Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MAÍ 1992 ÉHÍpfH Ég fann glöggt að þar sem ég er stödd sem dansari hlýt ég að vera stödd á sömu slóðum sem mann- eskja. Síðustu þrjú ár hef ég ver- ið að gera upp fortíð mfna sem dansari og manneskja. Ég písk- aði mig áfram með fullkomnun- arþörf og hafði gleymt að leika mér. Ég er að læra það aftur. Svona uppgjör er í upphafi ekki sérlega meðvitað þangað til ég rak mig á veggi og það er sárt að rekast á veggi. Ballett er dásam- legur þegar vel er gert. Ég hef notið þess að vera dansari, ball- ettinn er mikilvægt tjáningar- form sem hefur gefið mér gleði, aga, staðfestu, tilgang. En þegar ég er að gera upp ýmsa þætti finn ég fyrir uppreisnaranda sem er skapandi. Uppreisn mín birtist í því að ég vil ekki lengur vera þæg og góð og vil fá leyfi til að skoða allt uppá nýtt.“ ERTU SVONA KONA OG ANDI í RÓLUNNI Ég vil ekki fara ofaní kjölinn á dönsunum sem ég sýni en fyrra verkið, „Ertu svona kona“, fjall- ar um hvemig konan lifir fyrir drauminn með manninum. Mað- urinn verður takmark. Mér finnst við oft trúa því að það sé ást að lifa og fóma sér fyrir aðra mann- eskju. Þegar konan í dansinum segir: Ég elska þig, er hún í raun að segja: Elskaðu mig! Við emm oft einmana og ófullnægð og höldum að með því að einhver elski okkur hverfi einmanaleik- inn og lífið verði fullnægja. Til að einhver elski okkur veljum við að lifa fyrir hann, gleymum sjálfum okkur og lendum í víta- hring. Ég upplifi ástina sem ffjó- samt afl en hún er tærandi og ét- ur okkur upp þegar við veitum henni í þennan farveg sem ég var að lýsa. Ég hef upplifað það sjálf. Hitt verkið, „Andinn í ról- unni“, er um tengsl æsku og elli. Það er forvitni sem rekur mig áfram. Ég vil vita eitthvað um ellina." ÆVINTÝRIAÐ SKAPA EITTHVAÐ NÝTT ,£g heimsótti elliheimili, það var meiriháttar reynsla. Fólkið var einsog böm, sterkt í tilfinn- ingalegri tjáningu. En það var mismunandi statt, enda trúi ég þeirri kenningu að ef við eigum erfiða æsku og vinnum ekki úr því, þá verði ellin erfið. Það var magnað að sjá hvemig sumir höfðu valið sér tímaskeið í lífi sínu að dvelja í. Og mér finnst sorglegt þegar fólk lifir heilu lífi og endar í örvæntingu. En hins- vegar held ég að ekkert sé fal- legra en gamalt fólk sem er sátt þótt það hafi orðið fyrir mótlæti. Herdís dansar með mér þar, hún er mjög jákvæð og ég er glöð yfir að hún skuli vilja vinna með mér. Við emm saman í Ta’chi, sem er kínversk leikfimi sem ég kynntist þegar ég hætti að dansa í tvö ár. Hún byggist á öndun og flæði og opnaði augu mín fyrir mikilvægi orku í hreyf- ingu. Svo sótti ég námskeið í út- löndum í spuna og nútímadansi, symbólisma og gömlum hreyf- ingum. Með því að byggja mig þannig upp varð ég tilbúin að kasta mér útí það sem mig hafði lengi langað til. Það er einsog að þora að synda í sjónum í fyrsta sinn.“ ÉG ER AÐ BRJÓTA GAM- LARREGLUR Ég hrökk upp um þrítugt; ég hafði dansað í 22 ár og hugsaði alltíeinu í gegnum magann: „Hver er ég? Hvemig vil ég dansa.