Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21.MAÍ 1992 PRESSAN Útgefandi Blaðhf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13 Faxnúmer: 627019 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 62 13 91, dreifmg 62 13 95 (60 10 54), tæknideild 62 00 55, slúðurlína 62 13 73. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. Stöðvið þjófana! í nokkrum síðustu blöðum hefur PRESSAN fjallað ít- arlega um fjársvik hóps manna sem beita fjölbreyttustu aðferðum til að hafa aleiguna af fólki í viðskiptum. Eins og fram hefur komið í blaðinu vfla þeir fátt fyrir sér. Þeir setja á stofn fyrirtæki gagngert til að nota í ólöglegum tilgangi. Þeir nánast ffamleiða skuldabréf sem aldrei er ætlunin að greiða. Þeir kaupa fyrirtæki, skipta um nöfn á þeim og standa í ýmsum sjónhverfmgum öðrum til að villa um fyrir saklausu fólki sem lendir í að eiga við þá einhver viðskipti. Svona má lengi telja. Þessi hópur stundar skipulagða glæpastarfsemi. Að undanfömu hefur farið fram nokkur umræða um glæpi tengda fíkniefnum. Margir hafa viljað benda á nauðsyn þess að efla fíkniefnalögregluna ef það kynni að verða til þess að fækka þessum glæpum. Samskonar umræða fyrir tveimur áratugum leiddi til þess að fíkni- efnalögreglan var stofnuð. Neysla þessara efna og versl- un með þau þóttu það alvarlegir glæpir að réttlætanlegt væri að kosta nokkm til að spoma við þeim. Hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í Kópavogi er af- skaplega fámenn deild sem sér um rannsókn á svoköll- uðum fjármálaglæpum. Þeir sem hafa orðið fyrir barð- inu á þjófnaði í gegnum bfla- eða fasteignaviðskipti hafa borið þess vitni að rannsóknarlögreglan taki þeim held- ur fálega. Það sé eins og hún sé að kikna undan álaginu og enn ein kæran bætist bara í hrúguna af óloknum verk- efnum. Tölur um aukningu á kæmm vegna fjármálamis- ferlis segja sömu sögu. Og gagnrýnin á slælega rannsókn á fjármálaglæpum kemur frá fleimm en þeim sem verða beint fýrir barðinu á þeim. Bústjórar hafa kvartað undan því að nánast til- gangslaust sé að benda ríkissaksóknara á misferli sem kemst upp við skipti á gjaldþrota fyrirtækjum. Reynslan sýnir að slíkar ábendingar fara ekki lengra og leiða sjaldnast til rannsókna. Fjöldi þeirra mála sem PRESSAN hefur skrifað um, frásagnir fólks sem hefúr tapað stómm fjárhæðum í við- skiptum við þennan hóp manna og umkvartanir vegna slælegra viðbragða ríkissaksóknara og rannsóknarlög- reglu bera því vitni að hér er um að ræða alvarlegt vandamál, sem taka þarf á með átaki. Það er óþolandi að hópur manna skuli komast upp með að féfletta samborgara sína ár eftir ár án þess að yfirvöld sýni því mikinn áhuga. Og ef þing- menn falla á slíkum prófum væri hægt að dæma þá í leikbann og strika ræður þeirra út úr þingtíðindum. virðast hafa áhuga á leyniupp- s k r i f t u m ÁTVR að brennivíninu, á k a v í t i n u , hvannarótar- brennivíninu eða hvað allar þær guðaveigar heita. Þeir einu sem hafa sýnt áhuga eru þeir Orri og Ofeigur í Sprota og að því er virðist fyrst og fremst til