Pressan


Pressan - 17.10.1991, Qupperneq 16

Pressan - 17.10.1991, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991 VIGDÍS Finnbogaclóttir er líklega sá íslendingur sem getur stát- að af flestum doktorstitlum, enda fengiö að meöaltali tvo til þrjá heiðursdoktors- titla á ári síðan hún tók við embætti. Nú síðast varð hún bókmenntadoktor í Japan. Því miður eru það ekki margir íslendingar sem gjaldgengir eru i heið- ursflokkinn — það er ekki nema þegar einstaka ..öðruvísi'' fræðimaður fær hann eins og „fjörudoktor- inn" Uiövik Kristjánsson, sem fékk heiðursdoktor eft- ir að honum hafði verið hafnað sem venjulegum doktor. En þökk sé Morg- unblaðinu að við getum fylgst með doktorum lands- ins. Nú síðast varði luar Jónsson ritgerð sína í Knglandi og var tími til kominn að við fengjum doktor í „vandamálum ör- smárra hagkerfá'. Þarf varla að taka fram að rit- gerðin fjallar um stjórnmál og efnahagsstefnur á ís- landi. En við íslendingar höfum áður eignast dokt- ora með skemmtileg við- fangsefni. Má sem dæmi taka dr. Harald Matthiasson sem er doktor í sem og er, eða notkun tilvísunarfor- nafna i fornsögunum. Þá má nefna dr. Jakob Jóns- son sem var doktor í bíblíu- bröndurum eða kímni Ciamla testamentisins. Nú Össur Skurpliédinsson er doktor í kynlífi laxa eins og frægt er. Oddviti sjálfstæð- ismanna i Kópavogi, dr. (iunnar Birgisson, er stund- um sagður vera doktor í drullu en hið rétta er auö- vitað aö hann er doktor i notkun uppfyllingarefna. Mannfræðingurinn (iísli fíúlsson er doktor í Sand- gerðingum og Tungnamaö- urinn dr. (iunrtar Karlsson sagnfræðingur er doktor í Þingeyingum og sjálfur. Olafur Rai(nur Grimsson er doktor í flokkakerfinu is- lenska og segja sumir að það hafi verið fræðilegur áhugi hans sem stýrði flokkaflakki hans á sinum tíma. Að lokum má nefna fjölmiðladoktorinn Siifrúnu Stefánsdóttur sem er dokt- or í skólasjónvarpi i Kentucky með tilliti til að- stæðna á Jótlandi og ís- landi. Sjálfstæðismenn í meirihluta í sveitarstjórnum Persónulegar erjur, misklíö og varanlegur klofningur Sjálfstœdismenn unnu uída gódan sigur í sídustu sueitar- stjórnarkosningum. Á nokkr- um stödum á landinu hefur þeim gengid illa aö halda á sigrinum og dœmi eru um aö flokkurinn hafi hreinlega klofnaö. Fyrstu átökin milli sjálfstœdismanna urdu reyndar fyrir kosningar, á ísa- firdi. I Vestmannaeyjum klofnadi bœjarstjórnarflokk- urinn strax að loknum kosn- ingunum. Fyrr á þessu ári klofnadi flokkurinn á Ólafs- firdi og átök hafa oröid innan Sjálfstœöisflokksins í Kópa- uogi og í Reykjautk. I mörgum tilfellum hafa æðstu forystumenn flokksins reynt að beita áhrifum sínum til að jafna ágreining í héraði, en sjaldnast haft erindi sem erfiði. KLOFNINGUR Á ÍSAFIRÐl Eftir prófkjör sem haldið var á ísafirði kom upp mikill ágreiningur, sem varð til þess að sjálfstæðismenn buðu fram tvo lista; sem sagt hreinn klofningur. Saman náðu listar sjálfstæðismanna meirihluta. Ólafur Helgi Kristjánsson, fyrrverandi skattstjóri og nú- verandi bæjarfógeti á ísafirði, var kjörinn í fyrsta sæti í próf- kjöri flokksins. Kolbrán Hall- dórsdóttir varð í öðru sæti. Ólafur Helgi Kjartansson. Hann átti stóran þátt i að Sjálf- stæöisflokkurinn klofnaði á ísafirði. Það varð til þess að boðnir voru fram tveir listar sjálfstæöismanna. Þegar úrslitin lágu fyrir kom fram ágreiningur milli Kol- brúnar og Ólafs Helga. Það var sama hvað gert var til að sætta þau; sættir tókust ekki. Það varð til þess að flokk- urinn klofnaði og