Pressan - 17.10.1991, Side 42
Alfreö Ingvarsson er líklega einn
fárra lánþega Húsnæöisstofnunar
sem notuöu ekki lánið sitt til
neyslu
EG FANN BARA
EKKERT SEM MIG
LANGAÐI í
— segir Alfreö Ingvarsson,
húsbyggjandi í Grafarvogi,
sem notaði húsbréfalániö til
að borga af húsinu.
Sveinn Andri Sveinsson, stjórnar-
formaöur Strætisvagna Reykjavík-
ur, segir aö leita veröi nýrra leiða
til sparnaðar
AKKORÐS-KERFI
STRÆTISVAGNA-
BÍLSTJÓRA LAGT
NIÐUR EFTIR
REYNSLUTÍMA
— flestir bílstjóranna voru
búnir meö dagsskammtinn
fyrir hádegi og ferðir þvi
stopular á daginn og kvöldin
Þaö væri viss lettir aö losna viö
Perluna og allt umtalið um hana,
— segir Markús Örn
Japanski auðkýfingurinn
sem byggði eftirmynd
Höfða
VILL REISA
EFTIRMYND
PERLUNNAR
í JAPAN
— spurning hvort við látum
hann ekki bara hirða fyrir-
myndina, — segir Markús
Örn Antonsson borgarstjóri
42. TOLUBLAÐ 2. ARGANGUR
FIMMTUDAGURINN 17. OKTOBER 1991
STOFNAÐ 1990
HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJÓMAR
Pierre Jaques dásamaði elda-
mennskuna í mötuneyti
Byggðastofnunar og fannst
mikið til innréttinga svo og
andrúmsloftsins koma.
HEIÐRAÐ AF
RELAIS &
CHATENAUX-
KEÐJUNNI
Reykjavík, 17. október
----,------------------------
„Eg hef borðað á veit-
ingastöðum í um níutíu
löndum og í öllum heims-
áifum en þessi tekur þeim
öllum fram,“ sagði Pierre
Jaques, forstjóri hinnar
virtu hótelkeðju Relais &
Chatenaux, um mötuneyti
Byggðastofnunar, en það
var heiðrað af keðjunni
við hátíðlega athöfn í gær.
Núna er Byggðastofnun
heimilt að hengja upp
skjöid keðjunnar, en hann
prýðir mörg af virtustu
hótelum og veitingastöð-
um heimsins.
„Petta sýnir að enginn er
spámaður í sínu föðurlandi,"
sagði Guðmundur Malm-
quist, forstjóri Byggðastofn-
unar, í ræðu sinni við athöfn-
ina.
,,Á sama tíma og þessir
virtu sælkerar dásama okkur
og mötuneyti okkar þurfum
við að hlusta á gagnrýniradd-
ir Islendinga um þá starfsemi
sem fer fram hér í húsinu. En
við munum láta þessa viður-
kenningu verða okkur hvatn-
ingu til aö halda áfram á
sömu braut og hvika hvergi,"
sagði Guðmundur.
Hópur kaupsýslumanna
VUl kaupa innheimtu-
deUd Ríkisútvarnsins
— mér sýnist það eina deildin sem getur skilaö hagnaði, — segir Viðar
Trygguason, forsuarsmaður hópsins
Reykjavík, 17. október
„Við höfum skoðað
rekstur Ríkisútvarpsins
eftir að ráðherra lýsti því
yfir að til greina kæmi að
breyta einstökum deildum
þess í hlutafélög. í fljótu
bragði sjáum við ekki
neinn hag í öðrum deild-
um þess en innheimtu-
deildinni,“ segir Viðar
Tryggvason, forsvarsmað-
ur hóps kaupsýslumanna
sem hefur gert bindandi
tilboð í innheimtudeild
Ríkisútvarpsins.
„Þetta er mikið gleðiefni,"
sagði Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra í sam-
tali við GULU PRESSUNA.
„Aöalverkefni Ríkisút-
varpsins er aö stuöla að vexti
Fögnum tilboðinu í inn
heimtudeildina, — segir Ólaf-
ur G. Einarsson menntamála-
ráðherra.
og viðgangi íslenskrar tungu
og menningar. Þótt allt gott
megi segja um innheimtu-
deildina á liðnum árum held
ég að enginn geti haldið því
fram að hún hafi lagt þung
lóð á þær vogarskálar. Nægir
þar að vísa á auglýsingar
deildarinnar. Ég held að
einkageiranum sé fulltreyst-
anái til að gera sambærilegar
auglýsingar og jafnvel betri,"
sagði Ólafur.
