Pressan


Pressan - 17.10.1991, Qupperneq 29

Pressan - 17.10.1991, Qupperneq 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991 29 Sukkað i skafmiðum og neningakössum Islendingar eyda ad minnsta kosti átta milljöröum í happdrœttisfíkn sína á þessu ári, eða um 100 þásundum á meðalfjölskyldu. Talið er að þrír af hverjum hundrað einstaklingum verði spilafíkn að bráð. „Ég sukkaði sjálfur í skafmiðum og peningakössum og kynntist þó mjög sjúkum einstaklingum, sem voru að ganga frá sér and- lega með þessu," segir Ólafur Jónsson, en hann er nýkominn heim frá Ameríku þar sem hann kynnti sér meðferð spilafíkla. ,,Þad vœri hreinlegra hjá SÁÁ ad opna bara bar og hafa þar beina símalínu upp á Vog," segir Ólafur Jónsson, sem nýlega kom heim eftir aö hafa kynnt sér medferd spila- fíkla í Ameríku. Menn setjast spenntir fyrir framan sjónvarpid og láta sig dreyma. Dreyma um hvernig skemmtilegast vceri nú ad eyða milljónunum sem þeir eru að fara að vinna í lottó- inu. Aðrir standa bognir yfir búðarborði og skafa í óða- önn og ófáir fá sting í hjartað þegarþeir vita af spilakassa í nœsta nágrenni. Allir eru að láta sig dreyma um milljónir og aftur milljónir. Þess á milli láta menn sig almennt þessa hluti litlu skipta. En ekki eru allir jafnheppnir. Það eru nefnilega til ótrúlega margir sem lifa í stöðugri spennu, þar á meöa l er fólk sem þjáist af spilafíkn. Þetta fólk lifir í draumheimi og bíður stööugt eftir stóra vinningnum sem leysa á öll vandamál. Það þjáist af stöðugri sektar- kennd og lcetur sig dreyma um að bceta aðstandendum upp peningamissi og aðra þjáningu með glœsilegum gjöfum og munaði, eins og ut- anlandsferðum, nýjum bílum og svo framvegis. En vandamálin eru til að leysa þau. Ólafur Jónsson, sem í mörg ár hefur unnið við að leiðbeina alkóhólistum, er nýkominn frá Bandaríkjun- um þar sem hann kynnti sér allt það nýjasta í meðferð þessarar mögnuðu fíknar. Og það lá beinast við að spyrja: Er þá spilafíkn sjúkdómur á sama hátt og alkóhólismi? „Já, þetta er í eðli sínu sama fíknin og birtist til dæmis í ofáti, ofdrykkju og kynlífsfíkn. Allt er þetta spurning um tilfinningar, að reyna að breyta tilfinningum, flýja þær og gleyma þeim. Og eftir spilamennskuna eða áhættuna sem menn taka með peninga, hvort sem það er við spilakassann, í bingó- salnum eða með lottómiðan- um, kemur sektarkenndin aftur upp. Og þá þarf að spila meira til að flýja sektar- kenndina og skömmina eða rétta sig af, eins og sumir mundu kalla það,“ segir Ólaf- ur. SUKKAÐI SJÁLFUR í SPILAKÖSSUM Hvað veldur þessum sér- staka áhuga þínum á spila- fíklum, ertu kannski forfall- inn sjálfur? „Ég sukkaði sjálfur í skaf- miðum og peningakössum og kynntist þá mjög sjúkum ein- staklingum, sem voru að ganga frá sér andlega með þessu. Þetta minnti mjög á öll einkenni alkóhólistans og dópistans, og ég hef einfald- lega áhuga á þessum mál- um.“ Eru margir illa haldnir spilafíklar á íslandi? „Það má örugglega telja þá í þúsundum. Menn eru að sjálfsögðu komnir mislangt í þróun sjúkdómsins, og það má a.m.k. telja þá í tugum sem tapað hafa aleigunni vegna spilafíknar sinnar. Hér á landi er „spilavíti" í hverri sjoppu þrátt fyrir að fjár- hættuspil séu bönnuð. Það hlýtur líka að vera óeðlilegt, og sýnir tvöfalt sið- gæði, þegar stór líknarsam- tök eins og SÁÁ þiggja stórar fúlgur frá þessum fjárhættu- spilum. Tvöfeldnin lýsir sér best í því að SÁÁ, sem hefur það að meginmarkmiði að hjálpa fólki sem þjáist af alkó- hólisma, nýtir sér spilafíkn- ina, sem er sjúkdómur sama eðlis og alkóhólismi, sem eina af helstu tekjulindunum. Og það má ekki gleyma því að oft ér það sama fólkið sem þjáist af báðum þessum sjúk- dómum. Ég hef kynnst alkóhólistum sem hreinlega duttu í það ekki síst af því að þeir misstu tökin á sjálfum sér vegna spilafíknar sinnar. Mér fynd- ist hreinlegra hjá SÁÁ að opna bara góðan bar og þar mætti vera bein símalína upp á Vog.