Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR MtMSSAM 21.MA1 1992
SktuftiS-
Tapkaup fyrirtækja, til að
losna undan skattgreiðslum,
em meðal furðuverka verald-
ar. Tökum dæmi: Jón for-
stjóri í Fífilfjalli hh. hringir í
kunningja sinn, Sigurð for-
stjóra í Durgum hf.
„Sæll Sigurður, Jón í Fífil-
fjalli hér. Ég var að lesa árs-
reikninginn ykkar og sé að
þið hafið tapað 150 milljón-
um. Til hamingju.“
„Þakka þér fyrir Jón. Við
vomm heppnir."
„Sjálfir komum við betur út
en nokkm sinni fyrr, grædd-
um 200 milljónir fyrir skatta,
því miður. Allir eiga sín
slæmu ár. Mig langaði að
gera tilboð í tapið þitt, þann-
ig að við getum stillt því
skattalega upp, keypt ný tæki
og komið þannig út að ríkið
skuldi okkur.“
, Jlvað býður þú Jón?“
„Ég býð 20 milljónir á borð-
ið, ný tæki í verksmiðjuna á
hlægilega lágri kaupleigu.
Endurskoðandinn er búinn
að reikna út að þá borgum
við lægri skatta en ritarinn
minn.“
,J>ví miður, Jón. B YHA hf.
hefur boðið mér 25 milljónir
og ístog hf. 30 milljónir. Og
að sjálfsögðu ný tæki.“
„Sigurður, ég vcrö að finna
tap. Hvemig á ég að útskýra
fyrir hluthöfunum ef við
þurfum að borga skatta af
öllum þessum hagnaði? Ég
verð rekinn á stundinni!"
„Vertu ekki að grenja á mig.
Hver bað þig að hagnast
svona, vinur?“
„Ókei. Ég býð þér 30 millur
og nýja verksmiðju í Hafnar-
firði á sprenghlægilegri
kaupleigu."
, J>að var lagið. Þetta þýðir að
hvomgur okkar greiðir skatta
í a.m.k. 5 ár. Ég tek þessu.
Og býð þér og frúnni í mat á
Holtinu."
„Þakka þér fyrir Siggi minn.
Hvemig finnst þér annars
ríkisstjómin standa sig?“
„Hún þarf að skera meira
niður til að minnka fjárlaga-
hallann, það er ljóst. Það em
allt of margir að mergsjúga
þetta velferðarkerfi. Meiri
spamað og nteiri niður-
skurð."
„Sammála. Landið þarf að
komast á lappimar á ný. Það
verður að hætta þessari bölv-
uðu ölmusu..."
LÍFIÐ ER
EKKI BARA
LOUIS
Nú ætlar allt urn koll að keyra
út af tölvuforritinu Louis, sem að
líkindum mun færa uppgötvur-
um sínum og hönnuðum millj-
arða króna, sem síðan seytla út í
þjóðfélagið öllum til blessunar.
En Louis er ekki einn í heimin-
um.
Gunnlaugur Guðmundsson
er mörgum kunnur fyrir
stjörnuspeki sína. Hann kann
líka að hanna forrit. Nú brýtur
atvinnumálanefnd Reykjavík-
urborgar heilann yfir umsókn
frá Gunnlaugi um styrk „að
fjárhæð 3,0 milljónir króna til
Gunnlaugur Guðmundsson,
Nostradamus íslands, vill
selja stjörnuspekiforrit.
markaðssetningar á stjörnu-
spekiforritum erlendis". Um-
sókninni fylgir að sjálfsögðu
greinargerð um starfsemi og
áform Stjömuspekimiðstöðv-
arinnar, fyrirtækis Gunnlaugs.
Nú skal ekki fullyrt hversu
mörgum milljörðum stjörnu-
spekiforrit þetta kemur til með
að skila inn í þjóðarbúið eða
hversu mörgum markaðsátak-
ið útvegar vinnu. Hitt er löngu
orðið tímabært, að Nostradam-
us íslands hljóti loks viður-
kenningu og umbun erfiðis
síns. 3 millur í Gulla er jú skít-
ur á priki.
