Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 42

Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 9. JANÚAR 1992 smáa letrið Þótt einhver kunni að vera forvitinn um hver var maður siðasta árs skiptir miklu meira máli hver var það ekki. Eiður Guðnason umhverfisráðherra var til dæmis ekki maður sið• asta árs að mati hlustenda Stöðvar 2. Hann var eini ráð- herrann sem fékk ekkert stig. Húsdýragarðurinn i Laugardal sló Eið meira að segja út og einnig forveri hans í starfi (þ.e Eiðs), Júlíus Sólnes. Hann fékk stig fyrir að hafa vit á aö hverfa af landi brott. Og tveir þriðju hlutar þing- heims eru ekki heldur menn siðasta árs. Og ekki heldur kon- ur ársins. Fjórar þingkonur kvennalistans gleymdust; þær Kristín Ástgeirsdóttir, Kristin Einarsdóttir, Anna Ólafsdóttir Bjömsson og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Ingibjörg Sól- rún Gisladóttir varþannig eina þingkona Kvennalistans sem einhver mundi eftir. Það voru þrir sem það gerðu og Stefán Jón Hafstein var ekki þar á meðal, þvi hann gleymdi að bjóða henni i Perluna. Sem fyrr taldi enginn ástæðu til að nefna neina fram- sóknarmenn utan þá Stein- grim Hermannsson og Halldór Ásgrimsson. Enginn mundi eftir Finni Ingólfssyni, Ingi- björgu Pálmadóttur, Ólafi Þ. Þórðarsyni, Páli Péturssyni, Stefáni Guðmundssyni, Guð- mundi Bjarnasyni (hann var eini ráðherra fyrri rikisstjórnar sem ekki var nefndur fyrir utan Óla Þ. Guðbjartsson), Valgerði Sverrisdóttur, Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni, Jóni Kristjáns- syni, Jóni Helgasyni eða Guðna Ágústssyni. Enginn. Og margir þingmenn Sjálf- stæðisflokks eru heldur ekki til. Eins og Björn Bjarnason, Eyj- ólfur Konráð Jónsson, Sólveig Pótursdóttir, Geir H. Haarde, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Sturla Böóvarsson, Guðjón Guðmundsson, Einar K. Guð- finnsson, Pálmi Jónsson, Vil- hjálmur Egilsson, Tómas Ingi Olrich, Egill Jónsson, Árni Johnsen, Eggert Haukdal, Sal- ome Þorkelsdóttir, Árni M. Mathiesen og Árni R. Árna- son. Hvaða fólk er þetta? Að minnsta kosti ekki fólk síðasta árs. Týndir kratar eru færri. Fyrir utan Eið eru það bara Sigbjörn Gunnarsson, Gunnlaugur Stefánsson og Rannveig Guð- mundsdóttir. Og allaballarnir. Þegar árið vargert upp mundi enginn eftir Guðrúnu Helgadóttur, Jó- hanni Ársælssyni, Kristni H. Gunnarssyni eða Hjörleifi Guttormssyni. Þjóðin mundi bara ekki eftir þessu fólki. En hún mundi eftirJóni Ótt- ari Ragnarssyni. Eða að minnsta kosti sá sem veitti honum atkvæði sitt. Og hún mundi eftir Jóni ísberg, þeim sögufræga sýslumanni, Einari Gislasyni i Fíladelfíu og Sigriði Snævarr, sendiherra í Svíþjóð, — öll fengu þau eitt atkvæði eins og Jón Óttar. Annars var keppnin milli hópanna ekki síður skemmti- leg þótt yfirburðir brids-lands- liðsins vörpuðu skugga áhana. Rikisstjórnin fékk eitt atkvæði eins og dýrin i Húsdýragarðin- um og heföi ábyggilega staðið sig betur ef Eiður hefði ekki dregið hana niöur. Það er þó hæpið að hún hefði getað lagt jólasveinana, sem fengu þrjú atkvæði. Það ber þó að hafa i huga að ráðherrarnir eru bara tiu en jólasveinarnir þrettán. Reyndar halda sumir þvi fram að þeir séu niu eins og ráðherr- arnir, ef Eiður er ekki talinn með. KLUKKURNAR SEM SKIPTA OKKUR MÁLI „Sú var tíð, segir í bókum, að íslenzka þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin var til fjár. Það var klukka... klukkan landsins." Þannig skrifar Halldór Lax- ness um íslandsklukkuna á Þingvöllum í samnefndri bók. Þessi klukka var þó ekki notuð til tímamælinga heldur var hún notuð við þinghaldið og söng meðal annars loka- söng yfir þeim dæmdu. A gullaldartíma hennar var tímasveiflan líka önnur en í dag. Hún miðaðist við árstíð- ir