Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21.MAI 1992 M E N N Byggingarverktakarnir Tóftir hf. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar Hœttur að hlýða og farinn að rífa kjaft Mikill skörungur er hann Þórður Friðjónsson þessa dag- ana. Þorsteinn Pálsson var ekki fyrr búinn að leggja efnahagsað- gerðir sínar fyrir Kristján Ragn- arsson og fá samþykki hans en Þórður ryðst fram til að segja að þær séu húmbúkk. Honum hefur meira að segja tekist að gera þær hlægilegar án þess að nota klisj- Menn voru ekki síður hissa vegna þess að hingað til hefur Þórður ekk- ert verið að ybba gogg við ríkis- stjórnir. Hann hefur yfirleitt sagt alveg það sama og ráðherr- arnir. Hann hefur bara talað aðeins hægar en þeir. umar „að pissa í skóinn sinn“ eða ,',að lengja í hengingarólinni“ og á hann sérstakt hrós skilið fyr- ir að hafa sleppt þeim. Með því hefur hann hleypt nýju lífi í um- ræðuna um sjávarútvegsvand- ræðin. Það er skiljanlegt að þessi mótmæli Þórðar kæmu mönnum dálítið á óvart. Það hefur ekki verið til siðs að menn mótmæli því sem Kristján Ragnarsson samþykkir — nema þá helst í leiðurum Moggans. Hingað til hefur það sem Kristján segir gott fyrir sjávarútveginn verið full- gott fyrir hann. Það sést til dæm- is á því að ekki var búist við neinum vandkvæðum niðri í þingi með þetta fmmvarp hans Þorsteins, úr því Kristján var ánægður með það. Þess vegna kom það á óvart að Þórður skyldi hafa eitthvað við þetta að athuga. Menn voru ekki síður hissa vegna þess að hingað til hefur Þórður ekkert verið að ybba gogg við ríkisstjómir. Hann hef- ur yfirleitt sagt alveg það sama og ráðherramir. Hann hefur bara talað aðeins hægar en þeir og notað fleiri orð úr hagfræðinni. Þegar Þórður var formaður stjómar Framkvæmdasjóðs setti hann þannig sjóðinn á hausinn bara af því að ráðherramir vildu það. Ef þeir vildu láta peninga í vonlaust fiskeldi þá gerði hann það og ef þeir vildu henda þeim í Alafoss gerði hann það líka. Og hingað til hefur Þórður unnið eftir sömu reglu sem for- stjóri Þjóðhagsstofhunar. Ef ráð- herramir vildu fá Iága verð- bólguspá spáði Þórður lítilli verðbólgu. Og ef ráðherramir vildu fá bjartsýni í þjóðfélagið spáði Þórður bjartari tíð með haustinu. Þórður hefur farið það mikið að vilja ráðherranna að haft er á orði að þjóðhagsspár hans séu fínar — það vanti bara þjóð sem eigi við þær. En nú hefur Þórður auðsjáan- lega snúið við blaðinu. Þegar enginn þeirra sem áttu að fá þrjá milljarða úr verðjöfnunarsjóði kvartaði þurfti hann endilega að gera það. Ef hann heldur áfram þessari óþekkt er aldrei að vita nema hann fari að spá rétt. AS FYRmmiB mwiAB BBMKBHMMm Tóftir í Auðbrekku 22. Lokað og innsiglaö og erfitt aö finna aöstandendur. Bæjarsjóöur Kópavogs var meö uppboðskröfu, en dró hana tii baka. Eigandi fasteignarinnar er skráöur Ingvar Mar hf., í eigu sömu einstaklinga. Byggingarverktakafyrirtæk- inu Tóftum hf. í Kópavogi hefur verið lokað og það innsiglað vegna skattskulda. Forráðamenn fyrirtækisins hafa gefist upp á misjafnlega langt komnum verk- efnum á nokkmm stöðum á höf- uðborgarsvæðinu og í sumum tilfellum talið að það illa hafi verið staðið að framkvæmdum að til