Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21.MAÍ 1992 15 er hýlega bu- ið að senda tvo dóma til baka til embættisins Strandgötu í Hafnar- firði þarsmn talið r að málin hafi fallið tíma. „Það er augljóst að það er hag- ur aðila dómsmála að þau gangi greiðlega fyrir sig,“ sagði Ragn- ar Aðalsteinsson, formaður Lög- mannafélags Islands. „Það hefur oft verið sagt að dómur sem kemurallt of seint sé ekkert rétt- læti. Ég býst við að félagar í Lögmannafélaginu séu almennt þessarar skoðunar. Það hafa gengið dómar um seinlæti héraðsdómara í Hæsta- rétti, það hafa komið fram at- hugasemdir, þannig að afstaða dómstólanna til þessara hluta liggur alveg fyrir. Breyting verð- ur á dómstólaskipuninni með nýju lögunum og þá búast menn auðvitað við betri tíð,“ sagði Ragnar. FINNBOGIVÍTTUR FYRIR VINNUBRÖGÐ PRESSAN hefur áður bent á óvenjulega starfshætti embættis- ins í Hafnarfirði og greindi ný- lega frá þvt' er Hæstíréttur víttí Finnboga Alexandersson dóm- ara fyrir þunglamaleg vinnu- brögð. I grein sem birtíst 2. apríl segir orðrétt: „I báðum tilfellum var Finnboga gert að taka málin upp að nýju þar sem hann hafði dreg- ið lengur að ljúka þeim en nokk- ur Iög heimila honum að gera. Hæstiréttur ómerkti þá dóma sem Finnbogi hafði kveðið upp „Við erum að bíða eftir skýrslu embættisins og dóm- arans (í Hafnarfirði), sem er á leiðinni að mér skilst," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðu- neytisstjóri í dómsmáiaráðu- neyti. og vísaði málunum aftur til með- ferðar hjá Finnboga." I dómi Hæstaréttar sem kveð- inn varupp ló.janúaráþessu ári segir að „vfta ber héraðsdómara fyrir þá stórvægilegu galla á málsmeðferð". Sem dæmi um seinagang í Hafnaríirði er hægt að taka opin- bera kæm sem Ríkissaksóknara- embættíð gaf út á hendur Ólafi Hrólfssyni, fyrrum stjómar- manni í Lögvemd, ásamt tveim- ur öðmm einstaklingum fyrir meinta fölsun erfðaskrár Magn- úsar Ólafssonar, móðurbróður Ólafs. Einnig var Valgeir Krist- insson, lögmaður og fasteigna- sali í Hafharfirði, ákærður fyrir hlutdeild í málinu. RÚMLEGA FJÖGURRA ÁRA TÖF Ákært var 18. apríl 1986 en málið ekki flutt fyrr en um fjór- um og hálfú ári seinna, eða í nóv- ember 1990. Það sama ár höfðu bréfaskriftir átt sér stað milli Ríkissaksóknara og Hafnarfjarð- ar vegna ítrekunar. Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari hafði málið með höndum og vegna persónulegra tengsla Val- geirs við embættíð sóttíst Guð- mundur eftir því að annar dóm- „Það er augljóst að það er hagur aðila dómsmála að þau gangi greiðlega fyrir sig. Það hefur oft verið sagt að dómur sem kemur allt of seint sé ekkert réttlæti. Ég býst við að félagar í Lög- mannafélaginu séu almennt þessarar skoðunar. Breyting verður á dómstólaskipuninni með nýju lögunum og þá bú- ast menn auðvitað við betri tíð,“ sagði Ragnar Aðal- steinsson, formaður Lög- mannafélags íslands. ari tæki málið að sér. Valgeir er meðal annars fýrrverandi bæjar- lögmaður. Guðmundurúrskurðaði sig frá málinu, en þær úrskurðarástæður voru ekki teknar gildar. Hann sat þvf uppi með málið endanlega og dæmdi í því. Þetta getur verið ein af ástæð- unum fyrir því að rúm fjögur ár liðu frá því ákært var þar til dóm- ur féll í málinu. „Meðferð máls- ins síðan þá er helst til óvenjuleg, svo ekki sé meira sagt,“ sagði Jónatan Sveinsson sem var sækj- andi í málinu, en óskað hafði verið eftír því að Bjöm Helgason hjá Ríkissaksóknaraembættinu tæki að sér það hlutverk en hann baðst undan því. „Afgreiðsla dómsgerða hefur dregist úr hófi frarn og meðferðin eftir dóms- uppkvaðningu. Mér sýnist sem dómurinn hafi ekki legið fyrir nema að litlu leyti, þá væntan- lega forsendur og dómsorð en ekki heildin. Ég held að það séu mörg mál af þessu tagi,“ sagði Jónatan. IIKH) TIL í HAFNAR- FIRÐI Jónatan fékk dómsgerðir og ljósrit af dómi í pósti í þessari viku, um einu og hálfú ári eftir „Það er hagsmunamál allra þeirra sem starfa að dóms- málum að farið sé eftir rétt- um lagareglum um meðferð mála. Auðvitað er það hags- munamál allra sem að máli koma og í raun grundvailar- atriði," sagði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar- lögmaður. að dómur var kveðinn