Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MAÍ 1992 17 u ngir framsóknarmenn halda mikinn fund á laugardag þar sem um- ræðuefnið er hvort kvótinn endar hjá kolkrabbanum. Ræðumenn eru fjórir og allir hafa þeir skoðanir á fiskveiði- málum. Fyrstur talar Einar Oddur Krist- jánsson, sem á laug- ardag verður ný- sloppinn úr stöðu for- manns Vinnuveitendasambandsins. Búist er við að Einar Oddur, sem er út- gerðarmaður. láti ýmislegt flakka um þessi mál, ýmislegt sem hann hefur ekki viljað segja meðan hann var for- maður VSÍ. Aðrir ræðumenn verða Halldór Asgrímsson, fýrr\’erandi sjáv- arútvegsráðherra. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og annar tveggja formanna nefndar sem á að fmna framtíðarlausnina í stjóm fisk- veiða, og Árni Gíslason, en hann er fyrrum skipstjóri og aðalsprautan um stofnun félags um nýja fiskveiðistjóm- un. Ráðstefna ungu framsóknarmann- anna verður í Rúgbrauðsgerðinni og er öllum opin... M eðal blaðamanna ríkir mikil óánægja með störf siðanefndar Blaða- mannafélagsins vegna úrskurða hennar um hin svokölluðu ,._barnaverndarmál“. Úrskurðir nefndarinn- ar hafa leitt til tals- verðra blaðaskrifa. Það nýjasta í þessu máli er bréf sem Páll Magnússon útvarps- stjóri. Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri og Sigurveig Jóns- dóttir, fyrrverandi fréttastjóri. skrifa til stjómar Blaðamannafélagsins vegna málsins. 1 bréfinu segir meðal annars: ..Á meðan Siðanefndin eða stjórn Blaðamannafélags íslands sjá ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á þeim ' forkastanlegu vinnubrögðum. sem lýst er hér á undan, lítur íslenska útvarpsfé- lagið hf. - Stöð 2/Bylgjan. svo á að úr- skurðir Siðanefndar séu að engu haf- andi.“ Þena ætti ekki að misskiljast... E J—/nn hafa engar greiðslur verið inntar af hendi vegna tónleika Bryans Adams. en sem kunnugt er var fjölda fólks lofað endurgreiðslum vegna fyrri tónleikanna. sem féllu niður. I upphafi héldu forsvarsmenn Borgarfoss, sem hélt tónleikana. því fram að endurgreitt yrði um leið og erlent tryggingafélag greiddi út tryggingaféð. Nú er ljóst að það verður ekki. þannig að ekkert fæst upp í þær rúmlega tvær milljónir króna sem Borgarfossmenn þurftu að greiða... að hefur varla farið framhjá nein- um að Evjólfur Sverrisson er Þýska- landsmeistari í fótbolta. Eyjólfur ku hafa staðið sig vel í vetur. Áð minnsta kosti lék hann flestalla leiki liðs sfns, en það er meira en sagt verður um flesta aðra íslenska atvinnumenn. Hitt vakti athygli að Eyjólfur. sem slapp við al- varleg meiðsl í allan vetur, er nú á sjúkralista þar sem hann kjálkabrotnaði í fagnaðarlátum eftir að sigurinn vannst... LÁTTU ÞÉR EKKILEIÐAST Þessi frábæri leikur (TETRIS) fæst nú í vasatölvu. • 10 STYRKLEIKAS7IG • HLJÓÐROFI. • SÝNIR BESTA ÁRANGUR Á SKJÁ. • VERÐ AÐEINS KR. 2.990,- PÖNTUNARSÍMI: 651297 GKVILHJÁLMSSON Smyrlahraun 60, 220 Hafnarfjöröur i TRAUSTASTI TJALD- Með þennan tjaldvagn ert þú viss um þottþétt ferðalag. Þú tjaldar öllu, fortjaldi og svefntjöldum á sviþstundu og nýtir tímann í lífs- , gleðjandi verkfekki heilabrot um k hvernig súlur raðist saman!). ) / eldhúskassa er gaseldavél og , \ vaskur. ' ( Verð kr. 409.500,- Co«c° Can‘P Grunnutgafan af Camþ-let þar sem allir kostirnir birtast: áfast fortjald og eldhúskassi, tvö siálfstœð svefntiöld o. fl. o. fl. Verð kr. 342.800,- Can‘^et A/JO/lo Ca‘“P Flaggskiþið frá Camþ-let. Santi- kallaður lúxustjaldvagn m.a. með innbyggðum ísskáþ, eldavél og vaski með retinandi vatni. Toþþ- urinn í tjaldvögnum. Verð kr. 454.100,- VAGNINN ER EINNIG Á FRÁBÆRU VERÐI hartnær 20 ár hefur Camp-let séð okkur Islendingum fyrir framúrskarandi tjaldvögnum, — þeir elstu eru enn við hesta- heilsu og í stöðugri notkun. Reynslan hefur sýnt að heppi- legri tjaldvagn er vart hægt að fá fyrir okkar aðstæður. I ár eru nýju Camp-let tjald- vagnarnir hlaðnir spennandi nýjungum og fallegu útliti og verðið hefur aldrei verið betra. Boðið er upp á hagstæð greiðslukjör, 25% útborgun og eftirstöðvar á allt að 30 mánuðum. Umboðsaðilar: B.S.A. hf. Akureyri, sími 96-26300, Bílasalan Fell, Egilsstöðum, sími 97-11479. Gísli Jónsson & Co. Sundaborg 11 Sími 91-686644

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.