Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PKESSAN 9. JANÚAR 1992 TÓMSTUNDIR LæRA AÖ qRAÍA siq í Fönn oq bÚA TÍl SNjÓhÚS & NÁMSKEIÐ Björn Vilhjálmsson, formaður íslenska Alpaklúbbsins. FÓTAMENNT VINSÆL Áhugi fólks á dansi er alltaf að aukast og nú þykir enginn maður með mönnum nema hann geti svifið tígulega eftir dansgólfinu í suður-amerísk- um dansi. Að minnsta kosti svona sæmilega tígulega. Þau hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru sérhæfa sig í samkvæmisdönsum. Jón Pét- ur og Kara eru margfaldir ís- landsmeistarar í dansi og það virðast margir vilja láta ís- landsmeistarana kenna sér. Að minnsta kosti segir Kara allt vitlaust að gera og mikla dansvakningu meðal þjóðar- innar. Til marks um það er sú staðreynd að á fyrsta íslands- meistaramótinu 1986 voru um 100 pör skráð til keppni en á síðasta ári voru þau 500. Nú eru dansskólarnir að fara í fullan gang og síðustu forvöð að tryggja sér pláss í tíma. ÍTALÍA, MENNING OG SAGA Er nafn á námskeiði sem Ólafur Gíslason blaðamaður stendur fyrir í Háskólanum. Ólafur hefur verið fararstjóri hópa íslendinga á Ítalíu og kynnt þeim sögu og menn- ingu ítala, bæði að fornu og nýju. Ólafur fær til liðs við sig gestafyrirlesara í þeirri við- leitni sinni að kynna þessa skemmtilegu þjóð, sem ítalir óneitanlega eru. GUAN DONG QING Er nafn kínverskrar sýning- arstúlku sem komin er til landsins á vegum Módelsam- takanna. Dong er lærð úr módelskóla og að sögn Unn- ar Arngrímsdóttur, formanns Módelsamtakanna, er hún hvalreki á fjörur sýningar- fólks. Það verður þó ekki ein- göngu sýningarfólk sem fær að njóta krafta Dongs, því hún mun einnig veita fólki ráðleggingar á almennum námskeiðum Módelsamtak- anna. HEIMSMYND í ALDANNA RÁS Heitir námskeið, með und- irtitlinum „saga tímans", sem Guömundur Arnlaugsson, fyrrverandi rektor, heldur í Háskólanum. Guðmundur ætlar að fjalla um hugmyndir manna um alheiminn fyrr og síðar. Einnig verður dvalið við þá heimsmynd sem nú blasir við, frá óravíddum geimsins að hinni smágerðu veröld öreindanna, hug- myndir manna um efni og orku, rúm og tíma. Þátttakendur þurfa að hafa undir höndum bók Stephens Hawkings „Sögu tímans", því hliðsjón verður höfð af henni á námskeiðinu. Margoft hefur fólki verið bent á að vera ekki að flækj- ast upp á reginfjöll í svartasta skammdeginu þegar allra veðra er von án þess að vera í stakk búið til þess. Það er kannski í lagi að skjótast á milli húsa í lopapeysum og Nokia. En það er ekki útbún- aður sem dugar á hálendinu. Þetta vita allir. Samt gerist það æ ofan í æ að fólk leggur af stað vanbúið að öllu leyti. Það hlýtur að vera miklu meira gaman að ströggla í vondu veðri einhvers staðar fjarri mannabyggð vitandi það að menn geta tekist á við náttúruöflin. Islenski alpaklúbburinn stendur fyrir námskeiðum þar sem fólki er kennt hvern- ig á að búast til öræfaferða og bregðast við þegar veður eru válynd. Og þótt þú ætlir aldr- ei nokkurn tíma hærra yfir sjávarmál en sem nemur hæsta punkti á Hellisheiði, þá getur samt meira en verið að þú hafir gaman af þessu nám- skeiði. Þeir hjá Alpaklúbbn- um kenna nefnilega fólki hvernig á að búa til alvöru snjóhús! MIKILVÆGT AÐ KUNNA AÐ BREGÐAST RÉTT VIÐ „Við erum með námskeið fyrir byrjendur þar sem við kennum fólki hvernig það á að ferðast í vetrarlandslag- inu, gangandi eða á skíðum. Hvernig velja á leiðir, meta snjóflóðahættu og láta fyrir- berast um nótt. Við kennum VÍNÁTTA STARfS" SySTRA hÍNÖRUN Þegar konur koma út á vinnumarkaðinn reynast að- stæður þeim oft erfiðar sök- um þess að uppeldi þeirra