Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MAI 1992 39 Haraldur Jónsson myndhöggvari Hvað ætlarðu að gera um helgina Halli? ✓ „Eg verð að minnsta kosti innan stór-Reykjavíkur- svœðisins“ uraivjdma Hákon Oddsson dagskrárgeröarmaöur, Helga Stefánsdóttir leikmynda- og búningahönnuöur og sonurinn Arnór: ,Simsvarí svarar. Taliö inn á aö tón loknum. Helga, Manni og Arnór munu tafarlaust hafa samband." iö). Mick og Danny komu fyrst fram á sjónarsviöið hér á árum áöur þegar þeir skipuöu gítardúett Utangarös- manna Bubba Morthens og voru í framvarðasveit nýbylgjunnar, en síö- ustu ár hefur lítið boriö á þeim. • Bazaar, heimsmúsíksveitin danska, veröur á Púlsinum á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. Jó- hann G. segir erfitt aö staösetja Baza- ar nákvæmlega, því í tónlist þeirra sé aö finna áhrif hvaðanæva úr heims- byggðinni og tónlistarheiminum: djassi, fönki, þjóölegri tónlist frá Afríku, Asíu og rómönsku Ameríku. Bazaar er hingaö komin fyrir tilstilli danska sendi- ráðsins, Aldísar Sigurðardóttur, kenn- Vinir Vigdísar Finnbogadóttur segja að hún hafi ekkert breyst eftir tólf ára dvöl á Bessastöðum. Ja, héma. Við hin sjáum samt dálítinn mun á leikhússtjóranum í doppóttu draktinni og hinum virðulega forseta. En kannski eru vin- imir ekki að tala um útlitið eða fatasmekkinn. BARIR • Tveir vinir er staður, sem afar erfitt er aö staðsetja í flórunni. Kannski af því aö liöið, sem helst viröist sækja hann, er engan veginn hægt aö flokka svona einn, tveir og þrir. Sem kannski er bara betra. Staðurinn er talsvert stærri en maöur imyndar sér — svona utanfrá — og þar er bæöi hægt aö stunda heföbundið barfyllerí og þrusu- rokkstemmningu. Vilji maöur hiö fyrr- nefnda skreiðist maöur bara rétt inn fyrir dymar, en sé hiö síðara á óskalist- anum skríður maður alla leiö inn. Þaö er talsverð klúbbstemmning á Tveimur vinum, kannski vegna þess aö það er tiltölulega lágt til lofts, en frekar held ég samt vegna þess aö loftræstingin er lítil sem engin. Þaö þarf ekki aö óttast eldsvoða þegar líður á kvöldið, til þess er súrefnismagniö allt of lítiö. Og hafi verið heitt í salnum geta menn ímynd- aö sér hvemig bandinu leiö, sem var baðaö í sterkum Ijósum. En þaö þýöir ekki að fást um slíkt endalaust, maöur fer á bari til þess aö drekka en ekki til þess að anda. Og slíkt er enginn vandi áTveimurvinum. POPPIÐ • Vinir Dóra veröa í Duus-húsi í kvöld og þar troöa þeir upp meö bræörunum Mick og Danny Pollock („Never Mind the Pollocks" eins og sagt var um ár- Það þykir hafa orðið áberandi aukning á símtölum hjá Pósti og síma í svokallaðar kynlífslínur. Kynlífslínur þessar em að sjálf- sögðu bannaðar hér en gefa þeim sem slíka starfsemi stunda er- Iendis stórfé í aðra hönd og markaðurinn í Evrópu er víst af- ar heitur. Viðskiptin fara fram á þann hátt að hringt er í ákveðið númer og viðkomandi fær að heyra virkilega dónalega sögu, stunur, soghljóð og fleira (marg- breytOeg þjónusta), og getur við- skiptavinurinn svo unnið úr þeim upplýsingum sem hann fær eins og hann kýs helst. En þar sem ekkert slíkt er til hérlendis verða menn að eyða töluverðum fjárhæðum í að hringja til annarra landa, Norð- urlanda tíl dæmis eða Englands, þar sem þetta er vinsæll bissniss. Tungumálið ætti ekki að vera vandamál, en mínútan kostar rúmar níutíu krónur auk lang- línuálags úr landi og