Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 24
24 ____FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992_ ERLENDAR FRÉTTIR ÚTLENDA PRESSAN THE WALl STREET JOURNAL Hættulegar deilur um GATT-samkomulagið Við áramót er því fagnað að kommúnisminn skuli lið- inn undir lok, en við þessi tímamót er heimsbyggðinni ný ógn búin. Hún stafar af viðskiptadeilum, verndar- stefnu og hugsanlegu við- skiptastríði. Verkefni hins nýja árs er að halda í skefjum þeim sem vilja stríða í nafni viðskiptahagsmuna. Það krefst samstöðu vestrænna iðnríkja, ekki síðri samstöðu en þeirrar sem hélt kommún- ismanum í skefjum og lagði grunn að efnahagskerfinu sem kennt er við Bretton Woods. Þeirri samstöðu er stefnt í voða vegna deilna um GATT-samkomulagið, sem öðru fremur má þakka hag- vöxt og grósku í viðskiptum í heiminum frá stríðslokum. Samningaviðræðurnar í Uru- guay hafa leyst upp í marg- hliða rifrildi. Alvarlegast er að Evrópubúar krefjast þess að halda áfram gífurlegum niðurgreiðslum til bænda, þótt með því fórni þeir hags- munum neytenda og skatt- greiðenda í Evrópu og eyði- leggi að auki besta útflutn- ingsmarkað hinna nýju lýð- ræðisríkja í Austur-Evrópu. Ef GATT-viðræðurnar fara út um þúfur er ástæðan sú að þær bera dauðann í sér. Það hefur alltaf verið heldur af- káraleg hugmynd að setjast að samningaborði um frí- verslun, rétt eins og sumir hagnist og aðrir tapi á frjáls- um milliríkjaviðskiptum. Það er rétt að það veldur tíma- bundnum sársauka þegar viðskiptamunstur breytist, þótt hömlur á japanskan bíla- útflutning hafi ekki beinlínis malað gull fyrir bandaríska bílaframleiðendur, svo dæmi sé tekið. Grundvallaratriðið er að allir hagnast þegar eitt ríki fellir niður tolla, hættir niðurgreiðslum eða afnemur kvóta og leyfir þannig hag- kvæmni að njóta sín. Japani og Mexíkani leggja síðustu hönd á Honda-skellinöðru í verksmiðju vestanhafs. Á ónýtum bíl til Japans EFTIR DAVID HALBERSTAM NewRepubuc Á réttri leið í Kambódíu Allt of fáir fengust til að segja hið sjálfsagða þegar kambódísk alþýða réðst að Rauða Khmeranum Khieu Samphan þegar hann sneri aftur til Phnom Penh á dög- unum: gott. Khieu Samphan var hinn kambódíski Himml- er — samviskulaus, geðsjúk- ur morðingi. Hann reiknaði glaðbeittur með að geta snú- ið heim og orðið ráðherra í þjóðstjórninni án þess að nokkur myndi eftir grimmd- arverkum hans. Það lofar góðu fyrir framtíð Kambódíu Þótt John Major forsætis- ráðherra segist vilja stéttlaust þjóðfélag voru um þúsund manns sæmdir alls kyns orð- um og titlum nú um áramót- in. Meðal þeirra sem hlutu aðalstign var Sir David Wil- son, landstjóri í Hong Kong, en Orðu breska heimsveldis- ins hlaut meðal annarra fjár- hirðirinn William Ross Twiz- ell. Langflest ríki heims við- hafa einhvers konar orðuveit- ingar, en Bretar einir við- halda svo flóknu og umfangs- miklu heiðursveitingakerfi að enginn skilur upp né niður í því nema hugsanlega drottningin og embættis- mennirnir sem veita því for- stöðu og njóta góðs af því. Engir nema Bretar leyfa þjóð- höfðingja sínum að hlaða orðum og titlum á ættingja sína. (Þegar Philip Mount- batten kvæntist Elísabetu drottningu var hann í senn gerður að hertoga, baróni, jarli og riddara.) Þetta ber vitni sögulegum uppruna kerfisins: nauðsyn valdastéttcU'innar til að tryggja sér hollustu þegn- anna. Upphaflega voru ridd- að hann reyndist hafa rangt fyrir sér. Um stundarsakir eiga Kambódíubúar ekki annarra kosta völ en að