tók ekki mið af þessum aðstæð- um Þær þurfa að vera sjálf- stæðar og geta tekið erfiðar ákvarðanir og stundum verða þær jafnvel að vera óvægnar. Þá þurfa þær að samræma fjölskyldulífið, starfið og sínar eigin þarfir. Sálfræðistöðin heldur í vet- ur kvennanámskeið í sál- fræði þar sem konum er kennt að meta og styrkja sín- ar sterku hliðar og takast á við þau vandamál sem oft koma upp í samstarfi kvenna. Gudfinna Eydal, sálfræð- ingur hjá Sálfræðistöðinni, segir aðaleinkenni kvenna, samviskusemi, greiðvikni og næmi á tilfinningar annarra, vera hæfileika sem séu góðra gjalda verðir en geti engu að síður orðið konum fjötur um fót á vinnustað. „Stundum eiga konur erfitt með að vera faglegar í vinnu vegna þess að þær eru of uppteknar af tilfinningamál- um. Oft á tíðum tala konur um einkamál sín í vinnunni og vilja jafnframt að tekið sé tillit til einkamála þeirra á vinnustað, sem er sjálfsagt að fólki hvernig á að búa til snjó- hús eða skýli og hvernig á að tjalda við svona aðstæður. Einnig kennum við fólki byrj- unaraðferðir við að klífa snjó- veggi og ísfossa sem verða á vegi þess að vetrarlagi," segir Björn Vilhjálmsson, formað- ur íslenska alpaklúbbsins. Námskeið þessi hefjast í kringum mánaðamótin febrúar/mars. Þeir sem áhuga hafa á að sækja þau verða að eiga þann útbúnað helstan sem nauðsynlegur er til vetrarferða. Mikilvægt er að eiga góða skó sem hægt er að setja á brodda. Auk þess verður fólk að hafa með sér klifurbelti eða klifurstól, exi og hjálm. „Námskeiðin fara fram um helgar og um tíu manns á hverju þeirra. Kennarar eru reyndustu mennirnir úr Alpa- klúbbnum," segir Björn. „Hálendið gerið aðrar kröf- ur til manns að vetri til en á sumrin. Það er allt í lagi að gleyma tjaldinu að sumri til en það getur haft alvarlegar afleiðingar á veturna," segir Björn ennfremur. Þeim íslendingum fer fjölg- andi sem áhuga hafa á að skoða hálendið í vetrar- skrúða. Forráðamenn Alpa- klúbbsins vilja kenna fólki að ferðast um hálendið á örugg- an hátt. Þeir sem hafa farið á svona námskeið segjast hafa upplifað náttúru landsins á mjög svo sérstakan hátt. Þetta fólk segir að landslagið að vetrarlagi sé fallegra og vissu marki, en það getur orðið of mikið og þá fer einkalífið að taka toll af vinn- unni,“ segir Guðfinna. „Námskeiðið er tvískipt. Við byrjum á að upplýsa kon- ur um hvernig uppeldi þeirra og þær fyrirmyndir sem þær höfðu mótuðu persónuleik- ann. Síðan tölum við um það hvernig samstarfi kvenna er háttað á vinnustöðum. Töl- um um vináttu kvenna, öf- und og samkeppni, átök og úrlausnir," segir Guðfinna. „Sem dæmi um hvernig eiginleikar kvenna geta orðið þeim til trafala á framabraut- inni má taka tvær konur sem vinna innan sama fyrirtækis- ins og sækjast eftir sömu stöðunni. Þessar konur brjóta heilann um það lengi hvernig hin konan tæki því ef önnur hreinlegra, kyrrðin er afar mikil og tunglsljósið setur ævintýralegan svip á allt saman. GRÓFU SIG í FÖNN OG VARÐ EKKI KALT Það getur skipt sköpum að kunna að bregðast rétt við þegar hætta steðjar að og Vetur konungur býst til að sýna mönnum hver það er sem ræður. „Einu sinni ætl- uðum við nokkur saman upp í Botnssúlur að leika okkur í ísklifri. Við fórum að stað frekar seint á föstudagskvöldi og gengum upp fjallið frá Botni í Hvalfirði. þeirra fengi starfið. Þær hugsa um það hvernig sam- starf þeirra yrði eftir á og hvort vináttuböndin slitni. Stundum verður svona hugs- unarháttur til þess að kon- urnar hreinlega hætta við að sækja um stöðuna," heldur Guðfinna áfram. Sá eiginleiki kvenna að vera næmar á tilfinningar