Kolbrún fékk fleiri sjálfstæðismenn með sér, og saman buðu þau fram í-lista Sjálfstæðs fram- boðs. Mesta athygli vakti að Har- aldur Lindal Haraldsson, þá- Sigurður Jonsson. Hann leiddi Sjálfstæðisflokkinn til stór- sigurs í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir það fékk hann ekki embætti í bæjarstjórn sem hann gat sætt sig við. Sigurð- ur flúði frá Vestmannaeyjum í kjölfar deilnanna sem risu. Hann er nú sveitarstjóri í Garð- inum. Þorsteins Pálssonar, þáver- andi formanns, Matthíasar Bjarnasonar og annarra, sem meirihlutinn var myndaður. Þeir sem best þekktu til töldu enga framtíð í samstarfi sjálfstæðismanna vegna þess sem á undan var gengið. Þeir sem höfðu ekki trú á sam- starfinu reyndust sannspáir. Hafi einhvern tíma verið möguleiki á að Sjálfstæðis- flokkurinn næði saman aftur er mat margra að nú séu nán- ast engar líkur til að af því verði. PERSÓNULEGAR DEILUR í VESTMANNAEYJUM Fyrir kosningarnar var haldið prófkjör hjá sjálfstæð- ismönnum í Vestmannaeyj- um. Þar gerðust óvæntir hlut- ir. Siguröur Jónsson kennari, sem verið hafði annar maður á listanum, skákaði efsta manni, nafna sínum Einars- syni. Flokkurinn hafði verið í meirihluta en vann glæstan sigur og fékk sex af níu bæj- arfulltrúum. Þrátt fyrir þenn- an stóra sigur fylgdu á eftir hatrammar deilur meðal sjálfstæðismanna. Sigurður Jónsson vildi í fyrstu verða bæjarstjóri. Hann þakkaði Davíð Oddsson. Eftir að hann ákvað aö láta af embætti borgarstjóra í Reykjavík kom fram ágreiningur innan borgarstjórnarflokksins um eftirmann hans. Ekki hefur gróið um heilt. verandi bæjarstjóri, var valinn til að skipa efsta sætið á í-listanum. Haraldur hafði verið bæjarstjóri andstöðuflokka Sjálfstæðisflokksins og milli hans og sjálfstæðis- manna ekki verið góð sam- vinna. Sjálfstæðisflokkur tapaði einum manni í kosningunum, fékk þrjá en hafði haft fjóra áður. í-listinn fékk tvo menn og þar með náðu þessir tveir listar sjálfstæðismanna fimm bæjarstjórnarmönnum af níu og höfðu þar með hreinan meirihluta. Listarnir náðu að mynda meirihluta, sem er reyndar fallinn nú. Það var sérstak- lega vegna afskipta forystu- manna flokksins, svo sem sér að stórum hluta sigurinn og taldi sig eiga kröfu á bæj- arstjóraembættinu. Þessi hugmynd Sigurðar Jónssonar féll ekki í mjúkan jarðveg. Það varð til þess að hann gaf eftir og sóttist eftir embætti forseta bæjarstjórn- ar. Enn fékk hann neitun frá flokkssystkinum sínum. Hon- um var boðið að verða for- maður bæjarráðs, en á það taldi Sigurður sig ekki geta sæst. Þrátt fyrir tilraunir margra, þar á meðal helstu forystu- manna flokksins, tókst ekki að lægja öldurnar. Það varð til þess að Sigurður sagði skil- ið við meirihlutann. Þar með var sá maður, sem átti hvað mesta hlutdeild í þessum stóra sigri flokksins, hættur að vinna með eigin flokki. Sigurður Einarsson. Hann leiddi Sjálfstæðisflokkinn í Vestmannaeyjum þar til nafni hans, Sigurður Jónsson, hreppti fyrsta sætið i próf- kjöri. Mikill ágreiningur reis eftir prófkjörið. Eftir harðar deilur hefur Sigurður Einars- son aftur komist í sæti odd- vita flokksins. Reyndar greri aldrei um heilt og að endingu tók Sig- urður saman hafurtask sitt og fiutti brott frá Vestmannaeyj- um. Hann er nú sveitarstjóri í Garði á Reykjanesi. Þar með er Sigurður Einarsson orðinn oddviti sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum á nýjan leik. NAUÐVÖRNÁ ÓLAFSFRIÐI Á Ólafsfirði voru, sem fyrr, aðeins bornir fram tveir framboðslistar; D-iisti Sjálf- stæðisflokks