Pressan - 17.10.1991, Síða 36
36
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991
«»&***
Hann vildi fyrst ekk-
ert með þetta gera,
þvi honum er mikið í
mun að halda einkalífi
sínu út af fyrir sig og
hann var alls ekki
áfjáður í að taka þátt í
þessu, — segir Aðal-
steinn Ingolfsson um
Erró, en þeir rita sam-
an endurminningar
þess síðarnefnda.
,,Menn hafa alllaf veriö
ad tala um það viö mig aö
ég þyrfti að fara að skrifa
œviminningar mínar, alveg
frá því fyrir 10 árum, en þá
tók ég því fjarri, fannst að
menn œttu að gera það á
gamals aldri eins og venja
hefur verið. En mér snerist
hugur. Nú finnst mér að
fólk eigi að gera það meðan
það man eitthvað,“ segir
Ómar Ragnarsson, sem
sendir ná frá sér fyrsta
hluta œviminninga sinna,
bókina ,,Heitir þú Ómar?".
Ómar hellti sér út í skrift-
irnar í kjölfarið á skáldsög-
unni ,,í einu höggi", sem
kom út í fyrra. ,,Þá datt mér
i hug að það gæti verið
gaman að skrifa skáldsögu
með öðrum hætti en venja
er. Eg segi frá í fyrstu per-
sónu í nútíð, þar sem lífið er
séð með augum tveggja ára
drengs og birtist með mál-
þroska barnsins. Og svona
vindur sagan sig áfram,
málið á bókinni breytist eft-
ir því sem barnið eldist og
þroskast."
Þarmig að þú hefur ein-
dregið verið hvattur til að
rita œviminningar þínar?
,,Bæði það og líka að mér
fannst mjög gaman að
skrifa skáldsöguna og hitt
leiddi svo af sjálfu sér. Ég á
líka margar minningar frá
því ég var í sveit, ég man til
dæmis vel eftir förukonun-
um sem fóru um sveitina og
gistu hér og þar, þarna voru
niðursetningar. Ég segi frá
óeirðunum á Austurvelli
með augum átta ára drengs,
ég minnist Jónasar frá
Hriflu og svo framvegis.
Þarna er margt skemmtilegt
sem gaman er að segja frá."
20 ÆVISÖGUR
UM ÞESSI JÓL
Búast má við að um 400
bækur komi út fyrir jól hjá
bókaforlögunum, þar af
verða íslensku ævisögurnar
vel á annan tug. Sum bóka-
forlögin eru ekki enn búin
að ákveöa endanlega með
útgáfu allra ævisagnanna.
Þannig er því til dæmis far-
iö með ævisögu Alfreðs
Flóka eftir Nínu Björk
Árnadóttur og ævisögu
Mariu Guðmundsdóttur,
sem Gullveig Sæmundsdótt-
ir hefur unnið að og fræg er
orðin í fjölmiðlum.
Þær bækur sem víst er að
koma út eru: Ævisaga Árna
Tryggvasonar, „Lífróöur",
eftir Ingólf Margeirsson;
„Margfalt líf", ævisaga
Errós, eftir hann sjálfan og
Aðalstein Ingólfsson; ævi-
saga Kristjáns Eldjárn eftir
Gylfa Gröndal; „Lífsháski"
Jónasar Jónassonar út-
varpsmanns eftir Svanhildi
Konráðsdóttur; „Þegar sálin
fer á kreik", ævisaga Sigur-
veigar Guðmundsdóttur,
kennara í Hafnarfirði, eftir
Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur; æviminningar Sig-
urðar Helgasonar, fyrrver-
andi stjórnarformanns og
forstjóra Flugleiða, eftir
Steinar J. Lúðvíksson; ævi-
minningar Sigurðar Ölafs-
sonar, hestamanns og
TIL
HVERS
AÐ
SEGJA
e, ég vfssu-
É^aarióheiðartegu.aö halda. því Þ*""’9
;2wi á ævisögunum að öviksson.
