Pressan - 17.10.1991, Blaðsíða 40
40
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. OKTÓBER 1991
UL 4JÍMSU4?
jb'uutma
dútneb
Halldór E. Laxness
leikstjóri
PRESSAN bað Halldór
E. Laxness leikstjóra að
taka að sér gestgjafahlut-
verkið í ímynduðu kvöld-
verðarboði. Gestir hans
eru:
Egill Skallagrímsson
hefur góðan perfor-
mans og kunni að
skemmta sér.
Hrafn Gunnlaugsson
gæti lært eitthvað af
Agli, enda tveir í sama
flokki.
Pavarotti
tekur lagið, enda
þungaviktarmaður í
lífsnautnum og því að
skemmta sér.
Súsanna Svavarsdóttir
hápunktur kvöldsins
yrði þegar Súsanna
opnaði sig.
Berthold Brecht
til að gleðja Súsönnu,
enda sterkur kvenna-
maður. Hann gæti ör-
ugglega kennt Sús-
önnu eitthvað.
Stalín & Davíð
til að tala um hár-
greiðsluna.
Madonna
af því að hún elskar
okkur öll.
UppÁlnAlds
VÍNÍð
Stefún
Benediktsson
aöstoöarskólameistari
„Mitt uppúhutdsvín er Chut-
euu Gruuud Lurose frú Cordi-
er Grund Clusse. Þvi miöur
fœst þettu vin ekki i „ríkinu".
Éfi keypti víniö í fluifhöfninni
i Nursussuuk ú Grœnlundi,
en þur fúst mjöif yóö vín."
Ég ætla að setja pock-
et-bókina í vasann, taka
fram pípuna, setjast i
dimmasta hornið á ein-
hverri knæpunni, hnykla
brýnnar (búa til öfugt vaff
með þeim eins og Björgvin
Halldórsson þegar hann
syngur rólegu lögin) og
lokka til mín einhverja pí-
una. Mér líst einhvern veg-
inn þannig á tunglstöðuna.
um. Á föstudags- og laugar-
dagskvöldið verður Jón forseti
í heimahögum sinum, Fóget-
anum, og leikur dægurtónlist
af öllu tagi. Hjörtur Howser og
félagar verða á Gauknum fram
á sunnudag en á Pulsinum
verða Blúsmenn Andreu ásamt
blúsmönnum Ríkissjónvarps-
ins, sem við vitum ekki enn
hverjir verða, og töfrakallinn
Leo á laugardag og sunnudag.
Blautir dropar verða á Öndinni
föstudag og laugardag eins og
síðustu helgi. Þetta er mjög
frambærileg hljómsveit. A
Borginni verður diskótek
föstudag og laugardag. Red
house (Georg Grosman, Jam-
es Olsen og Pétur Kolbeins)
spila á Blúsbarnum á föstu-
dagskvöldið en á laugardags-
kvöldið Blues blues. Þetta er
fjögurra manna band og gest-
ur þeirra verður fiðluleikarinn
Sean Bradley. Borgarsveitin og
Bjarni Ara verða í Borgarvirk-
inu á föstudag og laugardag.
Þetta er hin besta kántríhljóm-
sveit og svíkur ekki þá sem
unna slikri tónlist. Á hótel ís-
landi verður skemmtidagskrá-
in Aftur til fortíðar í öllu sínu
veldi. Þarna hefur ekkert verið
til sparað, hvorki í manna- né
efnisvali og þetta er ... öhh
verrí veli heppnað prö-
ógramml Á laugardagskvöldið
verður Ber að ofan (hallæris-
legt æði sem gengur yfir
skemmtistaðina um þessar
mundir) á Tveimur vinum. Allt
i lagi að gál í Sulnasal
skemmtir Næturvaktin á laug-
ardagskvöldið. Kabarett á Mo-
ulin Rouge föstudags- og
laugardagskvöld.
Stuðkallinn Guðmundur Rún-
ar Lúðviksson verður á Fóget-
anum á sunnudagskvöldið
með gítarinn, munnhörpuna
og trommuna en á Blúsbarn-
um verður blúsdrottningin
Ingvar á Argentínu.
