Pressan


Pressan - 17.10.1991, Qupperneq 21

Pressan - 17.10.1991, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17.0KTÓBER 1991 21 emnfjar greiðslukort freistuðu ekki fólks, hvort þeir sem hefðu slík kort eyddu ekki meiru, svaraði hann því til að þetta væri fyrst og fremst spurn- ing um aga. „Það er viss veikleiki hjá öllum mönn- um; hann íýsir sér hjá sum- um þannig að þeir kunna ekki að fara með peninga, og þá skiptir engu máli hvorl menn eru með greiðslukort, ávísanir, reiðu- fé eða annað.“ En hefurdu fjárfest vit- laust Gunnar? ,,Já, einu sinni, fyrir nokkrum árum, þá var ég staddur á bílauppboði og bauð í bíl án þess að hafa séð hann. Ég bauð tíu þús- und krónur og fékk bílinn. Hann var nú ekki betri en „Mjög mildlvægt afl gsra greiflsluómtlun." GUNNAR BÆRINGSSON. svo að ég dró hann beint upp á hauga, þetta var svona augnabliksvitleysa." Horfðu til ELLIÁRANNA „Ráðgjöf VÍB í fjármálum einstaklinga beinist ekki síst að langtímasjónarmiðum og eftirlaunaárunum. Hér koma þrjú góð ráð,“ segir SIGURÐUR a STEFÁNSSON, framkvæmdastjóri VÍB: 1. Byrjid á því aö reyna ad meta hvad núverandi rétt- indi í lífeyrissjódi geta leitt til mikilla eftirlauna og hve mikid réttindi geta aukist fram til eftirlaunaáranna. Reiknid annad sparifé med og hve mikid þad mun ávaxtast fram til starfsloka. 2. Reyniö ad meta hve miklu þarf ad bœta við á mánuði ef lífeyrir frá lífeyr- issjóði virðist ekki œtla að verða nœgur á eftirlaunaár- unum. Dœmi: Áœtlaður lífeyrir einstaklings frá lífeyrissjóði er 40 þúsund krónur á mánuði auk ellilauna frá al- mannatryggingum, um 11 þúsund krónur. Óskað er eftir 50 þúsund króna við- bót fyrstu tíu eftirlaunaárin. Eftirlaunin yrðu þá liðlega 100 þúsund krónur á mán- uði fyrir tekjuskatt. 3. Viðkomandi einstaklingur er fjörutíu og sjö ára og reiknar með að vinna í tutt- ugu ár í viðbót, en vill þá eiga sparifé sem nœgir til 50 þúsund króna mánaðargreiðslu til sjötíu og sjö ára Kipptu fjármálunum En hefur þú fjárfest vit- laust, Stefán? „Ég gæti nefnt sparimerk- in sem ég keypti reglulega af kennaranum mínum á barnaskólaárunum og einn- ig gæti ég nefnt þá ákvörð- un að taka 'ekki námslán á árunum nítjánhundruð og sjötíu til sjötíu og fimm, en vinna þess í stað fulla vinnu til að kosta háskólanámið. Sparimerkin brunnu hratt á verðbólgubálinu, en það hefðu námslánin líka gert. En ég legg það ekki í vana minn að naga mig í handarbökin út af orðnum hlut. Þeir sem það gera eiga á hættu að verða handa- lausir fyrr eða síðar." Það er dýrt að SKULDA KRISTÍN STEINSEN, for- stöðumaður þjónustudeildar íslandsbanka, vildi gefa fólki þessar ráðleggingar: 1. Gera greiðsluáœtlun og reyna að gera sér grein fyrir öllum útgjöldum ársins, en á því vill verða misbrestur. Það er ágœtt að setjast nið- ur í kringum tíunda febrúar, þegar menn eru búnir að skila afsér. Þá gefst oft tími til að líta yfir liðið ár og setja sér ný markmið. 