Pressan


Pressan - 17.10.1991, Qupperneq 13

Pressan - 17.10.1991, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991 13 Kostnaður við Forsetaembættið HEFUR TVÖFALDAST Á SÍBUSTU ÁRUM Rekstrarkostnaöur hefur hœkkaÖ úr 25 í 65 milljónir, risnukostnaÖur um 80 prósent og feröakostnaöur innanlands um 150 prósent í HVAÐ FARA PENINGAR FORSETANS? — Dæmi út frá raunverulegum tölum um kostnaöinn við embætti forseta íslands á undanförnum árum ALMENNUR REKSTUR..................................... 60.000X100 kr. þ.a. launagreiöslur.................................. 22.000.000 kr. þ.a. bifreiðakostnaður.................................... 2.900.000 kr. þ.a. risnukostnaður....................................... 4.400.000 kr. þ.a. ferðakostnaður....................................... 6.000.000 kr. þ.a. opinberar heimsóknir............................ 18.000.000 kr. þ.a. fálkaorðan........................................... 2.000.000 kr. VIÐHALDSKOSTNAÐUR.................................... 10.000.000 kr. GJALDFÆRÐUR STOFNKOSTNAÐUR.......................... 102.500.000 kr. þ.a. endurbætur Bessastaða.......................... 100.000.000 kr. þ.a. farartaeki og vélar.............................. 2.000.000 kr. þ.a. húsgögn, skrifstofuvélar o.fl...................... 500.000 kr. HEILDARKOSTNAÐUR.................................... 172.500.000 kr. Almennur rekstur embœttis for- seta Islands hefur á sídustu árum kostad skattgreidendur 55 til 60 milljónir króna ogfer hœkkandi. Þá er ekki innifalinn stofnkostnaður og uidhald; þegar þeir liðir bœtast uið hefur kostnaöurinn á sídustu árum uerið á bilinu 80 til 235 milljónir króna á ári. Samantekt PRESSUNNAR á kostnaði uegna forsetaembœttisins frá 1969 leiðir í Ijós að flestallir ein- stakir kostnaðarliðir hafa hœkkað uerulega að raungildi. Bifreiða- kostnaður hefur tuöfaldast, risnu- kostnaður sömuleiðis, innlendur ferðakostnaður hátt í þrefaldast og kostnaður uegna opinberra heim- sókna ríflega tuöfaldast. Þá hefur kostnaður uegna endurbóta á Bessastöðum og uiðhalds stórlega aukist. Fjárveitingavaldið hefur iðulega vanmetið kostnaðinn við rekstur embættis forseta gróflega. Á árun- um 1969 til og með 1980, í „valda- tíð“ Kristjáns Eldjárn heitins, fór reksturinn að meðaltali 46 prósent- um fram úr fjárlögum. Á árunum 1981 til og með 1989, í tíð Vigdísar Finnbogadóttur, nam umfram- keyrslan við reksturinn hins vegar 96,5 prósentum að meðaltali. Mun- ar þar mestu að á fyrstu þremur ár- unum var umframkeyrslan 198 pró- sent að meðaltali. Með rekstrarkostnaði er átt við laun, risnu, ferðakostnað, bifreiða- kostnað, opinberar heimsóknir, fálkaorðuna og fleira. Á fyrsta kjör- tímabili Kristjáns nam kostnaðurinn BRUNAÐ FRAM ÚR FJÁRLÖGUM — hækkun rekstrarkostnaöar forseta íslands 1969—1992 Ár Fjár- Reikn- lög ingur hækkun 1969 15,5 14,8 -5- 4,6% 1970 15,7 17,5 11,5% 1971 16,8 23,4 3ao% 1972 18,4 24,9 354% 1973 22,4 37,2 66,5% 1974 17,9 32,3 80,5% 1975 18,7 31,4 67,9% 1976 15,2 20,5 35,0% 1977 15,1 26,1 73,3% 1978 16,2 22,1 36,6% 1979 18,8 27,3 45,1 % 1980 16,7 27,7 65,6% 1981 17,3 54,3 213,1% 1982 16,9 49,9 194,7% 1983 13,8 39,3 1850% 1984 21,2 34,6 63,2% 1985 26,1 39,9 52,8% 1986 30,5 41,0 34,0% 1987 36,1 57,1 58,4% 1988 45,8 58,0 26,6% 1989 42,7 59,5 39,3% 1990 48,2 Skýringar: Allar tölur greininni og listum hafa verið framreiknaðar til verðlags i dag samkvæmt fram- færsluvísitölu. 