^spZUr^ð
Se9ir S;n nar>di
st«nsSd%<t
• •
OÐRUM
ÆVISÖGU
SÍNA?
Nú finnst mér að fólk eigi að
skrifa endurminningarnar á
meðan það man eitthvað, —
segir Ómar Ragnarsson.
ígkaa'^e9ÍrSte',nar
um sig sjálfan, en hann hafi
samt aldrei viljað rita ævi-
minningar sínar, hvað þá
gefa þær út, þótt eftir því
hafi verið leitað. „En þegar
Forlagið hafði samband við
mig og bauð Svanhildi Kon-
ráðsdóttur féllst ég á að
reyna, en með ugg í brjósti."
Hvers vegna?
„Þetta er eins og með
manninn sem stendur á þúf-
unni og þorir ekki að
stökkva af henni vegna þess
að hann er svo hræddur um
að lenda í dýinu. Þetta er
ákveðin ögrun við sjálfan
mig að gera þetta, maður
kynnist sjálfum sér alveg
ótrúlega vel meðan á þessu
stendur, en það var um leið,
að minnsta kosti í mínu til-
felli, mjög sárt fyrir mig að
rifja söguna upp. Ég geri
ákveðna hluti upp, ef svo
má segja, og hver veit nema
fólk geti haft bæði gagn og
gaman af sögu minni. Ég
held að það sé hollt að
opna sig fyrir öðrum, því
fólk er almennt að fjarlægj-
ast hvað annað inn í ein-
hverja skel sem það kemst
ekki út úr þótt það vildi,
nema með hjálp. Ég er ekk-
ert öðruvísi en annað fólk
þó að ég sé kátur og hress í
þáttunum. Ég er þvert á
móti mjög feiminn og lokað-
ur persónuleiki og þarf að
gera hreint fyrir ýmsum
við eina fjölina felldur. Þetta
tekur hann allt með og hlíf-
ir sjálfum sér hvergi, en öll-
um öðrum hins vegar. Hann
kom til dæmis hvergi ná-
lægt próförkunum þar sem
aðrir tala um hann, en ég
talaði við um 50 manns, e.k.
vitni, sem sögðu frá kynn-
um sínum af Erró. Ég efast
til dæmis um að hann hafi
lesið það sem konan hans
segir um hann," sagði Aðal-
steinn Ingólfsson listfræð-
ingur.
ÞESSI TEGUND LIFIR
EKKI TIL LENGDAR
Silja Aðalsteinsdóttir bók-
menntafræðingur er ekki
viss um að þessi nærgönguli
ævisagnastíll endist til
lengdar og telur að hann
muni líða undir lok fyrr eða
síðar.
„Það urðu þáttaskil í ævi-
sagnaritun hér á landi þeg-
ar „Fátækt fólk" Tryggva
Emilssonar kom út árið
1976. Þar náðu minningarn-
ar um gamla þjóðskipulagið
hámarki sínu og endalok-
um. Þar lýsir höfundur
kröppum kjörum, eymd og
sulti og málar ekkert í rós-
rauðum litum heldur af full-
komnu miskunnarleysi.
Hann lýsir hlutunum eins
og þeir voru, en um leið
kemur svo vel í gegn hvað
höfundur er yndisleg per-
EKKERT LAT ER Á ENDURMINNINGA-BÓKAFLÓÐINU. NÝ ALDA RÍÐUR YFIR UM JÓLIN.
EN HVAÐ GENGUR ÞESSU FÓLKI TIL? ER ÞAÐ HALDIÐ ÓSLÖKKVANDIÞÖRF FYRIR AÐ
SEGJA ÖÐRUM SÖGU SÍNA ? EÐA ERU ÞAÐ PENINGARNIR SEM HEILLA ?
söngvara, eftir Ragnheiði
Davíðsdóttur; ævisaga Er-
lends Einarssonar, forstjóra
SÍS, eftir Kjartan Stefánsson;
æviminningar smaladrengs
eftir Ómar Ragnarssorv, ævi-
minningar Vilhjálms Hjálm-
arssonar, ævisaga Karls
Olovs Bang, „Ég er felubarn
— hverra manna ertu góur-
inn?", og að lokum ævisaga
Guðbrands Hlíðar dýra-
læknis.