málshöfðunar gæti komið. Fyrirtækið var til húsa í Auð- brekku 22, sem er í eigu annars Iilutafélags sömu aðila, en hús- næðið var innsiglað fyrir skömmu vegna vanskila á stað- greiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti. Frá því í haust hafa engar skýrslur borist yfir- völdum, sem hafa þess í stað áætlað gjöld á fyrirtækið. Fyrir tímabilið frá því í september 1991 til og með febrúar 1992 var búið að áætla á fyrirtækið tæp- lega milljón vegna staðgreiðslu, um 160 þúsund vegna trygg- ingagjalds og alls 7,5 milljónir vegna virðisaukaskatts. Itreka Sóiheimar 25. Fyrrum gjaldkeri húsfélagsins hefur veriö kæröur og er hann sakaöur um aö hafa á nokkrum árum dregiö sér allt aö 4 milljónum króna úr hússjóöi. Þaö samsvarar félagsgjöldum fyrir rúmt ár. skal að um áætlun er að ræða en ekki raunverulega skuld, miðað við að skýrslum hefði verið skil- að. Eftir er að áætla gjöld vegna mars og apríl. Bæjarsjóður Kópavogs lagði fram uppboðs- kröfu á fasteignina, en dró hana síðar til baka. Tóftir hf. höfðu ýmis við- haldsverkefni með höndum frá því fyrirtækið var stofnað í mars 1989, bæði stór og smá. Af stærri verkeffium má nefna við- hald fjölbýlishúsa við Kmmma- hóla og Engihjalla. Þá má nefha að fyrirtækið fékk greitt fyrir viðhaldsframkvæmdir í Geit- landi 6 til 8 og var vinna vart haf- in er rekstur fyrirtækisins stöðv- aðist. í nokkrum tilfellum hafa komið fram alvarlegir gallar á því sem framkvæmt var. Ymis tæki vom á kaupleigu og hafa verið hirt af viðkomandi fyrir- tækjum. Að sögn Guðmundar Gísla- sonar, stjómarformanns Tófta, lenti fyrirtækið í greiðsluerfið- leikum, sem sjálfsagt má rekja til jsess að boðið hafi verið of lágt í verkefni. „Þetta vom samverk- andi þættir. Annars dró ég mig út úr þessu samstarfi sl. haust og fyrirtækið stöðvaðist um áramót- in. Meira get ég ekki sagt," sagði Guðmundur. Ekki náðist í Krist- ján Grétar Jónsson, fram- kvæmdastjóra Tófita. Fyrrum gjaldkeri húsfélagsins Sólheimum 25 SAKAÐUR UM 4 MILLJ- ÚNA KRÍNA FRADRATT Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar nú kæm á hendur fyrr- verandi gjaldkera húsfélags fjöl- býlishússins í Sólheimum 25, en gjaldkerinn, Hreiðar S. Alberts- son, er sakaður um að hafa dreg- ið sér fé á nokkmm ámm úr hús- sjóði, allt að 4 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum PRESSUNNAR em tekjur húsfé- lagsins nú um 3,6 milljónir króna á ári, vegna 42ja íbúða, og nemur meintur fjárdráttur því meira en árstekjum félagsins, en Hreiðar var gjaldkeri þess í 7 eða 8 ár. Á hitt er að líta að Hreiðar telur sig eiga mótkröfu um laun fyrir störf sín af þessari upphæð og er talið að þar hafi hann nokk- uð til síns máls. Löggiltir endur- skoðendur, sem rannsakað hafa bókhald hússjóðsins aftur í tím- ann, hafa lagt fram tvenns konar útreikninga. Þar er annars vegar gert ráð fyrir að Hreiðar skuldi alla upphæðina, en hins vegar að nálægt fjórðungi hennar megi draga fra sem laun Hreiðars. Kæra húsfélagsins var lögð fram um eða eftir síðustu ára- mót, ásamt ítarlegum gögnum endurskoðendanna. Hvorki for- maður né núverandi gjaldkeri fé- lagsins vildu tjá sig um málið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.