gemr fjörið því orðið ansi kostnaðarsamt. Skriðjöklarnir eru komnir af stað á ný eftir tveggja ára hlé. Danskættuð stripldrottning verður með þeim á hljómleika- ferðum í sumar — en þó ekki fyrr en í sumar. SKRIÐUR KOMINN Á JÖKLANA Skriðjöklamir eru komnir á kreik á ný og verða á Tveimur vinum á föstudagskvöld. Ætlun- in er síðan að skn'ða austur fyrir fjall og verður spilað á Hvoli sól- arhring síðar. „Við erurn komnir aftur eftir ágætt hlé og ætlum að gefa út nokkur lög,“ segir Ragn- ar Gunnarsson söngvari. „Þetta er að megninu til sami mann- skapur nema hvað Kristján Edel- stein gítaristi og Geir Rafns trommari eru gengnir til liðs við okkur.“ Það fréttist að hljómsveitinni hefði tekist að narra hálft Borg- ames til að mæta á tónleika um síðustu helgi og var stemmning- in góð að sögn Ragga. „Við flytj- um nokkur lög eftir okkur sjálfa, en þau em allt öðmvísi en það sem við gerðum áður. Við reyn- um þó að halda húmor og út- koman er, held ég, nokkuð góð.“ Skriðjöklamir ætla að gera út á tónlist sína í sumar, en geta má þess sérstaklega að með þeim í för verður danskættuð stripl- drottning. „Hún verðurfyrst með okkur seinnipartinn í júní og af myndum að dæma er hún ansi hreint liðtæk,“ segir Ragnar. hárrétt aöferö til að ná réttri athygli. Þaö eru þeir Skúli Hansen og Torfi Ax- elsson, sem leika listir sínar í eldhús- inu, og þeir leggja sérstaka áherslu á fiskrétti ýmiss konar meö frönsku ívafi. Það er skemmst frá því aö segja, aö sama virðist hvaö pantað er; allt bráönar þaö uppi í manni og þótt verð- iö sé i efri kantinum framkallar þaö engin yfirlið. Vínúrvaliö er ekki tiltakan- lega mikið, en kjallarinn er mjög vel valinn, í ýmsum verðflokkum og hvaö- anæva. Yfir staönum er borgaralegt yfirbragð, svona eins og geröist áöur en heimurinn breyttist upp úr afstæöis- kenningu: hvítir dúkar á boröum, bjart- ir litir á veggjum, rósettur í lofti og svo framvegis. Þjónustan er prýöileg — stimamjúk fremur en persónuleg eins og vera ber á betri stööum — undir borðum er leikin mjög lágvær klassísk tónlist og þrátt fyrir aö gestir séu engan veginn hver ofan í öörum, hafa menn tilhneigingu til að tala lágt. Hiö eina, sem í raun er ástæöa til aö kvarta und- an, er vínstofan á efri hæö. Hún væri aö öllu leyti ágæt, ef ekki kæmi til furu- klætt rjáfrið, sem fær mann til aö finn- ast maöur vera staddur í stærsta sum- arbústað á Islandi, sem er öldungis glögglega úr stíl viö staðinn að ööru leyti. KAFFIHÚS • Mokka er þrátf fyrir allt og allt enn konungur kaffihúsa bæjarins. Innrétt- ingin er söm og áður og myndlistar- sýningin á veggjunum truflar ekki til- takanlega. Staöurinn er fullur af fa- stakúnnum meö alls konar sérviskur; þeir panta ekki kaffi heldur koma ábúðarfullir eöa annars hugar að skenkinum og rétta fram aurana án þess að mæla orö frá vörum. Þaö er til ÞELDÖKKUR DJAS5 Um helgina verður hér jseldökk djasssöngkona á ferð og kemu nokkrum sinnum ffam í Reykjavík. Deborah Davis heitir konan o; þykir upprennandi í djasslífi New York-borgar. Sem bam og ungling ur söng hún í kirkjukórum, gospel-sveitum og með hljómsveitum, et röddina þjálfaði hún einnig í sex ára klassísku söngnámi. Davis hefur starfað með þekktum hljómsveitum á borð við stór- sveit Lionels Hampton og Clarks Terry. Einnig hefur hún komið fram með trompetleikaranum Freddie Hubbard svo og með hljóm- sveit