Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 43

Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 43
43 ______FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992_ LfiFIÐ EFTIR VINNU Hljómsveitin Stútungar kom saman nú fyrir stuttu og hyggst krydda ölstofutónlistina örlítið með nýrri dagskrá. Stundamaman Stútunqa NÆTURLÍFID__________________ Röðin fyrir utan Þjóðleikhús- kjallarann er horfin og finnst kannski sumum kominn tími til. Hún virðist þó ekki hafa farið lanqt því nú er röð fyrir utan Ingolfscafé öll kvöld. Það er þó erfitt að trúa því að þar sé sama röðin komin; þótt fólkið sé á svipuðum aldri er það allt öðru vísi í tauinu. Það er ekki sami uppeldis- og heilbrigðisstétta- svipurinn á því. Þaer stéttir eru líklega enn í kjallaranum. Og þar eru líka einstaka skáld sem halda að árið 1972 fari að renna upp. Og Rabarbara-Rúna. Hún er í diskótekinu. Það er bara engin röð lengur. Það er eins og gengi þessa fólks hafi fallið. POPPIÐ______________________ Nýja árið byrjar rólega, svona rétt á meðan fólk er að ná sér Allmargar hljómsveitir hafa það fyrir iðju að skemmta landslýð meðan hann kneyfar ölið. Haft er fyr- ir satt að efnisskrá sé oft á tíð- um svipuð, ef ekki eins, og eru nýjungar oft illa liðnar af áheyrendum sem heimta gamla góða Cocaine eða álíka ofspilaðar ballöður. ÖI- stofugestir eiga hins vegar von á að heyra ferskari lög á næstu vikum og er það hljómsveitin Stútungar sem hyggst gauka hressileikanum að fólki á nýja árinu. Þeir ætla að byrja á Gauk á Stöng en spila svo á flestum stöðum þar sem boðið er upp á lifandi tónlist. „Við ætlum aðallega að skemmta öðrum og sjálfum okkur í leiðinni," sögðu kapp- arnir þegar PRESSAN leit inn á æfingu. „Þetta á aðeins að vera stundargaman." Þeir ætla að flytja gamalt rokk og nýtt en meðlimir segjast eiga það sameiginlegt að vera alætur á tónlist. Ný lög sem þeir ætla að taka eru til dæmis eftir hljómsveitir eins og Nirvana, sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjun- um, Red hot chilli peppers, Metallica og Black Crows. Gamlir félagar fá nú samt að fljóta með, til að mynda Guns and Roses og Deep Purple. Meðlimir eiga ættir að rekja til nokkurra hljóm- sveita sem þekktar eru um alla landsbyggð. Þetta eru þeir Richard Scobie, Dagur Hilmarsson, Einar Rúnars- son, Björgvin Ploder, Þorgils Björgvinsson og Sigurður Kristinsson. eftir jólagleðina. Veitingahúsin svíkja þó ekki þá sem vilja skemmta sér um helgina og hlusta á lifandi tónlist. Blús og djass eru þungamiðja þeirra tónlistarvinda sem blása um Púlsinn og er von á gesti frá Chicago á naestunni. í kvöld spilar stórgóður saxi, Halldór Pálsson, en hann hefur farið víða og starfað. Hann er stadd- ur hér í stuttri heimsókn og ætl- ar að gleðja okkur í myrkrinu. Halldór hefur starfað með ekki ófrægari hljómsveit en ABBA og kann að sögn kunnugra ým- islegt fyrir sér í faginu. Vinir Dóra verða á Púlsinum föstu- dags- og laugardagskvöld og ætlar Richard Scobie að kíkja til þeirra og blúsa með. Það verður ný dagskrá á hverju kvöldi á Blúsbarnum sem byrj- ar í kvöld á Alfreð Alfreðssyni og hans tríói. Alfreð spilar djass af lífi og sál en með hon- um eru þeir Jón Möller píanó- leikari og Bjami Sveinbjörns á bassa. A föstudag verður blús- að, blúsað