Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MAl 1992 V E U U M V I S> I S L E M S K T ? Minnaíslenskt haffi Getur verið að gamli, góði Bragi sé að víkja fyrir alls kyns útlendu kaffi með nöfnum sem enginn kann að bera fram? Árið 1978 átti íslensk framleiðsla 94 prósenta hlutdeild í sölu á kaffi inn- anlands. Þetta hlutfall hefur farið hrað- minnkandi síðustu ár þar til íslenska kafftð komst loks í minnihluta í fyrra með aðeins 43 prósenta hlutdeild. Götusteinninn, sem undan- farin ár hefur verið sá allra vinsælasti, fæst nú í þremur stærðum. Nú getur þú valið þrjár stærðir í sömu lögnina, allt eftir smekk. Það eru ekki allir á eitt sáttir um hvort ferðaþjónusta telst til iðnaðar eða ekki. Það þykir ekki gott að kalla þessa starfsgrein ferðaiðnað, heldur þykir betra að nefna hana ferðaþjónustu. Ef allir eru sammála um það má síðan deila um hvort þjónusta er iðnaður eða ekki. Hippurí trjðvöru Ef marka má tölur frá Þjóðhagsstofn- un eru engir iðnaðarmenn duglegri en þeir sem starfa í trjávöruiðnaði, að minnsta kosti í hlutfalli við verðmæti framleiðslunnar og kostnaðirrri vrð gerð hennar. Framleiðni vinnuafls í þessari grein jókst nefnilega um 70 prósent á árunum 1981-1989, en næst kom ál- og kísiljámframleiðsla með 36 prósenta framleiðniaukningu. Á sama tíma minnkaði hins vegar framleiðni í stein ÚTIVIST OG fyrír fólk á öllum aldrí! ÚTIVIST OG HREYFING er heiti á nýju og fjöl- breyttu námskeiði hjá MÆTTI. Hér er á ferð- inni skemmtilegt og fjölbreytt námskeið, þar sem hreyfing og útivist er sett í rétt samhengi. Hér er ekkert kynslóðabil - námskeiðið hentar fyrir fólk á öllum aldri. Sem fyrr segir er námskeiðið mjög fjölbreytt. Meðal annars er gengið og skokkað, farið í leikfimi og þolþjálfun, gerðar teygjuæfingar, farið í fjallgöngur, sund og golf. Þátttakendur fá faglega næringarráðgjöf, það verður meira að segja farið í hestaferð og veiði. Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur alls. Kynningarfundur og skráning fer fram í MÆTTI, Faxafeni 14, þriðjudaginn 26. maí kl. 19.30, sími 689915. V I L J I • V E L L í Ð A N FAXAFENI 14, 108 REVKJAVÍK, SÍMI 689915 efnaiðnaði um 10 prósent. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík átti og rak Iðnskólann í Reykjavík til ársins 1955, þegar skólinn flutti í núverandi húsnæði á Skólavörðuholti, en þá tók ríkið við rekstrinum. Launahlutfall íiæstí malmsmíöi Fyrirtæki í málmsmíði borga hlut- fallslega mest í laun og launatengd gjöld eða að meðaltali 44 prósent af rekstrartekjum síðasta áratuginn. Næst- hæst var þetta hlutfall í trjávöru- og pappírsiðnaði, 35 próscnt. Lægsta hlu- fallið meðal iðnfyrirtækja var í mat- vælaiðnaði öðrum en fiskvinnslu og í ál- og kísiljámframleiðslu, um fimmtán prósent. I Iðnskólanum í Rcykjavík em kenndar um þrjátíu greinar. Alls stunda rúmlega átján hundmð nemar nám við skólann, þar af em 1.574 í dagnámi og 244 í kvöldnámi. Sðíudrátturí útflutninpi Útflutningur iðnaðarvara sem hlut- fall af heildarvömútflutningi var minni á síðasta ári en nokkm sinni síðustu tvo áratugi, um sautján prósent í stað vel yfir tuttugu prósenta árin áður. Mest munaði um samdrátt í útflutningi á áli og kísiljámi. Þetta hlutfall var hæst árið 1983, þegar iðnaðarútflutningur var tæp þijátíu prósent heildarinnar. Innan Iðnskólans í Reykjavík er unnið að gæðastjórnun. Skólinn fékk 800 þúsund króna styrk frá menntamála- ráðuneyti til þess á þessu ári. Toff prosent ársverkaí iðnoði Árið 1970 voru ársverk í landinu samtals 81.700 og þar af í iðnaði um 12.400 eða fimmtán prósent hcildarinn- ar. Á árinu 1989 vom heildarársverk í landinu orðin 126.000, en í iðnaði vom þau þá 16.200 cða innan við þrcttán prósent. Áætlanir bcnda til að þau hafi verið orðin um tólf prósent hcildarárs- verka árið 1990. Það var um 1860 sem fyrst var farið að kenna iðn á Islandi. Þá vom einungis kenndar bóklcgar greinar svo sem ís- lenska og stærðfræði. Kennslan var á vegum einkaaðila. Um 1890 var farið að kenna teikningu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.