og H-listi vinstri manna og óháðra. Sjálfstæð- ismenn fengu fjóra fulltrúa af sjö og héldu þar með meiri- hlutanum. Þar sem Sjálfstæðisflokkur hefur lengi verið í meirihluta á Ólafsfirði hefur bæjarstjór- inn verið yfirlýstur sjálfstæð- ismaður og svo er nú. Það var samt vegna bæjar- stjórans sem meirihluti Sjálf- stæðisflokks var nær sprung- inn í sumar. Aðeins bæjarfull- trúi flokksins, Oskar Þór Sig- urbjörnsson, forseti bæjar- stjórnar, studdi bæjarstjór- ann, Bjarna Grímsson, eftir deilu sem reis innan meiri- hlutans. Mikið var gert til að ná sátt- um, en þeir þrír bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokks, sem ekki studdu bæjarstjórann, vildu ekkert gefa eftir. Krafa þeirra var að bæjarstjórinn yrði lát- inn fara. Lengi vel leit út fyrir að forseti bæjarstjórnar og oddviti flokksins á Ólafsfirði, Óskar Þór Sigurbjörnsson, gengi til liðs við vinstrimenn og myndaði með þeim meiri- hluta. Vinstrimenn gátu vel sætt sig við Bjarna Grímsson sem bæjarstjóra, þótt hann sé yfirlýstur sjálfstæðismaður. Á síðustu stundu fu.idu sjálfstæðismenn lausn á vandanum. Þeir þrír bæjar- fulltrúar, sem höfðu verið með andóf, voru sendir í frí frá störfum í bæjarstjórn. Þre- menningarnir eru; Kristín Trampe, Siguröur Björnsson og Þorsteinn Ásgeirsson. Reyndar leystist málið innan Sjálfstæðisflokksins ekki auð- veidlega. Ekki var hægt að kalla inn næstu varamenn, þar sem þeir voru einnig í Gunnar I. Birgisson. Eftir próf- kjör sjálfstæðismanna í Kópa- vogi varð óánægja með þá út- reið sem fyrrum leiðtogar þeirra fengu. Ekki sér enn fyrir endann á þeirri deilu. andstöðu við bæjarstjórann. Taka varð varamenn úr sæt- um aftarlega á framboðslist- anum til að fylla bæjarstjórn- arflokkinn. Ólíklegt er talið að sættir takist nokkurn tíma aftur og nú er talið óvíst að næsti framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins verði skipaður sömu frambjóðendum og voru á listanum síðast. BYLTING í KÓPAVOGI Miklar breytingar urðu í prófkjöri Sjálfstæðisflokks fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í Kópavogi. Richard Björguinsson, sem verið hafði í fyrsta sæti, féll í það áttunda. Hann brást illa við úrslitunum og neitaði að taka sæti á listanum. Bragi Mika- elsson, sem verið hafði í öðru sæti, féll í það fimmta. Þessar miklu breytingar urðu meðal annars til þess að ekki hefur gróið um heilt. Þótt ekki hafi komið til mik- iila átaka á yfirborðinu er ekki allt sem sýnist. Það ræðst af stöðu bæjarsjóðs á næstunni hvert framhaldið verður. BORGARSTJÓRADEILA í REYKJAVÍK Þegar verið er að taka sam- an átök innan Sjálfstæðis- flokksins í sveitarstjórnum verður ekki hjá því komist að nefna borgarstjórnarflokk- inn. Eftir að formaður flokks- ins og forsætisráðherrann, Dauíö Oddsson, ákvað að láta af embætti borgarstjóra risu deilur milli þeirra sem sóttust eftir embættinu. Þar sem borgarfulltrúar flokksins gátu ekki komið sér saman um borgarstjóra varð að leita út fyrir borgarstjórnarflokk- inn, þrátt fyrir að borgarfull- trúarnir næðu samkomulagi um að það yrði ekki gert. Lengi vel leit út fyrir að kosið yrði milli Katnnar Fjeldsted, Árna Sigfássonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson- ar. Eins var Magnús L. Sueins- son ekki útilokaður frá emb- ætti borgarstjóra. Þar sem borgarfulltrúarnir gátu ekki komið sér saman um eftirmann Davíðs valdi Davíð eftirmanninn; Markús Örn Antonsson. Sigurjón Magnús Egilsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.