Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 9. JANÚAR 1992 ERLENDAR FRÉTTIR Brakar í forsetastólnum Geimrusl til vandræða Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur miklar áhyggjur af geimrusli á spor- braut um jörðu. Talið er að um 7.000 stórir hlutir á borð við ónýta gervihnetti eða gamlar eldflaugar séu á spor- braut um jörðu, en um 3,5 milljónir smærri brota. Drasl þetta er orðið vegfarendum um geiminn hættulegt og í síðasta mánuði munaði minnstu að geimferjan Atl- antis yrði fyrir 16 ára gamalli sovéskri eldflaug á 28.800 km hraða. NASA telur að verði ekkert að gert verði geimferðir úr sögunni eftir um 20 ár. Er nú unnið kapp- samlega að áætlunum um hreingerningu umhverfis móður jörð á næstu árum. Dýrkeypt byssa Byssan, sem Jack Ruby not- aði til þess að drepa Lee Har- vey Oswald, meintan morð- ingja Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseta, var á dög- unum seld á 220.000 Banda- ríkjadali, eða jafnvirði 12,4 miíljóna íslenskra króna. Kaupandinn var ótilgreindur byssusafnari í New Jersey, en það var bróðir Jacks, Earl Ru- by, sem seldi byssuna eftir að dómstóll staðfesti síðastliðið haust að hún væri eign dán- arbúsins. Jack Ruby keypti byssuna, sem er .38 kalíbera Colt Cobra, upphaflega fyrir 62,50 dali eða jafnvirði 3.500 íslenskra króna. Aldagamalt krabbamein Krabbamein virðist ekki vera sá nútímasjúkdómur, sem sumir hafa talið og rakið til streitu, mengunar og mataræðis, ef marka má nýja fornleifafundi. Þrátt fyrir að fornar ritaðar heimildir í Eg- yptalandi og Kína geti um krabbamein hafa hingað til ekki fundist nein merki þess í líkamsleifum. Nálægt Cam- bridge á Englandi hafa nú fundist beinagrindur 83 manna frá miðöldum og á tveimur þeirra sjást greinileg merki krabbameins. Annar mannanna virðist hafa þjáðst af lungna- eða skjaldkirtils- krabba og látist um 45 ára aldur, en hinn — 15 ára drengur — var með krabba- mein í blöðruhálskirtli, sem er mjög sjaldgæft hjá svo ungu fólki. Kosningavertíðin er að hefjast í Bandaríkjunum. í nóvember rennur út kjör- tímabil forsetans og samtímis er kosið til þings. Ekki eru miklar líkur á sviptivindum í þingkosningunum, en for- setakjör getur orðið mun tví- sýnna en áður var ætlað. Lengi framan af síðasta ári leit út fyrir að ekkert gæti orðið Bush forseta að falii. Hann baðaði sig í ljóma sig- urs í Persaflóastríðinu og naut meiri vinsælda en dæmi eru um í sögunni. Síðan hefur ýmislegt breyst. Alvarlegast er að efnahagskreppa, sem flestir héldu að væri tíma- bundin lægð, hefur reynst viðvarandi og erfiðari við- fangs en ætlað var. Og ef sag- an er einhver mælikvarði er sitjandi Bandaríkjaforseti aldrei í meiri fallhættu en þegar illa árar í efnahagslífi. Ef eitthvað gæti komið Bush til bjargar eru það and- stæðingarnir. Frambjóðenda- hópur demókrata er heldur ógæfulegur nú sem endra- nær. Sex menn sækjast eftir tilnefningu flokksins og hefst sá slagur formlega í byrjun febrúar með forkosningum í lowa og New Hampshire. DVERGARNIR SEX Tom Harkin er öldunga- deildarþingmaður frá Iowa. Hann er vinstrimaður á bandarískan mælikvarða og boðar pólitík sem Banda- ríkjamenn hafa hafnað ítrek- að í rúmlega áratug; aukin ríkisafskipti, skattahækkanir og verndarstefnu í utanríkis- viðskiptum. Það er þetta síð- astnefnda sem líklega reynist honum best meðal kjósenda nú. Það er í tísku að kenna Japönum öðrum fremur um erfiðleika í bandarísku at- vinnulífi. Nærtækasta lausn- in þykir mörgum að stemma stigu við innflutningi iðn- varnings frá Asíu og helst fara í viðskiptastríð við Japani. Harkin hefur töluverðan stuðning flokksmanna, sem eru vinstrisinnaðri en al- menningur, og hann nýtur þess að fyrstu forkosningarn- ar eru í heimafylki