Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 41

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MAÍ 1992 41 06NIR EPLISINS Hinn umdeildi bandaríski tryllir „Basic Instinct", Ognar- eðli eins og hann hefur verið þýddur á nútímaíslensku, verð- ur írumsýndur í Regnboganum annað kvöld. Taka skal fram að um er að ræða óklippt eintak en kvikmyndaunnendur vestra fá ekki notið „kræsilegustu" atrið- anna þar sem hún hefur verið stytt nokkuð. Myndin fjallar um lögreglu- hetjuna Nick Curran (Michael Douglas) sem rannsakar sóða- legt morð á rokksöngvara. Rannsóknin leiðir í ljós þrjár grunsamlegar kventýpur sem hver um sig hefði getað haft ástæðu til að fremja glæpinn. Curran dregst óhjákvæmilega að einni þeirra, sem getur reynst honum lífshættulegt. Leikstjóri myndarinnar er hinn þekkti hollenski Paul Ver- hoeven, sem meðal annars leik- stýrði RoboCop og Total Rec- all. Hann segir handritið hafa heillað sig, en persónumar eru allar innbyrðis tengdar og er- ótísk undiralda veruleg. I aðal- kvenhlutverk átti að fá Untu Thurman (Dangerous Liaisons) en hætt við þar sem of dýrt yrði að fá hana til að fækka fötum eins og gert er í myndinni. Því var tekin nokkur áhætta með mun óþekktari leikkonu, Shar- on Stone, sem þykir standa sig með prýði. Ónnur hlutverk kvenna eru í höndum Jeane Tripplehom og Leilani Sarelle. Vestra hafa verið mikil mót- mæli meðal homma og lesbía við myndinni, og hafa þau með- al annars dreift bæklingi sem segir hver morðinginn er. ri Sverró Stormsker opnar skemmtilega og hugsanlega spaugilega myndlist- arsýningu meö systkinum sínum, Stefáni og Guörúnu Elínu, í Gallerí Borg í dag. 5VERRO 5TORM5KER I MYNDLI5T APPEL- 5INUCULA HEIM5- VELDIÐ Hljómsveitin The Orange Empire heldur tónleika á Hótel Borg í kvöld. Þeir em sex í hljómsveitinni — en í raun að- eins tveir. „Þetta er dúett því við Svanur semjum allt efni,“ segir Valgeir Sigurðsson, gítarleikari og forsprakki. „Við emm hins vegar með góða hjálparkokka, tvo fasta og aðra Iausa.“ Tónleikamir em liður í kynn- ingu á tónlistinni, sem nánast hvergi hefur heyrst nema í stúd- íói. „Þetta er innvortis popp með hæfilegu sým stigi, blandað þunglyndi og geð- veiki, en þó með yfirvegaðri smekkvísi og rósemi," segir Val- geir. „Þetta er rólegt stemmning- arpopp og ekki mjög „comm- ercial" en afskaplega áheyri- legt.“ Lögin em öll flutt á ensku því það er hinn engilsaxneski mark- aður sem heillar drengina og em þeir á leið utan til að tala við menn í London og New York. , J>að er best að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur.“ Sverrir Ólafsson tónlistar- maður, sem nú gengur undir nafninu Sverró Stormsker og starfsheitinu myndlistarmaður, opnar sýningu í Gallerí Borg í dag. Sýningin er „ekki bara Svertó að kenna“ og með honum em systkini hans tvö, Guðrún El- ín og Stefán. „Reyndar er systir m£n spren- glærður málari og var hálft ár í myndlista- og handónýtaskólan- um—eða vom það tvö ár?“ seg- ir Sverrir. „Svo er Stefán þama á bullandi skúlptúr. Hartn er með glermyndir, kindaketsskúlptura og handsaumuð jólatré. Þetta verður skemmtilegt, hugsanlega verður spaugað og líka farið nærri djókinu," segir Sverrir. ,£g sýni olíumálverk en ég hef fengist við olíu allt frá því ég vann sem bensínafgreiðslumað- ur hjá Esso.“ Verk Stormskersins em mis- jöfn að stærð, „en þau em flest stórmiðað við stærð“. Hann seg- ist vera ffekar dökkur í litavali, allt að því kolsvartur, og í raun sjáist iítið í málverkin. „En þeir sem em bjartir eða vilja ádeilu geta samt örugglega fundið eitt- hvað við sitt hæft.