ætlunin að setja súrefnis- búnaðinn upp í vetur heldur verður i voru hins vegar 22,7 milljónir á sama tíma. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostn- aður út árið verði 87 milljónir og hefur sú áætlun lækkað síðan í upp- hafi árs, þegar gert var ráð fyrir 105 milljóna króna rekstrarkostnaði. Mikill sparnaður er meðal annars fólginn í því að fyrirtækið er hætt að kaupa ráðgjöf af skosku fyrirtæki, sem meðal annars er hluthafi í Miklalaxi. Fyrirtækið átti 20% fyrir síðustu hlutafjáraukningu. Hlutafé Skotanna var að nokkru leyti greitt með ráðgjafarþjónustu. Má sem dæmi nefna að á árunum 1989 og 1990 greiddi Miklilax Skot- unum 29,6 milljónir króna í ráðgjöf. Hefur þá upphæðin verið færð á verðlag dagsins í dag. í ár verða Skotunum hins vegar aðeins greidd- ar 1,6 milljónir króna fyrir ráðgjöf. Sömuleiðis hefur kostnaður við tryggingar verið dreginn verulega saman. Arið 1989 var kostnaður við tryggingar 22,4 milljónir, 1990 var tryggingakostnaður 17,9 milljónir en gert er ráð fyrir að hann verði 9 milljónir í ár. Búnaðarbankinn, sem hefur haft með afurðalán Miklalax að gera, hefur ekki heimilað að hætta alveg við tryggingar. BYGGÐU FJÖGUR EINBÝLISHÚS SEM HÚSNÆÐISSTOFNUN NEITAR AÐ LÁNA TIL Við stöðina hafa verið reist fjögur einbýlishús fyrir starfsmenn, enda stöðin það fjarri byggð að starfs- mennirnir verða að búa á staðnum. Um er að ræða einingahús fráSiglu- firði, svokölluð Siglufjarðarhús. Engin fyrirgreiðsla hefur fengist hjá Húsnæðisstofnun vegna þessara húsa og hefur umsóknum þar um reyndar verið hafnað. Að sögn Benedikts Guðmundssonar, sem sit- ur í sjórn Miklalax sem fulltrúi Byggðastofnunar, standa vonir til að fyrirgreiðsla fáist vegna húsanna í gegnum félagslega kerfið. Þessi hús hafa því verið reist fyrir lánsfé til Miklalax. Þá hefur verið reist um 400 fer- metra laxasláturhús við stöðina, sem þykir ákaflega fullkomið. ÞRÁTTAÐ UM ÁBYRGÐIR Á 54 MILUÓNA KRÓNA VÍXLI Á Siglufirði hefur undanfarið ver- ið í gangi deila um ábyrgðir á trygg- ingavíxli vegna afurðaláns til Mikla- lax. Rafveita Siglufjarðar, sem nú hefur verið seld RARIK, er eignar- aðili að Miklalaxi. Árið 1987 veiti Búnaðarbankinn Miklalaxi afurða- lán, sem nú er upp á 54 milljónir króna. Urðu eignaraðilar Miklalax að skrifa upp á ábyrgðir að víxli vegna lánsins, að einum þriðja hver, eða 18 milljónir. Auk Rafveitu Siglu- fjarðar skrifuðu Byggðastofnun og Fljótahreppur upp á víxilinn. Nú er hins vegar deilt um gildis- tíma víxilsins á Sigiufirði, en ekki var heimild fyrir því að hann gilti nema í ár. Rafveitustjórinn á Siglu- firði virðist hins vegar hafa fram- lengt hann um þrjú ár. Núverandi meirihluti neitar að viðurkenna þessa ábyrgð og er málið nú til með- ferðar hjá lögfræðingi bæjarins. SÖGÐU DAVÍÐ EKKERT Eins og kunnugt er er ríkisstjórnin búin að ákveða að veita fiskeldi ekki meira fé en það sem sérstök neyðar- lánanefnd úthlutar. Því kemur þessi fyrirgreiðsla til Miklalax og Silfur- stjörnunnar nokkuð á óvart, en til að koma henni á þurfti stofnunin að> taka af eigin fé. í DV í gær kom fram hjá Guð- mundi Malmquist, forstjóra Byggða- stofnunar, að Davíð Oddssyni for- sætisráðherra hefði verið kunnugt um þessa fyrirgreiðslu. PRESSAN hefur heimildir fyrir því að forsætis- ráðherra hafi ekki vitað af þessu. Þeir Matthías Bjarnason, stjórnar- formaður Byggðastofnunar, og Guð- mundur fóru hins vegar á fund Dav- íðs daginn áður en fyrirgreiðslan var opinberuð, á mánudaginn, og þá var ekki rætt um þessa úthiutun til Miklalax og Silfurstjörnunnar. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.