og blúsað. Það eru þeir Björn Thoroddsen, James Olsen, Einar Valur Scheving og Bjarni Sveinbjörns sem verða í þeim hamnum. Laugar- dagskvöldið fer í blús og rokk en á sunnudag kemur Andrea Gylfa og hennar lið. Gaukur á Stöng ætlar að bjóða upp á spennandi dagskrá og í kvöld mæta þar til leiks Stút- ungar, ný hljómsveit, en með- Bathgate Lífið í undirheimum amer- ískra stórborga á krepputím- anum ól af sér unga menn sem töldu að glæpir og ekk- ert nema glæpir væri það sem kæmi þeim áfram í lífinu. í nýjustu mynd Roberts Ben- ton („Kramer vs. Kramer" og „Places in the Heart"), Billy Bathgate, eru völd, virðing og glæsilifnaður það sem helst heillar hinn unga mann. Billy (Loren Dean) er eitil- harður, klár náungi sem fer eftir innsæinu. Hann kemst inn undir í bófaklíku Dutch Schultz (Dustin Hoffman) og hyggur það vera vegabréf sitt inn í hið ljúfa líf. Strákurinn er fljótur að læra og hefst til vegs og virðingar undir stöð- ugu eftirliti foringjans. Bo limir þó allflestir þekktir úr tón- listarbransanum; Richard Scobie, Dagur Hilmarsson og fleiri úr Sniglabandinu (sem er í tímabundinni hvíld). Um helg- ina er það að segja að Sú Ellen verður allt í öllu og skipa sveit- ina æði efnilegir ungir piltar. Tónlist á Gauknum á hverju kvöldi. Á Tveimur vinum spilar Loðin ÆSKUMYNDIN Einu sinni heföi verið hœgt að notast við Bjögga í Ný danska. Fyrir tæpum aldarfjórðungi hefði það gengið. En þá var Ný dönsk ekki til og helmingur sveitarinnar ekki einu sinni fœddur. Nú þegar þeir eru mœttirá svœðið, eins og eftirmyndir Bjögga, er hann hins vegar orðinn allt annar. Heitir Björgvin Halldórsson og er ráðsettur dœgurlagasöngvari. Eftir tuttugu ár hittir hann hins vegar strákana í Ný danskri og gengur í bandið. Það er spá PRESSUNNAR. „Billy Bathgate" er um amerískan glæpaheim krepputímans. Weinberg (Bruce Willis) og Drew Preston (Nicole Kid- man) eru nákomin honum og Billy áttar sig á að hver og einn þarf að passa eigið skinn. Stórmynd með stórleikur- um, byggð á bók E.L. Doc- torow. Myndin tafðist í vinnslu og það var heilmikið slúðrað um hana, en hún hef- ur fengið ágæta dóma. Frum- sýning hérlendis á föstudag í Bíóborginni. rotta hart rokk bæði helgar- kvöldin en þar verður Ingólfur Guðjóns á hljómborð, Siggi Gröndal á gítar, Jóhannes Eiðsson syngur, Bjarni Bragi er á bassa og Sigfús Óttarsson verður þessi með kjuðana. Sá síðasttaldi er yngstur meðlima Rottunnar, en hann spilaði með Baraflokknum á sínum tíma og var líka í Rokkabillý- bandinu. Fógetinn hyggst vera með svipaða dagskrá og venjulega og þar er alltaf lifandi tónlist um helgar. Borgarvirkið er aðalkántrýstað- urinn og verður dynjandi sveitatónlist alla helgina. Ný hljómsveit treður upp og eru þar Viðar Jónsson og Þórir Úlf- arsson í broddi fylkingar. Viðar er með röddina í lagi og Þórir lofar að töfra ótrúlegustu hljóð- Inga Hildur Haraldsdóttir leikkona Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Ég œtla að fara meö dóttur minni í bíó. Maður er líka farinn að hugsa um að draga fram skíðin, en það er langt síðan ég hef farið á djammið og œtli ég fari því mikið þessa helgi. Á sunnudag- inn er ég svo að vinna, en núna er ég að leika í barnaleikriti sem heitir Ævintýrið. Já, ég er víst ráðin í vinnu um helg- ina!