Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21.MAÍ 1992 E R L E N T „Eg ætlaöi aö toorga peningana aftur...“ frski biskupinn Eamonn Casey í bréfi þar sem hann skýröi frá því að hann heföi hirf jafnvirði um 7 millj- óna íslenskra króna úr safnaöar- bauknum til þess aö greiða frillu sinni og barnsmóður. Nú er þaö skítt I París er gengin í gildi reglugerö, sem skyldar hundeigendur til þess að þrifa upp eftir skjólstæðinga sína eða greiöa allt aö 15.000 króna sekt ella. I París er talið að um 11 tonn- um af hundaskít sé dreift á götur daglega og árlega eru um 600 manns skráðir á spítala vegna áverka, sem rekja má til hans. I Par- fs eru um 200.000 hundar eöa einn á hverja tíu tvífætta. Ekkibara á landi! Það er ekki bara á íslandi, sem þingmenn svindla í atkvæöa- greiöslu. Á Ítalíu fór allt í háaloft síö- asta sunnudag þegar þingskrifarar uppgötvuðu aö einhverjir þing- mannanna höföu svindlaö viö kjör á nýjum forseta og greitt fleiri en eitt atkvæöi. Ólíkt því, sem hér geröist, fundust sökudólgarnir ekki, en at- kvæöagreiöslan var endurtekin og reglum breytt. Hvaö veröur þá um Bigga Árna? Frá Bandaríkjunum berast nú þær fregnir aö J. Ross Perot, hugsanleg- ur forsetaframbjóðandi (sem þegar hefur siglt fram úr Bush í einni könnun), íhugi að bjóöa Jeane Kirk- patrick, dálkahöfundi PRESSUNN- AR, aö vera varaforsetaefni sitt. Hverjum haninn galar Lundúnabúinn John Ritchings, sem er tiltölulega nýfluttur I þorpiö Stoke í Devon mátti lúta í lægra haldi fyrir hananum Corky. Hann hafði kvartaö undan því aö Corky héldi fyrir sér vöku og fengið úr- skurð þess efnis aö þagga bæri niö- ur í hananum. Áfrýjunarréttur komst hins vegar aö því aö hanagal væri eitt þeirra hljóða, sem búast mætti við í sveitinni, og Corky væri því i fullum rétti. Gliðnar Tékkó- slóvakia í tvennt? Tveimur og hálfu ári eftir að Tékkóslóvakía losnaði úr viðj- um kommúnismans stendur landið enn á krossgötum. „Það má vel gera ráð fyrir því að Tékkóslóvakía klofni eftir kosn- ingamar [5.-6. júní],“ segir Jiri Pehe, sérfræðingur í málefnum Tékkóslóvakíu hjá Radio Free Europe í Múnchen. Liðist ríkið í sundur gerist það þó með mun hljóðlegri hætti en verið hefur í Júgóslavíu. Skoð- anakannanir benda reyndar til þess að meirihluti bæði Tékka og Slóvaka vilji halda ríkinu saman, en þeir virðast jafhframt hafa gefist upp fyrir aðskilnaðar- hugmyndunum. Tékkóslóvakía var stofnuð ár- ið 1918 og stjómlistin þar hefur jafnan falist í að halda jafhvægi milli Bæheims og Mæris annars vegar og Slóvakíu hins vegar. Tékkneskir konungar réðu Bæ- heimi og Mæri fram á 16. öld, en Slóvakar höfðu aldrei kynnst sjálfstæði. Muninum á þjóðun- um tveimur hefur best verið lýst þannig að Tékkar drekki bjór en Slóvakar vín. Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti aðstoðaði heimspekiprófessorinn Jan Mas- aryk (sem var af tékknesku, slóvösku og þýsku bergi brotinn) við að smíða Tékkóslóvakíu úr leifum austum'ska keisaraveldis- ins, en tékkneski hlutinn hafði verið innan Austumkis og hinn slóvaski innan Ungverjalands. Og fram til 1939, þegar Hitler hemam Tékkóslóvakíu, gekk þetta upp. Tékkóslóvakía var frjálst og friðsamt lýðræðisríki. Landið var þá í hópi sjö helstu iðnríkja heims og þótti að mörgu leyti til fýrirmyndar. Til dæmis tóku íslensku hegningarlögin vemlega mið af hinum tékk- nesku, sem þóttu mjög frjálslynd íþádaga. A hinn bóginn voru Tékkar ávallt við stjómvölinn og Sló- vökum fannst þeir afskiptir. í stríðinu tóku þeir afstöðu með Hitler gegn því að hann veitti Slóvakíu hálfgildings viður- kenningu. Eftir stríð kváðu icPrag Bœheimur Pólland - •Kraká •Brno Slóvakía vímk .Bratis|ava Austurríki ★Búdapest Ungverjaland kommúnistar allar sjálfstæðis- hugmyndir niður og þær em núna fyrst að vakna að nýju. í kosningunum í byrjum næsta mánaðar verður kosið til alríkisþings og svæðisþinga í löndunum tveimur. Stjómarand- staðan, sem kom kommúnistum