Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MAÍ 1992 Hún heitir Eydís Eyjólfs- dóttir, er 23 ára, á öðru ári í hárgreiðslu en er líka dans- og módelkennari. Eydís er eld- heitt en jafnframt Ijúflynt Ijón og er á föstu. Hvernig er að vera hár- greiðslunemi? „Rosalega gam- an.“ Hvað kanntu að elda? „Ég geri það sem mér finnst gott; pizzur, lasagne, grilla kjöt... en ég er ekki neinn rosalegur kokk- ur.“ Hvar á Islandi myndir þú helst vilja búa? „Hvergi annars staðar en í Reykjavík." Hefurðu lesið biblíuna? „Ég get nú eiginlega ekki sagt það.“ Gætirðu hugsað þér að reykja hass? „Nei, aldrei, og ég er ekki hrifin af neinu svoleiðis." Sefurðu í náttfötum? „Það er misjafnt, en yfirleitt ekki.“ A hvaða skemmtistaði ferðu? „Aðallega í Ingólfscafé eins og er.“ Er líf eftir dauðann? „Ég myndi halda það.“ Ef ég gæfi þér fyrir fegrun- araðgerð, hvað myndirðu helst láta laga? „Tæmar á mér, það er engin spuming. Þær eru hrylli- legar.“ Horfirðu mikið á sjónvarp? „Nei, mjög sjaldan.“ Segirðu oft brandara? ,Já, við erum bara í því í skólanum.“ Hvaða orð lýsir þér best? „Hef ekki hugmynd um það.“ Veistu hvað þú ætlar að verða? „Hárgreiðslukona og ef til vill kenni ég eitthvað dans með því.“ Hefurðu áhuga og skoðanir á stjórnmálum? ,£kkert gífur- legan áhuga og finnst það ekkert geggjað. Ekki beint mín hlið.“ Djöfull er langt síðan íslend- ingar hafa orðið heimsmeist- arar í einhverju og helvíti eru litlar líkur til þess að þeir verði það á næstunni. Það er þvt ekki von á neinum veislum t Leifsstöð og það má ekki búast við að maður fái tglas á næstunni bara fyrir að vera Islendingur. Einu fögnuðimir nú til dags eru þegar eitthvert húsið er vígt. Og þá vaktar löggan svæðið, eins og þessi hús séu bara fyrir suma og veiting- amar og vínið ekki ætluð öllum. Sígaunahljómsveitin Gipsy Kings þjófstartar Listahátíð f Laugardalshöll miðvikudaginn 27. maí. Listahátíð þjófstartar með stórtónleikum Gipsy Kings í Laugardalshöll á miðvikudags- kvöld. Hljómsveitin er þekkt fyr- ir heita sígaunatóna og er víst al- veg óviðjafnanleg stemmning á konsertum segja þeir sem upplif- að hafa. Gipsy Kings em af spænskum uppruna og rekja ættir sínar til þekktra tónlistarætta ffá norður- hluta Spánar, en sjálfir urðu þeir að mönnum handan landamær- anna í suðvesturhluta Frakk- lands. Þeir urðu heimsffægir fyr- ir lag sitt Bamboleo, árið 1988, og óskir um tónleikahald fóra að streymainn. Þeir era kunnir fyrir að koma áhorfendaskaranum til að dilla sér í takt við tónana, sem virðast falla flestum aldurshópum í geð, jafnt unglingum sem miðaldra. Þessir blóðheitu gítaristar og söngvarar hafa selt plötur sínar í tugþúsundum eintaka og hvar- vetna notið mikilla vinsælda. BAROKK, RÓMAN- TÍHOC KLA55ÍK í HAFNAR- BORC Á sunnudagskvöld verða haldnir kammertónleikar í Hafn- arborg þar sem flutt verða sónata eftir G.F. Hándel, strengjakvin- tett eftir L. Boccherini og strengjasextett efitir J. Brahms. „Þama verður flutt eitthvað fyrir alla og mikill fjölbreytileiki verður bæði í verkum og flytj- endum,“ segir Gunnar Kvaran sellóleikari. „Við spilum barokk, vfnarklassík og rómantíska tón- list.