Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 FYRS1&FREMST jón ólafsson. Hyggst auka hlut sinn í Stöö 2. kristIn einarsdóttir. Var í Perlunni og vildi í útsendingu en var hafnað. JÓHANN ÓLI í ODDAAÐSTÖÐU 1. apríl rennur út sam- komulag um stjórn Stöðvar 2 milli Eignarhaldsfélags Versl- unarbankans og annarra hluthafa. Þá má búast við nokkurri togstreitu um völd- in. Þannig háttar til að í raun skiptist stjórnin í tvær blokk- ir. Annars vegar Jóhann J. Ólafsson, Harald Haralds- son í Andra og Jón Ólafs- son í Skífunni. Hins vegar Pál Kr. Pálsson, forstjóra Vífilfells og fulltrúa Eignar- haldsfélagsins, og Valsarana Stefán Gunnarsson og Gunnstein Skúlason. Milli þessara blokka er síðan Jó- hann Óli Guðmundsson í Securitas. Hann hefur verið talinn heldur hallur undir þá Jóhann, Harald og Jón en eitthvað mun hafa spillt því að undanförnu. Það getur því margt gerst þann 1. apríl. Jón Ólafsson í Skífunni mun þegar farinn að undir- búa breytt valdahlutföll. Það hefur borist út að Skífan sé til sölu fyrir rétt verð til að Jón geti aukið hlut sinn í Stöð 2. KRISTÍN Á BEKKNUM í PERLUNNI Eins og þjóðin veit hefur landsfeðraþáttur Rásar 2 í Perlunni á gamlársdag verið kærður til útvarpsráðs vegna þess að fulltrúi Kvennalistans var ekki með. Svo vill til að fulltrúi Kvennalistans, Krist- ín Einarsdóttir, var stödd í Perlunni á meðan á útsend- ingu stóð. Kristín hafði verið í sams- konar þætti sem Stöð 2 og Bylgjan stóðu fyrir niðri á Hótel Borg á gamlársdag. Þar voru sömu landsfeður nema hvað Friðrik Sophusson var þar í stað Davíðs Odds- sonar, sem kom inn á uppi í Perlu. Þegar þættinum á Borginni lauk fóru Iandsfeð- urnir að tygja sig til ferðar upp í Perlu. Kom þá í ljós að Kristín hafði ekkert frétt af því. Lagði þá Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra fast að Kristínu að koma með og bauð henni bíl- far. Þegar upp í Perlu kom var síðan Stefán Jón Hafstein spurður að því hvort Kristín yrði ekki með úr því hún væri á svæðinu. Stefán Jón sagði þá að Kristín „væri ekki á teikniborðinu" fyrir þáttinn. Varð hún því að sitja til hliðar á meðan landsfeðurnir spjöll- uðu og var augljóslega ekki sátt við hlutskipti sitt. SAMKOMULAG Á YFIRBORÐINU Meirihluti sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Ólafs- fjarðar hefur náð samkomu- lagi eftir rúmlega hálfs árs deilur. Eins og kunnugt er af fréttum þurftu þrir af fjórum fulltrúum flokksins að fara í pólitískt orlof eftir að atlaga þeirra að bæjarstjóranum, Bjarna Grímssyni, mis- tókst. Fulltrúarnir þrír hafa aftur KAUPIR YOKO ONO HEILSUHÆLIÐ í HVERAGERÐI? „Það er ekkert leyndar- mál að Yoko sýndi hælinu mikinn áhuga þegar hún kom hingað í fyrra. Hún dvaldi hér dagstund og sagði eftir það að á hælinu væri veitt mjög góð þjón- usta og auðvelt væri að selja hana útlendingum. Taldi hún að samsvarandi þjónusta erlendis stæði þessu langt að baki,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, í stjórn Náttúrulækninga- hælisins í Hveragerði, þeg- ar hann var spurður um áhuga listakonunnar frægu Yoko Ono á hælinu. Á ferðalagi hennar hér í fyrra kom fram að hún taldi möguleika á því að fjárfesta í hælinu, sem hlýtur að telj- ast jákvætt fyrir það. — Ekki þá síst vegna þess að Yoko þykir hafa ágætt fjár- málavit og yfirleitt fjárfest skynsamlega fyrir þau miklu auðæfi sem hún hef- ur undir höndum eftir lát Johns Lennon. Gunnlaugur sagði