Eitt tonn af
viðarkolum ó
mónuði
,,Argentína er sérhœft
steikhús med áherslu á
nautakjöt. Viö notum ein-
göngu kjöt úr flokki UN2F, en
aöeins fimm prósent af
naulakjötsframleiöslunni
lenda í þessum
flokki. Þetla kjöt
er feitt en fitan
gegnir lykilhlutverki
upp á mýkt og
bragd kjötsins,"
segir Ingvar
Sigurðsson,
yfirmatreiöslu maöur
Argentínu, en þaö er
eina steikhús bæjarins,
— að minnsta kosti
það eina sem stendur
undir nafni.
Ingvar sagði það
athyglisverðast við
staðinn að þeir
grilluðu allt á kolagrilli og
þannig næðist hið eina sanna
steikarbragð. Þótt þetta væri
vissulega dýrt kæmi það ekki
niður á verði, því því væri
haldið niðri með hagræðingu
og hagkvæmni í rekstri.
„Við förum með tonn af
viðarkolum á mánuði" sagði
Ingvar Sigurðsson á Argent-
inu.
Símsvari vikunnar
VIÐAR EGGERTSSON
LEIKARI
„Jú jú, mikiÖ rétt,
þetta er aÖ sjálfsögðu
sjálfvirkur símsvari.
Eg er ekki í aðstöðu
til að taka síma svo
vinsamlega skildu
eftir skilaboð.
Takk."
KflBflRETT
2007
Á sunnudagskvöldið kem-
ur_ vaknar á Púlsinum Kabar-
ett 2007 úr nokkrum dvala.
Kabarett 2007 er furðusam-
koma frumlegra listamanna
og þar getur allt gerst.
Fyrstur fram á sviðið verð-
ur Jón Valur Jensson ætt-
fræðingur með ljóðrænar
náttúrustemmningar. Þá
mundar Jens Hansson saxó-
fóninn og með aðstoð tölvu
ætlar hann að töfra fram sál-
ina í tónlistinni í tólf víddum.
Eftir þann gjörning les Berg-
lind Gunnarsdóttir úrval eig-
in ljóða, en Berglind er einn
af aðstandendum tímaritsins
„Hendingar", sem birtir ein-
göngu ljóð eftir konur. Að því
loknu hefst akademískur
miðilsfundur.
Því næst kynnir skáldið og
myndlistarmaðurinn Kristján
Kristjánsson Frímann nýja
bók sína: „Draumar; fortíð
þín, nútíð og framtíð". Þegar
hann er búinn að því kemur
rúsínan í pylsuendanum: dú-
ettinn VIÐ (ekki Við tvö á
Mímisbarnum á Sögu), sem
samanstendur af nefndum
Kristjáni og Björgvini Gísla-
syni gítarleikara. Þeir ætla í
sameiningu að flytja einn
magnaðasta seið ljóða og
hljóða sem sögur fara af.
Þegar því lýkur verður gert
hlé og mun ekki veita af, að
sögn Jóhanns G. Jóhanns-
sonar, eins aðstandenda kab-
arettsins. Jóhann segir að
seiður þeirra félaga sé með
slíkum eindæmum að það
verði að bjarga honum á
band.
BRYAN ADAMS
WAKING UP THE
NEIGHBOURS
Adams er rámur
rokkari frá Kanada
sem hefur verið einna
þekktastur fyrir plötu
sína „Reckless". Lagið
Everything I Do úr
myndinni um Hróa
hött hefur slegið met i
stanslausri setu i 1.
sæti á Bretlandi, 13
vikur að minnsta
kosti. Stóra platan
(CD/2 LP) er líka kom-
in í 1. sæti. Hún fær
7af 10
Andrea á staönum með Kjart-
ani Valdimarssyni á píanó.
Borgarsveitin og Anna Vil-
hjálms verða í Borgarvirkinu á
sunnudagskvöldið KK-bandið
verðtír á LA-kaffi á sunnudags-
kvöld. Og svo minnum við á
Kabarett 2007 á Púlsinum á
sunnudagskvöldið
NÆTURLÍFIÐ_________________
Eitt af þvi sem aldrei breytist
er Þjóðleikhúskjallarinn. Þar
má ganga að vísum öllum
uppeldis- og heilbrigðisstétt-
unum ínnan um fólk sem veit
ekki hvað það vill i lífinu eða
telur sig vera listamenn. Sum-
ir eru hvort tveggja; segjast
vera listamenn þar til þeir
komast að því hvað þeir vilja i
lífinu. Þjóðleikhúskjallarinn er
líka einn tryggasti veiðistaður
fráskilinna. Þrátt fyrir að tón-
listin sé vond, biðröðin löng
og fólkið helst til of örvænt-
ingarfullt á kjallarinn allt gott
skilið. Það er alltaf gott að vita
af því að sumt breytist ekki í
heiminum heldur er til staðar
þegar á þarf að halda.