“ Verk Hándels var uppruna- lega samið fyrir tvær fiðlur en verður flutt af tveimur sellóum Sellistinn kunni, Michael Rudiakov, veröur sérstakur gestur á kammertónleikum í Hafnarborg á sunnudagskvöld, ásamt Sigrúnu Eövaldsdóttur, fiöluleikara. Flutt veröa verk eftir Brahms, Hándel og Boccherini. og píanói á tónleikunum. ,J>etta er mjög áferðarfallegt verk og klæðir sellóið vel,“ segir Gunn- ar. Boccherini samdi ógrynni kammertónlistar og var sjálfur sellóleikari en verkið sem flutt verður er eitt hans frægustu verka. „Brahms samdi aðeins tvo sextetta og þetta er hinn fyrri þeirra." Flytjendur á tónleikunum era fiðluleikaramir Sigrún Eðvalds- dóttir og Roland Hartwell, Guð- ný Guðmundsdóttir og Graham Tagg á lágfiðlu, Gunnar Kvaran og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló auk þekkts sellóleikara, Michaels Rudiakov, sem er sér- stakur gestur. Píanóleikari verð- ur Steinunn Bima Ragnarsdóttir. Tónleikamir heljast stundvís- lega klukkan átta. VÍNIP Sigurjón Valdi- marsson ritstjóri „Mitt uppáhalds\’ín erþýskt og heitir Heidegeist, eða Heiðar- draugurinn. Ég smakkaði það fyrst þegar við hjónin voruni stödd í Luneburg. Pannig var að við voruni að borða á veitinga- stað. Viðfengum mikinn og góð- an mat, það mikinn að við œtluð- um ekki að geta klárað. Pegar veitingamaðurinn kom til að spyrja hvernig smakkaðist sögð- itm við honum það og tókum fram að við gœtum varla klárað. Pá sagði hann „ Heidegeist“ ogfór við s\’o búið. Hann kom aftur með tvö fryst staup og gaf okkur að drekka. Pegar við höfðum lokið máltíðinni var okkar fyrsta verk að leita að verslun sem seldi Heidegeist." DINNER Guðrún Hrund Sigurðardóttir fatahönnuöur, kennari, blaða- maður og sýslumannsfrú Coco Chanel til að komast að leyndar- málum hennar Donna Karan tískuhönnuður til að kynnast henni og læra af henni „Blúndurnar níu“ til að rifja upp frábæra Parísarferð Mickey Rourke af því hann er svo sjarm- erandi og sexí Nigel Kennnedy til að sjá um tónlistina kokkurinn af veitinga- húsinu Siam til að elda jafn frábæran mat og ég fékk þar um daginn þess ætlast að afgreiöslufólkið viti hvað þeir vilja. Staðurinn er (sem bet- ur fer) ekki sama listamannahæli og áður var, en þaö er mikiö lagt upp úr þvi að menn séu víðlesnir og fyndnir. Kaffið er það besta í bænum og það er engin ábót veitt. Og það er ekki sama á hvaða tíma dags er komið. Tiltekinn hópur kemur í morgunkaffi, annar í há- deginu, sá þriöji eftir hádegi og svo framvegis. Aðalástæðan fyrir því að menn sækja Mokka er þó ekkert frek- ar kaffið, heldur fremur það aö menn vilja kíkja í blöðin og hitta ,sitt fólk“ til skrafs og ráðagerða. Slúörið er út af PLATAN TRACY CHAPMAN MATTER OFTHEHEART Tracy náöi ótrúlegum vinsældum meö fyrstu plötu sinni en var næst- um gleymd eftir aöra plötuna. Matter of the Heart erþriöja platan og eins og svo oft meö þriöju plötuna þá er listamaöurinn fullmót- aöur. Platan er betri en hinar báöar; gagnrýnin þjóöfélagsádeila en meö ferskum blæ og grípandi lögin meö hennar sérstaka hætti. ______Færöaf 10. fyrir sig ekkert verra eða betra en ger- ist annars staöar í bænum, en þaö er yfirleitt mun gáfulegra. LEIKHÚS • Þrúgur reiöinnar í sviösetningu Kjartans Ragnarssonar á sígildu verki Johns Steinbeck er meö vinsælustu sýningum síðastliöin ár (þótt sumir segi að það sé allt KK að þakka). í kvöld verður fertugasta sýningin og það verður áfram sýnt fram til 21. júní. Þegar er