En Gulli er ekki heldur einn
Jón Hjaltalín Magnusson
handboltafrömuöur. Smíöar
kragaáfyllingarvélar og aðra
róbóta.
í heiminum og atvinnumála-
nefndin fær fleiri umsóknir urn
styrki. Handboltafrömuðurinn
Jón Hjaltalín Magnússon er
eins og margir vita verkfræð-
ingur og hann hefur náðarsam-
legast beðið borgina um 4
milljónir króna „til að geta
lokið þróun og smíði „kraga-
áfyllingarvélar" og markaðs-
setningar á róbótakeifi fyrir ál-
ver“.
Og nú vitum við hvað kem-
ur til með að leysa sjávarút-
veginn af hólmi. Sala á tölvu-
forritum, stjörnuspekiformúl-
um og róbótakerfum.
TVÍFARAKEPPNI PRESSUNNAR - 45. HLUTI
Þeir sem fylgjast með ungum og upprennandi listakonum hafa
sjálfsagt séð svip með bandarísku leikkonunni Umu Thurman og
hinni íslensku söngkonu Móeiði Júníusdóttur. Svo líkar em þær
að vart má á milli sjá hvor er hvað. En eins og tvífarakeppnin
leiðir ávallt í ljós ræðst innrætið af útlitinu og er það víst að báð-
ar em ákaflega hæfileikaríkar og með afar sérstætt ytra útlit. Það
þykir líka óumdeild staðreynd að Uma er með ekta varir (hún
hefur sjálf sagt það og við trúum henni) og hlýtur af því að leiða
sú vissa að tvífari hennar sé jafh ósvikinn og hún sjálf.
Sumar auglýsingar em þess
eðlis að þær fara alls ekki víða,
sem er auðvitað skrítið, því aug-
lýsingar eru vanalega gerðar
með það að leiðarljósi að sem
flestir taki eftir þeim. Þessar aug-
lýsingar sem svo lítið fer fyrir
eru bara fyrir lækna og birtast
eingöngu í Læknablaðinu á ís-
landi. — Og fyrir þá sem ekki
vita það þá er Læknablaðið
meira leyndarmál en Playboy í
klaustri eða hagskýrsla í fjár-
málaráðuneytinu.
En af hverju joessi leynd? Jú,
vegna þess að í Læknablaðinu er
auglýst dóp! Dóp, nei getur það
verið? Líklega væri nær að tala
um lyf, lífselexír eða krafta-
verkatöflur. Allt þetta er fyrir
læknana svo þeir viti betur
hvemig eigi að lækna okkur. En
það er svo skrítið að þessar háal-
varlegu auglýsingar eru bara
ekkert gáfulegri eða meira upp-
lýsandi en þær auglýsingar sem
við almenningur fáunt að sjá
dags daglega. Þess vegna birtum
við sýnishom og til jxss að eng-
inn asnist til að biðja urn lyfið
dyljum við auðvitað hvað um er
að ræða. Það eina sem við segj-
um er að það er heppilegt við
meðferð á heilsárs rhinitis!
IAKASKELFIRINN
HURÐASKELLIR
ÚTILOKAÐUR í
8 STIGA GADDI
j -- W*Wi imítétiii.
AUGLÝSINGAR AÐ LÆKNISRÁÐI
Maður er nefndur Jóhannes
Guðnason. Hann er bílstjóri á
flutningabíl Jötuns hf„ flytur
gripunum fóður og sést stundum
vestur í Döluni eða uppi í Borg-
arfirði. Honum hefur líka bmgð-
ið fyrir á fundum hjá Dagsbrún
og meira að segja hefur hann
gerst svo bíræfinn að bjóða sig
fram til formennsku gegn sjálf-
um Guðmundi „Jaka“ Guð-
mundssyni og hana nú.