“ MEIRA EN HUNDRAÐ ÞÚSUND í HAPPDRÆTTI HJÁ MEÐAL- FJÖLSKYLDU Á ÁRI Eyða Islendingar almennt meiru í fjárhœttuspil en ná- grannaþjóðirnar? „Það er ekki gott að segja, en í athugun, sem gerð var fyrir tveimur árum, komust menn að þeirri niðurstöðu að ekki væri ólíklegt að hver fjölskylda eyddi nærri hundr- að þúsundum í allskonar happdrætti á ári, og menn geta svo reynt að framreikna það. Eru svo ekki alltaf að bætast við ný happdrætti? í vísitölugrunninum núna í október er gert ráð fyrir að meðalfjölskyldan eyði 31.800 krónum á ári í happdrætti. Það eru örugglega margir sem fara fram úr þeirri upp- hæð.“ En hvencer eru menn orön- ir spilaftklar? „Þegar spilamennskan er farin að hafa áhrif á daglega líðan einstaklingsins. En það verður hver og einn að svara þessu fyrir sjálfan sig. Það eru til leiðbeinandi próf sem hjálpa fólki við að staðsetja sig. Það hafa verið útbúnir spurningalistar, líkt og fyrir alkóhólista, þar sem menn geta, ef þeim tekst að vera heiðarlegir við sjálfa sig, met- ið raunverulega stöðu sína og fíkn.“ EINS MANNS FÍKN Á þetta fólk möguleika á að losna undan þessari fíkn sinni og þá hvernig? „Til eru samtök sem nefn- ast GA (Gambling Anonymo- us). Þau nota sömu aðferðir og AA-samtökin til að hjálpa fólki, þar sem meginstarfið er byggt upp á hinu svokallaða tólfsporakerfi. Þar er grunn- hugsunin að menn geti ekki hætt einir, heldur þurfi félags- skap annarra spilafíkla til að ná tökum á lífi sínu. Þessi samtök voru stofnuð í Los Angeles árið 1957 og starfa nú vítt og breitt um veröld- ina, en hafa ekki verið sett á laggirnar hérlendis ennþá.“ Hefur þú hugsað þér að gera eitthvað í þessum mál- um? „Já, ég hef hugsað mér að bjóða upp á námskeið, sem á að hefjast um miðjan nóv- ember, þar sem spilafíklar geta fengið ráðgjöf og hjálp. Vonin er sú að þeir sem koma á námskeiðið stofni í fram- haldi af því sín eigin GA-sam- tök og nái þannig tökum á lífi sínu." Er ekki bara verið að búa til enn eitt vandamálið með öllum þessum skilgreining- um? „Vandamálið er til, það er bara inni í skáp. Þú sérð ekki á mönnum hvort þeir eru spilafíklar, — en þú getur séð stunguförin á dópistanum, fundið lyktina af alkanum eða séð aukakílóin á ofæt- unni. Skömmin er svo mikil að menn tala ekki um tap sitt, því þetta er eins manns fíkn.“ Björn E Hafberg tengsl Salome Þor- kelsdóttir al- þingismaöur ber forsetatign eins og Vigdís Finn- bogadóttir, for- seti (slands, sem fór í fram- haldsnám í Sor- bonne í Frakk-. landi eins og KHallvaröur Ein- varðsson ríkis- saksóknarj sonaætt eins og Halldór Jónat- ansson, for- stjóri Lands- virkjunar, sem er sonur hæstaréttar- dómara eins og Ólafur Arnar- son, aðstoöar- maður menntamála- ráðherra, sem eitt sinn starfaöi á dag- blaöi eins og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ sem rak bók- sölu á námsár- um sínum eins og Kjartan Gunn- arsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokks, sem eitt sinn var formaður Heimdallar eins og Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur sem er áhuga- maður um brids eins og Baldur Óskars- son, fram- kvæmdastjóri SÍB, sem fór í við- skiptafræðinám á „gamals aldri" eins og Sigurður Geir- dal, bæjarstjóri Kópavogs, sem er í krabbamerkinu eins og Salome Þor- kelsdóttir.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.