20.2 milljónum árlega að meðaltali, á næsta kjörtímabili fór meðaltalið í 30.3 milljónir, en á síðasta kjörtíma- bili hans iækkaði það aftur, í 25,8 milljónir. REKSTURINN ÚR 25 í 65 MILUÓNIR Á fyrstu þremur árunum hjá Vig- dísi fór kostnaðurinn hins vegar upp í 47,9 milljónir á ári. Á næstu þrem- ur árum lækkaði kostnaðurinn í 38,5 milljónir, en á árunum 1987 til 1989 nam rekstrarkostnaðurinn 58,2 milljónum á ári. Árin 1990 til 1992 er áætlað að kostnaðurinn við rekstur embættisins nemi um 65 milljónum á ári. Erfitt er að benda á eitt atriði öðr- um fremur sem hækkað hefur rekstrarkostnaðinn. Upplýsingar um einstaka kostnaðarliði er ekki að finna fyrir öll árin, en frá 1982 hefur Ríkisbókhald þó birt fylgirit með ríkisreikningum með athyglis- verðum tölum. Sá galli er á, að ekki er hægt að fá sambærilega sundur- liðun frá fyrri árum með góðu móti, til samanburðar. Á árunum 1982 til og með 1985 var launakostnaður embættisins að meðaltali 17,3 milljónir króna á ári, en næstu fjögur árin þar á eftir fór meðaltalið upp í 21,3 milljónir á ári. Þar af hækkaði yfirvinnukostnaður úr 3,8 milljónum í 5,6 milljónir eða um 47 prósent. RISNUKOSTNAÐUR HEFUR HÆKKAÐ UM 80% Bifreiðakostnaður embættisins hefur ótvírætt farið hækkandi. Þá er fyrst og fremst átt við bifreiðakostn- að annan en rekstur forsetabílanna. Rekstur þeirra hljóðaði að meðaltali upp á 1,2 milljónir árlega 1982 til 1985, en 1,4 milljónir 1986 til 1989. Kostnaðurinn við leigubifreiðir og starfsmannabifreiðir og svo vegna annars aksturs hækkaði hins vegar úr 560 þúsundum að meðaltali á ári í 1,4 milljónir eða um 150 prósent. Risnukostnaður embættisins hef- ur og hækkað talsvert hlutfallslega í tíð Vigdísar. Árin 1982 til 1985 var hann að meðaltali 2,4 milljónir en síðara tímabilið 4,4 milljónir á ári eða 81 prósenti hærri. Þar af hækk- aði svokölluð föst risna úr 1 milljón í 2,3 eða um 117 prósent, en önnur risna um 54 prósent. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR mun ein skýringin á þessu vera sú, að ráð- herrar hafa í vaxandi mæli vísað ýmsum veislum á forsetaembættið, sem áður tíðkuðust í einstökum ráðuneytum. FERÐAKOSTNAÐUR INNANLANDS HÆKKAÐ UM 150% Ferðakostnaður vegna embættis- ins hækkaði á þessum árum i heild um aðeins 5 prósent eða úr 5,6 í 5,9 milljónir. Kostnaðurinn var, svo dæmi séu nefnd, 2,8 milljónir 1984 en 8 milljónir 1989. Hins vegar er ekki sama á hvaða lið ferðakostnað- ar er litið. Á þessum tímabilum hækkaði þannig ferðakostnaðurinn innanlands að meðaltali úr 637 þús- undum í 1,6 milljónir á ári, en ferða- kostnaðurinn utanlands lækkaði úr 5 milljónum í 4,3 milljónir. í þessu sambandi er rétt að benda á að ýmis kostnaður vegna ferða- laga forsetans lendir í raun hjá öðr- um aðilum. Til dæmis má nefna síð- ustu ferð forsetans í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar til írlands og Bandaríkjanna. Fjárveiting vegna þessa „átaks“ er skrifuð á