Arts Blakey. Davis syngur á skemmtistaðnum Ömmu Lú á föstu- dags- og laugar- dagskvöþd, á Jazz í Ármúla síðla laugar- dagskvölds og loks kemur hún ffam á Púlsinum á sunnudags- kvöld. Með söng- konunni leika Sig- urður Flosason á sax- ófón, Þórir Baldursson á píanó, Tómas R. Einars- son á kontrabassa og Pét- ur Grétarsson á trommur. Deborah Davis syngur djass á skemmtistöðum borgarinnar um helgina. ara viö HÍ, SAS, Eimskipafélagsins og íslandsbanka, en jafnframt verður dönsk veisla í Púlsinum á meöan á þessu stendur. Fyrir 1.500 krónur er hægt að fá kjarnabrauö meö dönsku áleggi, spægipylsu, saltkjöt, steikta rauösprettu, síld, osta, fríkadellur og hvaðeina, sem öllu er skolað niöur meö Álaborgara. Fyrir síöustu kon- ungssinnana hérlendis er þetta prýöis- upphitun fyrir Grundlovsdagen 5. júní. • The Orange Empire heldur jóm- frúrkonsert sinn á Hótel Borg í kvöld. Bandið hefur reyndar veriö starfandi á þriöja ár, en haldiö sig í hljóðnámum fremur en á sviöi. Glöggir sjónvarps- áhorfendur hafa hins vegar getaö kynnt sér sveitina aö undanfömu, því hún sendi frá sér myndband fyrir skemmstu. Aö sögn kunnugra er tón- listin vandaö popp á borð við það, sem Talk Talk hefur stundaö. Heym er hins vegar vafalaust lesmáli ríkari, en þess má geta aö þeir Óraníumenn eru sagöir ætla í víking meö sumrinu og setja stefnuna bæöi til Lundúna og vestur um haf. • Deborah Davis er spaöadrottning frá Texas, sem syngur meö hljómsveit Sigurðar Flosasonar í Púlsinum næsta sunnudagskvöld. Hún hefur sungiö djass í New York undanfarin fimm ár og komiö fram með ekki minni spámönnum en Lionel Hampton, Clark Terry, Walter Bishop jr. og Art Blakey. Sérstakir gestir kvöldsins veröa meölimir dönsku hljómsveitar- innar Bazaar. VEITINGAHÚS Ekki alls fyrir löngu var opnaöur veit- ingastaöur í gamla húsinu hans Krist- jáns Sveinssonar, augnlæknis og heiöursborgara Reykjavíkur, viö Skólabrú. Staöurinn heitir líka Skóla- brú og þar á bæ hafa menn kosið aö auglýsa staðinn ekki, heldur reiöa sig á orösporið. Og þaö er að líkindum KLÆDT PÁ TIL SEX RING NU!! 90 - 23 33 5€ Future Phone ísa Kynlífslínur njóta vaxandi vinsælda hérlendis. Viðskiptin fara þannig fram að hringt er í ákveðið númer og viðskiptavinur- inn hlustar á eitthvað krassandi. Eftirleikurinn er síðan í hans höndum — svo og svimandi símreikningur. Iðja þessi er semsagt ekki ókeypis, en til að spara aurinn notfæra sér eflaust einhverjir það að hringja í vinnutímanum þói flestir kjósi sjálfsagt að stund það í kyrrjrey heimavið. Sú kyn æsandi, sem inn á símsvarani les, þiggur ákveðið prósentuhlut- fall í laun, símfélagið í viðkom- andi landi fær sinn skerf en Póst- ur og sími uppsker þó einungis langlínuálag úr landi. Þessi vinsælu númer er að finna víða í erlendum blöðum en Extrabladet er liðtækt og látum við fáein flakka íyrir áhugasama; 90236061 (við emm við símann núna...), 90233355 (villtir draumórar...), 90233354 (draumakynh'0. Þetta er aðeins brotabrot af því sem býðst. I framhaldi af þessu verður fróðlegt að skoða símreikning- ana þegar sundurliðun þeirra verður komin til framkvæmda. VIÐ MÆLUM MED Að fólk fari út og bóni bílinn Það veitirekki af hressilegri gróðr- arskúr fyrir sumarið. Vopnasölu Það er vafalaust arðvænlegasta nýsköpun í íslensku atvinnulífi um langa hríð. Síðum hárkollum Það er of seint að safna fyrir tón- leikana