Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 23 STJÓRNMÁL VIÐSKIPTI Mál er að ofbeldinu linni ...og við borgum reikninginn Áróðursmaskína landbúnaðar- mafíunnar gerir nú harða hríð að væntanlegri þátttöku íslendinga í nýju GATT-samkomulagi um alþjóð- legar viðskiptareglur. Þess er krafist að ríkisstjórnin hafni samkomulaginu fvrir fslands hönd eða að lágmarki að Áœtlað hefur verið að hindranir í verslun með búvörur og styrkir til landbúnaðarframleiðslu kosti jarðarbúa 300 milljarða Bandaríkjadala á ári að óþörfu. Islendingar verði ekki bundnir af þeim reglum sem um verður samið. í þágu þjóðarinnar á ríkisstjórnin að vísa þessum málflutningi á bug. Núverandi GATTsamkomulag um fríverslun með iðnvarning hefur átt stóran þátt í bættum lífskjörum í vest- rænum iðnríkjum á undanförnum áratugum. Með nýju GATT-samkomu- lagi er stefnt að því að innleiða frí- verslun í viðskipti með þjónustu af ýmsu tagi og draga úr þeim ógurlegu hömlum sem eru á milliríkjaverslun með landbúnaðarvörur. Það leikur enginn vafi á því að þeir verða miklu fleiri sem græða en tapa á nýju GATT- samkomulagi verði það að veruleika. Þetta á örugglega við um íslendinga en ekki síður fátækar þjóðir í þriðja heiminum. Það er ægileg lífsreynsla að fara í matvöruverslun á íslandi, raða nokkr- um nauðsynjum á botninn í körfu og vera síðan sviptur — eða öliu heldur rændur — miklum fjármunum við búðarkassann. Þettaþarf ekki að vera svona en verður svona meðan land- búnaðarmafían kemur sínu fram. Auðvitað er hið nýja GATT-sam- komulag tilræði við skipan landbún- aðarmála á íslandi á sama hátt og það er tilræði við skipan landbúnaðar- mála í öllum heiminum og ekki að ástæðulausu. Áætlað hefur verið að hindranir í verslun með búvörur og styrkir til landbúnaðarframleiðslu kosti jarðarbúa 300 milljarða Banda- ríkjadollara á ári að óþörfu. Óþarfa álögur á aimenning á íslandi skipta án efa milljörðum ef ekki tugum millj- arða króna á ári. Sá er þó hængur á að hið nýja GATT-samkomulag er langt frá því að vera bráðdrepandi því ekki er gert ráð fyrir að þjóðir dragi úr stuðningi við landbúnað um nema þriðjung frá því sem nú er til aldamóta. Þegar haft er í huga hversu gríðarlegur stuðningur- inn er nú — t.d. sá sem felst í algjöru innflutningsbanni á búvörum sem framleiddar eru heima fyrir — er þetta lítið skref en þó í rétta átt. íslenskur landbúnaður býr við vernd fyrir erlendri jafnt sem inn- lendri samkeppni sem stenst ekki skynsamlega skoðun. Þessi vernd er í raun efnahagslegt ofbeldi lítillar sér- hagsmunaklíku gegn stærstum hluta þjóðarinnar. Mál er að þessu ofbeldi linni. Birgir er hagfræðingur hjá EFTA í Genf. Rétt fyrir kosningar og á öðrum há- tíðarstundum, þegar mörgum stjórn- málamönnum þykir nauðsynlegt að taia við kjósendur, verður þeim tíð- rætt um einokun fyrirtækja og nauð- syn þess að koma „lögum yfir rekstur þeirra". Og fjölmiðlungar taka undir og ráðast á fyrirtæki sem þeir segja einokunarfyrirtæki. í flestum tilfell- um eru báðir aðilar, stjórnmálamenn og fjölmiðlungar, uppvísir að skrumi, enda yfirleitt ráðist á fyrirtæki sem eiga lítið eða ekkert skylt við einokun en eru stórfyrirtæki á íslenskan mæli- kvarða. (Það er eftirtektarvert að oft eru þetta sömu menn og vörðu einok- un Ríkisútvarpsins, með kjafti og klóm, og telja nauðsynlegt að stjórn- málamenn geti haldið skömmtunar- valdi sínu á fjármagni í gegnum ríkis- rekið bankakerfi.) Einokun í huga þessara manna er ekki einokun Póstg og síma, eða einokun Ríkisútvarpsins, til