Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 &VESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 621391, dreifing 621395 (601054), tæknideild 620055, slúðurlína 621373. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. Verð í lausasölu 190 kr. eintakið. Allt í besta lagi í PRESSUNNI í dag er sagt frá því hvernig stjórn Síldarverksmiðja ríkisins tókst að tapa 25 milljón- um af fé skattborgara. Stjórnarmenn veittu óskyldu fyrirtæki lán eftir að aðrir höfðu hafnað því en sást yfir eða kærðu sig ekki um að taka veð fyrir láninu. Þegar fyrirtækið fór síðan á hausinn höfðu Síldarverksmiðjurnar engar tryggingar fyrir láninu og milljónirnar glötuðust. Sjálfsagt þykir þetta ekki stórt mál í stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins. Þeir sem sitja þar í stjórn hafa ekki kippt sér upp við það þótt þeir hafi tapað millj- ón á dag undanfarin misseri. 25 milljónir eru því ekki meira en tæplega mánaðartap. Eins og des- ember að frádregnum hátíðisdögunum. Þessir menn hafa aldrei borið neina ábyrgð á ákvörðunum sínum í stjórn fyrirtækisins og munu sjálfsagt ekki heldur gera það í framtíðinni. Ef spurt er hvort nauðsynlegt sé að almenningur greiði milljón á dag til Síldarverksmiðjanna benda þeir út á sjó og segja að þetta sé loðnunni að kenna. Það sé einfaldlega ekki til nógu mikið af loðnu til að standa undir fjárfestingunum sem þeir réðust í fyrir fjármuni almennings. Þeir treysta á að fólk sé fljótt að gleyma. Að eng- inn muni eftir að þeir ráku Síldarverksmiðjurnar með sama glórulausa tapinu þegar allar þrær voru að springa undan loðnunni. En hvort sem fólk er fljótt að gleyma eða ekki; þá er ljóst að Þorsteinn Pálsson er ekki lengi að því. Og ef hann man eitthvað er hann að sama skapi fljótur að kyngja því. Síðastliðið vor hló hann að ósvífninni í stjórnar- mönnum Síldarverksmiðjanna þegar þeir komu og heimtuðu peninga úr ríkissjóði eftir að hafa rek- ið fyrirtækið lóðrétt til andskotans, — eins og það heitir á Landsbankamáli. Nú hlær ekki Þorsteinn heldur nafni hans Gíslason, stjórnarformaður Síld- arverksmiðjanna. Hann hefur fengið endurnýjað traust Sjálfstæðisflokksins til að halda áfram á sömu braut með Síldarverksmiðjurnar. Þótt þjóðin sé orðin vön því að fá samskonar skilaboð frá stjórnmálamönnum þá eru þau óhugnanleg engu að síður. Að það skipti akkúrat engu máli hvernig gæslumenn almenningseigna fara með þær. Það skiptir engu máli þótt þeir sói þeim eða týni, hendi út um gluggann eða inn í brennsluofninn. Það er í lagi. Það er meira að segja í allra besta lagi. Vinnudeilur og verkalýðs- barátta komust á nýtt stig í vikunni. Forsagan er sú að forráðamönnum álversins í Straumsvík fannst ekki ein- leikið hvað verkamennirnir hjá fyrirtækinu voru orðnir feitir. Þeir gerðu samnorræna könnun á málinu og komust að því að starfsmenn í ker- skálunum í Straumsvík voru um 15 prósentum feitari en sambærilegir verkamenn í Noregi. Stjórnendur fyrirtæk- isins ákváðu því að taka af þeim brauðið með morgun- kaffinu og láta þá fá kökur í staðinn. Til að dyija tilgang- inn sögðu þeir þetta gert til að mæta skakkaföllum á ál- markaðinum vegna offram- boðs frá Rússlandi. Verka- mennirnir í Straumsvík létu ekki bjóða sér þetta og fóru í stræk. Ekki bólar á lausn í þessari baráttu um brauðið — eða öllu heldur; baráttunni um vínarbrauðið. Forráðamenn íþróttafélags fatlaðra hafa sýnt af sér óvanalega stórmennsku og