Ijóst að það verður ekki sýnt á næsta leikári, svo nú fer hver að verða síöastur aö kýla á það. Þaö er hins vegar hægara sagt en gert því það er allt uppselt langt fram í tímann. Ráðið er hins vegar að brenna inn í Borgarleikhús með seðla í lúkunum, því ósóttar pantanir eru seldar þremur dögum fyrir sýningu. • Elín, Helga, Guörföur eftir Þórunni Sigurðardóttur í Þjóðleikhúsinu er lika (til allrar hamingju) að renna sitt skeið svo það fer líka hver aö verða síðastur að sjá þá sýningu. Að vísu er stykkið svo vont, að þaö sést á sumum leikur- unum hvaö þeim líður illa með textann á vörunum, en þaö er allt í lagi. Maður þarf að sjá slæm leikrit öðru hverju til aö geta stundaö virka samanburöar- leikhúsfræöi. Á hinn bóginn er leik- myndin afar skemmtileg, enda Norð- maður sem sér um hana, og það ligg- ur við að hún sé leikhúsferöarinnar virði. MYNDLIST • Ólafsbörnin Guðrún E„ Sverrir og Stefán gangast fyrir sameiginlegri myndlistarsýningu í Galierí Borg, sem hefst í dag klukkan 17.00 (ókeypis kræsingar og freyöivin). Sverrir er reyndar betur þekktur sem tónlistar- maðurinn Sverrir Stormsker, en i myndlistarhamnum gegnir hann nafn- inu Svenó Stormsker. Svenó annaöist kynningu á sýningunni, en í fréttatil- kynningunni segir meðal annars aö myndir Guðrúnar E. séu litríkar, þó ekki verði hið sama sagt um persónu- leikann, að Sverró sjálfur hafi fengist við olíu allt frá því hann afgreiddi benz- ín hjá Essó, og að Stefán sé óþarft aö kynna, enda honum fyrir bestu að vera ókynntur og óþekktur áfram. Guörún þrykkir silki en Stefán fæst viö skúlp- túra. • Menntamálarábuneytið viö Sölv- hólsgötu 4 stendur þessa dagana fyrir myndlistarsýningu í húsakynnum sín- um. Þar sýnir Elín Magnúsdóttir olíu- málverk og vatnslitamyndir, Tryggvi Torfi“ Hansen sýnir tölvugrafík og Elin- borg Guðmundsdóttir, Margrét Sal- ome Gunnarsdóttir og Sigrún Gunn- arsdóttir sýna leiriistaverk. Sýningin er opin frá klukkan 8.00-16.00 alla virka daga. ÓKEYPIS Það er orðið svo gott veður aö þaö er hægt að fara aö sinna útivist af ein- hverju viti. Og hún þarf ekki aö kosta neitt. Það er hægt að ganga upp Ell- iðaárdal, fara út á Nes eða iöka hina fomu list aö ganga eftir hitaveitustokk- um, þar sem þeir eru enn ofan jarðar. Þeirri gönguför er svo hægt að Ijúka (og hefja) í Perlunni með ókeypis út- sýni yfir Reykjavik og næstu bæjarfé- lög utan siömenningar. Nenni menn þessu ekki er hægt að fara inn í Laug- 1 2 3 4 5 1 6 7 8 9 10 ' ■ " 12 ■ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 1 46 47 ■ 48 49 ■ 50 51 ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT 1 bala 6 stórfiskum 11 kindarskrokkur 12 festa 13 menn 15 höfðingja 17 skordýr 18 dyraumbúnaður20erfðavísir21 klettanef 23 gagnleg 24 snáða 25 æddi 27 harðsnúið 28 masa 29 listum 32 snatts 36 dá 37 karlmaður 39 leikföng 40 hyskin 41 stinningskaldinn 43 eyða 44 blik 46 þvaðrar 48 þefa 49 nöldur 50 kvabbar 51 línu LÓÐRÉTT 1 aðþrengda 2 máttleysi 3 kyrrð 4 venja 5 viðfelldin 6 himintungl 7 skræki 8 tímabil 9 planta 10 öflugt 14 kvennmannsnafn 16 brúki 19 aldin 22 varúð 24 brask 26 lykt 27 hross 29 gráðug 30 þjáning 31 bókinni 33 dvergsnafn 34 blika 35 drabbs 37 rólegar 38 blóts 41 skvetta 42 tarfur 45 saur 47 hljóð

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.