“ Sverrir segir að það sé systir hans sem er að reyna að koma honum á framfæri því hún hefur tekið þátt í nokkmm sam- sýningum í galler- íinu. „Hún er að reyna að koma mér áfram sem nýjum Erró... Sverró." The Orange Empire heldur hæfi- lega yfirvegaða innvortis popp- tónleika á Borginni í kvöld. BÍÓIN ÓÐUR TIL HAFSINS The Prince of Tides STJÖRNUBÍÓI Góö saga um alvörufólk. Og Nick Nolte er alvöruleikari. Barbra Streisand viröist hins vegar óöum aö veröa betri leikstjóri en leikari — án þess aö þaö merki aö hún sé eitthvaö verri leikkona en á árum áöur. ★★★ GRUNAÐUR UM SEKT Guilty by Suspicion SÖGUBÍÓI Þótt sorglegt sé er ómögulegt aö horfa á alltof margar myndir um óamerísku nefndina og viökvæmu listamennina sem uröu fyrir baröinu á henni. Þaö er einn fárra galla viö þessa mynd. ★★★ ardal og rölta um grasagarðinn I ró og næði. En það er hægt að gera fteira en aö skemmta sér og slappa af. Laugar- dag, mánudag og þriðjudag er seinni- hluti fyrirlestraraðar um unglinga og vímuefnaneyslu í Geröubergi, sem hófst nú á mánudag. Og ef maður er löggiltur endurskoðandi er alveg ókeypis aö sækja um embætti ríkis- endurskoðanda, sem veitt veröur til sex ára. Umsóknarfrestur rennur út hinn 1. júní. SJÓNVARP • Rokk og ringulreið er islenska nafnið á Great Balls of Fire, sem er eins konar heimildarmynd um rokkfor- ingjann og píanóslátrarann Jerry Lee Lewis. Það er Dennis Quaid, sem fer með hlutverk Lewis. Það var mikið lát- iö meö þessa mynd á sínum tima, en hún gekk ekkert sérstaklega vel. Hins vegar er vafalaust gaman aö fylgjast með vægast sagt skrautlegum ferli Jerry Lee á Stöð tvö klukkan 21.35 á föstudagskvökf. • Psycho IV var síöasta myndin í ser- íunni og var bara prýðilegur tryllir, en handritiö skrifaði Joseph Stefano, sem geröi líka handritið að meistarastykki Hitchcocks. Norman Bates er jafnvel enn slappari á taugum en nokkru sinni fyrr, en eins og allir vita er afar óheilsu- samlegt aö fara í steypibaö, þegar þannig er ástatt fyrir honum. Anthony Perkins fer með aðalhlutverkiö sem fyrr, en myndin er sýnd á Stöð tvö klukkan 23.30 á laugardagskvöld. • Hosi eöa Hans Kristján Árnason heldur áfram að rýna í ísland á kross- götum á Stöð tvö á sunnudagskvöldiö klukkan 21.20. Fyrsti hlutinn var sýnd- ur á mánudagskvöld og var hreint prýðilegur. í þessum hluta tekur Hosi fyrir atvinnulíf og hugsanlega nýsköp- un í því. Sem fyrr mun hann leita álits fjölda málsmetandi Islendinga og þaö er hið besta við þáttinn; hann er eins konar þjóðarsál þar sem nær einvörð- ungu tekur til máls fólk, sem eitthvað hefur að segja... þótt vitaskuld sé þaö mismerkilegt. LÍKA í BÍÓ BÍÓBORGIN Höndin sem vöggunni VIN5ÆLU5TU MYNDBÖNDIN 1. Terminator 2 2. Backdraft 3. Hard Way 4. Lionheart 5. Shattered 6. Teen Agent 7. Defending Your Life 8. ’Til I Kissed Ya 9. Born to Ride 10. Freddy’s Dead ruggar'" í klóm arnarins" Leitin mikla" Svellkalda klíkan* Læknirinn" BIÓHÖLLIN Hugarbrellur' Skellum skuldinni á vikapiltinn" Út i bláinn* Banvæn blekking" Leitin mikla" Faö- ir brúöarinnar" HÁSKÓLABlÓ Kona slátrarans" Ref- skák" Steiktir grænir tómatar'" Litli snillingurinn'" Frankie & Johnny" Háir hælar" LAUGARÁSBlÓ Náttfatapartí' Mitt eigið Idaho'*" Víghöföi"" REGNBOGINN Lostæti''" Hr. og frú Bridge'" Freejack' Kolstakkur"" Léttlynda Rósa'" Homo Faber"" STJÖRNUBlÓ Óður til hafsins'" Ho- ok'* Strákamir í hverfinu" Böm náttúr- unnar'" SÖGUBÍÓ Gnjnaöur um sekt'" Víg- höfði'"' BÓKIN D.L. BARLETT & J.B. STEELE AMERICA: WHAT WENT WRONG? Þótt ekki væri nema vegna titils þessarar bókarættiaö vera óhætt aö mæla meö henni. Þaö hlýturaö vera ómetanlegtaö vlta hvaö fór úrskeiöis hjá Kananum. í fíjótu bragöi heföi maöur giskaö á allt, en máliö erauövitaö flóknaraen svo. ígáfulega fíokkn- um fær hún 8 af 10. ... fær Þorsteinn Gylfa- son prófessor fyrir að fara túr um landið með lýð- ræðið. Landsbyggðin get- ur því valið um eitthvað annað en popp í sumar. Þorsteinn verður í Stykk- ishólmi um helgina. VI55IR ÞÚ ... að áætlað er að líftækniiðn- aðurinn í Bandaríkjunum velti um 50.000.000.000 dollurum um næstu aldamót? Það em um 3.000.000.000.000 íslenskra króna eða um 3.000 milljarðar. ... að meðallengd á áfengis- og lyfjameðferð í Bandaríkjun- um er 16,7 dagar? Á íslandi tek- ur full meðferð um 40 daga. ... að Bandaríkjamenn kaupa afskorin blóm fyrir um 32 doll- ara á mann að meðaltali á ári. Það em um 1.920 krónur á mann. Ef íslendingar væm jafn- elskir að blómum færi hálfur milljarður í blómin hérlendis. FUÍAR HEHKSEMDtNOAR ALLAN SÓLARHRMOMN 7 DAGA VKUNNAR PÓNTUNARSfMfc 679333 PIZZAHÚSIÐ QrwwéNUNfl 10 t-»i - —- - • nw pm mmmn Rwmiviym

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.