skamms tíma, á öldum ljósvakans, heldur svokölluð einokun einkafyrir- tækja, sem þau hafa komist í vegna þess að stjórnendur þeirra geta boðið vöru og þjónustu ódýrar en aðrir keppinautar. Einokun fyrirtœkja, vegna yfirburða í rekstri, er ekki siðferðislega röng... Einokun er í sjálfu sér ekki slæm, heldur hindrun á samkeppni. Það er mikill misskilningur að einokun og hindrun á samkeppni sé eitt og hið sama. Fyrirtæki sem kemst í einokun- araðstöðu, vegna þess að það getur boðið vöru og/eða þjónustu á lægra verði en keppinautarnir, í krafti betri rekstrar, hlýtur að vera af hinu góða, jafnvel þó það njóti gífurlegs hagnað- ar. Það er ekki með neinum réttmæt- um rökum hægt að setja fram þá kröfu að það lækki verð, frekar en nokkrum manni dettur í hug að setja listamönnum ákveðnar reglur um það hvernig þeir verðleggja vinnu sína og listaverk. En kannski ákveða stjórnmálamenn að setja listmálurum ákveðnar reglur og fella verðlagn- ingu á verkum þeirra undir Verðlags- stofnun. Og þá yrðu ekki margir til að sinna listinni. Það sama gerist ef stjórnmálamenn skipta sér af at- vinnulífinu, umfram það að setja al- mennar leikreglur. Einokun fyrirtækja, vegna yfir- burða í rekstri, er ekki siðferðislega röng og krefst engra sérstakra að- gerða frá opinberum aðilum eða laga- setningar. Hindrun á samkeppni ætti að vera áhyggjuefni stjórnmála- manna og fjölmiðlunga, — hindrun sem stjórnmálamenn hafa öðrum fremur komið fyrir með vitlausum lagasetningum og reglugerðum. Gott dæmi um þetta er olíuverslunin sem reynir nú að brjótast úr spennitreyju hins opinbera. Þar var til skamms tíma engin verðsamkeppni og með opinberum reglum var komið í veg fyrir að aðrir en hinir útvöldu gætu stundað innflutning og verslun með olíu og bensín. Annað dæmi er fram- leiðsla landbúnaðarvara, sem er vernduð af hinu opinbera, og reikn- ingurinn, sem stjórnmálamenn ákveða hversu hár skuíi vera, er send- ur jafnt til þeirra sem neyta landbún- aðarvara og til þeirra sem ekki vilja. Á KOSTNAÐ NEYTENDA Hættan af öllu tali um einokun og hversu slæm hún er virðist mér vera tvíþætt. Annars vegar sú að orð eru ekki rétt notuð, þ.e ekki er verið að ræða um raunverulega einokun held- ur stórfyrirtæki eins og áður er getið, og hins vegar að tækifæri skapast fyr- ir ofstjórnarmenn til að binda at- vinnulífið niður í fjötra hafta og reglu- gerða (og það verður á kostnað neyt- enda). Það verður ekki nægilega und- irstrikað að einokunarfyrirtæki eða stórfyrirtæki, sem lýtur opinberu eft- irliti s.s. í verðlagningu, endar oftar en ekki með því að njóta sérstakrar verndar ríkisins sem kemur í veg fyrir samkeppni frá keppinautum. Við neytendur þurfum ekki að ótt- ast svo mjög að stórfyrirtæki sem hef- ur vaxið og dafnað vegna þess að það er betur rekið én önnur fyrirtæki láti okkur borga hærra verð en ella. Við ættum fremur að hafa áhyggjur af því þau verði það stór að ríkisvaldið, þ.e. stjórnmálamenn, telji þau það mikil- væg að ekki sé hægt að láta þau fara á hausinn. Þannig er það áhættu- minna að fjárfesta í hlutabréfum stórra fyrirtækja en þeirra sem minni eru, vegna afskipta stjórnmála- manna. Og hvaða hagsmunum er þá verið að þjóna? Þegar stjórnmálamenn tala á tylli- dögum um einokun íslenskra fyrir- tækja og nauðsyn þess að koma á opinberri umsjón með rekstri þeirra ættu kjósendur að hafa í huga að þeir fá reikninginn sem þeir verða neyddir til að greiða. FJÖLMIÐLAR Eiga konur heima meðal landsfeðranna? Kvennalistakonur hafa ákveðið að klaga Stefán