GÖMUL
BÓKMENNTATEGUND í
NÝJUM BÚNINGI
Það er athyglisvert að
langflestar ævisögur nútím-
ans eru um fólk sem er enn
sprelllifandi og jafnvel áber-
andi í þjóðlífinu. Þetta eru
æviminningar þar sem sá
sem um er skrifað hefur
mikið um þaö að segja hvað
er skrifað og hvernig. Þetta
er svo að segja ný tegund
ævisagna, því fyrir ekki svo
mörgum árum var algeng-
ast að fólk sem var orðið
roskið tæki sér penna í
hönd og segði frá viðburða-
ríkri ævi í gamla þjóðskipu-
laginu sem var.
I ævisögnum nútímans fá
lesendur að vita allt milli
himins og jarðar um mann-
inn í næsta húsi eða hvernig
fólkið í sviðsljósinu lifir og
hrærist með sjálfu sér,
hvernig það lifir í raun og
veru. Þannig vöktu ástar-
bréf Bryndísar Schram og
Jóns Baldvins þjóðarat hygli
á sínum tíma. I nútímaævi-
sögunni er allt látið flakka
og engu eirt. Mottóið er að
segja allt, allt, allt og bæk-
urnar fara á metsölulistana í
bókabúðunum og seljast
mun betur en „lygisögurn-
ar", þ.e. skáldsögur.
En af hverju ritar eða læt-
ur (þekkt) fólk sem enn er í
fullu fjöri rita ævisögu sína?
Er það vegna þess að bóka-
útgefendur biðja um það
eða er það vegna þess að
það vill deila skemmtilegri
og fróðlegri sögu með öðr-
KRAFA SAMTIMANS OG
UM LEIÐ HLUTI AF
LIFIBRAUÐI
FORLAGANNA
Steinar J. Lúðvíksson, út-
gáfustjóri hjá Fróða hf„ sem
gefur út um þessi jól ævi-
minningar Erlends Einars-
sonar, Siguröar Ólafssonar,
Ómars Ragnarssonar og Sig-
uröar Helgasonar, segir aö
oftast séu það bókaforlögin
sem fari fram á þaö við að-
ila úti í bæ að ævisaga
þeirra verði rituð. Þannig
liafi hugmyndin að ævisögu
Erlends Einarssonar kvikn-
að eftir viðtal sem hann tók
við hann í Mannlífi fyrir
tveimur árum:
„Við kynntumst töluvert í
kjölfar viðtalsins og í því
kom greinilega fram að
hann hafði frá svo mörgu
að segja að segja að mér
fannst að það ætti tvímæla-
laust heima í bók. Þannig
byrjaði þetta, við fórum að
rabba saman og niðurstaðan
varð sú að við ákváðum að
slá til."
Sama sé um Sigurð Helga-
son forstjóra að segja, en
þeir eru kunningjar frá
gamalli tíð.
En verða svona bœkur til
vegna þess að bókaforlögin
þurfa beinlínis á þeim að
halda til að geta lifað, frem-
ur en að þaö sé fólkið sjálft
sern hefur frá svo merkilegu
að segja?
„Ég væri óheiðarlegur ef
ég segði að bókaforlögin
þyrftu ekki á ævisögunum
að halda, því þannig er það
vissulega, en um leið helst
þetta í hendur. Það eru
margir sem hafa frá mörgu
skemmtilegu og áhugaverðu
að segja. Svo er það stað-
reynd að áhugi fólks á ævi-
minningum er svo gríðar-
lega mikill að framhjá því
verður ekki horft. Forlögin
verða því beinlinis að kepp-
ast um að finna athyglis-
verðar persónur úti í þjóðfé-
laginu sem hægt er að
skrifa um og sinna þannig
kröfum markaðarins; Þann-
ig þekkti ég Sigurð Ólafsson
söngvara ekkert persónu-
lega en ég vissi, eins og all-
ir landsmenn, að hann var
skemmtilegur og hlaut að
hafa frá mörgu að segja og
kom því í kring að saga
hans yrði skrifuð," sagði
Steinar J. Lúðvíksson.
