Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður Ákærði ekki saksóknara Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður, sem var skipaður sérstakur ríkissaksóknari í máli gegn Braga Steinarssyni vara- ríkissaksóknara og fleirum, hefur ákveðið að ákæra ekki í mál- inu. í bréfi sem Eiríkur hefur sent Böövari Bragasyni, lögreglu- stjó-a í Reykjavík, segir meðal annars: „Að lokinni athugun á máli þessu er niðurstaða mín, ekki síst með tilliti til þeirra gagna sem aflað var með frekari rannsókn málsins, að ekki sé tilefni til þess að gefa út ákæru í því. Ástæð- an er sú að kærðu hafa að mínum dómi ekki gerst sek um refsi- vert brot með því að fella tré þau, sem stóðu á mörkum lóð- anna númer 53 og 59 við Safamýri hér í borg, hvorki sam- kvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga né öðrum refsi- ákvæðum." Snemma á síðasta ári sagaði Bragi ásamt tveimur manneskj- um öðrum niður tré í garði nágranna síns. Þetta var kært til lögreglu og 5. júlí í sumar var Eiríkur skipaður sérstakur sak- sóknari í málinu. Hann fór fram á frekari rannsókn á málinu og að henni iokinni sá hann ekki ástæðu til að aðhafast neitt frekar og því er málið látið niður falia. Konur í bönkum vilja jafnrétti í kröfugerð bankamanna er sérstök jafnréttisáætlun. Þar er tekin fyrir staða kvenna innan bankanna, en konur eru um 75 prósent starfsmanna í bönkum. Þrátt fyrir það eru engar konur í mestu áhrifastöðunum. Þeim þykir þetta misrétti og eins eru þær óánægðar með launamun kynjanna. Ríkisbankarnir hafa ekki séð ástæðu til að samþykkja jafn- réttisáætlanir. Stjórnendur þeirra segja að þeirra sé ekki þörf. Bankamenn vilja jafna hlut kynjanna í stjórnunarstörfum og tryggja að konur njóti sömu endurmenntunar og karlar. Jafn- réttisnefnd skal vera starfandi til að tryggja að þessu verði fylgt eftir. Þetta er í fyrsta sinn sem krafa um jafnréttisáætlun er sett fram sem krafa í kjarasamningum. Jafnréttisráði hafa borist fimmtíu jafnréttisáætlanir, frá því að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar ákvað að beina þeim tilmæl- um til opinberra fyrirtækja að þau semdu slíkar áætlanir. VERÖLD ER RJALDÞROIA OG GETUR EKKI SfflÐIÐ VID SAMNINGA Svavar Egilsson hefur rekið Veröld í gjaldþrot. Hann hefur neyðst til að skila inn starfsleyfi sínu. Óvíst er hversu miklir fjármunir glatast. Neyðarhnapparnir ólöglegir Tryggingastofnun ríkisins hefur í heimildaleysi borgað tug- milljónir fyrir neyðarhnappa sem aldraðir og fatlaðir nota í heimahúsum. Þessir hnappar komu við sögu í fréttum PRESS- UNNAR fyrir skömmu, en það þykir líða langur tími frá því stutt er á þá og þar til hjálp berst. Árið 1990 borgaði Tryggingastofnun 31 milljón fyrir slíka hnappa án þess að hafa til þess heimild á fjárlögum. Trygginga- ráð veitti heimild fyrir greiðslunum, án þess að gert væri ráð fyrir þeim í fjárlögum eða fjáraukalögum. Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemd við þessa málsmeðferð og minnt á að það sé fjárveitingavaldsins að samþykkja slíkan kostnaðar- auka. Þrátt fyrir niðurskurð í hefðbundnum Iandbúnaði Fjárfest í vélum og tækjum fyrir milljarð á síðasta ári Fjárfesting í vélum og tækjum í hefðbundnum landbúnaði varð um 900 milljónir króna á nýliðnu ári, þrátt fyrir minnk- andi bústofn og niðurskurð á framleiðslu vegna búvörusamn- ings. Er það 200 milljóna króna aukning frá árinu áður. Þá var fjárfest í útihúsum fyrir 450 milljónir til viðbótar. Fjárfesting í vélum, tækjum og útihúsum í hefðbundnum landbúnaði náði hámarki á árunum 1984 til 1987. Þá var ár- lega fjárfest í vélum og tækjum fyrir um 1.000 milljónir og í úti- húsum fyrir um 850 milljónir að núvirði. Þrátt fyrir niðurskurð hefur lítt dregið úr fjárfestingu í vélum og tækjum og var reyndar um talsverða aukningu á síðasta ári að ræða. Hins veg- ar hefur dregið allnokkuð úr fjárfestingu í útihúsum, sem eru öll hús nema íbúðarhús býlanna. Fjárfesting í ræktun og girð- ingum hefur einnig dregist verulega saman á síðustu árum. Fjárfesting í öðrum landbúnaði, þ.e. fiskeldi og loðdýrarækt, hefur stórlega minnkað og er nú svo komið að fjárfesting vegna loðdýra er komin í núllið. Frá 1980 til 1991 var 3,2 millj- örðum króna varið til fjárfestingar í loðdýrarækt, en 8,8 millj- örðum í fiskeldi, þar af 7,5 milljörðum 1985 til 1989. Svavar Egilsson hefur ekki tekist að bjarga rekstri Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar og hann bað um gjaldþrot í dag. Þeir farþegar sem áttu að fara til Kanaríeyja í morgun á vegum Veraldar fóru á vegum Flugleiða. Veröld gat ekki greitt flugið og ekki heldur fyrir gistingu ytra. Eins er ógreidd gisting fyrir þá sem eru á Kanaríeyjum. Þeir farþegar eiga á hættu að vera reknir út af hótelunum greiði þeir ekki gistinguna sjálfir. Svavar Egilsson í Veröld hefur játað sig sigraðan og óskað eftir að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrota- skipta. Svavar gat ekki staðið við gerða samninga um Kan- aríeyjaferðir. Þeir farþegar sem áttu að fara á vegum Ver- aldar til Kanaríeyja fóru út á vegum Flugleiða. Veröld gat ekki greitt fyrir flugið og ekki heldur fyrir gistingu ytra. Farþegarnir eru allir búnir að greiða ferðirnar að fullu. Alls eru þetta sjötíu og átta far- þegar sem hafa greitt fimm til sex milljónir króna til Verald- ar. Á þessari stundu er óvíst hver tekur á sig kostnað vegna ferðarinnar. Þeir far- þegar sem eru nú á Kanarí- eyjum eiga á hættu að verða vísað út af hótelunum þar sem Veröld hefur ekki greitt gistinguna. Allt bendir til að fólkið verði að tvígreiða. Þetta er ekki allt. Búið er að svipta Ferðamiðstöðina Ver- öld heimild til að selja flugfar- seðla fyrir flugfélög. Þetta var gert eftir að Veröld gat ekki staðið í skilum með greiðslur vegna sölu á far- seðlum. Leyfi Veraldar til ferðaskrifstofurekstrar hefur verið fellt úr gildi. Það var Ijóst strax eftir ára- mót að Veröld hafði ekki bol- magn til að standa við skuld- bindingar sínar. Ferðaskrifstofan átti að greiða fyrir flugið til Kanarí- eyja strax eftir áramót. Þegar greiðslur höfðu ekki borist á þriðjudag var sýnt í hvað stefndi. Það var síðan eftir mikil fundahöld í gær að ákveðið var að Flugleiðir, í samvinnu við Úrval/Útsýn, tækju ferðirnar yfir. Einar Sigurdsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, sagði í gær að ekki væri búið að ákveða endanlegan frágang þessa máls en ákveðið hefði verið að bjarga því að farþegarnir kæmust í ferðalög sín. í þessari einu ferð átti Ver- öld sjötíu og átta sæti. Búið er að greiða Veröld ferðirnar að fullu, samtals á milli fimm og sex milljónir króna. Enn er óvíst hvað er búið að borga mikið inn á aðrar ferðir sem á að fara síðar. Ljóst er að þær verða ekki farnar