Jón Hafstein fyrir útvarpsráði fyrir að hafa ekki rætt við sig í áramótaþætti rásar 2 og Ríkissjónvarpsins. Þær vilja fá úr því skorið hvort hann hafi brotið hlut- leysisreglur RíkisútVcU'psins með því að ræða við formenn fjögurra stjórnmálaflokka á þingi en sleppa þeim fimmta. Ég heyrði Stefán Jón þvo hendur sínar af þessu um daginn með því að segja að ekki væri nauðsynlegt að draga alltaf fram fulltrúa allra flpkka þótt einn þeirra fengi að taia. Ég er alveg sammála Stefáni. Og í raun held ég að öll þjóðin sé sammála honum, nema ef vera skyldi ein- staka meðiimir í þeim flokkum sem eru skildir útundan hverju sinni. Ég hafði það eftir Vilmundi Gylfa- syni í pistli um daginn að það héti „skandinavískt hommahlutleysi“ þegar teyma þyrfti fulltrúa frá hverj- um flokknum á fætur öðrum til að gefa yfirlýsingar um ómerkilegustu mál. Flestir fjölmiðlar eru blessun- arlega hættir þessu, — nema frétta- stofur ríkisins og Mogginn. Mogginn virðist hins vegar hálfskammast sín fyrir þetta og felur svona spurninga- vagna vanalega djúpt inni í blaðinu. En þótt ég sé sammála Stefáni um að ekki sé nauðsynlegt að tala við alla hersinguna er ég líka sammála kvennalistakonum um að fulltrúi þeirra hefði átt heima í áramóta- þætti ríkisins. Á hátíðisdögum er ekki tilhlýðilegt að skilja neinn út- undan. Þannig talar maður við Jóa rakara í fjölskylduboðum um jól þótt til séu skemmtilegri menn. Og það verður að segjast eins og er að það er til slcemmtilegra sjón- varpsefni en þær kvennalistakonur. En mér finnst hins vegar að Stefán hefði átt að manna sig upp í að bjóða þeim og treysta á Guð, lukk- una og sjálfan sig um að þær eyði- iegðu ekki þáttinn. En ef til vill er það vegna þess að mér er svo sjaldan boðið í veislur — og er hættur að kippa mér upp við það — að ég skil ekki hvað kvenna- listakonurnar eru að klaga Stefán fyrir útvarpsráði. Og í raun er þetta dálítið lýsandi fyrir þær konur. I stað þess að vera ánægðar með að Stef- án skuli húðstrýktur í hverjum þjóðarsálarþættinum á fætur öðr- um vilja þær frekar að útvarpsráð setji ofan í við hann, — eins og það skipti einhverju máli. Þetta lýsir ein- hverri óttalegri trú á kerfinu og nefndum þess. Ef Stefán missté sig þá er það hlustenda og áhorfenda að skamma hann. Skoðanir eða smekkur út- varpsráðs skiptir engu í þessu máii — fremur en öðrum. Gunnar Smárí Egilsson „Ingibjörg Sólrún verður alltaf mjög meyr og tilfinninga- nœm á gamlárs- kvöld og ég nota þá tœkifœrið til að inn- rœta henni eitthvað af jafnaðarstefnu. “ Ö8«ur Skarphéðlnsson alþlngismaður og svili Út i óvissuna „Mig grunar að sendiráðið starfi fyrir Rússland en við höfum ekki fengið nein fyrir- mæli þar að lútandi." Leonfd Vakhtim sendiráðsritari Var þetta ekki dýrt spaug? „Þetta var mjög auðvelt ár til að gera grín að.“ Ágúst Guðmundsson skaupstjóri Landafræðin i dag „Þá hrundi Berlínarmúrinn og við snarstoppuðum og biðum.“ Tryggvl Jakobsson hjá Námsgagnastofnun Til hamingju Davið! „Komeini var líka kosinn maður ársins.4* Stelngrímur Hermannsson alþingismaður Samkvæmt kinverska almanakinu? „Árið 1991 hefurað mörgu leyti verið ár Alþýðubanda- lagsins." Ólafur Ragnar Grfmsson alþlnglsmaður Hver ætlar að reyna að taka hann? „Þetta er slæmt mál fyrir mig en ég gef heimsmeistaratitil- inn aldrei frá mér.“ Hjaltl Úrsus Árnason kraftakarl Það væri þá litlu að glata „Ég dáist oft að alþingis- mönnum fyrir að glata ekki algjörlega ró sinni.“ Ólafur Skúlason biskup

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.