Pressan - 09.01.1992, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992
41
„Það er mun meira af mús-
inni en venjulega og ástæðan
er öðru fremur gott sumar,
sem olli því að stofninn
stækkaði töluvertsagði Ax-
el Guðmundsson meindýra-
eyðir í samtali við PRESS-
UNA.
„Rottum hefur hinsvegar
fækkað og það sem því veld-
ur er dugnaður okkar sem að
þessu störfum og auk þess
höfum við haft unglinga í
vinnu á sumrin við að stað-
setja vaxstauta með eitri
niðri í ölium brunnum, en
brunnarnir eru gróðrarstía
fyrir rottur svo og klóökin, en
þar niðri í myrkrinu heldur
rottan til og bíður spennt eftir
matarleifum sem skolast nið-
ur með uppvaskinu."
Og Axel heldur áfram:
„Músin er hinsvegar söm við
sig, þetta eru bæði haga- og
húsamýs og líkt og rotturnar
leita þær í eldhús og matvæli
en mýsnar bera þó ekki með
sér bakteríur iíkt og rottur."
á þetta og leist hreint ekki á
það í fyrstu, en hef þó þolað
við síðan. Mér hefur aldrei
verið vel við þessi kvikindi né
heldur staðið alveg á sama í
návígi við þau, en maður sjó-
ast í þessu sem öðru.“
HRINGT VEGNA VILLI-
KATTA
„Þegar ég hóf störf sem
meindýraeyðir árið 1975 var
ástandið svo slæmt að það
varð að vera að allan guðs-
langan daginn, en sem betur
fer hefur stofninn verið að
smáminnka."
Aðspurður hvort mein-
dýraeyðarnir kæmu eitthvað
nálægt aflífun villtra húsdýra
svaraði Axel: „Það kemur
fyrir að fólk leitar til okkar í
slíkum tilfellum en þá vísum
við á dýraspítalann. Þá er
stundum hringt hingað
vegna villikatta og þá reyn-
um við að ná þeim í þartilgert
búr og fara síðan með þá á af-
vikinn stað og aflífa þá.“
ROTTUR STOFNA
FJÖLBÝLI
„Tilfellunum sem við sjáum
hérna svipar hverju til ann-
ars. Maður lendir þó í því enn-
þá að koma í hús þar sem
rotturnar hafa grafið sig upp
undir vegg og stofnað hálf-
gerð fjölbýli. Þá þarf að stjaka
við húseigendum og fara
fram á að lagnir séu lagfærð-
ar,“ segir Axel.
„Við erum fjórir meindýra-
eyðar hjá borginni ásamt
verkstjóra. Það kom nú ekki
til af góðu að ég lagði þetta
fyrir mig. Ég var áður bifreið-
arstjóri hjá borginni en bakið
gaf sig og ég þoldi orðið illa
við að sitja langtímum kyrr í
bílnum. Mér var þáboðið upp
Á EKKI HAMSTUR
Þú átt ekki hamstur eöa
hvítar mýs þér til skemmtun-
ar í frístundum?
„Nei, ég hef ekki áhuga fyr-
ir því. Við höfum hinsvegar
lent í að vera kallaðir út í
gæludýraverslun í borginni
þar sem hamstur hafði slopp-
ið úr prísundinni og lifði und-
ir gólffjölunum. Eftir ítrekað-
ar tilraunir urðum við að
bregða á það ráð að ná hon-
um í gildru."
Nú er það vandamál í
mörgum stórborgum erlendis
að fólk sturtar gœludýrunum
niður um klósettið þegar það
er orðið leitt á þeim. Hafiö
þið oröið varir við fjölbreyti-
legra líf í klóakinu en rottur
og mýs?
„Það er hræðilegt að gera
þetta, því þessi kvikindi kom-
ast lifandi niður og drepast
ekki fyrr en seinna og þá úr
hungri og vosbúð. Og ég vil
eindregið biðja fólk að gera
þetta ekki.“
BENSINN ER STÖÐUTÁKN
Áttu eitthvert ráö handa al-
menningi til varnar ágangi
músa?