hans, Io- wa. Hann lendir í fyrsta sæti þar, en dalar væntanlega fljótlega eftir það. Bob Kerrey er líka öldunga- deildarþingmaður og fyrrum fylkisstjóri í Nebraska. Hann er miðjumaður og þekktur fyrir flest annað en afdráttar- lausar skoðanir. Styrkur hans liggur í ímyndinni; hann er ungur og myndarlegur og á að baki afrekaferil í Víetnam. Þar missti hann hægri fótlegg og gengur síðan með staur- fót. Að auki kitlar forvitni al- mennings samband hans við leikkonuna Debru Winger, en þau eiga saman heilsu- ræktarstöðvar í Nebraska. Kerrey á í erfiðleikum með að hnoða saman stefnu sem er skiljanleg venjulegu fólki, en kemst væntanlega langt á persónutöfrunum. Ef að lík- um lætur verður hann í ná- munda við þriðja sæti í fyrstu prófkjörunum og dregur sig í hlé ef ekki kemst betri skrið- ur á framboðið. Annar ungur miðjumaður er Bill Clinton, fylkisstjóri í Arkansas og sá sem á nú mesta möguleika á útnefn- ingu. Stjarna hans reis mjög hratt í bandarískum stjórn- málum. Hann varð fylkis- stjóri fyrst árið 1979, þá 32 ára gamall, og hefur hrint í framkvæmd ýmiss konar um- bótum í Arkansas. Clinton hefur verið fjársjóður nýrra hugmynda fyrir demókrata síðasta áratug og í farar- broddi þeirra sem vilja um- skapa stefnu flokksins í efna- hags- og félagsmálum. Styrk- leiki Clintons er mestur í Suð- urríkjunum, þar sem hann nýtur stuðnings áhrifa- manna, en þó gengur honum æ betur að fá norðanmenn til stuðnings við sig. Hann lend- ir væntanlega í öðru sæti í lo- wa og því fyrsta í New Hamsphire. Örlög hans ráð- ast þó endanlega í mars, á svokölluðum Super Tuesday, þegar prófkjör eru haldin samtímis víðs vegar um Suð- urríkin. fíaul Tsongas tilkynnti framboð sitt síðastliðið vor, þegar Bush forseti naut enn um og yfir 90% fylgis al- mennings. Fyrir þann kjark nýtur hann virðingar og einn- ig fyrir hetjulega baráttu við krabbamein, sem varð til þess að hann dró sig í hlé frá stjórnmálum árið 1984, en hann hafði verið öldunga- deildarþingmaður fyrir Mass- achusetts. Tsongas er sá frambjóðandi demókrata sem hefur best útfærða stefnu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum, en það háir honum hversu litlaus ræðu- maður hann er. Ef demókrat- ar þora að veðja aftur á frjáls- lyndan Grikkja frá Massachu- setts (Michael Dukakis reynd- ist ekki mjög vel) fer Tsongas langt á skynsemishyggju og afburða hæfileikum, sérstak- lega í nágrannafylkinu New Hampshire. Douglas Wilder er fylkis- stjóri Virginíu og eini blökku- maðurinn í hópnum. Fylkis- stjórar í Virginíu mega aðeins sitja eitt kjörtímabil og eru því ekki fyrr komnir í emb- ætti en þeir fara að svipast um eftir annarri vinnu. Wil- der hefur nýtt sér þjóðarat- hygli sem hann fékk sem fyrsti svarti fylkisstjórinn í Bandaríkjunum og nýtur þess líka að Jesse Jackson er ekki með í baráttunni núna. Pólitískar skoðanir hans hafa verið á reiki; í Virginíu hefur hann verið íhaldssamur í fjár- málum, en í forsetaframboði hefur hann breytt kúrsinum til að ná betur til stuðnings- manna Jacksons. Wilder er ekki líklegur til stórafreka, en fær væntanlega nægan stuðning minnihlutahópa til að halda út fram á vorið. Enn er ótalinn Jerry Brown, hinn skrautlegi fyrr- um fylkisstjóri Kaliforníu. Hann er í krossferð gegn pól- itíska valdakerfinu eins og það leggur sig og kemur fram sem talsmaður litla manns- ins. Fæstir taka framboð hans alvarlega, enda hefur hann lagt lag sitt við undarlegustu málstaði síðan hann lét af embætti fylkisstjóra. Á tíma- bili var hann niðursokkinn í nýaldarspeki, en leggur nú mesta áherslu á siðspillandi áhrif peninga í bandarískum stjórnmálum. Brown fær jað- ar- og óánægjufylgi, en skipt- ir ekki máli fyrir heildar- myndina. HARKA TIL HÆGRI Það