að fá tækifæri til að kíkja í bókhaldið hjá ÁTVR. Þegar svo er komið spyr maður: Hvers vegna voru forsvarsmenn ÁTVR að hafa fyrir því að halda þessum uppskriftum leyndum þegar enginn hefur áhuga á að vita hvað er í þeim? V I K A N LYFJAPRÓF í ÞINGIÐ Þær eru ekki fallegar upp- Ijóstranimar sem Össur Skarp- héðinsson Ieggur fyrir augu les- enda PRESSUNNAR héma á síðunni á móti. Hann segir að al- þýðubandalagsmenn hámi í sig múslí og sveskjur til að auka þolið í endalaus ræðuhöld um ekki neitt. Þetta er kannski Iög- legt en örugglega siðlaust. Með þessu standa aðrir þingmenn, sem lifa á majonesbrauði úr kaffistofu þingsins, ekki jafn- fætis allaböllunum. Þeir hafa ekki sama þolið og þurfa auk þess að nota salemið miklu oft- ar. Og hver veit hvort allaballar láta sér múslíið nægja? Hver veit hvort einhver þingmaður hefur ekki látið freistast og tekið inn hormónalyf eða eitthvað örvandi til að vera betur í stakk búinn til að tefja framgang ein- hvers frumvarpsins? Er ekki kominn tími til að þingmenn verði látnir pissa í glas eftir ræðuhöld til að ganga úr skugga um hvort þeir hafa haft rétt við? EINSKISVERÐAR LEYNI- UPPSKRIFTIR Það er einkennilegt hvað fáir TRYGGING GEGN EIGIN ÞJÓFNAÐI Nú um helgina þurfa lögmenn að ákveða hvað þeir ætla að gera við ábyrgðasjóðinn sinn. Eins og fram hefur komið er hann tóm- ur og þurfti ekki nema tvo lög- menn tíl. Annar haíði haft um 12 milljónir af skjólstæðingum sín- um. Hinn að minnsta kosti 6 milljónir. Og fleiri lögmenn munu vera á leiðinni í gjaldþrot með ýmislegt vafasamt í poka- hominu. Lögmenn standa því ífammi fyrir því hvort þeir eigi að borga háar upphæðir á hveiju ári til að greiða fyrir þjófnað kollega sinna. Lögum sam- kvæmt geta þeir ekki valið þá sem fá að vera í ábyrgðasjóðn- um því allir félagar í Lögmanna- félaginu mega vera þar og allir lögmenn mega vera í Lög- mannafélaginu. Og ekki geta lögmennimir leyst ábyrgða- vandamálið hver fyrir sig með því að kaupa sér tryggingu, því_ það mun vera óþekkt að trygg- ingafélög selji mönnum trygg- ingu gegn eigin þjófiiaði. HVERS VEGNA Er atvinnuleysi vandamál? unnt að kaupa hjöðnun verð- bólgu á kostnað aukins atvinnu- leysis um skamma hríð. Til lengdar sé atvinnustígið bundið af framleiðslugetu. Reyndar er það orðið vanda- mál í hagstjóm að sú garnla góða tíð er liðin þegar launþegar ótt- uðust atvinnuleysi og atvinnu- rekendur gjaldþrot. Nú treysta þessir hópar á atvinnuleysisbæt- ur, gengisfellingu, sjónhverfmg- ar í sjóðakerfmu eða aðrar björg- unaraðgerðir af hálfu hins opin- bera. Aður fyrr var atvinnuleysi fjárhagslegt tjón. Það hefur hins vegar breyst í að verða tjón á sál- inni. Það að fá ekki vinnu við sitt GUÐMUNDUR MAGNÚSSON SVARAR Frá sjónarhóli einstaklingsins er vinnan yfrrleitt forsenda lífs- viðurværis. Þjóðhagslega séð er atvinnuleysi sóun á verðmætum eins og það að vera með vannýtt framleiðslutæki eða of miklar vömbirgðir. En ekki er allt at- vinnuleysi eins. Þess vegna segja tölur um fjölda atvinnu- leysingja ekki alla söguna. Lítum fyrst á