VEITINGAHÚSIN_______________
Það er ekkert vafamál að Hard
Rock Café er eitt af betur lukk-
uðum veitingahúsum bæjar-
ins. Þar rímar allt; maturinn,
leirtauið, þjónustan, tónlistin
og innréttingarnar. Maturinn
er ekki aðalatriðið, heldur
sjálfur verknaðurinn að fara á
veitingastað. Þrátt fyrir að
Hard Rock sé orðinn nokkurra
ára hefur hann lítið dalað
nema á einu sviði. Þjónustan
er ekki jafngóð og áður. Það er
minna af sjálfsöruggum og
lífsglöðum þjónum og gengil-
beinum en meira af litlausu og
allt að þvi þumbaralegu fólki.
Hvers vegna? Ekki veit ég. Að
minnsta kosti sýnist manni
gestirnir ekkert vera síðri en
fyrst og þeir eiga því ekkert
síðra skilið.
r 7~ 5” r“ íí
p
p
P *
*
■
-
P 1
■ 39
■
r
■
t •
KR0SSGATAN
LÁRÉTT: 1 sundurgerð 6 spil 11 áfengi 12 kjána 13 ólærðum 15
vætlar 17 þíða 18 snös 20 atgervi 21 elska 23 umrót 24 erfiða 25
rödd 27 hreyfir 28 litillát 29 niðurfall 32 svikja 36 ær 37 brún 39
garm 40 sár 41 vex 43 mann 44 skerf 46 áfalls 48 heiðri 49 glymji
50 afstýrir 51 verkkvíðin.
LÓÐRETT: 1 steinn 2 vitru 3 broddur 4 ánægja 5 pílára 6 dilks 7 álfa
8 uppvaxandi 9 höfuðbúnaður 10 harms 14 staka 16 tómi 19 afl 22
krapaelgur 24 saltlög 26 tölu 27 matargeymsla 29 amlóða 30 bend-
ing 31 duga 33 lógir 34 dygga 35 hindrað 37 hnoðar 38 frosts 41
kvenmannsnafn 42 risa 45 stúlka 47 kona.
Leikritið „Ljón í síðbux-
um" eftir bjórn th.
björnsson verður frum-
sýnt í Borgarleikhúsinu
24. október. Verkið fjallar
um ungan mann sem
dæmdur er til lífstíðar-
fangelsis í Kaupmanna-
höfn fyrir að villast undir
pils hjá fullorðinni konu.
Leikstjóri verksins er As-
DiS SKÚLADÓTTIR.
Nú er komin í verslanir ný
nótnabók með 35 lögum
eftir JÓHANN G. JÓHANNS-
son tónlistarmann, sem I
ÞORSTEINN JÓNSSON hefur |
útsett fyrir píanó og [
hljómborð. Bókinni fylgir |
geisladiskur, þar sem
Þorsteinn leikur lögin á
píanó, en einnig eru á
diskinum tvö lög eftir ax-
el einarsson, meðal ann-
ars „Hjálpum þeim",
minnisstætt framlag ís-1
lenskra hljómlistarmanna
til hjálpar bágstöddum i
Afríku.
Mál og menning gefur
tvær stórar bækur um ís-
lenska listamenn út fyrir
jólin. Önnur þeirra er um
SIGURÐ GUÐMUNDSSON
myndlistarmann, en sú
bók er gefin út í sam-
vinnu við Hollendinga.
Hin bókin nefnist „Erró —
margfalt líf" og það er að-
ALSTEINN INGÓLFSSON lÍSt-
fræðingur sem hefur veg
og vanda af þeirri bók. Af
öðrum bókum sem ekki
flokkast undir skáldverk
má nefna Greinasafn eftir
THOR VILHJÁLMSSON Og
ferðasögu frá Afríku eftir
stefán jón hafstein sem
nefnist því óguðlega
nafni „Guðirnir eru geggj-
aðir".