1 Jötunsfréttum segir Jói á fóð-
urbflnum frá skemmtilegu ævin-
týri sem hann lenti í. „Ef mig
syfjar, þá fer ég út í kant, stansa
og legg mig. Þannig var þetta í
fyrrahaust undir Hafnarfjalli. Ég
lagði mig um miðja nótt og
vaknaði svo klukkan 6 um
ntorguninn og þurfti þá að kasta
af mér vatni, eins og gengur og
gerist. Ég var léttklæddur og í
þunnum bol, en úti var 8 stiga
ffost. Allt hefði þetta nú verið í
lagi, hefði ég ekki læst bflnum á
eftir mér. Það var engin umferð
þama um morguninn og ég stóð í
hnipri upp við bflinn í klukku-
stund, áður en fyrsti bfll kom.
Hann var frá Landsvirkjun og
þéttsetinn, þannig að ég bað þá
fyrir skilaboð til vinar míns á
verkstæði í Borgamesi um að
koma og hjálpa mér. Þetta áttu
ekki að vera nema nokkrar mín-
útur í viðbót. En í stað þess að
maðurinn kæmi byrjaði síminn
að hringja og hringja inni í lok-
uðum bflnum! Hann fékk víst
ekki upplýsingar um hvað væri
að og vildi fá að vita það!“
Allt fór vel utan hvað Jóhann-
es fékk fyrir vikið viðumefnið
Hurðaskellir.
Þetta er Jakaskelfirinn Jóhannes „hurðaskell-
ir“ Guðnason og hin áberandi hæna sem sést
á myndinni er skraut á atvinnubifreið hans.
Sjáið hvað hún horfir með mikilli væntum-
þykju á húsbónda sinn!
ZF-----------^—
'í f í
DANSK
Alþingi ályktar að fela
menntamálaráðherra. Bíðum
við. Já, „að fela menntamála-
ráðherra að breyta aðalnáms
skrá þannig að enska verði
kennd sent fyrsta erlenda
tungumálið í gmnnskóla“.
Þannig hljómar tillaga til
þingsályktunar sem háttvirtur
þingmaður Ingi Björn Al-
bertsson hefur lagt fram á Al-
þingi. „Um langan aldurhefur
danska verið fyrsta erlenda
tungumálið sem böm og ung-
lingar læra í skólum. Hvílir
þessi hefð m.a. á sögulegum
gmnni,“ segir Ingi Bjöm og
honum er mikið niðri fyrir.
Réttlætingin er víst sú að það
þurfi að varðveita tengslin við
uppmna þjóðarinnar og nor
ræna menningu og hins vegar
að opna okkur leið til sam
skipta við sem flestar þjóðir.
Uppruni þjóðarinnar og
norræn menning. Ingi Bé
blæs á svona nokkuð og lái
honum hver sem vill. Ensku-
nám skilar sér „almennt mun
betur sem veganesti fyrir
framtíðina en svo rík áhersla á
nám í Norðurlandatungumál-
um,“ segir Ingi Bé.
Þetta er sko alvömþingmál
og þetta skilur Ingi Bé, búinn
að starfa við heildverslun fóð-
ur síns og skrifa köllunum
þama hjá Wliite Horse og svo
videre. Danskan flækist bara
fyrir, for pokkers. Inn með
Uncle Scrooge, út með Onkel
Joakim.
Mr. Ingi Björn Albertsson
er oröinn þreyttur á
dönskunni.
Þegar Ingi Bé mælti fyrir
tillögu sinni á þingi hvatti
hann menn til að „taka niður
miðaldagieraugun og setja
upp nýaldargleraugu" og tók
nteð sér níðþungan EES-
samning upp í ræðupúltið.
Hann sagði: „Og skyldi utan-
ríkisráðuneytið ekki gefa
hann út, ja, í fyrsta lagi á ís-
lensku? Nei. En þá væntan-
lega á fyrsta erlenda tungu-
málinu okkar, dönsku? Nei.
Þeir gera það ekki. Allur þessi
doðrantur hér er á ensku. Af
hverju skyldi það nú vera
þegar danska er fyrsta erlenda
tungumálið okkar? Því skyldi
það nú vera?“
Þegar hér var komið greip
Kristinn H. Gunnarsson
Vestfjarðaallaballi fram í:
„Det forstár jeg ikke.“ Við
skulum svo bara vona að
EES-samningurinn sé ekki
orðinn kennslugagn í
gmnnskólunum.