og birtustundir og sekúnd- an skipti engu máli. legu. Klukkuverðir nútímans vinna á Raunvrsindastofnun Háskólans, þar sem ein atóm- klukka og þrjár ómegaklukk- ur eru geymdar. Þetta eru ekki eiginlegar klukkur en nema aðeins alþjóðleg tíma- merki. Gangverkið sjálft er hins vegar í Noregi og má því með nokkrum sanni segja að „klukkan landsins“ sé inn- flutt frá frændum vorum Norðmönnum. SÓLARUPPRÁS GÆTI FÆRST TIL „í einum sólarhring eru 86.400 sekúndur en það er Þeim sem stunda segulmæl- ingar, jarðskjálftamælingar eða stýra skipum og flugvél- um þykir siík nákvæmni hins vegar afar eðlileg, þar sem tíminn er þeirra viðmiðun til staðsetningarákvarðana. Far- þegar yrðu víst lítt hrifnir ef röng tímamerki yrðu til þess að lent væri í Timbúktú í staðinn fyrir áætlaðan lend- ingarstað; París. SIGRÍÐUR HAGALÍN OG 04 Menn landsins og konur fylgjast vel með hvað tíman- um líður og eru miklar hring- ingar í símanúmerið 04 til Jón Sveinsson með „klukkur" Raunvísindastofnunar. Þær nema alþjóðlegar tímamerk- ingar en gangverkið er í raun í Noregi. íslenski tíminn er því innfluttur. Nútíminn krefst nákvæmra tímasetninga og jafnvel sek- úndubrotið getur gert gæfu- muninn. í dag er „klukkan landsins“ því af fullkomnari gerð en sú er Laxness lýsir og mælir upp á hár hinn gull- væga tíma nútímamannsins. INNFLUTT „ÍSLANDS- KLUKKA“ Klukkur verða ekki algeng- ar á heimilum íslendinga svo nokkru nemi fyrr en á ní- tjándu öld. Voru það þá ein- ungis fyrirmenn og mektarlið sem áttu eignir siíkar. „Klukkur fylgja menningu bæja og borga," sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður. „í sveitinni var ekki þörf fyrir klukkur, menn fundu það bara á sér hvenær þyrfti að mjólka beljurnar og fóru eftir sólargangi og árstiðum.” Elsta klukka landsins, sem vitað er um, er frá 1667, ensk að uppruna. Það var svoköll- uð brassklukka sem stóð á vegghillu og er með miklum pendúl. Til að mæla tímaskekkjur áður fyrr voru klukkur send- ar landa á milli og komu til að mynda sérfræðingar hingað fyrir margt löngu. Þeir sendu klukkurnar til Skotlands, fengu þær síðan til baka og sáu hversu mikið þær flýttu sér eða seinkuðu. í dag er öldin önnur og vinnubrögðin sömuleiöis. Að vísu eru tíma- merki send yfir hafið en ekki í föstu formi — hvað þá sjáan- ekki sami sekúndufjöldi og um aldamót, það munar um 1/86.400 úr sekúndu ef mið- að er við þann tímapunkt. Jarðsnúningurinn er breyti- legur og er jörðin að hægja á sér. Ekki mikið, en til að sam- ræma lengd snúnings jarðar og sekúndna þarf að skjóta inn aukasekúndu af og til, því óhagkvæmt er að breyta lengd hennar. Ef þetta væri ekki gert mundi sólarupprás, á mjög löngum tíma, færast til,“ sagði Þorsteinn Sœ- mundsson hjá Raunvísinda- stofnun. „Tíminn er samræmdur um allan heim og send út alþjóð- leg tímamerki sem stjórnast Sjónvarpsklukkan er ekki til i raunveruleikanum. Hún sést aöeins á skjánum. af atómklukkum og gangi himintungla. Merkin eru þannig að hægt er að nota þau til að stýra klukku, en klukkuverkið er raunveru- lega staðsett annars staðar." Það hvá eflaust margir við lestur þennan og spyrja sjálfa sig sem svo hvaða dauðans máli það geti skipt að tíminn sé svo nákvæmlega mældur. marks þar um. Þar segir hún Sigríður Hagalín leikkona okkur hvar við erum stödd í sólarhringnum og ef sú klukka stoppar fá starfsmenn símstöðvarinnar það óþveg- ið. „Það er aldrei hægt að hafa klukkuna 100 prósent rétta,“ sagði Thor Eggertsson, yfir- deildarstjóri símstöðvarinn- ar. „Það þarf að leiðrétta hana að jafnaði einu sinni í viku og skeikar þá um eina til tvær sekúndur." Rafmagns- truflanir hafa stundum orðið þess valdandi að Sigríður fer í „tímabundið frí“ og sýna áköf viðbrögð notenda