“ Ég hef alltaf lagt áherslu á að hlusta á annað fólk. Það hef- ur nánast verið dyggð hjá mér að taka ekki of mikið pláss í sam- skiptum. Nú erég að brjóta ýms- ar svona gamlar reglur, leyfa mér að fá rými. Mér finnst gam- an að vera með mér og samskipt- in við aðrar manneskjur verða skemmtilegri. Það verður sam- tal. Ég vil fá leyfi tilað horfast í augu við að ég er ekki fullkomin, hef ýmsar hvatir, bæði jákvæðar og neikvæðar. Svona breytingar byija ekki á einum degi, ég veit ekki hvar það byijaði en það þró- ast í samhengi við mitt persónu- lega líf og skilar sér í dansinum. Ég er að komast nær mér sem persónu, það er sterk upplifun. Það felur í sér áhættu að koma ffam með það sem ég á í fartesk- inu en ég trúi að það sé leiðin. I dansinum er ég að freista þess að ná jarðsambandi og ráð- legg þeim sem eru að læra ballett að hafa meiri jörð í nestispakk- anum og leggja áherslu á sjálf- stæði sitt sem listamenn. Ég hef verið í dansflokki þar sem allir voru settir í eitt bökunarform og komu eins úr ofninum. Mér fannst það táknrænt að þegar ég stóð á stönginni í æfingasalnum blasti við mér hurð á neðanjarð- arbyrgi hússins. Mér leið einsog ég væri inm byrginu og kæmist ekki út.“ HREYFING KEMUR FRÁ SÁLEMNI „í vetur hef ég labbað inní stúdíó á hveijum degi og treyst því að eitthvað gerðist. Og það gerist! Stundum erfitt en oftast gefandi. Spunavinna er svo skemmtileg að mig dreymir um að nota hana hráa á sýningu. Ég vinn þannig að ég byija á því að finna tilfinningu og finn svo hreyfingu útfrá henni. Svo hjakka ég í hreyfingunni og upp- götva stundum eftir ákveðinn tíma að tilfinningin er týnd í sporum. En það er þessi leit að formi og tjáningu sem skiptir mig máli. Stanislavski sagði: „Hreyfing kemur ekki frá líkamanum, hreyfing kemur frá sálinni." Það er einmitt það sem ég er að leita að. Ef tilfinningin er sönn gerast spennandi hlutir. í ballett ríkir ströng fagurfræði, vissir hlutir sem má gera, en það sem ég vil gera krefst annarrar fagurfræði. Mér finnst það fallegt sem er gert í einlægni og von mín er sú að ef ég er einlæg skili það sér.“ OF MARGAR RJÓMA- TERTUR „Þama mætast tveir heimar sem ég er þakklát fyrir að geta sameinað, minn gamli ballett- heimur, sem byggist á aga og formi, og hinsvegar jarðbundin sköpunarlist. Ég meina tilfinn- ingalega jarðbundin þannig að það birtist í dansinum. Ballett hefur þessa mynd að fljúga, vera léttur. Ég er leita eftir jörðinni, finna bominn í sjálífi mér. Síð- ustu ár mín sem klassískur ball- ettdansari fannst mér stundum að ég væri í fötum sem pössuðu mér ekki. Það er einsog í sumum veislum; of margarijómatertur. En þegar ég er að leita að til- finningum í vinnu minni gengur það auðvitað misjafnlega. Ég held það sé þjálfun að komast í snertingu við tilfinningar sínar. Þegar ég hef ekki gengist við því í mörg ár að ég er reið því ég vildi vera góð og þæg Dimma- limm hef ég smámsaman orðið hrædd við reiði og þá getur það kostað átök að þora að vera reið.“ AÐSÝNASIGÖLLUM HINUM ,,Ég hef kynnst því í gegnum bömin mín að tilfinningaleg upplifun er ekki til fyrren hún er tjáð. Dóttir mín, sem er eins árs, þarf meiraðsegja að sýna okkur hvemig hún gerir í koppinn, ég held að allir foreldrar kannist við það. Ég er auðvitað ekki að segja að við eigum að ganga svo langt, en við erum sköpuð fyrir samfé- lag, til að sýna hvert öðm hvem- ig við emm, í gleði og sorg. En þróun okkar á leið til fullorðins- ára er oft sú að við finnum ástæðu tilað tjá okkur ekki. Það er engu líkara en við trúum því að eitthvað hræðilegt gerist ef við sýnum tilfinningar okkar. Ég held við höfum glatað traustinu. Ég er að glíma við þetta sem listamaður og manneskja, að sýna hver ég er og þora að standa við það. Og þegar ég tjái eitthvað fyrir sjálfri mér er það ekki full- Auður Bjamadóttir