er næsta víst hver verður frambjóðandi repú- blikana, þótt ekki gangi það þrautalaust. George Bush, sitjandi forseti, fyrrum for- stjóri CIA, sendiherra í Kína og fulltrúadeildarþingmaður, er vinsæll vegna afreka á sviði utanríkismála, en er enn að leita sér að stefnu í innanríkismálum. Hann gaf eitt loforð fyrir síðustu kosn- ingar, að hækka ekki skatta, en sveik það. Það fór í taugamar á fíatr- ick Buchanan, hægrisinnuð- um dálkahöfundi og sjón- varpsmanni. Buchanan er einangrunarsinni af gamla skólanum, vill að Bandaríkja- menn hætti að reyna að leysa vandamál annarra þjóða og Kominn tími til að byrsta sig aftur. snúi sér að sínum eigin. Hann hefur enga sérstaka efna- hagsstefnu, nema lægri skatta og minni ríkisafskipti, en þeim mun harðari skoðan- ir á ýmiss konar félagsmál- um. Hann var ræðuritari fyrir Nixon (og stóð með honum í gegnum Watergate-málið allt) og síðar yfirmaður upp- lýsingaskrifstofu Hvíta huss- ins í tíð Reagans. Framboð hans er enn ein birtingar- myndin á langvarandi klofn- ingi í Repúblikanaflokknum sem á rætur sínar í forseta- kosningunum 1964. Þar tók- ust á Nelson Rockefeller, full- trúi flokkseigendanna á aust- urströndinni, og Barry Gold- water, einn af nýju harðlínu- mönnunum í Suður- og Vest- urríkjunum. Sama skipting birtist í átökum Reagans og Bush árið 1980 og Buchanan telur sig nú vera að verja sjón- armið Goldwaters og Reag- ans gegn svikum miðju- manna á borð við Bush. íhaldsmenn í New Hamps- hire hafa tekið Buchanan vel og hann getur vænst 20— 30% fylgis. Það dugar ekki tii sigurs, en gæti nægt til að toga Bush lengra til hægri og draga þannig úr fylgi hóf- samra kjósenda. Þegar prófkjörsbaráttan færist suður á bóginn bætist í hóp frambjóðenda nýnasist- inn og íslandsvinurinn David Duke. Repúblikanar vilja reyndar ekki kannast við hann og hefur tekist að úti- loka hann frá þátttöku í próf- kjöri í Georgíu, en það er kannski einmitt andstaðan sem Duke nærist á. Hingað til hefur hann ekki skipt sér mikið af landsmálapólitík, en hefur pólitískt nef sem hefur reynst honum vel. Hann er í það minnsta vandamál sem ráðgjafar Bush vildu helst vera lausir við. PENINGALAUS PÓLITÍK Það er enginn skortur á úr- lausnarefnum fyrir næsta Bandaríkjaforseta, hvort heldur snertir skólamál, heil- brigðisþjónustu, umhverfis- vernd eða eiturlyfjavanda og ofbeldi. Allar lausnir sem nefndar eru stranda þó á sama vandanum: þær kosta peninga og peningar eru ekki til. Fjárlagahalli hefur verið krónískur og vaxandi á ann- an áratug. Bandaríkin eru orðin nettó iántakandi í fyrsta sinn í tvö hundruð ár og kjósendur mega ekki heyra minnst á skattahækk- anir. Meiraað segja hið gamla þjóðráð vinstrimanna, að draga úr hernaðarútgjöldum, dugar ekki lengur. Arsfram- lög til Pentagon eru tæpir þrjú hundruð milljarðar dala, en fjárlagahallinn vel á fjórða hundraðið. Þess vegna er hætt við að kosningabaráttan nú líkist hinni síðustu að því leytinu að hún verði yfirborðskennd, fánanum verði óspart veifað en umræður verði efnisrýrar. Slíka kosningabaráttu vinna repúblikanar. En alvarlegt efnahagsástand og þjóðfé- lagsvandi sem ekki verður lengur litið framhjá hafa sett skrekk í bandarísku þjóðar- sálina. Þess vegna getur Bush ekki verið viss um sigur í haust, sérstaklega ef demó- krötum tekst að koma sér saman um frambærilegan frambjóðanda. Bush Bandaríkjaforseti þarfekki annað en kvefast til að bandarískir kjósendur hugsi með hryllingi til varaforsetans, Dan Quayle. En aðrir flokksbrœður forsetans geta líka reynst honum skeinuhœttir. Það eru einangrunarsinninn Pat Buchanan og íslandsvinurinn David Duke, sem vilja báðir setjast í forsetastólinn í haust.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.