Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 13 100 hlutabréfa 1991 35% 30 25. 20 15“ JOj 5. 0- 111 -10" -lll UOSSJDA o S ~) c c d> E XO Œ> c < o o X U) Œ> JD U_ 13 oo 1 ÓO c .o. xg •'ol ■ £ o X I I ln Medaltalsraun- ávöxtun hluta- bréfa eftir at- vinnugreinum 1991 o c o CQ .9 o> c :Q Hlutabréf í sjávarútvegsfyrir- tækjum skiluðu mestum arði á síðasta ári, en ( bréf 1 olíu- félögum minnstum. íslensk fýrirtæki eiga enn langt í land með að sýna sömu arðsemi og keppinautar þeirra á erlendum hlutafjármörkuðum. 25%Arðsemi eiginfjár 20 15 10 Raunávöxtun verðbréfa 10% - 05 E '05 Meðalarðsemi erlendra v fyrirtsekja ~o c ö 2 c 18 JO. Œ> 0) “O c J2 2 co o o o Z c c tli_ bréfum sem þóttu of hátt skráð og verðfall varð af þeim sökum. Af öðrum atvinnugreinum standa hlutabréf í bönkum upp úr heildinni. Ávöxtun bréfa í eignarhaldsfélögun- um sem standa að íslands- banka var langt yfir meðal- tali. Ef draga má aðrar álykt- anir af gengisþróun í heilum atvinnugreinum, þá ávaxtað- ist á síðasta ári illa pundið sem lagt var í olíufélög. ÁVÖXTUN SEGIR EKKI ALLA SÖGUNA Rétt er að hafa í huga að ávöxtun hlutabréfanna segir út af fyrir sig lítið um vel- gengni í rekstri viðkomandi fyrirtækis. Gengi ræðst fyrst og síðast af því hver líkleg af- koma fyrirtækisins er talin í framtíðinni. Ogávöxtunartöl- urnar, sem hér eru raktar, byggjast á því að hlutabréf hafi verið keypt um áramótin 1990 til 1991 og seld aftur um þessi áramót. Fæstir fjárfest- ar haga viðskiptum sínum þannig, enda er yfirleitt litið á hlutabréf sem fjárfestingu sem skilar arði þegar til lengri tíma er litið. Sem dæmi má nefna Toll- vörugeymsluna hf. Bréf þess fyrirtækis eru „of hátt“ skráð miðað við hagnaðinn sem það hefur skilað á undanförn- um misserum. Gengið ræðst þó fremur af væntanlegum vaxtarmöguleikum fyrirtæk- isins og er þá helst litið til aukinna umsvifa vegna Evr- ópuviðskipta. Svipaða sögu má reyndar segja af Flugleið- um, sem töpuðu á fimmta hundrað milljónum á fyrri- hluta síðasta árs, en hlutabréf þess voru með því sem seldist mest á milli jóla og nýárs. Skýringin liggur í þeim vænt- ingum sem gerðar eru um hagræðingu í rekstri, til dæmis með frekari endurnýj- un flugvélaflotans. SKATTAFSLÁTTURINN HJÁLPAR Ekki er heldur í þessum töl- um gert ráð fyrir skattafslætt- inum, sem laðar marga minni fjárfesta að hlutabréfamark- aðnum. Ef hann er reiknaður inn í ávöxtun á árinu hækka allar tölur vitanlega til muna. Tökum dæmi af manni sem keypti hlutabréf í Síldar- vinnslunni fyrir hundrað þús- und krónur fyrir áramótin 1990—1991. Miðað við ávöxt- un hlutabréfanna á árinu er sú upphæð orðin að rúmlega hundrað og níutíu þúsundum ef bréfin væru seld aftur um þessi áramót. Að þessu við- bættu fékk viðkomandi væntanlega skattafslátt sem nam tæpum fjörutíu þúsund- um. Þegar upp er staðið er hundraðþúsundkallinn orð- inn að um tvö hundruð og þrjátíu þúsundum á einu ári. Þetta er vitaskuld öfgakennt dæmi, enda ekki líklegt að ávöxtun á borð við þá sem Síldarvinnslubréfin gáfu nú sé algeng, en sýnir þó hversu mikill hvati skattfrádráttur- inn