lagt Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráðherra lið í þrengingum þeim sem hann hefur átt í að undanförnu. í stað þess að skipa sér í flokk þeirra sem ráðast á ráðherr- ann gáfu þeir út fyrsta tölu- blað fyrsta árgangs nýs tíma- rits. Það ber heitið Hvati. Dálítið undarleg og tvíræð fyrirsögn birtist í kunnum dálki Morgunblaðsins, Fólk í fréttum, á sunnudaginn. Fréttin fjallaði um Einherja, sem er félagsskapur þeirra sem náð hafa þeim árangri að fara holu í höggi í golfi. Með fréttinni var mynd af hóp manna og önnur af feðgum, þeim Hrólfi Hjaltasyni og Hjalta Þórarinssyni. Yfir þessu öllu stóð fyrirsögnin: „Feðgar gera það reglulega". HVERS VEGNA Ættum við ekki að sækja um aðild að EB? KRISTJÁN JÓHANNSSON REKSTRARHAGFRÆÐINGUR SVARAR Mistakist EB og EFTA að ganga frá samningnum um Evrópska efnahagssvæðið mun jarðarförin ekki fara fram í kyrrþey, ef marka má það fjaðrafok, sem orðið hef- ur út af gagnrýni lögfræðinga Evrópudómstólsins á fyrir- hugaðan EES-dómstól. Á meðan andstæðingar EES- samnings bíða og vonast eftir útfarartiikynningu leitar sér- fræðinganefnd á vegum EB og EFTA að leiðum til að finna nýja lausn á dómstóla- þætti EES-samningsins. Is- lendingar leiða á þessu miss- eri starf EFTA og Portúgalir, sem eru fyrrum félagar okkar í EFTA, leiða starf ER Portú- galir hafa lýst því yfir að þeir muni setja lausn á EES-samn- ingnum á oddinn, en ljóst er að fáar þjóðir eiga jafnmikið undir farsælum lyktum EES- samningsins og einmitt ís- land. Ólíklegt verður að telja að hægt verði að ná jafnhag- stæðum samningum með tví- hliða viðræðum, þar sem í þeim mundi EB án efa þrýsta verulega á um fiskveiðiheim- ildir hér við land. Óþarft er að fjölyrða um kosti EES- samningsins fyrir íslendinga, enda virðist mikill meirihluti þjóðarinnar gera sér grein fyrir því sem er í húfi, ef marka má niðurstöður skoð- anakönnunar, sem birt var í desember sl. Könnunin sýnir að um 75% þeirra, sem af- stöðu taka, telja að EES- samningurinn feli í sér efna- hagslegan ávinning fyrir ís- lendinga. SKIPBROT EES? Endalok EFTA gætu orðið fyrirsjáanleg þegar á þessu ári, þ.e. ef allt fer á versta veg og ekkert verður úr EES og fjórar til fimm af sjö aðildar- þjóðum EFTA sæktu um að- ild að EB. Flest teiknar til þess að Finnar fari að dæmi Svía og Austurríkismanna og sæki um aðild að EB. Enn er óvíst um afstöðu Svisslendinga og Norðmanna, en skipbrot EES- samnings mundi þvinga ríkis- stjórn frú Brundtlands til að taka afstöðu til aðildar á allra næstu mánuðum. Svipaða sögu má segja um Sviss, en þar gæti ákvörðun um um- sókn að EB verið borin undir þjóðaratkvæði í desember. VARANLEGAR UNDANÞÁGURí MAASTRICHT Það er alkunna að alvarleg- asta hindrunin við umsókn Is- lands að EB felst í því að hagsmunir fslendinga og sjávarútvegsstefna EB eiga alis ekki samleið. Um fátt er betri samstaða hér á landi en það að ekki komi til greina að undirgangast kvótaúthlutun frá Brussel og aðgang fiski- skipa EB að iandhelginni. Hugmyndum um umsókn að EB, með því skilyrði að ísland væri undanþegið sameigin- legu fiskveiðistefnunni, hefur einatt verið hafnað vegna þess að það hefur verið ófrá- víkjanleg regla við aðild að EB að undanþágur frá Róm- arsáttmálanum séu einungis veittar tímabundið. Á ráð- herrafundi EB í Maastricht í Hollandi, sem haldinn var í desember sl., var mörkuð stefna um aukið efnahags- legt, peningalegt og stjórn-' málalegt samstarf EB-ríkja, sem miðar að því að gera EB að bandaríkjum Evrópu. Hvað