Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 25 ERLENDAR FRÉTTIR Rúblan einskis virði Tíma- skekkja á sporbraut um jörðu Þegar Sergej Kríkaljov fór að heiman var hann hetja Sovét- ríkjanna. Þegar hann snýr aftur er ekki á hreinu hvar „heima" er og flestir telja inn- anlandssamgöngur mikil- vaegari en geimferðir. A sama tíma og heimurinn hefur staðið á öndinni yfir at- burðum í Rússlandi og ná- grenni hafa fáir leitt hugann að geimfaranum Sergej Krík- aljov. Fyrir sjö mánuðum yfir- gaf hann móður jörð frá Baj- konúr-geimskotstöðinni í Kazakhstan og hefur síðan verið á sporbraut um jörðu í geimstöðinni Mír. Þegar Kríkaljov fór að heim- an lék allt í lyndi. Þrátt fyrir að Austur-Evrópa væri Sovét- ríkjunum glötuð og Eystra- saltsríkin hefðu verið til vandræða voru Sovétríkin enn ein og óskipt, Gorbatsjov var við völd og harðlínu- menn voru að sækja í sig veðrið. Nú er öldin önnur. Þegar hann snýr heim eftir u.þ.b. tvo mánuði mun geim- far hans (vendilega merkt Sovétríkjunum) lenda á snævi þakinni hásléttu Kaz- akhstans. Svo blessunarlega vill. til, að samskipti Kaz- akhstans og Rússlands^ eru með ágætum, en formlega séð gætu yfirvöld í Kazakhst- an gert athugasemdir við komu hans og óskað eftir vegabréfi hans. En það er að mörgu að hyggja fyrir aumingja Krík- aljov. Til dæmis væri ráðlegt fyrir hann að setja flokksskír- teini sitt í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna út í geiminn áður en hann snýr aftur, því það staðfestir veru hans í Á síðasta ári jókst neysla á ofskynjunarlyfinu LSD meðal bandarískra unglinga í fyrsta skipti í meira en tvo áratugi. Á sama tíma hafa vinsældir áfengis, marijúana og kóka- íns dvínað. Könnun, sem Michigan-háskóli stóð fyrir, Geimfarinn Sergej Kríkaljov missti af byltingunni. ólöglegum glæpasamtökum. Eins væri ekki vitlaust að fjar- lægja kýrillísku skammstöf- unina CCCP af hjálminum, því Sovétríkin eru ekki leng- ur til og vísanir til þess kynnu að særa suma. Til allrar hamingju hefur Kríkaljov haft tíma til þess að setja sig inn í breytta skipan mála í heimalandi sínu, 500 km fyrir neðan hann. Geim- farinn Alexander Volkov, sem hefur verið honum til samlætis í Mír frá í október síðastliðnum, hefur líka get- að sagt honum frá valdaráns- tilrauninni í ágúst, falli Mík- haíls Gorbatsjovs og klifri Borís Jeltsíns upp valdastig- ann. Þeir félagarnir sendu á dögunum áramótakveðju til hins nýja samveldis með ósk um að geimferðaáætluninni yrði fram haldið- Litlar líkur virðast hins vegar á því, því ríki hinna gömlu Sovétríkja hafa nóg annað við pening- ana að gera og líta á geim- ferðir sem botnlausa hít. Að- aláhyggjuefni þeirra Krík- aljovs og Orlovs virðist því vera að komast niður til jarð- ar heilu og höldnu og síðan að komast frá lendingarstað sínum heim til Rússlands. nemenda höfðu neytt LSD á síðastliðnu ári. Að hluta hafa menn rakið hinar nýju vin- sældir efnisins til vaxandi for- tíðarhyggju, sem einkum hef- ur lýst sér í afturhvarfi til blómatímans svonefnda. Rúblan, sem fyrir ári var virði 90 ÍKR, fæst nú fyrir 30 aura og fellur enn í verði. Svo er komið málum, að meira fæst fyrir rúbluna í New York en í Moskvu. í New York er hún nefnilega safngripur. Hin fræga setning George Orwells „Sumir eru jafnari en aðrir“ hefur fengið nýja merkingu í Moskvuborg á þessum vetri. Verðbólga leik- ur Rússa grátt þessa dagana, en þrátt fyrir að búðarhillur svigni litlu