getur verið. Nýjar reglur um skattafslátt vegna hlutabréfakaupa kveða á um að kaupandinn verði að eiga bréfin í tvö ár (eða yfir tvenn áramót) áður en þau eru seld aftur. Að öðr- um kosti tapast afslátturinn. ERFIÐ SAMKEPPNI VID VERÐBRÉFIN Ef Iitið er á hlutabréfa- markaðinn í heild á síðasta ári standa hlutabréf ekki vel að vígi gagnvart öðrum papp- írum á fjármagnsmarkaðn- um. Ef unnt væri að fjárfesta í hlutabréfum á markaðnum sem einum pakka, með með- altalsávöxtun allra bréfa, hefði sú fjárfesting skilað um 18 prósenta ávöxtun á síðasta ári, miðað við 12 prósenta meðalgengishækkun, lOpró- senta útgáfu iöfnunarhluta- bréfa og 10 prósenta arð- greiðslu. Þetta er rúmlega 10 prósenta raunávöxtun á ár- inu. Þetta er álíka raunávöxtun og eignarleigubréf gefa af sér, en hafa ber í huga hversu miklu áhættusamari fjárfest- ing hlutabréfin eru. Álgeng ávöxtunarkrafa erlendis er á bilinu 12 til 25 prósent, eftir stærð og eðli fyrirtækisins. Hér á landi hefur verið boðið upp á dreifðari áhættu með sölu á hlutabréfum í hluta- bréfasjóðum, sem aftur fjár- festa í kröfu hlutabréfa. Á síð- asta ári báru bréf í þessum sjóðum nokkru minni raun- ávöxtun en markaðurinn í heild, eða á bilinu 1 til 5 pró- sent. ARÐSEMI FYRIRTÆKJA ÁBÓTAVANT Samanburður á ársávöxtun hlutabréfa og skuldabréfa er varhugaverður að því leytinu að hlutabréf eru í eðli sínu meiri langtímafjárfesting. Þegar til lengdar lætur er það arðsemi fyrirtækjanna sem ávöxtun bréfanna byggist á, ekki tímabundnar geðsveifl- ur á markaðnum. Og af því að íslensk fyrirtæki hafa fæst skilað umtalsverðum hagn- aði á undanförnum árum og áratugum er framtíð hluta- bré/amarkaðarins þeim mun óvissari. Samanburður á arðsemi ís- lenskra og evrópskra fyrir- tækja leiðir í ljós að þau ís- lensku þurfa að bæta veru- lega stöðu sína til að standast samkeppni við erlend hluta- bréf, sem íslenskir fjárfestar hafa i vaxandi mæli aðgang að. Árið 1989 var meðalarð- semi fyrirtækja í Evrópu á bil- inu 12,7 prósent í Finnlandi til tæpra 26 prósenta í Bret- landi. Á sama tíma var arð- semi fimmtíu stærstu ís- lensku fyrirtækjanna að meðaltali um 4,2 prósent og þar af almenningshlutafélaga 7,4 prósent. Árið 1990 var skárra, en þá skiluðu almenn- ingshlutafélögin að meðaltali um 12 prósenta arði. Það taldist gott, en náði þó ekki neðri mörkunum á því sem gerðist í Evrópu. Atvinnulífið á því augljóslega mikið starf fyrir höndum við hagræð- ingu ef takast á að keppa við fyrirtæki sem bjóða mun betri fjárfestingarmöguleika á hlutafjármörkuðum í Evr- ópu. Karl Th. Birgisson UNDIR ÖXINNI Geir H. Haarde formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins — Hvernig má það vera að frumvarp um frjálst verð á olíuvöru stendur í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins, þess fíokks sem telur sig bestan mál- svara frjálsrar verslunar / landinu? „Þetta mál hefur verið til umfjöllunar í þingflokkn- um frá því nokkru fyrir jól, en var ekki eitt þeirra mála, sem lá á að afgreiða fyrir áramót. Þess vegna var brugðið á það ráð að fresta því og efna til nánari viðræðna