“ Fram úr hófi ruglað „Rugl í ríminu" er heiti á austurrískum farsa eftir Jo- hann Nestroy, sem Borgar- leikhúsið tekur til sýningar næstkomandi sunnudag. Umgjörðin er hugguleg og íburðarmikil, glæsilegir bún- ingar og mikil leikmynd. En atburðarásin er hröð, byggist á misskilningi og flækjum, menn eru teknir fyrir konur og öfugt, og segir nafnið kannski mest um innihald verksins. Magnús Ólafsson er í einu hlutverkanna, stendur í fyrsta sinn á fjölum Borgar- leikhússins og segir það mikla upphefð fyrir sig. „Ég var beðinn að leika í þessu verki og þegar maður er beðinn að leika í Borgar- leikhúsinu getur maður ekki sagt nei. Þetta er harður hóp- ur að komast inn í og ég er ánægður með að fá að spreyta mig þarna. Þetta er eins og að komast í 20 manna landslið." Því var ljóstrað upp að verkið snerist um tvo unga menn sem fara í leyfisleysi til Vínarborgar. Þar lenda þeir í ótrúlegustu ævintýrum og hitta fyrir ýmsa sem hafa skelfileg áhrif á gang mála. Ruglið verður yfirþyrmandi og allt gert til að virkja hlát- urtaugar sýningargesta. Alls taka 15 leikarar þátt í sýningunni og er leikstjóri Guðmundur Ólafsson. Þránd- ur Thoroddsen sá um leik- gerðina og hefur hann ís- lenskað orðaleikina þannig að þeir ættu að komast vel til skila. færi upp úr hljómborði sínu. Bjarni Ara kemur bæði föstu- dags- og laugardagskvöld og Anna Vilhjálms kíkir ef til vill á föstudag. Þar verður víst mikið brallað það kvöldið Fjörukráin í Firðinum hyggst heldur betur taka árið með trompi undir kjörorðunum: „Við blásum á bölmóðinn og bjóð- um til veislu." Það verður drukkiö öl á þjóölegan máta, úr ósviknu ærhomi, og matur verður í stíl. Þeir Rúnar Júl og Þórir Baldurs ætla að poppa, auk þess sem Johnny King og fólagar verða með í trallinu. Þjónustuliðið er víst söngglatt líka. Dansleikur verður í Súlnasal VlÐ MÆLUM MEÐ Að Landabankinn beiti gagn- rýni sinni jafnt ó íslendlnga sem Rússa Ef hann hefði hafnað íslending- um á sömu forsendum og Rúss- um nú, þá stæði hann vel Ávöxtum góðir í skammdeginu, hægt að borða þá standandi og um- búðirnar eru lifrænar Wm WtfSI Fleiri frídögum dagur Ingólfs Arnarsonar, frídagur bænda eða dagur Steingríms Hermannssonar væru vel þegnir Að sumrinu verði dreift aðeins um árið smáhitabylgja í janúar kæmi sér vel í N N í Vindlar. Og margt fleira sem gerir menn mannalega; axla- bönd, hringir, koníak. Þeir segja að þetta fylgi kreppunni. Þá er um að gera að bera höf- uðið hátt. Ef þú smælar fram- aní heiminn þá smælar heimur- inn framaní þig, sagði einhver. Og þetta virkar á alla kanta: Ef þú berð þig borginmannlega heldur heimurinn að þú eigir eitthvað undir þér. Ekki þó lengi, því upp komast svik um síðir. En það er notalegt á meðan er. Allt tal um áramótaskaupið. Hafið þið tekið eftir því? Það minnist ekki nokkur maður á það. Öðruvísi mér áður brá. Einu sinni var hægt að bjarga sér langt fram á vor með því að brydda á skaupinu. Fólk reifst um skaupið og startaði jafnvel ritdeilum um það. Nú er það að minnast á áramóta- skaupið orðið trygg leið til að standa úti í horni allt kvöldið. Það er eins og að tala um ásta- mál Jóns Óttars Ragnarssonar, Gísla á Uppsölum eða Hauk Halldórsson — bæði tröllateikn- arann og bændahöfðingjann.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.