með Iron Maiden og Black Sabbath. Frjálsum innflutningi Bragðlaukarnir eru farnir að öskra á betra kjöt en fæst af þessum mjólkurkúastofni, sem hér bítur gras. Lestur erlendra blaða og tímarita. Það er ár og dagur síðan Morgun- blaðiö hætti að sinna dagblaðshlut- verkinu og fór að reyna að skúbba Öldina okkar, svo núna röltir maður bara inn í Eymundsson og velur úr heimspressunni. The Herald Tríbune kemur einatt hingað samdægurs og það em nýrri og markverðari frettir í dagsgömlu lndependent, PoUtiken, Corriera della sera eða Le Monde en finnast í glóðvolgum Mogga eða DV. Blöðin em náttúmlega misgóð. Út af fyrir sig er svo The Financial Times afar gott blað, en það hefur einhvem veginn ekki borið sitt barr eftir að við- skiptaséníið Svavar Egilsson lét það spyijast út að hann læsi það á hveijum morgni. Independent er afar gott blað og Daily Telegraph sömuleiðis. The New York Times er afar yftrgripsmik- ið og The Wall Street Journal er miklu betra almennt fréttablað en nafnið gefur til kynna. Af dönsku blöðunum er Berlingske Tidende sennilega best. Hrökkvi þetta ekki til er hægt að gn'pa til tímaritanna. Það lesa allir Newsweek og Time, svo maður sleppir þeim. U.S. News & World Report er strax skárra, en alfín- ast er náttúmlega að lesa The Econ- omist. Svo er auðvitað aragrúi af sér- hæfðari blöðum, alls kyns blöð eins og grínblaðið Spy, hönnunarblaðið Inlernational Design, New York- tímaritin, menningarblaðið WigWag og teiknimyndablaðið Heavy Metal fyrir fólk með fjölbreyttan smekk. En að blaðinu keyptu er leikurinn aðeins hálfnaður, því þá er eftir að finna sér rétt kaífihús til að sjást lesa blöðin á. Sjónvarpsgláp. Það er sama hvaða málfarsráðunauta skoðanakönnuðir draga fram til að réttlæta orðið ,Jtorf ‘ eða „sjónvarpsáhorf", hið eina sanna orð er „gláp“ og gláp er úti. Sjón- varpsgláparar skiptast í tvennt; þá sem láta sér nægja það ok, sem Ríkis- útvarpið lætur alla landsmenn ganga undir, og þá sem borga Stöð tvö íyrir að hafa mgludall tengdan við heimil- isaltarið. Á þriðjudag bauð ríkið manni til dæmis að horfa á þáttinn Hvutta, sem er um tvo vini en annar þeirra á það til að breytast í hund þeg- ar minnst varir. Eftir spennuþáttinn táknmálsfréttir hófst 48. þátturinn (af 80) af Fjölskyldum ffá Ástralíu. Frétl- ir og veður er elsti þátturinn í sjón- varpinu, en hann verður æ leiðinlegri með ámnum, þrátt fyrir að efniviður- inn taki ömm breytingum. Þar á eftir var Augnablik í almenningsgarði, sem Guð má vita um hvað var. Og þar á eftir kom aðalþáttur kvöldsins, sem hét Neytandinn, og fjallaði um um- búðir utan um daglegar neysluvömr! Og ástandið var litlu betra á Stöð tvö. Sjónvarpsdagskráin báðum megin er svo forheimskandi og leiðinleg að það liggur við að auglýsingamar hafi verið skásta efnið. Að minnsta kosti langbesta innlenda efnið. Sumir kvarta undan því að hér vanti kapal- kerfi á borð við þau, sem til eru í Bandaríkjunum, þar sem unnt er að velja á milli óteljandi sérhæfðra rása: Sportrásarinnar, Innkauparásarinnar, Hryllingsrásarinnar, Menningarrásar- innar, Fréttarásarinnar og jafnvel Grínrásarinnar, en allar jtessar stöðv- ar senda út 24 tíma á sólarhring. Ég veit ekki — og joó — við emm komin langleiðina með Grínrásina, að minnsta kosti meðan þingfundir standa yftr, og Sýn er í loftinu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.