frá völdum og skáldinu Vaclav Havel í forsetastól, var tiltölu- lega samhent, en síðan hefur hreyfingin margklofnað og nýir flokkar bæst við, þannig að nú em um 120 pólitískir flokkar og flokksbrot í Tékkóslóvakíu. En burtséð frá pólitísku öngþveiti munu nýjar staðreyndir í efna- hagslífi Tékkóslóvakíu ekki skipta minna máli í kosningun- um. Slóvakar höfðu öll tögl og hagldir í stjóm kommúnista síð- ustu tvo áratugi og stjómin í Prag dældi fjármagni til Slóvakíu tii að kosta menntun, iðnvæðingu og heilbrigðiskerfi. Þessar niður- greiðslur hafa minnkað vemlega undanfarin tvö ár. Jafnframt fólst stór hluti iðnvæðingarinnar í vopnaframleiðslu, sem nú er nær engin. Fijálshyggjustefna stjóm- valda hefur valdið 4% atvinnu- leysi í Bæheimi og Mæri, sem talið er vera tímabundið, en í Slóvakíu nemur það 13% og er ekki talið munu minnka í bráð. Hið sérkennilegasta í málinu öllu er hins vegar sú staðreynd að samkvæmt skoðanakönnun- um vilja aðeins um 20% Slóvaka sjálfstæði, en á sama tíma njóta þjóðemissinnaðir flokkar þar mestra vinsælda og hið nýja þing kann að telja sig knúið til að standa við stóm kosningaloforð- in, jafhvel þó svo þingmenn geri sér grein fyrir því hvílíkt glap- ræði það kynni að reynast. Jan Kalvoda, aðalsamninga- maður Tékka um smíði nýrrar stjómarskrár, telur að allt beri þetta að sama bmnni, að Slóvak- ar vilji bæði halda og sleppa. „Helst af öllu vildu þeir vera að semja um nýtt ríki til eilífðar- nóns án þess að þurfa nokkum tímann að stofna það.“ Hann bendir á að í samningaviðræðun- um, sem þegar hafa tekið eitt og hálft ár, hafi Slóvakar hvað eftir annað sett fram ný og ný skil- yrði, sem flest virtust til þess fall- in að reyna á þolrifin á Tékkum „... og aðallega til að að sýnast heima fyrir, að þeir væm að gæta slóvaskra hagsmuna með oddi ogegg“. Milli þjóðanna gætir engrar óvildar, líkt og gerist til dæmis í Júgóslavíu, og Slóvakía er ennþá mjög háð Bæheimi og Mæri. Af- ar fáir fá séð nokkra nauðsyn á aðskilnaði landanna, en engu að síður er meira en líklegt að ekki verði komið í veg fyrir hann úr þessu. Enn deilt um Che í hafnarborginni Rosario í Argentínu logar allt í illdeil- um vegna Che Guevara, 25 ámm eftir dauða hans. Ástæðan er sú að borgarráð samþykkti fyrir skemmstu að setja upp skjöld á húsið, þar sem Che fæddist og ólst upp. Skömmu eftir samþykktina var handsprengju varpað á götuna fyrir framan húsið. Stuðningsmenn minning- arskjaldarins, sem flestir em sósíalistar, segja sem svo, að hvað sem Che kunni að hafa gert á sínum túna, verði ekki hjá því litið að hann hafi komist á spjöld sögunnar. Andstæðingamir segja hins vegar að með skildinum sé verið að heiðra minningu manns, sem vildi hrinda hug- sjónum sínum í verk með of- beldi, og það séu einmitt slík- ir menn, sem Argentínubúar hafi hafnað. Hægt miðar í samn- ingsátt í Suður-Afríku Enn á ný hafa Suður-Affíkan- ar sest niður til þess að finna við- unandi og friðsamlega lausn á vanda landsins. Takist mönnum að höggva á hnútinn er ekki óhugsandi að svertingjar fái að- ild að stjóm landsins áður en sumarið er allt og að snemma á næsta ári verði haldnar kosning- ar, þar sem allir hafi kjörrétt óháð litarafti. En haldi óvissan áffam út júní er ffamtíð Suður-Afríku myrkr- um hulin og sennilega mun of- beldisaldan enn rísa, því þrátt fyrir að aðskilnaðarstefnan hafi verið atlögð hafa kjör negra — bæði hvað lýðréttindi og efha- hag varðar — lítt sem ekkert bamað. Afríska þjóðarráðið (ANC) hefur hótað því að gripið verði til verkfalla og sniðgöngu hjá F.W. de Klerk og Nelson Mandela: lítið hressir. verslunum hvítra, verði ekki bú- ið að semja um bráðabirgða- stjóm í júní, en þá hefst þinghlé í Suður- Júgóslavía brennur JEAN KIRKPATRICK „Milosevic leikur samkvæmt öðmm reglum en aðrir Ieiðtogar Evrópu,“ sagði evrópskur stjómarerindreki á dögunum um herforingjann í Serbíu. Að sögn hans notaði þessi „snjall- asti svikahrappur