ballett- dansari er með þekktari og vin- sælli dönsumm okkar. Hún hef- ur dansað frá átta ára aldri. Segist vera alin upp í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur dansað í gylltum söl- um og undir hvítum jöklum. Hún dansaði við Helga Tómas- son á sínum tíma. Auður er fín- gerð og gáfuð með forvitinn svip. Hún er ekki hætt að dansa, segir að kannski dansi hún þang- að til hún verður hundrað ára. Á Listahátíð heldur hún sýningu á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu á dönsum sem hún hefur samið. Hún hefur fengið Herdísi Þor- valdsdóttur til liðs við sig. Tón- list semur Hákon Leifsson, hljómsveitarstjóri og organisti fyrír austan fjall. ÉG DANSAÐIFYRIR JÖKLANA „Þegar ég bjó á Homafirði í fyrra, þar sem náttúmfegurð er stórbrotin, skynjaði ég mig sterkt sem dansara en fann jafnframt fyrir einangrun. Þessi aðstaða varð sterk mæting við sjálfa mig. Ég er hér, hugsaði ég, og spum- ingin var að dansa eða dansa ekki. Það var alfarið mitt mál. Svo dansaði ég á myndlistarsýn- ingu og á Sjómannadaginn, sem var eins hátíðlegur og jólin. En ég fann fyrir hroka fyrst og spurði mig hvort þetta væri nógu fínt fyrir ballerínu einsog mig. Sú spuming hvarf fljótlega fyrir annarri: Mun ég dansa nógu vel? Ég hef dansað í einu fallegasta leik- húsi Evrópu, sem er djásn, en þama dansaði ég undir berum himni og jöklamir gínandi allt í kringum mig. Ég var í tengslum við umhverfi mitt í dansinum og fann sterkt að ég var Islending- ur.“ VIL EKKILENGUR VERA ÞÆG OG GÓÐ „Dansarinn í mér fann nánara samband við mig sem persónu. PRESSAN/Jim Smarl komnað fyrr en ég hef tjáð öðr- um það.“ LÍFSÞRÁ OG GOÐSAGNIR ,Ég var tilfinningalega lokuð en gat tjáð lífsþrá mína í dansin- um, sem ég gat ekki tjáð annar- staðar. Ég er ekki sammála því að listamenn þurfi að vera bældir til að geta tjáð sig sterkar í list sinni. Breski leikarinn John Gi- elgud sagðist ekki vilja kynnast sjálíum sér of mikið, — þá hyrfi mystíkin. Ég held þetta sé goð- sögn sem gerir mörgum lista- mönnum erfitt fyrir. Dansinn er abstrakt form og ef ég ætla að koma tilfinningu til skila í því formi verður hún að vera skýr. Ef ég vil segja á sviðinu „elskiði mig — ég er hrædd við ykkuri' verður það að vera ljóst. Svo er auðvitað ekki nóg að tjá bara til- finningar, eftir er að búa til lista- verk þar sem form og tjáning haldast í hendur.“ GET DANSAÐ100 ÁRA EF MIGLANGAR „Svo máttu ekki misskilja orð mín svo að ég sé alfarið á móti klassík. Það eru til margir dá- samlegir klassískir ballettar. Mér finnst sorglegt hvað íslendingar hafa farið á mis við góðan ballett en hinsvegar finnst mér oft að vegna þessarar einangrunar sé fólk hrætt við nýja hluti. Margir eru þó tilbúnir að taka á móti á öðrum forsendum. í leikhúsi eru það ekki bara léttlyndir farsar sem ganga. Ef eitthvað snertir fólk, þá gengur það. Klassíski ballettdansarinn er yfirleitt búinn að vera um fer- tugt. Það er einsog að koma að stoppmerki í einstefnugötu og það er erfitt fyrir marga. En ég finn fyrir miklu þakklæti, ég hef verið að finna nýjar leiðir og get um leið notað bakgrunn minn sem klassískur dansari. Og með því að ég gef mér aðrar og nýjar forsendur í dansinum get ég haldið áfram að dansa og dansa og dansa og dansa... Elísabet Jökulsdóttir ,Svo er auðvitað ekki i tilfinningar, það verði listaverk þar sem form c haldast i hendur." k

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.