að á undanförnum mánuðum hefðu ýmsir möguleikar verið kannaðir varðandi erlendar fjárfestingar í hæl- inu og hefur meðal annarra Grímur Sæmundsen læknir unnið að því, en fyr- irtæki hans, Máttur, er nú í samstarfi við heilsuhælið. Gunnlaugur sagði að allt of snemmt væri að segja til um hvort eriendir aðilar kæmu inn í fyrirtækið, en ef svo bæri undir þá vissi hann hvar Yoko væri að finna. tekið sæti í bæjarstjórn og bú- ið er að gera samkomulag um skiptingu helstu embætta. Óskar Þór Sigurbjörns- son, forseti bæjarstjórnar og eini fulltrúi flokksins sem hélt störfum, verður áfram for- seti. Allt bendir til að það sam- komulag sem gert hefur ver- ið sé meira á yfirborðinu, þar sem djúpstæður ágreiningur hefur verið milli manna. Sigurður Björnsson, sem var framkvæmdastjóri Fisk- mars, verður formaður bæj- arráðs og Þorsteinn Ás- geirsson tekur síðar við af honum. Kristín Trampe verður varaforseti bæjar- stjórnar. „Auðvitað er hætt við að sárin verði lengi að gróa. Það gáfu allir eitthvað eftir til að samkomulag gæti tekist. Þetta hefur verið persónuleg- ur ágreiningur en ekki mál- efnalegur," sagði Óskar Þór Sigurbjörnsson. Hann aftók að gjá hefði myndast milli sín og hinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og eins milli þremeninganna og Bjarna Grímssonar bæjar- stjóra. Óskar Þór sagði ekki rétt að hann hefði hafið viðræður við minnihlutann um mynd- un meirihluta. Af öllu þessu má sjá að samkomula^ sjálfstæðis- manna á Olafsfirði er brot- hætt. ALLT MAN HANN MATTI Matthías Bjarnason hef- ur reynst yngri sjálfstæðis- mönnum tregur í taumi. Hann hefur staðið eins og klettur í vegi fyrir fjölmörg- um málum sem þeir hafa vilj- að ná fram. Nú síðast skipaði hann sér í forystusveit þeirra sjálfstæð- isþingmanna af landsbyggð- inni sem ekki voru tilbúnir að kyngja frjálsri verðmyndun á olíu. Þetta mál er dálítið við- kvæmt fyrir flokk sem hefur látist hafa frelsi í atvinnumál- um á oddinum. Sérstaklega þar sem þetta gerðist á sama tíma og Jeltsín innleiddi frjáisa verðmyndun í fyrrum Sovétlýðveldinu Rússlandi. (Margir sjálfstæðismenn eru sannfærðir um að Jón Slg- urðsson viðskiptaráðherra hafi lekið um andstöðuna í Sjálfstæðisflokknum.) Þegar yngri menn í flokkn- um hafa dregið fram sam- þykktir síðasta landsfundar hefur Matti hins vegar sagst muna eftir eldri samþykktum þar sem tekið var sérstaklega fram að innleiða skyldi frjálsa verðmyndun á jafnmikilvæg- um vörum og olíu. Og þegar Matti man langt aftur setur aðra hljóða. Enginn getur deilt við hann. Enginn sjálf- stæðismaður man jafnlangt aftur og Matti. Að minnsta kosti enginn þeirra sem enn eru í pólitík. páll kr. pálsson. Guðmundur Óli gæti stutt hann og félaga. haraldur haraldsson. Guðmundur Óli gæti líka stutt hann og félaga hans. Jón baldvin hannibalsson. Keyrði Kristínu í Perluna til að hún gæti verið með. stefán jón hafstein. Vildi hvorki Kristínu né aðrar kvenna- listakonur. sigurðurbjörnsson. Vék úr bæjarstjórn en verðurformaður bæjarráðs. matthías bjarnason. Man tvöfalt lengra aftur en næsti þingmaður Sjálfstæðisflokks. Munduð þið lána Rúss- um óhikað ef þeir ætl- uðu sér út í fiskeldi, Sverrir? „Ef þessi spurning heföi veriö lögö fyrir fjármála- menn fyrir fimm árum heföu þeir ugglaust svar- aö játandi strax. Ég geri ráö fyrir aö menn mundu hika núna." Landsbankinn hikar við að lána Rússum 800 milljónir vegna samnings um