varðar regluna um eng- ar varanlegar undanþágur varð hins vegar stefnumark- andi breyting með breyting- um á Rómarsáttmáianum, sem veita varanlegar undan- þágur til handa tveimur EB- löndum, þ.e^ Bretlandi og Danmörku. í þeim felst að bresk fyrirtæki þurfa ekki að hlíta reglum EB á sviði félags- mála, sem vinnuveitendur í Bretlandi líta á sem stórsigur. Hvað varðar Danmörku þá var sett inn ákvæði, sem tak- markar fjárfestingarfrelsi, þannig að einungis danskir ríkisborgarar megi eiga sum- arbústaði í Danmörku, en þetta hefur verið mikið hita- mál þar í landi. Með þessu er búið að gefa fordæmi, sem gæti hugsanlega opnað nýja möguleika á takmarkaðri að- ild Islands að EB, án aðildar að fiskveiðistefnu EB. Þessi leið gæti verið ástæða til þess að kanna nánar þar sem með henni fengist enn meiri efna- hagslegur ávinningur en með EES. Þetta rennir einnig frek- ari stoðum undir hugmyndir Frans Andriessen í fram- kvæmdastjórn EB um svo- kallaða „dótturaðild" að EB, sem byggist á svipuðum hug- myndum um takmarkaða að- ild að bandalaginu. NÝ STEFNA í EVRÓPUMÁLUM Framkvæmdastjórn EB hefur lýst yfir, að hún muni meðhöndla umsóknir EFTA- ríkjanna í einu og bíða með að fjalla um þær fram eftir þessu ári á meðan von er á fleirum. Fari svo að EES- samningurinn verði að engu, þá liggur fyrir að íslendingar verða að móta nýja stefnu í Evrópumálum og þá hlýtur ríkisstjórnin að verða að taka ákvörðun um afstöðu til tak- markaðrar aðildar að EB. Maastricht-fundur EB hefur að sumu leyti breytt forsend- unum fyrir þeirri ákvörðun, sem gætu leitt til þess að ekki sé lengur óhugsandi að ís- lendingar verði með í þessari lotu hópumsókna EFTA- landa og geti þá orðið „aðil- ar“ að EB árið 1995. EES ÆSKILEGRA Enn sem komið er eru þess- ar hugleiðingar ótímabærar því að Evrópska efnahags- svæðið hefur fengið gálga- frest a.m.k. til mánaðamóta febrúar-mars. Tilkoma EES mundi slá á frest ákvörðun- um um umsókn íslands að EB og gefa íslensku atvinnu- og efnahagslífi tóm til þess á næstu árum að aðlagast breyttum viðskiptaháttum og aukinni samkeppni. Þær framfarir, sem orðið hafa með lækkun verðbólgu, vekja vonir um að ekki sé að- eins um að ræða sóttarhlé heldur varanlega lækningu á því þjóðarmeini, sem verð- bólga hefur verið í íslensku efnahagslífi. Ef efnahags- svæðið verður að veruleika fær íslenska þjóðin dýrmæt- an tíma til að undirbúa sig betur fyrir samkeppni þjóð- anna og undirgangast aukinn aga í efnahagsmálum. Gangi þetta allt eftir, verðum við þá fyrst vel í stakk búin til að taka afstöðu til þess á seinni hluta þessa áratugar í ljósi breyttra aðstæðna hvort æskilegt sé að við sækjum um aðild að EB eða ekki. Nú stefnir allt í aö flest EFTA-rikin utan íslands sæki um aðild að Evr- ópubandalaginu. Líklegt er að bandalagið opni fyrir umsóknum þeirra EFTA-rikja sem áhuga hafa á aðild innan skamms. Siðan yrði bandalaginu lokað framyfir aldamót og Austur-Evrópuríkjunum og þeim löndum EFTA sem enn eru utan EB þá gefinn kostur á að sækja um. UC6I RiÁNT^ iAaA FÁTÆ.KRAHV/ERP.’ P€7K3At/.'KtAR ÁfíÍÚ M 5fcE. TiC SKCMMTVWAg. f7'AA/,u ~ ER GflMtO AÐ V6ÞA LoKSiw5 HUat.' AF stÓRVEÞDÍ JóNAS! Íg ÞÁ UGf\ ÍSLEMPiMSAR ÞDRFTU A£> LÁN HEF 4g- sýkfr KSSA f/5RMA téiR. \/oRIA MLTfiF fiALUP- Á 5i'í>iAíTtA HiM5 rSL€M5KA KU>\/£lDíS ! HA H* Hr Hi' H'o ÓGr Ft/ttíR. r HBLuíri HA HA HA U> MB.'kjA ' WOSÍZL' VEiTÍp. ÞEiAÁ EFriRfóX 6 ro n ro to fti c

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.