upp. „Dómurinn sjálfur var birtur fljótlega eftir að hann féll, en það hefur dregist að afgreiða dóms- gerðir. Það er eitthvað verið að taka tíl þama í Hafnarfirðinum," sagði Jónatan. Guðmundur sýknaði Valgeir af ákæmnni en Olafur fékk níu mánaða fangelsi og af því vom sex mánuðir skilorðsbundnir. Vottamir tveir vom báðir sak- felldir og fengu hvor um sig fjögurra mánaða fangelsi. Þeir sem PRESSAN ræddi við töldu að málið væri að ýmsu leyti mjög merkilegt, og var þá meðal annars bent á að óvenjulegt væri að vitni væm dæmd á þennan hátt. I öðm tílfelli liðu tæp fjögur ár ffá því ákæra var gefin út þar tíl dæmt var. Það var þann 28. ágúst 1972 sem ákæra var gefin út á tvo menn og þeir sakaðir um kynferðisbrot gegn stúlkubami. Dómur var felldur 3. mars 1976 af Guðmundi þar sem mennimir vom sakfelldir. Málinu var áfrýj- að og Hæstiréttur sýknaði menn- ina 11. maí 1978. Anna H. Hamar Mðguleiki að málsmeðferðín séónýt Eins og fram hefur komið sagði Þorsteinn Geirsson, ráðu- neytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, að sér væri ekki kunn- ugt um að kvartað hefði verið undan dómsmeðferð Guð- mundar L. Jóhannessonar í nauðgunarmáli því sem PRESSAN (jallaði um í síðustu viku. Atli Gíslason lögmaður var lögfræðingur ákærða í þessu ákveðna máli. Atli reyndi ítrekað að fá dóminn sendan og sneri sér á endanum til dómsmálaráðuneytis. Því má gera ráð fyrir að ráðuneyt- inu hafi verið kunnugt um málavöxtu. „Ég hafði samband við dóm- arann nokkrum sinnum munn- lega árið 1988 og tvívegis skriflega í ársbyrjun 1989 þar sem ég spurðist fyrir um þenn- an dóm án þess að vera virtur svars,“ sagði Atli Gíslason. „Þá skrifaði ég dómsmálaráðuneyt- inu í framhaldi af því í tvígang og bað um dóminn, sem ég ekki fékk, heldur orðsendingu um tíldæmd málsvamarlaun. Atli Gíslason lögmaður Mér finnst ýmislegt benda tíl að dómsforsendur séu samdar eftír að þessi bréfaskrif áttu sér stað. Dóma skal kveða upp svo fljótt sem við verður komið, samkvæmt lögum um meðferð einkamála í héraði, sem hér eiga við. Sé það ekki gert er málsmeðferðin ónýt, enda kemur þá munnlegur flutning- ur ekki að því gagni sem ætlast ertíl.“ MAGNÚS Guðmundsson varð fyrstur Islendinga tíl að verða dæmdur fyrir alþjóðleg hryðjuverk og það í Noregi. Hryðjuverkin fólust í því að taka málstað eskimóanna og meiða um leið æru Grænffið- unga í bíó. Magnús tekur hins vegar engum sönsum og ætlar að áfrýja. Þar að auki er Magnús að verða einn alls- herjar þrætupúki því nú er hann lentur í málaferlum við leikstjóra myndaiinnar. Sú þræta snýst reyndar um pen- inga en ekki hver beri ábyrgð á ærumeiðingunum. Nú er komin skýring á góðmennsku Alfreðs Þor- steinssonar súpumanns — hann sá tvo eiturlyfjasjúk- linga í jakkafötum biðja af- greiðslustúlku í matvömbúð um mat. Spumingin er hins vegar: Gat Alfreð ekki gefið þeim vamarliðsjeppa svo við hin þyrftum ekki að borga fyrir góðmennsku hans? En nú loksins em karl- menn að fá sína vandamála- umljöllun. Sérstök ráðstefna hefur verið boðuð í lok mán- aðarins og þar mæta helstu sérfræðingar í vandamálum karlmanna eins og Sigurður SiUEvarr,Ari Skúlason, Margrét S. Bjömsdóttir, JÓHANNA Sigurðardóttir (sem ekkert aumt má sjá), Elsa Þorkels- dóttir (væntanlega fyrir hönd þeirra sem alltaf em að beija á karlmönnum), Þorvaldur Karl Helgason og Guðmund- ur Andri Thorsson fyrir hönd mjúka mannsins. Spakmæli vikunnar kom frá Áma Ragnari Ámasyni, sem varp- aði þessari spumingu fram: EES — landráð eða þjóðráð? En brottfall vikunnarer án efa það þegar ÁGÚST Einctrsson hætti sem samningamaður ríkisins. Væntanlega hefur hann verið látinn víkja eftir þau hörmu- legu mistök að semja upp á 1,7% kauphækkun. Slíkt er ekki liðið hjá ríkinu og Ágúst því látinn hætta eða þannig. Gullmoli vikunnarer hins vegar EYJÓLFUR Sverrisson, sem fékk 3,2 milljónir í aukabónus fyrir að vinna einhvem skjöld úti í Þýskalandi — spumingin er hvað hefði Eyjólfúr fengið ef hann hefði unnið almennileg- an titíl? Eyjólfúr hefur hins vegar mikla sérstöðu meðal íslenskra atvinnumanna er- lendis vegna þess að hann fær að leika með Uði sínu!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.