Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21.MAÍ 1992 F Y R S T F R E M S T GUÐNI ÞÓRÐARSON. HALLDÓR SIGURÐSSON. Eftir stórorö- ar yfirlýsingar gátu þeir ekki náö sáttum heldur þurftu undirmenn þeirra að tala á milli. VIÐSKIPTAFARSINN FÆR LJÚFAN ENDI Eins og fram hefur komið endaði deila þeirra Guðna Þórðarsonar í Sólarflugi og Halldórs Sigurðssonar í Atl- antsflugi með því að ákveðið var að endumýja samning fyrirtækj- anna. Halldór rifti honum sem kunnugt er og því þurftu Guðni og Sólarflug að semja við erlend flugfélög um hverja ferð fyrir sig. Á meðan á þessu gekk sök- uðu Guðni og Halldór hvor ann- an um brot á samningum og af orðum þeirra mátti merkja að bæði félögin væru á leiðinni á hvínandi kúpuna; Guðni sagði að Atlantsflug stæði illa og Hall- dór sagði að Sólarflug stæði tæpt. Báðir sögðu hins vegar sitt fyrirtæki fært í flestan sjó. Svo mikið kapp var hlaupið í þá tvo að þegar fyrirtækin sömdu að nýju mætti hvorugur þeirra á fundina heldur sáu undirmenn um alla samninga og sjálfa sátt- ina. ÁRNI BLANDON SAMURVIÐ SIG Listaskelfirinn Árni Blandon er samur við sig í viðtali við Mannlíf og heldur áfram að blammera listamenn. í viðtali fjallar hann ekki bara um bók- menntimarheldur leikhúsið líka. Hann gefur Gísla Alfreðssyni, fyrrverandi þjóðleikhússtjóra, þá einkunn að hann hafi „rnikinn áhuga á hestum og tölvum en ég veit ekki til þess að hann kunni neittannað“... STANSLAUST FJÖR HJÁ EFTA Um það leyti sem öll aðildar- lönd EFTA em á leið út úr sam- tökunum yfir til Evrópubanda- lagsins er áætlað að kostnaður- inn við að reka batteríið vaxi úr 1,8 milljörðum í 27 milljarða króna. Hlutur íslands vex í sama hlutfalli og verður sjálfsagt aldrei undir 250 milljónum króna. Jón Buldvin Hannibals- son sagði í þinginu að þetta væru smámunir miðað við það sem ís- lendingar fengju út úr EES- samningnum. Einhverjir munu hafa misskilið ráðherrann og tal- ið hann segja að þetta væm smá- munir miðað við það sem hann hefði fengið út úr samningsgerð- inni. Og á sama tíma og EFTA er að flosna upp er haldinn ráð- herrafundur hérlendis þar sem hátt í 200 manns taka þátt í veisluhöldum og einhverjum fundum á milli hádegis- og kvöldverðarboðanna. STURLA SKIPTI EKKI UM SKOÐUN HELD- URTAKKA I DV var frá því greint á þriðjudag að Sturla Böðvarsson Sjálfstæðisflokki hefði verið þvingaður til að skipta unt skoð- un. Sturla hefði greitt atkvæði með ótiltekinni breytingartillögu Ingibjargar Pálmadóttur stjóm- arandstæðings, í stað þess að greiða atkvæði á móti, eins og óskrifuð lög um stjómarsamstarf gera ráð fyrir. Þetta varð til þess að Friðrik Sophusson krafðist þess að at- kvæði yrðu greidd upp á nýtt og þá var Sturla kontinn á rétta skoðun. Af orðanna hljóðan í frétt Sigurdórs Sigurdórssonar í DV mátti skilja að Friðrik hefði snúið upp á hendumar á Sturlu, ef ekki beinlínis stýrt putta hans á réttan takka með vaidi í síðari atkvæðagreiðslunni. En Sigurdór gleymdi að spyrja Sturlu. „Eg skipti ekki um STÖÐUGUR STRAUMUR Á KYNSJÚKDÓMADEILD TÖLUR UM RISNU- OG FERÐAKOSTNAÐ SKORNAR NIÐUR Ríkisbókhald gefur út ríkis- reikninga og undanfarin ár hefur því riti fylgt sérstakt fylgirit, þar sem finna má upplýsingar um m.a. launakostnað, bifreiða- kostnað og risnu- og ferðakostn- að, allt sundurliðað eftir ráðu- neytum, stofhunum og ríkisfyr- irtækjum. Og nú er sem sé von á ríkisreikningi fyrir árið 1990 með öllu sínu