„Bara gömul hefðbundin
ráð svo sem þau að fylgjast
vel með hýbýiunum og passa
vei að hafa ekki opna glugga
niðri við jörðina. Þær leita
mikið inn um þá.“
Mig langar að lokum að
spyrja þig út í farartœkiö. Nú
ekur þú um á Mercedes Benz
í vinnunni. Er það ekki frem-
ur óalgengt hjá meindýra-
eyði?
„Benzinn er stöðutákn
starfsins" sagði Axel glott-
andi. „Maður skyldi ætla að
þetta gæfi eitthvað af sér og
væri ekki jafnafleitt og ætla
mætti," sagði Axel Guð-
mundsson meindýraeyðir að
lokum.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
MÉR HEFUR
ALDREI VERIÐ
VEL VID ÞESSI
KVIKINDI
segir Axel Guðmundsson mein-
dýraeyðir um viðfangsefni sín
Reimar vék sér reffilegur
út úr bílnum og reif upp
hurðina hjá þeim fulla. — Já,
hvað er hér á seyði? spurði
hann. — Drykkjuskapur?
Mannauminginn var góða
stund að draga saman á sér
andlitið og stilla augun af. í
ljós kom að þetta var heild-
sali sem var farinn á hausinn
og var stunginn af úr bæn-
um með restina af lagernum
til að bjarga einhverju undan
hamrinum. Hann hafði farið
á sólófyllerí undir stýri,
enda gjörsamlega einn í
heiminum. Konan var tekin
saman við einhvern bölvað-
an bareiganda sem þau
höfðu hitt á Spáni árið áður.
Stórkaupmaðurinn sýndi
okkur mynd af konunni og
nýja manninum. Þetta var
boldangskvenmaður sem
stóð með lítinn moldbrúnan
Spánverja undir handleggn-
um. í baksýn voru bar og
blæjubíll. Reimar sagði:
Aumingja vesalings Spán-
verjinn.
Reimar varð allur mjög
sperrtur við þessar aðstæð-
ur eins og mannræfillinn
væri á hans valdi, sem var
kannski ekki fjarri sanni.
Hann vék sér fattur aftur fyr-
ir sendiferðabílinn og reif
upp hurðina. Kassastabbi
blasti við okkur. — Vo 5, nú
detta mér allar dauðar lýs úr
höfði, sagði Reimar dolfall-
inn.
— Á 5% rabbat mínus
þrjátíu daga, sagði ég.
— Aldrei hef ég séð jafn-
mikið sjampó samankomið
á einum stað.
— Það eru allir að reyna
að græða og græða á þessu
landi, sagði ég. — Við að
skafa upp aurana. Og þessi
að bjarga sjampóinu sínu.
— En hann er ekki slopp-
inn með það, sagði Reimar
hörkulegur. Hann vék sér
fram fyrir bílinn og byrjaði
að tala hastur við þann
drukkna, sem nú var við að
sofna aftur fram á stýrið. —
Heyrðu karlinn minn! Hvert
ertu að fara með allt þetta Vo
5? Það er vel til skiptanna
vinurinn. Þú ert kolólögleg-
ur svona. Við Nasi skulum
draga þig upp fyrir tvo tii
þrjá kassa. Reimar leit á mig.
— Minnst, sagði ég.
— Fimm kassa, sagði
Reimar. — Það er slatti af
dúsínum.
Heildsalinn svaraði ekki
svo Reimar fór í skottið og
sótti kaðal og hnýtti aftan í
sendiferðabílinn og batt í
drekann. Hann ýtti þeim
fulla til hliðar, ég settist und-
ir stýri á Pöntíakknum. Þeg-
ar sendiferðabíllinn var laus
úr drullunni bárum við Vo 5
yfir í okkar bíl. Við fylltum
skottið og aftursætið og
kvöddum svo stórkaup-
manninn, sem var steinsofn-
aður. Nú vildi Reimar endi-
lega taka við stýrinu, þar
sem við vorum að nálgast
mannabyggð. — Mér finnst
við nú hálfpartinn vera að
stela þessu, sagði ég.
— Áiltaf þarft þú að vera
með svona, Nasi. — Lífið er
bíssness. Lífið er peningur.