2. Spara reglulega. Þá er um að rœða tvenns konar sparnað; annars vegar skammtímasparnað og hins vegar langtímasparnað. Skammtímasparnaður er þá til dœmis í sambandi við sumarleyfi, jól, bílakaup og fleira slíkt. Langtímasparnaður er þá hitt að horfa til framtíðar- innar og koma sér upp varasjóði. Hér má nefna húsnœðissparnaðarreikn- inga, sem geta gefið góðan skattafslátt, og hlutabréfa- kaup, sem einnig gefa af- slátt. Stundum hefur verið sagt. að til að eignast eitthvað sé reglan þessi: Einn þriöji í eyðslu, einn þriðji í sparnaö og einn þriðji í húsnœði. Þótt talað sé um einn þriðja í sparnað œtti fólk aö hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt. 3. Gamla góða reglan um að lán kostar peninga er í fullu gildi. Raunvaxtastig er til að mynda hátt núna, fólk ætti því kannski að hinkra við og skoða málin vel. Um sína verstu fjárfest- ingu sagði Kristín. „Það er þegar maður ræðst í breyt- ingar án þess að hafa í raun hugmynd um hvað maður ætlar að gera. Það borgar sig að láta gera úttekt á verkinu og,skipuleggja allt fyrirfram. Ég er einmitt að reka mig á þetta núna. Haltu heimilis- BÓKHALD Hver eru ráð GUNNARS BÆRINGSSONAR fram- kvæmdastjóra Kreditkorta? „Ráð mín til fólks í sam- bandi við fjármál eru eftir- farandi: 1. Halda heimilisbókhald. 2. Gera fjárhagsáœtlun. 3. Standa viö áætlunina. Menn vita yfirleitt hvaða tekjur þeir fá, hvað þeir skulda og hvað fer í mat og aðrar nauðsynjar. Því er mjög mikilvægt að gera fjár- hagsáætlun." Aðspurður hvort „Þafl er tvenns konar spamaflur, skammHmo- og langtimaspam- aflur." KRISTÍN STEINSEN. aldurs. Sú fjárhœð sem þarf að leggja fyrir mánaðarlega í tuttugu ár, til að eiga fyrir 50 þúsund króna mánaðar- greiðslu í tíu ár, er um 1Ú þúsund krónur. Þá er gert ráð fyrir því að vextir hald- ist jafnaðarlega um sex pró- sent yfir veröbólgu nœstu þrjá áratugina. „Hér var tekið dæmi um fjörutíu og sjö ára einstakl- ing, en sama aðferð á við á hvaða æviskeiði sem er. í ráðgjöf hjá okkur er iögð á það áhersla að líta á fjár- málin alla ævina sem eina heild, því ákvarðanir á einu æviskeiði hafa jafnan áhrif á afkomuna síðar á ævinni." En hver er þín vitlausasta fjárfesting? „Ég veit það ekki, maður „Littu ó fjármálin alla nv- ina sem eina heild." SIGURDUR B. STEFÁNSSON. reynir að gleyma öllum vit- leysum sem maður gerir. En ég reyni alltaf að losa mig við þá hluti sem ég ekki nota.“ Sparaðu, SPARAÐU „Við hjá Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa höfum að undanförnu verið að gefa fólki ráð vegna sparnaðar. Árangurinn af því er sá að um fimmtán þúsund íslend- ingar kaupa nú reglulega spariskírteini í áskrift," segir PÉTUR kristinsson, fram- kvæmdastjóri Þjónustusviðs ríkisverðbréfa. „Þau þrjú ráð sem reynst hafa þessu fóiki hvað best eru: 1. Byrjaðu strax að spara. Hver kannast ekki við að hafa einhvern tímann verið á leið í bankann sinn með það í huga — og er enn á leiöinni? 2. Sparaöu reglulega. Mán- aðarlegur sparnaður þarf ekki að vera mikill hverju sinni, margt smátt gerir eitt stórt. Líttu á mánaðarlegan sparnað sem hluta útgjalda þinna. 3. Sparaðu í tryggum verð- bréfum. Ég held að verstu kaup sem menn gera séu þegar fólk er að kaupa ýmsan óþarfa sem er svo aldrei notaður. Og maður hefur svosem lent í því.