Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR MtKSSAN 21. MAÍ 1992 9 Magnús Garðarsson N01ABIIÍTIGAN6S- Þessa dagana streyma um braskaramarkaðinn furðuleg skuldabréf. Um er að ræða röð sjálfskuldarskuldabréfa þar sem skuldarinn er kunnur útigangs- maður, ,Jón á röltinu", og eru bréfin kennd við hann. Bréfin eru 20 talsins að andvirði 500.000 krónur hvert, þannig að þessi röð skuldabréfa er upp á 10 milljónir króna. Þeirra hefur fyrst og fremst orðið vart á bOa- sölum og hefur tekist að koma nokkrum þeirra úr umferð. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er útgáfan að undirlagi Magnúsar Garðars- sonar, sem hefur komið víða við sögu áður. Hann var meðal annars einn af þeim sem tengd- ust Flögubergsmálinu svokall- aða, sem undanfarið hefur verið í viðamikili rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Magnús hefur boðið þessi bréf í bOavið- skiptum. „VORUM NÆRRI ÞVÍ PLATAÐIR AFTUR“ „Það munaði ekki miklu að Magnús plataði okkur aftur,“ sagði starfsmaður hjá fyrirtæki í ReykjavOc. „Við vorum með bfl á sölu sem átti að kosta um 400.000 krónur en fengum til- boð upp á 500.000 krónur og greiðslan átti að vera með þessu skuldabréft. Jafhframt var tekið fram að við ættum að greiða sölulaun. Bankinn var búinn að gefa grænt ljós þegar við fyrir tilviljum fréttum af því hverjir voru þama á ferð.“ Þessi ffam- vinda er dæmigerð fyrir at- burðarásina þegar slík bréf em boðin, en þá er oft boðið tölu- vert hærra verð en er á bflunum og þannig reynt að höfða til græðgi manna. Eins og áður segir var skuld- ari á bréftnu útigangsmaður, Jón Arnason, sem við yfirheyrslur hefur játað að hafa skrifað upp á þennan fjölda bréfa og þegir fyrir tvær flöskur af áfengi. Með Daníel Ben Þorgeirsson: Segist vera hættur þessum viðskiptum. honum á bréfin skrifuðu tveir aðrir sem sjálfskuldarábyrgðar- aðilar og virðist svipað vera ástatt um þá. Allir þessir menn em með „hrein“ nöfn á skuld- aralistum. EKKIFYRSTA SKULDA- BRÉFASERÍAN Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Magnús stendur í viðskipt- um með einkennilega pappíra, því ekki er langt síðan PRESS- AN sagði frá því er hann og Jón Ellert Tryggvason keyptu fyrir- tæki með pappíra í „Rolfser- íunni“, sem var gefm út á Aðal- stræti 16 á Akureyri. Þeir papp- írar innheimtust að sjálfsögðu ekki og tapaði viðkomandi and- virði fyrirtækisins. Þá tengdist Magnús mikið Flögubergsmálinu, en eftir því sem komist verður næst er talið að umfang þeirra svika hafi numið um 40 milljónum króna. Rannsókn málsins er ekki lokið, en til upprifjunar má nefna að Flögubergsmálið snerist um skuldabréfaútgáfu á samnefnt fyrirtæki sem hafði enga starf- semi með höndum. Inn í það fléttuðust fyrirtækin T.K. Vil- hjálmsson hf. og Sv. Jónsson hf„ sem virðast hafa verið gervi- fyrirtæki. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR stóð Magnús nærri þeim sem höfðu frum- kvæði að Flögubergsmálinu og inn í það hefur blandast rekstur Bónus-borgarans, sem þeir Magnús og Jón Ellert ráku á tímabili. Mun jafnvel hafa verið notað virðisaukaskattsnúmer Flögubergs við þann rekstur. Það skal tekið firam að þetta er óviðkomandi núverandi rekstr- araðila skyndibitastaðarins. ÁSAKAÐUR FYRIR AÐ STELA SKÓLAGER Þá hefur PRESSAN einnig heimildir fyrir því að útbúin hafi verið kæra á hendur Magnúsi vegna meints þjófnaðar og grip- deilda. Kæran er ítrekun á eldri kvörtun, en tekið skal fram að rannsóknarlögreglan hefur ekki móttekið hana þannig að engin rannsókn fer fram á því máli. Við fyrstu sýn gæti því virst sem hún væri notuð í einhverju uppgjöri milli fynum samstarfs- manna. Var Magnús þá í samfloti með Daníel Ben Þorgeirssyni og er þeim gefið að sök að hafa í apríl 1989 fjarlægt úr húsi Bílasölu Hafnarfjarðar, Dals- hrauni 1, skólager að verðmæti 1.600.000 krónur. Lagerinn var síðan seldur áfram fyrir 700.000 krónur og er viðtakandi lagers- ins einnig kærður fyrir að hafa SKULDABREF med lánskjaravisltölu J5r> Arnéton. AUvLurDrún 6 Rvk. kt-3C0641-4909. MEÐ VEOI í LAUSAFÉ OGÆBA J SJALF'SKULDARÁBYRGO I Þetta er eitt þeirra bréfa sem um ræöir og voru gefin út á „Jón á röltinu". tekið við honum. Lagerinn áttu )xir tveir að flytja á milli staða með fyrrgreindum afleiðingum. Samstarfsmaður Magnúsar í þessu skólagersmáli, DaníeL Ben Þorgeirsson, hefur áður verið til umfjöllunar í PRESS- UNNI. Það var eftir að hann keypti veitingastaðinn Americ- an Style í Skipholti á miðju ári 1988. Var hann kærður til rann- sóknarlögreglunnar fyrir þau viðskipti. Hann hafði greitt með sviknum skuldabréfum en eftir miklar aðgerðir tókst að láta kaupin ganga til baka. Kom þar meðal annars fram að Daníel hafði veðsett tæki frá fjármögn- unarleigunni Glitni fyrir kaup- unum. í samtali við PRESSUNA sagði Daníel að hann væri að fullu hættur afskiptum af „slík- um“ málum. Hann sagðist hins vegar ekki skilja á hverju kæra út af skólagemum ætti að byggj- ast. Á sínum tíma hefði skóla- gerinn verið greiðsla vegna við- skipta með pizzustað á Skóla- vörðustíg. „Það var síðan Magnús sem keypti lagerinn af mér og borgaði með ónýtum skuldabréfum," sagði Daníel. TENGDIST LEVI’S-INN- FLUTNINGNUM Það er ekki langt síðím Magn- ús varð að svara til saka fyrir hlutdeild sína í „gallabuxnamál- inu“ svokallaða, þegar falsaðar Levi’s-gallabuxur voru seldar víða um land en þó einkum til KA- manna á Akureyri. Magn- ús var þó ekki innflytjandi buxnanna en tók að sér að koma hluta þeirra í verð. Áður rak hann skiptimarkað uppi á Höfða. Þrátt fyrir mikla leit tókst ekki að hafa uppi á Magnúsi. Því heyrðist fleygt að hann dveldi erlendis um þessar mundir, en engin staðfesting fékkst á því._______________ Sigurður Már Jónsson Undanfarið hafa borist inn á bílasölur skuldabréf þar sem nokkrir útigangsmenn eru notaðir sem skuldarar. Þessum bréfum hefur kunnur braskari, Magnús Garðarsson, beitt fyrir sig í bílaviðskiptum, en hann hefur áður komið við sögu í kunnum skuldabréfa- seríum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.