sætta sig við þátttöku Rauðu Khmeranna í samsteypustjórn þar til kosn- ingar fara fram árið 1993. En vestrænum ríkjum ber skylda til að veita allan þann sið- ferðilega og áþreifanlega stuðning sem þarf til að þjóð- in fái að sýna það í kjörklef- anum sem hún sýndi rétti- lega á götum Phnom Penh. arar til dæmis hugsaðir sem nokkurs konar vcU'aher, sem konungur gæti kaJlað til orr- ustu. Nú á dögum eru skilyrð- in fyrir aðalstign nokkurn veginn hin sömu: að viðkom- andi hafi ekki gert uppsteyt, hafi ekki spurt óþægilegra spurninga og hafi sýnt holl- ustu sína í verki. Neðar í virð- ingarstiganum eru það hús- verðir, bílstjórar, ræstinga- fólk og vélritarar sem hljóta heiðursmerki fyrir að hafa sinnt störfum sínum nógu lengi af samviskusemi og undirgefni. í lýðræðisþjóðfélagi á að nota orðuveitingar til að verðlauna framúrskarandi af- rek og yfirburðahæfileika. Til þess nægja tvær tegundir heiðursmerkja, annars vegar fyrir hreysti og hugprýði og hins vegar fyrir afrek á sviði lista og vísinda. Stjórnmála- menn ætti að útiloka og opin- bera starfsmenn sömuleiðis. Ef stjórnmálaflokkar, sveitar- stjórnir eða einkafyrirtæki vilja heiðra fólk ættu þau að finna upp á eigin verðlauna- kerfi eða gefa því gullúr í þakklætisskyni fyrir unnin störf. Fyrir fimmtán árum sáust fyrstu blikur á lofti um að bandarísku bílarisarnir þrír, General Motors, Ford og Chrysler, stæðu ekki jafnföst- um fótum og fyrr. Þrátt fyrir það var ekkert að gert og áð- ur en varði kom í Ijós að dýr- asta djásn bandaríska iðn- véldisins var ekki ryðfrítt. Vísbendingarnar voru ófáar. Japanir höfðu tileinkað sér hverja iðngreinina á fætur annarri, smáiðnað, stálfram- leiðslu og skipasmíðar. Allt kom fyrir ekki; Detroit er fall- in og sókn Japana heldur áfram. Það er loks núna, sem George Bush Bandaríkjafor- seta hugkvæmist að fara til Japans og ræða málin af al- vöru. Sinnuleysi Bush — sem fetar dyggilega í fótspor fyrir- rennara sinna hvað það varð- ar — um samkeppnisstöðu bandarísks iðnaðar og ekki síður um samband Bandaríkj- anna og Japans (sem menn hafa litið á sem sjálfgefinn hlut) hefur kostað Bandaríkin allt forskot í iðnaði og er komið langleiðina með að kosta þau frumkvæði líka. Það bætir ekki úr skák að samskipti ríkjanna hafa lík- lega aldrei frá lokum seinni heimsstyrjaldar verið jafn- viðkvæm. Japanir eru við- kvæmir vegna þess, að þeim finnst þeir ekki njóta póli- tískrar og diplómatískrar virðingar í réttu hlutfalli við efnahagslegan styrk sinn (þótt þeim hrjósi hugur við abyrgðinni). Bandaríkja- menn eru á hinn bóginn við- kvæmir vegna þess, að efna- hagurinn er í niðursveiflu og samskiptin við Japan varpa óþægilegu ljósi á þá stað- reynd að lærisveinninn er orðinn meistaranum fremri. Síðast en ekki síst hefur fall kommúnismans haft áhrif, því sameiginlegir örygg- ishagsmunir ríkjanna eru ekki jafnaugljósir og fyrr. Ágreiningur, sem ekki var lát- inn uppi í kalda stríðinu, er að koma upp á yfirborðið. Ferð Bush til Japans — ferð sem hefði átt að fara fyrir löngu er báðum ríkjum af- ar mikilvæg, sérstaklega þó Bandaríkjunum. Það segir sína sögu að í föruneyti Bush eru yfirmenn bílarisanna Þriggja. Fyrir efasemdamann eins og mig, sem fylgst hefur með málum þessum af athygli undanfarinn áratug, er sá þáttur heimsóknarinnar ómerkilegt fjölmiðlabragð, sem maður er reyndar farinn að venjast af hálfu ráðgjafa forsetans. Snillingarnir í Hvíta húsinu hugsa sem svo: „Efnahagslífið er í þrenging- um og allir vita af því. Besta dæmið um það er bílaiðnað- urinn, svo við bjóðum nokkr- um helstu foringjunum í hon- um með okkur, látum taka fullt af myndum af þeim í ham í Tókýó, svo kjósendur sjái að við styðjum dyggilega við bakið á bandarískum iðn- aði og þar af leiðandi hinum bandaríska launamanni. Við látum sko ekki Japani bjóða okkur hvað sem er!