síldar- sölu. Bankinn hefur hins veg- ar lánað mikið til fiskeldisfyrir- tækja — og tapað miklu. L í T I L R Æ Ð I af manni ársins Það er alltaf svo voða bjart yfir mér á jólaföstunni og framundir áramót og ekki að undra. Áramótin eru nefnilega fyrir mér „dagar vona", vona um það að verða nú ærlega hampað fyrir unnin afrek á liðnu ári. Það er nefnilega um ára- mótin sem okkur afreks- mönnum þjóðarinnar er lyft á stall og við verðlaunaðir fyrir ágæti okkar. Það er um áramótin sem menn ársins, „gæfusmiðir" íslensku þjóðarinnar, eru krýndir, einn af öðrum með pomp og pragt svo allir megi vita hverjir það eru sem sköruðu framúr, þjóðinni til heilla, á árinu sem var að líða. Og engan ætti að undra þó mér finnist ég ætti svo sann- arlega að vera í hópi fjöl- margra útnefndra manna og kvenna ársins, slík gersemi sem ég er. En miklum væntingum fylgja stundum sár von- brij?ði. Eg var hvorki útnefndur vinsælasti rithöfundurinn né metsöluhöfundur ársins sem stafar ef tii vill af því að engin bók kom út eftir mig á árinu. Hefði komið út eftir mig bók hefði ég möglunarlaust borgað forleggjaranum mín- um þrjátíu þúsund krónur til að hann gæti útnefnt hana til „hinna íslensku bók- menntaverðlauna" með hin- um bókunum sem útgefend- ur útnefna í auglýsingaskyni á jólabókavertíðinni ef þeir tíma eða eiga fyrir því. Og þá hefði útgefandinn minn líka séð til þess að ég fengi verðlaunin af því að dómnefndin er á vegum út- gefenda. Það bregst varla að „vin- sælasti maður ársins" sé í leiðinni „óvinsælasti maður ársins" og þessvegna gat ég augljóslega ekki orðið „vin- sælasti maður ársins". Hefði ég verið eitthvað í íþróttum á árinu, til dæmis tekið þátt í sundi kvenna, hefði ég áreiðanlega orðið íþróttamaður ársins og auð- vitað sárnaði mér að vera ekki kjörinn poppari ársins, popptónskáld ársins eða poppljóðskáld ársins, en það var auðvitað útaf því að ég var ekki á poppmyndbandi ársins. Ég bjóst við að verða val- inn forsíðustúlka ársins, en mér skilst að ég hafi aldrei komið til greina vegna þess að við útnefninguna er mik- ið tillit tekið til þess hver hafi bestu framkomuna og brjóstin. Og af því að ég er ekki í „détt-settinu“ kom ég ekki til greina þegar best klæddi maður ársins og verst klædda kona ársins voru val- in. Og skrítið fannst mér að verða ekki briddsspilari árs- ins. Ég var auðvitað voða spenntur þegar „athafna- maður ársins" var útnefnd- ur. Þar fannst mér ég hljóta að eiga mikla sigurvon en fljótlega kom í ljós að at- hafnamaður ársins verður að vera bisnessmaður af því að „kaupsýsla" er á íslandi sama og „athafnir". Ég hef lengi haft augastað á fálkaorðunni og satt að segja finnst mér, eins og fleirum, að ég sé vel að henni kominn og hef aðeins orðað það við Vigdísi. Auðvitað nægir mér ekk- ert minna en stórriddara- krossinn þegar þar að kem- ur, úr því verið er að hengja þetta á mann á annað borð. Um leið og ég óska „mönnum og konum ársins" hjartanlega til hamingju með að vera svona framúr- skarandi langar mig að til- nefna „mann ársins". Þetta er sá maður sem á Þorláksmessu færði okkur heiðurshjónunum meiri gæfu en okkur hafði órað fyrir að við fengjum að njóta á liðnu ári. Maður ársins er Þórður fisksali í Borgarnesi. Þakklætinu til Þórðar verður aðeins lýst í Ijóði: Heilagur andi hampi þér hamingjan þig geymi. Hátíðaboöskap barstu mér bestu skötu í heimi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.