meira en fyrr und- an vörum er skortur ekki til- finnanlegur svo framarlega sem maður á Bandaríkjadali. Málum er svo komið að í Moskvu fæst meira fyrir Bandaríkjadalinn en nokkurs staðar í Bandaríkjunum og meira fæst fyrir rúbluna í New York heldur en nokkurs staðar í Moskvu. Ósigur kommúnismans er alger. En í Moskvu eiga flestir ekkert annað en rúblur og þær hrökkva skammt. Tök- um til dæmis eftirlaunaþeg- ann Míkhaíl S. Gorbatsjov. Þrátt fyrir að hann fái nú 4.000 rúblur á mánuði í eftir- laun, sem jafngildir tíföldum meðalárslaunum í Rússlandi, pægir það ekki til að kaupa flösku af sæmilegu frönsku hvítvíni á vinsælasta veit- ingastað Moskvu. Veitinga- staðurinn, sem er í Hótel Úkraínu, selur flöskuna af hvítu Bordeaux frá 1990 á 54 Bandaríkjadali, sem jafngild- ir um 3.000 íslenskum krón- um. Það er reyndar svipað og menn láta fyrir hvítvínið á ís- lenskum veitingastöðum og þykir víst flestum mikið, en fyrir Rússa er verðið nær óviðráðanlegt. í síðasta mán- uði var dollarinn seldur fyrir um 100 rúblur í Moskvu, svo flaskan mundi. kosta aum- ingja Gorba um 5.400 rúblur eða 1.400 rúblum meira en hann fær í eftirlaun fyrir dygg störf í þágu alþýðunnar. En Gorbatsjov er heppinn, því vínið kostar tvöfalt meira en fyrrverandi kennari fær yfir árið í eftirlaun og er þó sæmilega gert við þá. Aftur á móti geta daglaun bílstjóra i þjónustu vestræns fyrirtækis eða sendiráðs numið allt að 300 íslenskum kronum. Það þykir ekkr mikið hér vestra, en á mánuði eru það ríflega tvöföld laun Gorbatsjovs. Ekki er þó allt dýrt austur í Moskvu og martröð rúss- nesks efnahagslífs felst ekki síst í að ekkert samhengi virðist vera að finna í því; allir eiga peninga en þeir eru lítils virði. Vegna þessa var lagt út í að leyfa „frjálst verðlag" nú um áramótin. Hins vegar virðist margt benda til þess að aðeins sé verið að setja nýtt þak á vöruverð og slíkar ráðstafanir munu ekki duga til þess að auka vöruúrval eða gera markaðnum kleift að koma á samræmi, því ósýnilega höndin fær ekki að njóta sín. Rúblan fellur stöðugt og það mismikið. í Moskvu er Bandaríkjadalurinn nú seld- úr fyrir um 200 rúblur, en í Eistlandi þarf að láta a.m.k. Illræmdasti málsvari her- stjórnar Jaruzelskis lætur ekki deigan síga og heldur uppi áróðri gegn Walesa, Samstöðu og kaþólsku kirkj- unni í blautlegu vikublaði. Sumum reynist stutt leiðin frá kommúnisma til kapítal- isma. Þannig er því farið með Jerzy Urban, fyrrum tals- mann pólsku kommúnista- stjórnarinnar. Hann hafði lengi af því atvinnu að verja stefnu og gerðir herforingja- stjórnar Jaruzelskis og varð fyrir vikið einn hataðasti maður Póllands. Hann hefur nú hafið útgáfu vikublaðsins Nie (,,Nei“) sem er undarleg 300 rúblur fyrir dalinn. Mál- um er svo komið að meira fæst fyrir rúbluna í New York en Moskvu, því í New York hefur hún að minnsta kosti söfnunargildi. I Moskvu veit enginn hvers virði rúblan er og enginn veit hvað neitt kostar nema í Bandaríkjadöl- um. Fyrir Bandaríkjamenn er það vöruverð vitaskuld ger- samlega út úr öllu korti. Nokkur dæmi: ★ í Pizza Hut í Moskvu kostar kaffibollinn um 110 krónur og þykir dýr. Það er sama verð og menn borga fyrir flugmiðann frá Moskvu til Tallín í Eistlandi. ★ Tíu mínútna leigubíla- akstur frá Kíevskíj-lestar-- stöðinni í Moskvu inn í mið- borg kostar jafnmikið og lest- blanda af klámblaði og póli- tísku málgagni. Urban er enn heitttrúaður kommúnisti og notar