“ En þetta mun ekki hafa nein áhrif sem máli skipta í Bandaríkjunum og enn síður í Japan. Sannleikurinn er sá að við- skiptastefna Japana (líkt og sú trú Bandaríkjamanna að þeir verði sjálfkrafa ríkir og sælir í hinni nýju heimsskip- an) er löngu úrelt. Þeir geta ekki einangrað sig í heimi, sem ekki líður einangrun, ekki síst þegar haft er í huga að þeir éru háðari frjálsri verslun en nokkurt annað iðnríki. Við Bandaríkjamenn eig- um að senda þeim óskalista yfir það, sem okkur finnst mest ríða á í viðskiptum ríkj- anna, setja okkur grundvall- armarkmið og vinna að þeim af kostgæfni og þolinmæði. Síðast en ekki síst þarf að hamra á því við Japani, að það er þeim jafnmikilvægt að hindrunum sé rutt úr vegi milliríkjaverslunar. Lykilorð- ið í þessu samhengi er gagn- kvæmni. Það sem þið megið gera í okkar landi megum við gera í ykkar. Þetta er vitaskuld hægara sagt en gert, því einn helsti styrkur Japana hefur verið að þeir eru einangraðir, þeir taka japanska hluti framyfir erlenda. Þessari afstöðu er erfitt að breyta. Það er ekki ósvipað því að reyna að breyta skapferli góðs vinar. Bandaríkjamenn hafa rétt- mætar kvartanir fram að færa um landbúnað og ekki síður hvað varðar hátækni og lífefnatækni, en í þeim iðnaði eru bandarískar vörur enn fremstar. Og Japanir vita upp á sig skömmina. En í bílaiðn- aðinum er annað upp á ten- ingnum. Þeir sigu fram úr Bandaríkjunum með dugn- aði og elju, þrátt fyrir að við ofurefli virtist að etja. Og þeg- ar allt kemur til alls voru það ekki Japanir sem jörðuðu furstana í Detroit, þeir grófu sér sínar grafir sjálfir. Japanir vita það best sjálfir að það var ekki yfirburða- tæknikunnátta, sem gerði þá að stórveldi, heldur yfir- burðaverkkunnátta. Þeir hafa lagt ofuráherslu á menntun og á fáum mörkuð- um er samkeppni jafnhörð og á innanlandsmarkaðnum í Japan. Fyrir vikið lifir ekkert japanskt fyrirtæki á fornri frægð. Fyrir Bandaríkjamenn er hollt að minnast þess, að Bandaríkin voru risaveldi þegar þróunarríkið Japan hóf að keppa við þau. En hitt er enn mikilvægara, að menn geri sér grein fyrir því að jap- anska efnahagsundrið kallar á endurskilgreiningu hug- taksins „störveldi". Efnahags- styrkur Bandaríkjanna byggðist á stærð, náttúruauð- ævum og lýðræðiskerfi, sem gætti hagsmuna atvinnurek- enda jafnt sem verkalýðs án þess að hlutast um of til um efnahagskerfið. Japanir höfðu á engu þess- ara atriða að byggja. Þess í stað notuðu þeir almenna menntun sem grundvöll auð- legðarinnar. Og í fótspor þeirra reyna flestir að feta. Enn sem komið er hafa Bandaríkin haldið að sér höndum. Vandinn er sá að Banda- ríkjastjórn lítur á núverandi efnahagsvanda sem stundar- niðursveiflu fremur en merki um söguleg vatnaskil. Það er framtiðin fremur en fortíðin, sem Bandaríkin þurfa að hyggja að, nú þegar Bush og föruneyti hans barma sér í Japan. Höfundur er blaðamaður og hefur ritað fjölda bóka. Þeirra á meðal er The Reckoning, sem fjallaði um hnignun bandariska bílaiönaðarins og ris hins japanska. ^THE INOEPENDENT Úreltar orðuveitingar

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.