einstaklinginn. Með aukinni sérhæfmgu starfa og viðskipta r samkeppnisþjóð- félagi er hættara við en í frum- stæðu þjóðfélagi að menn þurfi að skipta um vinnu, tæknibreyt- ingar raski högum þeirra eða að „dauður tími“ verði í framleiðsl- unni. Það er hagkvæmt fyrir menn að verja trma til atvinnu- leitar og þvt' er það ekki krísa þótt þeir séu skráðir atvinnulaus- ir um tíma. Þetta sést best á því að stundum vantar jaíhmarga í vinnu og skráðir eru atvinnu- lausir. Reyndar er hver sjálfum sér næstum: ,,Þegar granninn er atvinnulaus talar maður um aft- urkipp en um kreppu þegar mað- ur er án vinnu sjálfur" á Tmman forseti að hafa sagt. Önnur tegund atvinnuleysis hefur verið sögð kerfislæg. Hún er vegna þess að allir em ekki jafnhæfir til vinnu og leikreglur þjóðfélagsins em þannig úr garði gerðar að afköst þeirra standa ekki undir launakosmaði. Hér á ég einkum við ákvarðanir um tiltekin lágmarkslaun, geng- isskráningu krónunnar, fjár- magnskostnað, samkejrpnis- hömlur og ríkisafskipti. I þessu sambandi mætti vísa tíl þess sem er að gerast í efnahagssamvinnu Evrópuþjóða. Snar þáttur efling- ar innri markaðar Evrópubanda- lagsins er til kominn vegna þess að atvinna hefur verið nær óbreytt og atvinnuleysi kerfis- lægt á meðan 15-20 milljónir hafa bæst við vinnumarkaðinn í Bandaríkjunum. Þetta atvinnu- leysi í Evrópu getur því varla verið náttúmlögmál. Reyndar hafa ýmsir talið að hægt væri að losna við atvinnuleysi með því að auka þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Eftir olíuskelli hafa menn áttað sig á að aukning verðbólgu og atvinnuleysi geta haldist í hendur. Yfirleitt telja hagfræðingar nú að einungis sé Það er orðið vandamál í hag- stjórn að sú gamla góða tíð er liðin þegar launþegar óttuð- ust atvinnuleysi og atvinnurek- endur gjaldþrot CC hæfi er mótlæti. Það er niður- drepandi og siðspillandi fyrir ungt fólk að hafa ekkert fyrir stafiii. Oft á tíðum er um tóm- stundavanda að ræða. Menn kunna ekki að hafa ofan af fyrir sér. Mér finnst sjálfum ekkert að því að fara í fiskvinnu ef ég yrði atvinnulaus eða að fá tíma tíl að lesa allt það sem ég hef ekki komist yfir. Að lokum þetta: Mér sýnist að íslendingum finnist þeir vera at- vinnulausir ef yfirvinnan fellur niður. Væri svo alvarlegt að skipuleggja framleiðsluna betur þannig að auka mætti afköstin og gera yfirvinnu óþarfa? NAR. HG&i aF HiV/Jl Tý/íDiA EENIAtAÍNS- . fCTTl - P-6LEffAH /EsitJG- • VEFfUft nú Fyesf * At> V/ICTA t>£m[ .TiVÞiÁsiaND! TVtTfyCHA TW'rvow HÁLFDÁN ER þAíNN OCr ER NtÁ SfADDWp. ( ÖÍÞP-i 5Íi'lnAIÁTHÍ.HTiaW MfNo SAR T*L FlKLiTfcÚft HiHríA ýt^SíA TRlÁARBPAfÞA ÞRrflTi u > þeiTA FS- LtJT, LÖt cx? Lyg-itJ S&L, U fl VAPéA Visr r HEbJfTt I ---------v------ ■■■» - «——1 “ ' ■*' Vit> Viltiafa íAnrr fá hafN.1 hel- Vin TPu EesT AtBWn MEt> A$ Vi'NNA Síö IÁT ÚP- 5KULDKM r FAf2-/VP ANa HEF-AA ©KPlAP. VANTflP i SMM EN ta HCUl TiN íKiA SPiRfyiSrte KféfJWttT 7 E/t Dup.HCLDC*MVAB' ND lAl ViÞ FifAKtrútA þfctARP.', KAmN o 6 T VfiLHi'LL

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.