hversu mikilvæg þessi 04-klukka er okkur í daglega lífinu. Ekki síður mikilvæg klukka er sú sem allir foreldrar þekkja og börnin kynnast seinna meir. Það er klukkan á fæðingardeildinni. Tíma- mælir nýs iífs. „Nú er ein móðurklukka sem samræmir~allar hinar á fæðingarstofunum, og stillir þær saman. Áður fyrr voru hér stórar klukkur á öllum stofum sem mannshöndin Armbandsúr nútímamanns- ins, í beinu sambandi við rad- íóbylgjur og gervihnetti. samræmdi," sagði Ásgerður Helgadóttir, ljósmóðir á fæð- ingardeild Landspítalans. Fæðingartími í dag þykir mjög mikilvægur, ekki síst fyrir stjörnuspekinga og framtíðarspádóma. Ekki er langt síðan ekki var einu sinni hugsað út í svona lagað. „Fyrir 20 til 30 árum var þetta ekki svona nákvæmt og áður fyrr var varla hægt að hafa daginn réttan. Það var oft rugl í kirkjubókum," sagði Ásgerður. BURT MEÐ SAMRÆMDAN KLUKKNAHEIM Klukkuþörfin er sprottin upp úr fjöldamenningu bæja og borga en með vaxandi þróun og tæknidýrkun hefur einstaklingshyggjan orðið einkennandi fyrir slík samfé- lög. Einstaklingurinn getur því ekki lengur lifað í sam- ræmdum klukknaheimi og var vasaúrið og síðar arm- bandsúrið Iausnin í máli þessu. Vasaúr fóru menn að nota hérlendis á síðustu öld og töldust gæðasmíði. Úrin þóttu fínir tímans mælar í þá daga þótt nútíminn fitji upp á trýnið við svo öldruðu fyrir- bæri. Smám saman urðu þau betri og betri, fullkomnari og fullkomnari. Nú er svo komið að menn geta verið í beinu sambandi við radíóbylgjur og gervihnetti og lesið tíma af nær óskeikulli nákvæmni. En þurfum við virkilega á því að halda? „Mér finnst þetta alveg rosalega þægilegt," sagði Arnkell Sigurðsson, nú- tima-klukkueigandi. „Ég er búsettur í Danmörku og ef ég þarf að ná lest er ég aldrei í vafa um tímann! Ég get stólað á mína klukku.“ Úrið er þannig úr garði gert að loftnet í armbandinu nem- ur radíóbylgjur og send eru stöðumerki. Úrið leiðréttir sig sjálfkrafa ef tímamæling er skökk. „Það er smart og vekur at- hygli. Ég þarf aldrei að stilla mánaðardaga og hlaupár er stillt sjálfkrafa." Þess er kannski ekki langt að bíða að úr sem þessi verði almenn, þótt hérlendis kæmu þau að vísu að litlu gagni þar sem sumar- og vetr- artími er ávallt hinn sami. SAMEININGIN HÓLPIN Þrátt fyrir allar einmenn- ingsklukkur missa sumar klukkur aldrei gildi sitt. Ein slík er margfræg klukka sem sameinað hefur landsmenn síðustu áratugi; útvarps- klukkan. „Við kölluðum hana út- varpsklukkuna og hún stóð í þularstofu Landsímahússins þegar Útvarpið var þar til húsa," sagði Jón Múli Árna- son, landsþekktur útvarps- maður og klukkuvinur. „Hún sló í beinni útsendingu og fyr- ir bragðið varð hvert útvarps- kvöld þjóðhátíð. Klukkuslátt- urinn var sérstakur dagskrár- liður og auglýstur sem slíkur á hverjum degi.“ Þegar útvarpið var flutt upp á Skúlagötu varð klukk- an vandamál og var þá Út- varpsklukkufélagið stofnað. Það voru þulir og tæknimenn sem að því stóðu, en náin Útvarpsklukkan nýja og gamla. Sameiningartákn landsmanna. samvinna var þeirra á milli. Baráttumálið var að fá klukk- una með og varð úr að hún fékk nýjan stað í nýrri þular- stofu. „Þetta var barátta fyrir lífi klukkunnar og við stóðum saman, tæknimenn og þulir." Og aftur var flutt, nú í Efsta- leitið, og vildu menn hafa sameiningartáknið með. Klukkuræfillinn var farinn að bila nokkuð og ekki gagnaði að hafa hann lengur með í för. íslandsklukka Laxness var tekin þrátt fyrir mótmæli, brotin og flutt á brott. Ekki átti að fara eins fyrir klukku þessari. Menn brugðu þá á það ráð að vera vinsamlegir tækninni og tóku óminn upp á segulband. Skyldi samein- ingin þannig hólpin verða. Telma Tómasson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.