milli stjórnarflokkanna um það. Það er Ijóst að í báðum flokkum eru raddir, sem telja að breyting- ar af þessu tagi geti komið illa við landsbyggðina með þeim hætti að verð á olíuvöru yrði eitthvað hærra fjarri aðalþéttbýlinu. Við viljum leysa málið á þann hátt, að það verði aukin samkeppni milli olíufé- laganna um verð eins og þjónustu. Og við teljum að það eigi að vera unnt að gera það, til dæmis með þeim hætti að olíufélögin reyni að tryggja viðskipta- vinum sínum sambærileg kjör með því að jafna verð- ið innan eigin dreifingarkerfa. En aðalatriðið er það, að þetta mál er ekki útrætt. Ég tel að það séu til á því sanngjarnar og eðlilegar lausnir, sem miðá í frjáls- ræðisátt, og það er ástæðulaust að tjá sig frekar um málið fyrr en flokkamir hafa náð niðurstöðu, enda held ég að það þjóni ekki hagsmunum þeirra, sem vilja rýmka til á þessu sviði, að vera að gaspra eitt- hvað með það." — Burtséð frá afdráttarlausum ályktunum lands- fundar Sjálfstæðisfíokksins um ,#fnám lögbund- inna verölagshafta" stríöa þá óskir um veröjöfnuð innan dreifíngarkerfa olíufélaganna ekki líka gegn ályktunum um að tryggja skuli ,/jfíuga samkeppni í viðskiptalífinu og stuðla að heilbrigðum viðskipta- háttum'7 „Það verður hvert félag að meta fyrir sig, en ég get vel imyndað mér að niðurstaðan hjá þeim verði sú, að það þjóni hagsmunum þeirra að gera þetta svona. Inni í þessu dæmi yrði væntanlega magnafslátur fyrir stóra kaupendur hvar sem er á landinu, eins og t.d. útgerðirnar og fleiri aðila, sem mundu jafnvel fara í útboð á þessu og svo framvegis. Félögin eru best dómbær um þetta sjálf og ég held að það sé ekki ólíklegt að þau komist að þessari niðurstöðu. Menn verða líka að átta sig á því að við erum ekki að tala um neinar stórar upphæðir á lítra, því flutningskostn- aðurinn er svo lítill miðað við verðið á þessari vöru, að það eru engan veginn stórkostlegir peningalegir hagsmunir í húfi, hvorki fyrir félögin né neytendur, þó svo verðið verði jafnað innbyrðis." — En verður þessu máli forðað frá strandi í þing- fíokknum ef landsbyggðarþingmennirnir sitja fast við sinn keip? „Þetta er nú ekki mest aðkallandi mál, sem við er- um nú að fást við. Ég tel að við leysum þetta fljót- lega, en í augnablikinu erum við að fást við miklu brýnni mál í þinginu; lánsfjárlög, ráðstafanir í ríkisfjár- málum og breytingar á lögum um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins. Svo fara menn á vegum flokkanna í málið og ég hef ekki trú á öðru en þetta leysist." Fram kom í síöustu viku að ckki er samstaða í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um frumvarp Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og viðskiptaróðherra, um jöfnun á flutningskostnaði olíuvöru. Innflutningur á oliuvöru er nú frjáls með öllu, en enn eru hömlur á verðlagningu innanlands, þrátt fyrir að í Hvítbók ríkisstjómar- innar segi „verðlagning á oliuvörum verður gefin frjáls". Innan þingflokksins munu það einkum vera landsbyggðarþingmenn, sem setja sig gegn frjálsu ol- íuvöruverði.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.