„Við munum sakna inn-
heimtudeildarinnar," sagði
Heimir Steinsson útvarps-
stjóri í samtali við GULU
PRESSUNA. „En við munum
ekki láta deigan síga heldur
stilla betur samhljóm klukkn-
anna sem eftir eru og minn-
ast þess að maðurinn lifir
ekki á brauðinu einu saman."
Jóhannes Nordal
SLÖKKTI Á BLÖNDU-
VIRKJUN VIÐ HÁTÍÐ-
LEGA ATHÖFN
— uonumst til að geta haldið aðra uígsluathöfn innun
fárra ára
Blönduósi, 16. október
Jóhannes Nordal hefur nú
slökkt á Blönduvirkjun nokkr-
um vikum eftir að hann kveikti
á henni.
„Okkur fannst ekki
ástæða til að láta orkuna
ferðast hring eftir hring
eftir byggðalínunni. Það lá
því beinast við að slökkva
á virkjuninni aftur,“ sagði
Halldór Jónatansson, for-
stjóri Landsvirkjunar, í
samtali við GULU PRESS-
UNA í lok hátíðlegrar at-
hafnar er Jóhannes Nor-
dal, stjórnarformaður fyr-
irtækisins, slökkti á
Blönduvirkjun.
Eins og kunnugt er kveikti
Jóhannes á fyrstu túrbínu
virkjunarinnar fyrir fáeinum
vikum. Fljótlega kom í ljós að
engin þörf var fyrir orkuna
sem hún framleiddi og því
var gripið til þess ráðs aö
slökkva á henni aftur.
„Samkvæmt útreikningum
okkar verður ekki þörf á
þessari orku fyrr en um miðj-
an þennan áratug," sagði
Halldór.
Jólasveinarnir eru komnir til byggða; allt of snemma og ekki
í of góöu skapi.
Jólasveinarnir
komnir til byggða
— þynning ósonlagsins hefur líklega brenglað tíma-
skyn þeirra, — segir Páll Bergþórsson
ueðurstofustjóri
Reykjavík, 17. október
„Jú, það er rétt. Við
höfum fengið upphring-
ingar frá fólki sem hefur
séð til jólasveinanna,"
sagði Páll Bergþórsson
veðurstofustjóri í sam-
tali við GULU PRESSUNA
í gær. Koma þeirra til
byggða hefur vakið
mikla athygli, enda er
rétt miður október og
enn tveir mánuðir til
jóla.
„Ég vil helst ekkert full-
yrða um ástæður fyrir því
hvers vegna þeir eru svona
snemma á ferð. Mig grunar
aö þær liggi í þynningu
ósonlagsins, en göt á því
hafa mælst stærri í ár en
nokkru sinni fyrr," sagði
Páll.
„Mér sýndist þetta vera
Stekkjastaur," sagði Berg-
lind Friðriksdóttir, húsmóð-
ir á Efri-Hnjúk í Biskups-
tungum, í samtali við
GULU PRESSUNA, en hún
sá jólasvein á vappi við úti-
húsin seint í gærkvöldi.
„Það er ekki bara að þeir
séu snemma á ferð heldur
sýnist mér þeir hegða sér á
annan hátt en þeir eru van-
ir. Þessi sparkaði til dæmis
til hundsins á bænum og lét
á annan hátt ófriðlega. Ég
verð að segja eins og er að
ég mundi ekki vilja fá þenn-
an svein á jólaball hérna í
sveitinni," sagði Berglind.
cordata
IO ófQ Qfmceli/lilboð
80386-16 örgjörvi
IMbminni
42Mb diskur
1.44Mb 3.5" drif
VGA litaskjár
101 hnappa lyklaborð
Genius mús
Windows 3.0
MS-DOS 4.01
kr. 99.900 staðgreitt
Sumum finnst 10 ára afmælistilboðið okkar lyginni iikust, enda jafn
ótrúlegt og annað á þessari síðu. Þú getur komist að hinu sanna í
þessu dularfulla tilboðsmáli. Notaðu tækifærið, littu við eða
hringdu!
••
MICROTOLVAN
Suðurlandsbraut 12 - sími 688944 • fax 679976