ÁKVEÐIÐ UPPGJÖR VIÐ
SJÁLFAN MIG
Jónas Jónasson segir að
hann hafi alla tíð verið að
koma fólki á framfæri í þátt-
um sínum í útvarpinu og á
löngum tíma hafi vaknað
með sér ákveðin forvitni
dyrum, alveg eins og annað
fólk."
SJÁLFUM SÉR
VERSTUR“
Aðalsteinn Ingólfsson list-
fræðingur, sem ritar ævi-
minninngar Errós, segir að
hugmyndin að bókinni hafi
fyrst vaknað í viðtölum sín-
um við Iceland Review, sem
vildi gefa sögu Errós út á
ensku. „Þegar ég fór svo að
athuga málið nánar, skoða
myndir, tala við fólk, meðal
annars Erró, varð ég þess
fullviss að minningarnar
ættu frekar, eða að minnsta
kosti ekki síður, heima hér
á landi en erlendis."
Hvert var viðhorf Errós
sjálfs?
„Hann vildi fyrst ekkert
með þetta gera, því honum
er mikið í mun að halda
einkalífi sínu út af fyrir sig
og hann var alls ekki áfjáð-
ur í að taka þátt í þessu. En
þegar hann sá að okkur
varð ekki haggað féllst
hann á þetta og vildi drífa í
því, en um leið gera það
vel."
Eru þessar œviminningar
í œvisagnastíl nútrmans,
nœrgöngular og miskunnar-
lausar?
„Já, Erró hlífir sér hvergi,
enda fannst honum að fyrst
ætti að rita sögu hans væri
óheiðarlegt að taka bara
með þægilegu kaflana en
sleppa þeim óþægilegu.
Hann vildi það alls ekki.
Hann er mjög litríkur per-
sónuleiki og var mjög
óstýrilátur áður fyrr og ekki
sóna og ljóðrænn í skrifum
sínum að bókin verður
hreint meistarastykki."
Heldur þú kanrrski að það
verði ákveðið afturhvarf til
þessa œvisagnastrls?
„Kannski ekki nákvæm-
lega þessa. Ég bíð frekar
eftir því að hér á landi verði
til sá ævisagnastíll sem Bret-
ar eru alveg snillingar í að
skrifa, þ.e. spennandi ævi-
sögur látinna einstaklinga,
sem á sínum tíma voru
þekktir eða létu mikið að
sér kveða úti í þjóðfélaginu.
í sögunum er líf þessa fólks
krufið til mergjar og reynt
að svara því hvert það hafi
verið í raun og veru. Ég
mundi vilja lesa ævisögu
Hannesar Hafstein, Jónasar
Hallgrímssonar eða Jóns
Sigurðssonar, þar sem á þvi
yrði virkilega tekið af mis-
kunnarleysi hverjir þeir
voru, þar sem engum
frægðarljóma væri kastað
yfir axlirnar á þeim."
Munu þá œvisögurnar
alltaf svala forvitni lesenda?
„Já, alveg tvímælalaust.
Fólk vill frekar lesa sann-
leika en skáldskap, en hann
verður að vera spennandi.
Skáldsagnahöfundar hafa
sumir hverjir reynt að not-
færa sér þetta með því að
skrifa fremst í bækur sínar
að sagan hafi verið skrifuð
eftir gömlu handriti sem
hafi fundist, og láta þannig
líta út eins og sagan sé
sönn. Auðvitað er sagan
lygi, en lesendur vilja frekar
það sem „satt" er."
Bolli Vatgarösson