“ Hugaðu að SKATTASTÖÐUNNI „Fæstir verða auðugir með því að vinna stóra happdrættisvinninga,“ segir DAVÍÐ BJÖRNSSON, deildar- stjóri Landsbréfa. Ráð hans eru þessi: 1. Fólk á að gera greiðslu- áœtlun. Þaö er affarasœlast 'að verja ákveönum hluta launa, til dœmis tuttugu til tuttugu og fimm prósentum, á mánuöi til spamaöar eöa til greiðslu langtímalána, meö því eykur fólk hreina eign sína. 2. Huga vel að skattastöðu, haga sparnaði þannig að hámarksskattafsláttur náist, til að mynda með kaupum á hlutabréfum eða innlögn á húsnœðissparnaöarreikn- inga. Eiga sem mest af sparnaði á formi sem und- anþegið er eignaskatti. 3. Gœta vel að greiðslubyrði lána. Þar skiptir tímalengd- „Margt smátt gerir eitt stért." PÉTUR KRISTINSSON. in öllu máli, fólk á að forð- ast skammtímalán því þau eru mjög þung í greiðslu. Sér í lagi œtti að forðast neyslulán, til dœmis afborg- unarkaup. Hver eru verstu kaup sem Davíð hefur gert? „Það er þegar maður kaupir hluti sem maður tel- ur sér trú um að maður þurfi að nota en notar aldr- ei. Þetta eru litlar upphæðir í hvert sinn, en safnast þeg- ar saman kemur." Eyddu ekki um EFNI FRAM „Það er afar erfitt að gefa fólki ráð í peningamálum. Ég segi eins og ein söguper- sónan í Oliver Twist; ham- ingjusamur er sá maður er þénar 20 pund á ári og eyð- ir 19 pundum og 99 shilling- um, óhamingjusamur er sá sem þénar 20 pund á ári og eyðir 20 pundum og einum shillingi," segir ÁSMUNDUR STEFÁNSSON, forseti ASÍ. ; „Það sem skiptir máli í fjármálum er að láta enda ná saman, ráðast aldrei í meira en maður ræður við. Það er náttúrlega erfitt fyrir þá að fylgja þessu sem hafa lítil laun. Og ég er ráðalaus gagnvart því hvernig sumir hópar eiga að geta látið enda ná saman, það er nú ein ástæða þess að mér finnst að laun þurfi að hækka.“ Varist OFFJÁRFESTINGAR „Fólk virðist oft ekki þora að biðja um það sem það þarf. Það heldur jafnvel að betra sé að vera með lán í eitt ár en þrjú og ræður síð- an ekki við greiðslubyrðina. Mér sýnist ekki vanþörf á að koma hér upp góðri fjár- málaráðgjöf," sagði ODDNÝ ÓSKARSDÓttir, aðstoðar- sparisjóðsstjóri Sparisjóðs vélstjóra. Hún vildi gefa fólki þessi ráð: 1. Gœta þess að lifa ekki um efni fram. 2. Þar sem nú bjóöast margar góöar leiðir til sparnaðar borgar sig aö spara og eiga einhvern höf- uðstól þegar ráðist er í fjár- festingar. 3. Miða þarf fjárfestingar við greiðslugetu, gera greiðsluáœtlanir og varast „Forðist alcammtimalán." DAVÍÐ BJORNSSON. „Afar arfitt afl gafa fólki ráfl í peningamálum þasa." ÁSMUNDUR STEFÁNSSON. offjárfestingar. En hvaö meö þínar offjár- festingar, Oddný? „Ég hef farið afskaplega varlega í fjárfestingum, en ég lét þó einu sinni plata mig. Það var þegar ég keypti líkamsræktartæki, svona róðrarvél. Sonur minn sagði einmitt að ég mundi fá ágætis æfingu við að skrúfa það saman og síð- an ekki söguna meir. Hann reyndist sannspár, ég hef lít- ið notað tækið." Samtök gegn VAXTAOKRI ÖGMUNDUR JÓNASSON, formaður BSRB, hafði þetta til málanna að leggja: 1. Gera yfirvegaðar áœtlan- ir, þar sem þess er gœtt að

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.