blaðið til að berja á hinni nýju valdastétt í land- inu, samstöðumönnum og kaþólsku kirkjunni. „Rafvirkinn rnikli" Lech Walesa er uppáhaldsskot- mark Urbans, sem veigrar sér ekki við að gera grófar per- sónulegar árásir á forsetann og fjölskyldu hans. Vegna barnaláns þeirra hjóna kallar Urban frú Walesa „frjósemis- dróttninguna" og hefur boðið henni leiðsögn í notkun getn- aðarvarna. Forsetinn fær ókeypis eintak af blaðinu arklefi fyrir fjóra frá Kænu- garði í Úkraínu til Moskvu. ★ Biðraðirnar fyrir utan MacDonalds í Moskvu hurfu á einum degi þegar BigMac var hækkaður upp í 16 krón- ur. Það kann að virðast gjaf- verð á íslandi, en í Moskvu eru það rífleg daglaun meðal- jónsins. ★ Kvöldverður fyrir þrjá á Hótel Metrópól kostar 30.000 krónur og þar er einungis tekið við Bandaríkjadölum. Á samvinnufélagskaffihúsi fæst ágætur málsverður fyrir þrjá á 160 krónur. Efnahagsástandið gefur vestrænum fyrirtækjum vissulega mörg gullin tæki- færi, en áhætturnar eru að sama skapi miklar. Mafían, sem einkum er skipuð göml- um kommúnistum utan af landi og afdönkuðum íþrótta- hetjum, tekur sinn toll, og nú þegar eru fyrstu rússnesku bankarnir farnir að riða til falls. Banki erlendra við- skipta varð í síðasta mánuði að neita viðskiptavinum sín- um um úttektir í erlendum gjaldeyri. Eitt vestrænt fyrirtæki í Moskvu, sem varð fyrir barð- inu á þessum ráðstöfunum, vantaði erlendan gjaldeyri í snatri, svo brugðið var á það ráð að senda sendilinn með næstu flugvél til höfuðstöðv- anna í Lundúnum eftir reiðu- fé. Til allrar hamingju hafa tollverðir á Moskvuflugvelli slakað verulega á klónni, því stúlkan gekk óáreitt í gegn- um græna hliðið með 100.000 Bandaríkjadali í bak- pokanum. klám sent á skrifstofu sína í hverri viku, en endursendir það um- svifalaust með einkabílstjóra sínum. Kaþólska kirkjan er annað skotmark, bæði vegna áhrifa hennar í oþinberu lífi og and- stöðu hennar gegn fóstureyð- ingum. Innan um endur- prentaðar myndir úr Pent- house er algengt myndefni í blaðinu María mey og meint- ur áhugi hennar á getnaðar- limum. Kaþólskir prestar hvetja fólk í stólræðum til að kaupa ekki blaðið og efnt hef- ur verið til mótmælafunda gegn Urban. TVívegis hafa andstæðingar hans gengið örna sinna á tröppunum fyrir utan ritstjórnarskrifstofur blaðsins. Urban er ákafur stuðnings- maður frjálsra fóstureyðinga. Efri deild pólska þingsins samþykkti í fyrra bann gegn fóstureyðingum að viðlögðu tveggja ára fangelsi. Urban bauð þá þreföld mánaðar- laun hverri þeirri konu sem gæti sannað að einhver þing- mannanna hefði barnað hana og samþykkt fóstureyð- ingu. Ein kona gaf sig fram, Urban sannreyndi söguna og birti. Hann hélt að vísu nafni þingmannsins leyndu, en segist munu birta það ef við- komandi greiðir aftur at- kvæði gegn fóstureyðingum. Enginn sem er vandur að virðingu sinni viðurkennir opinberlega að kaupa og lesa Nie. Þó selst blaðið í 700.000 eintökum og hefur útbreiðsl- an sjöfaldast á einu ári. Hið nýfengna prentfrelsi hefur því reynst kommúnistanum Jerzy Urban ágætistekjulind. Talið er að hann hafi sem svarar þremur milljónum króna í mánaðarlaun. Venju- leg mánaðarlaun í PÖllandi eru um tólf þúsund krónur. ERLENDIR PENNAR Ný valdahlutföll með nýrri heimsskipan Hin nýja heimsskipan, sem hrun Sovétríkjanna ber með sér, hefur ekki einungis áhrif í Moskvu, heldur ekki síður í New York. Miðstjórn- arvaldið, sem réð ekki eigin örlögum í