Þarna er maður sem er
hjálparþurfi. Hann þarf að fá
bílinn sinn lausan. Auðvitað
kostar það eitthvað. Tökum
okkur tvo sem dæmi. Höfum
við ekki þurft að greiða dýru
verði allt sem lífið hefur fært
okkur? Jú, vinur. En lífið hef-
ur líka upp á stóran pening
að bióða. Það er bara að
þora Nasi. Að þora, það er
allt og sumt. Það er lykilorð-
ið. Þá verðum við með fuilar
hendur. Pening og kvenfólk
og hvað er betra í heimin-
um? Ég hef stundum verið
sár yfir kvenfólki vinur. En
nú skammast ég mín. Ég
skammast mín þegar ég
hugsa um allt sem konur
hafa gefið mér. Því þrátt fyr-
ir allt þá elska ég konur, allar
konur. Og hvað vita konur
betra en hafa nógan pening
svo þær geti keypt allt sem
þær langar í. Blönk kona er
óhamingjusöm kona. Til
dæmis sú sem býttaði yfir á
Spánverjann. Hún sá bara að
það var meira vit í barnum.
En höfum engar áhyggjur af
heildsalanum. Hann stofnar
nýtt fyrirtæki og nær í nýja
píu.
— Ertu súr út í mig af því
að ég stakk undan þér og
svaf hjá Tinnu?
— Nei, vinur, nei Nasi,
aldrei, þú ert besti frændinn
sem ég á og ég hefði drekkt
mér hefði ég ekki náð þér
upp úr peningagjá.
Mér vöknaði um augu
þegar Reimar játaði mér
hollustu sína.
— Auðvitað var það allt í
lagi þótt þú legðir lúku á
Tinnu. Seinna finn ég mér
góða stelpu. Afmeyja hana
og giftist henni.
— Ég líka, sagði ég.
Sól skein á Ingólfsfjall.
Þrestir tístu. Þjórsárdaiurinn
«I)jnr
tslettðhnr
|>jóððö;ittr
Seinheppinn ungur mað-
ur hafði eitt sinn drukkið
meira af áfengi en líkami
hans virtist þola. Unga
manninum var flökurt og
oft virtist sem hann ætlaði
að kasta upp. Þegar þetta
var var maðurinn staddur á
dansleik.
Vinir hans sáu að í óefni
var komið og brugðu á það
ráð að aka honum heim.
Þegar þeir höfðu komið
honum út af dansleiknum
og inn í bíl var ekið af stað.
Ekki segir af ferð þeirra
fyrr en unga manninum
verður mjög flökurt. Með
talsverðum erfiðismunum
tekst honum aö skrúfa niö-
ur bilrúðuna og stinga
höfðinu út.
Á sama tíma stóð annar
maður við vegkantinn og
var að leita aö leigubíl. Sem
siður er veifaði maðurinn
höndunum í von um að
leigubílstjóri sæi til hans.
Þegar ungi drukkni mað-
urinn stakk höfðinu út um
gluggann var hinn aö veifa
hendinni í von um leigubíl.
Það skipti engum togum að
andlit þess drukkna skall á
útréttri hönd hins með
þeim afleiðingum að sá
drukkni nefbrotnaði.
(úr dryfckjumannasögum)
beið okkar og allar vondu
stelpurnar sem voru svo
spennandi. — Nú seljum við
allt helvítis sjampóið á Sei-
fossi, sagði frændi minn.
Þegar við komum á þjóð-
veginn reyndi hann fyrir sér
í söluskála við brúna. Ekki
gekk það. Hann iét samt
ekki deigan síga og ók niður
á Tryggvaskála. Af ótrúlegri
kjaftafimi tókst honum að fá
tvö herbergi á kassann
hvort. — Við borgum kvöld-
matinn með klinkinu úr
gjánni, hvísiaði hann.
— Af hverju erum við að
eyða sjampói á hótelher-
bergi? spurði ég á leiðinni
upp á loft.
—■ Vegna þess að þú þarft
að hvíla þig eftir volkið vin-
ur og svo eru nokkrar döm-
ur hér á Selfossi sem ætla að
gista á Hótel Tryggvaskála í
nótt en vita það ekki enn.
Ólafur Gunnarsson