utanríkis- ráðuneytið í gegnum Útflutningsráð og kostar 30 milljónir króna. OPINBERAR HEIMSÓKNIR ÚR 8 í 19 MILUÓNIR Kostnaður vegna opinberra heim- sókna, sem skrifaður hefur verið á embættið, var á árunum 1984 til og með 1986 að meðaltali 8,2 milljónir. Kostnaðurinn var á næstu þremur árum 13,6 milljónir á ári og hækk- aði því um 66 prósent. Frá fjárlögum 1990 hefur kostnaður vegna opin- berra heimsókna verið settur á sér- stakan fjárlagalið, en í þessari sam- antekt er ekki um slíka aðgreiningu að ræða. Kostnaður vegna opin- berra heimsókna 1990 til 1992 er áætlaður 18,8 milljónir á ári og fer því enn hækkandi. Forseti íslands hefur það verkefni með höndum að veita fálkaorðuna. Til 1986 var sá kostnaður hins vegar skrifaður á forsætisráðuneytið. Á ár- unum 1980 til 1986 eyddi ráðuneyt- ið að meðaltali 1,5 milljónum króna árlega í veitingu orðunnar. Frá og með 1987 fór gjörð þessi yfir á reikning forsetaembættisins og fyrstu þrjú árin var kostnaðurinn mjög svipaður, en er nú kominn yfir 2 milljónir. Nær undantekningar- laust hefur kostnaðurinn við þenn- an lið farið duglega fram úr fjárlög- um. 100 TIL 200 MILLJÓNIR í ENDURBÆTUR OG VIÐHALD Sem kunnugt er hafa miklar end- urbætur átt sér stað á Bessastöðum á síðustu árum. Frá og með 1989 var þessi kostnaður settur á sérstakan fjáriagalið, en hér er sá kostnaður ekki aðgreindur. Uppbygging Bessa- staða hófst fyrir alvöru með 50 millj- óna króna framlagi 1989, árið 1990 voru lagðar til 166 milljónir, 102,5 milljónir á þessu ári og 82 milljónir áætlaðar á næsta ári. Viðhald hefur hins vegar átt sér stað öll árin og tiltekið sérstaklega, nema síðustu árin, þar sem við- haldskostnaður virðist meðtalinn í sértilgreindum kostnaði vegna Bessastaða. Viðhaldskostnaðurinn þróaðist að öðru leyti þannig, að í tíð Kristjáns Eldjárn var að meðal- tali veitt 4,5 milljónum árlega í við- hald. Á fyrstu fimm árum Vigdísar nam viðhaldskostnaðurinn 4,1 millj- ón árlega að meðaltali og var því svipaður. En 1986 til 1989 hljóðaði heildarkostnaðurinn vegna við- halds hins vegar upp á alls 102,1 milljón króna eða 25,5 milljónir á ári. MEIRA í KAUP Á ÁHÖLDUM OG HÚSGÖGNUM En fleira er stofnkostnaður en endurbætur Bessastaða. Á 12 ára forsetaferli Kristjáns var aðeins 453 þúsund krónum varið í „áhöld, hús- gögn, skrifstofuvélar og þannig háttar". Dreift á einstök ár verður meðaltalið aðeins 38 þúsund krónur á ári. Á fyrstu níu árum Vigdísar fóru hins vegar 5,6 milljónir í þenn- an lið eða að meðaltali 623 þúsund á ári. Meðaltalið er þó villandi í báð- um tilfellum og megnið af þessum kostnaði hjá Vigdísi féll til á tveimur árum, 1982 og 1985. Því má ekki gleyma að stjórnvöld hafa gert embættið æ veigameira, t.d. við kynningu á landi og þjóð. Talið er óhrekjanlegt að kostnaður vegna ferðalaga forsetans erlendis skili sér margfalt til baka úr vösum erlendra ferðamanna. Þá er óum- deilt að endurbæturnar á Bessa- stöðum hafi fyrir löngu verið tíma- bærar. Jafnvel væri nærtækara að segja að forsetaembættið hafi verið vanrækt fyrr á árum, bæði í rekstri en ekki síst í því að byggja upp og viðhalda forsetasetrinu. Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.