Sovétríkjunum, getur augsýnilega ekki verið áhrifamikið í störfum Sam- einuðu þjóðanna. Þetta kom best í ljós í des- ember þegar allsherjarþing- ið fjallaði um ályktun sem samþykkt var árið 1975 og setti jafnaðarmerki á milli sí- onisma og kynþáttahaturs. Þingið samþykkti með 111 atkvæðum gegn 25 að draga ályktunina til baka. Ályktunin naut á sínum tíma vitanlega helst stuðn- ings arabaríkja, en var í reynd soðin saman í Moskvu og ein af mörgum sem ætlað var að renna stoðum undir stuðning Sovétríkjanna við svokallaðar „þjóðfrelsis- hreyfingar". Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður skýrt á um að eitt ríki megi ekki beita annað vopnavaldi. Þrátt fyr- ir þetta höfðu Sovétríkin allt frá því 1960 frumkvæði að ályktunum þar sem lýst var „réttmæti" beitingar vopna- valds gegn nýlendustefnu, heimsvaldastefnu og kyn- þáttahatri. í þessum álykt- unum var skorað á ríki heims að styðja við bakið á öllum „þjóðurn" sem ættu í slíkri „þjóðfrelsisbaráttu". Þessari kenningu var ítrekað beitt og á ólíklegustu stöðum, t.d. í Víetnam, E1 Salvador og Mósambik — og í ísrael — til að réttlæta vopnaða baráttu gegn ríkis- stjórnum sem Sovétmenn höfðu vanþóknun á. Að kalla síonisma kynþáttahat- ur og Frelsissamtök Palest- ínu (PLO) þjóðfrelsishreyf- ingu jafngilti því að segja að ofbeldisverk PLO og ann- arra gegn Ísraelsríki væru réttmæt, en viðbrögð ísra- elsmanna til sjálfsvarnar að sama skapi óréttmæt. Með því að lýsa ályktun- ina ógilda hefur allsherjar- þingið því unnið í þágu sögu- legs réttlætis og leiðrétt sögufalsanir, því að síonism- inn, sem er grunnurinn að tilveru Ísraelsríkis, byggist ekki á neinn hátt á kynþátta- hatri. Sameinuðu þjóðirnar hafna einnig með þessu réttilega hinni lenínsku kenningu um „þjóðfrelsis- hreyfingar". Þá gefur þessi stefnubreyt- ing til kynna hversu pólitísk valdahlutföll í Sameinuðu þjóðinum og reyndar heim- inum öllum hafa breyst. Áð- ur fyrr brást það ekki að hinn „sjálfkrafa meirihluti", sem samþykkti ályktunina á sínum tíma, kæmi í veg fyrir allar tilraunir til að ógilda hana. Þessi „sjálfkrafa meiri- hluti“ samanstóð af sósíal- ísku valdablokkinni, með Sovétríkin og austur-evr- ópsk leppríki þeirra í broddi fylkingar, og Samtökum hlutlausra ríkja. Nú eru ekki nema fáein sósíalistaríki eft- ir. Af þessari fyrrum valda- miklu blokk greiddu nú ein- ungis Afganistan, Kúba, Norður-Kórea og Víetnam atkvæði gegn ógildingu ályktunarinnar. Sovétríkin sjálf, Úkraína, Hvíta-Rússland, hin nýju lýðræðisríki Austur-Evrópu, Níkaragúa, Seychelles-eyjar, Indland, Júgóslavía og fleiri, sem áður fylgdu Sovétríkj- unum alltaf að málum, greiddu atkvæði með ógild- ingu. Þar sem forystu sósíal- istaríkjanna naut ekki leng- ur við klofnuðu Samtök hlut- lausra ríkja í afstöðu sinni og einungis harðsnúnustu ríki araba og múhameðstrúar- manna greiddu atkvæði gegn ógildingu. Urslit atkvæðagreiðslunn- ar sýna og sanna að hið gamla tveggja blokka kerfi kalda stríðsins er ekki leng- ur ráðandi í störfum Samein- uðu þjóðcinna. Það endur- speglar endalok hinnar gömlu heimsskipunar. U Jeane Kirkpatrick LSD vinsælla leiddi í ljós að 5,4% 18 ára Biöraðir fyrir utan Pizza Hut við götuna, sem þar til fyrir skemmstu var nefnd Gorkístræti. Hætt er við að röðin hafi styst eftir síðustu verðhækkanir, því nú kostar kaffibollinn þar margföld meðaldaglaun. Ur kommúnisma í

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.