á vegum Veraldar. Flugleiðir og Úrval/Útsýn taka ferðirnar yfir. í allan gærdag ríkti mikil spenna um hvernig þetta mál mundi leysast og varð ekki Ijóst fyrr en síðdegis. Þeir farþegar sem eru á Kanaríeyjum þurfa væntan- lega að greiða hótelunum sem þeir eru á, þar sem Ver- öld hefur ekki staðið skil á þeim greiðslum. Eindagi greiðslnanna er í dag. VERÖLD SVIPT HEIMILD TIL FARSEÐLAÚTGÁFU Þegar Veröld gat ekki greitt BSP-gjöldin fyrsta virka dag ársins var strax ákveðið að stöðva farseðlaútgáfu fyrir- tækisins. Veröld greiddi þessi gjöld of seint um miðjan síð- asta mánuð. Þá var ákveðið að fyrirtækið fengi ekki frek- ari tækifæri. BSP-gjöldin eru hluti flugfé- laganna í farseðlum sem ferðaskrifstofurnar selja fyrir hönd flugfélaganna. Veröld var aðeins með farseðla frá Flugleiðum og SAS. Önnur flugfélög höfðu hætt við- skiptum við Veröld. Reyndar er ekkert svigrúm til. Ef ferðaskrifstofur greiða ekki BSP-gjöldin á réttum tíma eru þær sviptar heimild til farseðlaútgáfu. Veröld greiddi tveimur dögum of seint og því fór sem fór. Talsverður hluti þess sem Veröld greiddi nú er tilkom- inn vegna þess að Svavar Eg- ilsson notaði farseðla frá Flugleiðum og SAS til að greiða með vanskilaskuldir. TRYGGINGIN DUGAR EKKI Allar ferðaskrifstofur verða að hafa sex milljóna króna tryggingu. Tryggingin er að- eins til að koma farþegum sem eru staddir erlendis heim ef ferðaskrifstofa hættir rekstri. Þetta gerir að verkum að þeir viðskiptavinir Verald- ar sem hafa greitt inn á ferðir, en eru ekki farnir út, tapa væntanlega peningunum sem þeir hafa þegar greitt. „Hjá okkur gilda þær regl- ur að við förum ekki fyrr en búið er að greiða báðar ferð- irnar, út og heim aftur," sagði Einar Sigurðsson, blaðafull- trúi Flugleiða. Einar sagði þetta mikið áfall fyrir Fiugleiðir. Veröld á pöntuð sæti tii Kanaríeyja í vetur og Flugleiðir hafa gert ráð fyrir þeim í vélarnar. Vegna þessara síðustu at- burða er óvíst hvert fram- haldið verður. Veröld hefur verið í haröri samkeppni við Úrval/Útsýn með Kanaríeyjaferðirnar. Veröld hefur boðið ódýrari ferðir, undirboð eins og það er kallað. Eftir __ að Veröld stöðvast situr Úrval/Útsýn eitt að þessum markaði, ásamt Flugleiðum. Eins og kunnugt er eru Fiugleiðir einn stærsti eigandi Úr- vals/Útsýnar. SKANDLA ÍSLAND OG INGÓLFUR Svavar Egilsson óskar eftir gjaidþroti í dag. Svavar horfir fram á tals- vert peningalegt tjón. Það gera margir aðrir. Meðal þeirra er Ingólfur Guö- brandsson. Hann lánaði Svavari Egilssyni í Veröld veð í einbýlishúsi sínu fyrir um tveimur og hálfu ári. Veðið var vegna láns upp á sex milljónir króna. I dag er skuldin á milli níu og tíu millj- ónir. Ingólfur á á hættu að tapa um 10 milljónum króna vegna þessa. Þá eiga fleiri óskyldir aðilar mikið undir. Skandia ísland (Reykvísk trygging) á á hættu að tapa um 16 milljónum vegna fyrirgreiðslu til handa Svavari. Ekki er talið að mikil alvara hafi fylgt tilboði þeirra feðga, Andra Más og Ingólfs. En eins og komið hefur fram í PRESS- UNNI buðu þeir 40 milljónir króna í Veröld. Svavar tók ekki tilboðinu. Sá eini sem þeir feðgar voru búnir að fá til liðs við sig var Gísli Örn Lárusson, fram- kvæmdastjóri Skandia ís- land, sem var búinn að lofa að greiða tvær milljónir inn í hið nýja hlutafélag. Sigurjón Magnús Egilssón

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.