talnaflóði. Nema bara að fylgiritið fylgir alls ekki með. En hvað þá? Hefur Friðrik Sophusson fjármálaráðherra ákveðið að hætta að veita al- menningi upplýsingar um risnu þessa og ferðakostnað hins? Jafhvel þó að það séu kostnaðar- tölur ffá síðustu ríkisstjóm þegar Olafur Ragnar Grímsson var fjármálaráðherra? Ekki alveg. Friðrik er, eins og allir vita, afar upptekinn við að skera niður útgjöld ríkisins. Embættið ríkisbókhald er þar engin undantekning. Þar má yfirvmnan ekki fara yfir ákveðin mörk, ffekar en víðast hvar ann- ars staðar. Og í samráði við Frið- rik var tekin sú ákvörðun að fylgiritið með hinum fróðlegu upplýsingum færi ekki í prentun að sinni. skoðun, heldur gerði þau mistök að ýta á rangan takka,“ sagði Sturla við PRESSUNA. „Þeir sem til mín þekkja vita að það er ekkert áhlaupsverk að fá mig til að skipta um skoðun.“ Bæði Ingibjörg og Valgerður Sverrisdóttir fóm við þetta tæki- færi upp í púlt og minntu á drengskaparheitið um að greiða atkvæði eftir eigin samvisku. „Valgerður situr við hliðina á mér og Ingibjörg rétt fyrir aftan mig. Þær hljóta að hafa heyrt í mér þegar ég sagði við Friðrik, að ég hefði gert mistök. Annars hefði ég verið að brjóta sam- komulag stjómarflokkanna og það er ekki góð latína. Þetta mál varðar ekki sannfæringuna sagði Sturla. Það sem af er árinu hafa 1.610 manns komið til skoðunar á kynsjúkdómadeild. Þetta er tals- verð aukning frá því í fyrra, en þá hafði 1.171 leitað til deildarinnar á sama tíma. Undanfama mánuði hafa komið á deildina 80 til 100 manns á mánuði með kynsjúkdóminn klamidíu. Rann- veig Pálsdóttir, læknir á kynsjúkdómadeild, seg- ir að þessa aukningu megi að hluta til skýra með því að meiri vinna hefur verið lögð í að rekja ból- farir fólks afturábak og hafa samband við alla þá sem sýktur einstaklingur hefur sofið hjá. „Þetta hefur kostað mikla vinnu, en með þessu móti ná- um við tíl þeirra seiíreru smitaðir en einkenna- lausir,“ segir Rannveig. Hún segir að fólk virðist telja að það geti ekki verið með smitandi kyn- sjúkdóm án þess að einkenni geri vart við sig. En þannig er því einmitt farið og því mikil- vægt að ná til þess hóps sem þannig er ástatt um. Langflestir þeirra er á deildina koma eru á aldrinum 15 til 25 ára svo sem eðlilegt má teljast. Læknisskoðun og lyf em ókeypis, en í frumvarpi til nýrra smitsjúkdómalaga er gert ráð fyrir að fólk greiði fyrir læknisþjónustu og lyf sem það fær á kynsjúkdómadeild. Starfsfólki deildarinnar líst ekki vel á að viðskiptavinimir þurfi að fara að greiða þjónustuna. Það telur að það dragi úr fólki með að leita til deildarinnar og þá kannski sér- staklega unglingum. Auk þess sem sá hópur, sem er í hvað mestri hættu að fá kynsjúkdóma eins og eyðni, fíkniefnaneytendur til dæmis, komi ekki til með að eyða íjármunum sínum í að gangast undir próf. ÁRNI BLANDON. Skelfir ekki bara rithöfunda heldur leikhúsmenn einnig. GÍSLI ALFREÐSSON. Hefur áhuga á hestum og tölvum en kann ekkert annað. STURLA BÖÐVARSSON. Skipti ekki um skoðun heldurtakka. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR. Sagði takkamálið snúast um samvisku. FRIÐRIK SOPHUSSON. Sparar og hættir aö birta upplýsingar um eyðsluna. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON. 250 milljónirnar smámunir miðað við hvað hann fékk út úr samningsgerðinni. LÍTILRÆÐI af „colour and style “ Páll, á nú ekki að sýna okkur þingmennina í lax- veiðinni? „Úr því að við megum ekki, samkvœmt samningi, sýna hvað þingmennirnir gera á þingi þegarþeir eru ekki írœðupúlti, eru enn minni líkur á að við megum sýna þá þegarþeir þykjast vera að veiða lax. “ Sjónvarpsstöðin Sýn hefur sent út beint frá Alþingi og hefur það verið burðarefni stöðvarinnar. Nú eru þingmenn komnir í sumarfrí og út- sendingunum hætt á meðan. Páll Magnússon er sjónvarpsstjóri Sýnar. Sú spuming hefur lengi leitað með áleitnum hætti á hagspek- inga hvort rekstri íslenskra fyrir- tækja sé með einhverjum hætti ábótavant. Getur það verið að forstjór- um, framkvæmdastjórum, fjár- málastjórum og rekstrarfræð- ingum hafi yfirsést einhver veigamikill þáttur eða lykilatriði í því hvemig hægt er að láta rekstur skila arði með blómleg- um viðskiptum? Hversvegna em allir einlægt að fara á hausinn? Góðir íslendingar. Svarið er fengið. I fylgiblaði Morgunblaðsins, „Viðskipti/Atvinnulíf, á dög- unum kveður sér hljóðs nýút- skrifaður íslenskur hagspeking- ur og birtir nýjar og ferskar kenningar um það sem máli skiptir fyrir farsæld í rekstri fyr- irtækja. Þetta er Anna Guðmunds- dóttir lita- og fatastflistí og birtir hagfræðikenningar sínar í Morgunblaðinu undir yfirskrift- inni: „Er toppurinn að vera í teinóttu?' Anna er nýkomin frá próf- borðinu í þeirri grein rekstrar- hagffæði sem nefnd er litgrein- ing og fatastíll, en námið hefur hún að sögn Morgunblaðsins stundað við The Academy of colour and style. Allir ættu að geta verið sam- mála um að fysilegt er fyrir ís- lenska athafnamenn að kynnast þeim hagfræðikenningum sem grundvallaðar em í hinunt áður óþekkta háskóla, Academy of colour and style, en orðrétt segir í Morgunblaðinu: „Aðalmálið í viðskiptum er að mynda eina heild með klæðaburði og framkomu." Ennfremur er þess getið í þessari hagfræðiumfjöllun Morgunblaðsins að Anna Guð- mundsdóttir reki módelskólann Jönu. Viðskipta- og atvinnuh'fskálf- ur Morgunblaðsins gerir sér og tíðrætt um starfsaðferðir hins nýja rekstrarfræðings frá Aca- demy of colour and style, og greint er frá því hvemig Anna tekur á rekstrarvanda íslenskra fyrirtækja. Orðrétt segir í Morgunblað- inu: Þegar Anna vinnur með fyrirtækjum og stofnunum fer ráðgjöfin venjulega þannig fram að hún heldur fyrirlest- ur fyrir starfshópinn og talar síðan við hvern einstakling í einrúmi. Þá verður viðkomandi að vera búinn að skipuleggja fataskáp á 60 mismunandi vegu svo Anna geti gengið úr skugga um að hann hafi skilið leiðbeiningar hennar. Þáttur í ráðgjafarvinnu Önnu er að þefa af fólkinu sem hún er að vinna með til að komast að raun um hvort það angi af svitalykt, táfýlu eða andremmu og síðan vinnur hún á viðkomandi þáttum, með fólkinu, ef vandamálið er til staðar. (Tilv. lýkur.) Það var sannarlega kominn tínii til að viðunandi lausn fynd- ist á rekstrarvanda sem menn hafa til skamms túma kennt van- kunnáttu rekstrarfræðinga, skorti á eigin fé eða gengis- og vaxtastefnu íslenskra stjóm- valda. Þær rekstrarhagfræðikenn- ingar, sem nú hafa verið gmnd- vallaðar í Academy of colour and style, staðfesta með óyggj- andi hættí að ófarimar í íslenskri kaupsýslu verða raktar til táfylu, svitalyktar og andremmu ís- lenskra athafnamanna. En í módelskólanum Jönu verður ráðist að rekstrarvanda íslenskra fyrirtækja með þá hag- fræðikenningu að leiðarljósi að: ÞAÐ ER TOPPURINN AÐ VERA í TEINÓTTU.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.