annarra getur stundum þró- ast út í grimmd. „Þessi hæfileiki kvenna til innlifunar og að finna til sam- kenndar með öðrum konum er ekki alltaf af hinu góða. Hann gerir það að verkum að konur eiga auðvelt með að ráðast á veiku hliðarnar hver hjá annarri," útskýrir Guð- finna. „Eitt af því sem við gerum á þessu námskeiði er að sýna konum leiðir til að geta tekið Það skall á mikill skafrenn- ingur og okkur sóttist ferðin seint og nokkrir úr hópnum voru orðnir ansi þreyttir. Við ákváðum þá að grafa okkur í fönn og sofa úr okkur þreyt- una og safna kröftum fyrir næsta dag. Manni verður ekk- ert kalt ef maður hefur réttan búnað og þegar við vöknuð- um næsta dag var komið ynd- islegt veður og útsýnið var ótrúlegt. Við sáum yfir allan Hvalfjörðinn, Þingvallavatn og Langjökul," segir Vilborg Hannesdóttir, mikill áhuga- maður um útivist og fjalia- ferðir og meðlimur í Álpa- klúbbnum. faglega á málum sínum svo það verði þeim sjálfum til framdráttar," segir Guðfinna Eydal sálfræðingur að lok- Laxveiðimenn landsins þurfa að halda sér í æfingu eins og aðrir sem stunda sportmennsku af einhverju tagi. Og eins og svo margir aðrir íþróttamenn æfa lax- veiðimenn í Laugardalshöil- inni. Nú hváir sjálfsagt ein- hver og botnar lítið í hvert verið er að fara. En svarið er einfalt; í Laugardagshöllinni æfa menn sig í að kasta flugu. Það er Kastklúbbur Reykja- víkur sem stendur fyrir FLamenco' dANSÍNN koMÍNN TÍl IslANds Nú í svartasta skammdeg- inu, þegar frostið bítur og allt Paco Morales flamencodansari. er á kafi í snjó, kemur hingað á klakann dansari frá Spáni til að kenna Frónbúum hvernig á að dansa flamenco og aðra suðræna dansa. Einhverjum kann að þykja öfugsnúið að flytja hingað suðrænan mann um hávetur til að kenna dans sem upprunninn er hjá blóð- heitum sígaunum og tötur- um, en ekki henni Sóleyju Jó- hannsdóttur hjá Dansstúdiói Sóleyjar. Dansarinn sem hér um ræðir heitir Paco Morales og er frá Madrid. Hann er víst giska þekktur dansari og hef- ur starfað með ýmsum þekkt- um dansflokkum. „Þetta er algjör nýjung hér á landi og hefur aldrei verið kennt áður,“ segir Sóley. Hún telur íslendinga alveg geta idansað flamenco þótt þeir séu nú ekki beint þekktir fyr- ir suðrænt skaplyndi, sem margir telja nauðsynlegt góð- um flamencodansara. Að sögn Sóleyjar þarf fólk ekki að hafa verið áður í dansi til að kennslan nýtist því. Hún sé fyrir alla og allir geti lært þetta sér til ánægju og yndisauka. „Þetta er fyrir alla sem gaman hafa af dansi, bæði byrjendur og lengra komna." Námskeiðið stendur yfir í þrjá mánuði en sá tími ætti að duga fólki til að ná viðunandi tökum á flamencodönsun- um. Flamenco er mjög tilfinn- ingaríkur dans og margir kannast við atriði úr kvik- myndum þar sem fólk tjáir líðan sína í örum og heitum dansi, og rífst jafnvel heiftar- lega. Allir þurfa að fá útrás fyrir tilfinningar sínar og fyrir ein- hverja er flamenco ef til vill kjörin leið. Það ætti að minnsta kosti að vera gaman á Spáni næsta sumar hjá flamencodönsurum útskrif- uðum frá Paco. kennslunni og menn þar á bæ segja aðsóknina mikla. Það er töluverð kúnst að kasta flugu svo vel sé. Menn eru misjafnlega lengi að kom- ast upp á lagið, en töluverða þjálfun þarf til að verða veru- lega góður. Það er að sjálf- sögðu ekki hægt að kenna mönnum hvernig á að veiða. En með réttri tilsögn og með reynslunni auka menn mögu- leika sína á að krækja í þann stóra. Guöfinna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingar um. NÁMskeið fyRÍR veíöímenn

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.