Balkan- skaga... óvenjulega persónu- töffa sína“ til þess að villa um fyrir Cyms Vance, sendiboða Sameinuðu þjóðanna (SÞ), Pet- er Carrington lávarði, samn- ingamanni Evrópubandalagsins (EB), og Marrack Goulding, yfirmanni ffiðarsveita SÞ. Þessir menn töldu að Slobod- an Milosevic væri alvara með öllum friðarviðræðunum og vopnahiéunum, sem hann átti hlut að. „Hann getur látið út úr sér svívirðilegustu lygar af fúll- kominni og falslausri einlægni," sagði annar háttsettur evrópskur erindreki um hann. Það er með ólíkindum hversu auðveldlega diplómatar og stjómarerindrekar láta blekkjast af mönnum á borð við Milosev- ic (og Ajatollah Khomeiní og „... diplómatískar umleitanir duga líttgegn sprengjuregni. Það ríkir stjórnleysi íJúgóslavíu og hugleysi íBrussel og Washington. Við skulum þvíekki ræða um nýja heims- mynd alveg strax. “ argentínsku hershöfðingjunum og Saddam Hussein). Það er erf- itt fyrir siðfágaða leiðtoga sið- menntaðra ríkja að trúa því að maðurinn handan samninga- borðsins sé í þann veginn að láta gera sprengjuárásir á saklausa borgara, þurrka út heilu fjöl- skyldumar og bæina, og svíkja gefin loforð. Það er erfitt að trúa því að hinn brosandi leiðtogi, sem hefur ekki undan við að fullvissa fólk um friðarvilja sinn, sé í raun pólitískur geð- sjúklingur, sem ekkert skilur nema vald. Smám saman kemur hið sanna samt í ljós. Nú loksins telja vestrænir diplómatar sig hafa skilið ofbeldisfullt fram- ferði Milosevics. Til að mót- mæla þessu hefur EB dregið til baka hemaðarlega eftirlitsmenn sína og Bandaríkin hafa kallað heim sendiherra sinn. „Við hættum alltof miklu til,“ hafði Reníer-fréttastofan eftir fyrir- liða EB-sendinefndarinnar. „Það er ekki komið fram við okkur eins og vera ber og sumir hér lúta ekki neinni stjóm. Ég get ekki lagt menn mína í hættu... Sumir þeirra hafa fyrir fjölskyldum að sjá.“ Á sama tíma og stórskotalið og skriðdrekar gera harða hríð að Sarajevo og leyniskyttur skjóta á allt, sem hreyfist, til- kynna Evrópubúar og Banda- ríkjamenn að þeir muni hegna Milosevic. Þeir muni einangra hið nýja ríki hans, þeir muni beita efhahagsrefsingum og þeir muni neita ríkinu um aðild að öllum alþjóðastofnunum. Þeir munu bíða þess að efna- hagsrefsiaðgerðimar beri tilætl- aðan árangur úr ömggri fjar- lægð. Á meðan munu hersveitir Milosevics slátra múslímum, en nú þegar hafa þúsundir þeirra orðið tilraun Serba til þess að hemema Bosníu-Herzegóvínu að bráð. Bandaríkin hafa ekki bmgðist við bænum fómarlamba Serba af meiri hetjulund eða hjálpfysi en Evrópubandalagið. Banda- ríska utanríkisráðuneytið kvað Bandaríkin ráða ráðum sínum með EB, en „við munum ekki fara fram úr Evrópumönnunum. Þeir verða að ákveða með hvaða hætti þjóðir heims eiga að nálg- ast vandann í Júgóslavíu", eins og háttsettur ráðuneytismaður orðaði það við mig í skjóli nafn- leyndar. Þessi djarflegu orð gætu allt eins hafa verið muldruð þegar Mússólíní iéðst inn í Abbyssin- íu eða Adólf Hitler rölti inn í Rínarlöndin. ,T>að græðir enginn á því að fara inn á vígvöllinn milli manna, sem em staðráðnir í að drepa hver annan, og biðja þá að hætta. Við urðum að sætta okk- ur við að það væri h'tið hægt að gera fyrr en mesti blóðþorstinn væri slökktur,“ bætti þessi ráðu- neytisbunki við. Ásetningur fjölskyldu þjóð- anna má sín lítils gagnvart of- beldi. AJlt hjal um sameiginleg- ar vamir og öryggi er einskis virði, því diplómatískar umleit- anir duga lítt gegn sprengju- regni. Það ríkir stjómleysi í Júgóslavíu og hugleysi í Bmssel og Washington. Við skulum því ekki ræða um nýja heimsmynd alveg strax.___________________ Höfundur er fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Afríku. Gert hafði verið ráð fyrir því að þingið myndi samþykkja lög um nýja stjóm landsins eftir leiðtogafund Ráðstefnu um lýð- ræði í Suður-Afríku (CO- DESA), sem haldinn var um síð- ustu helgi, og fyrir þinghlé. Þvert ofan í vonir manna leystist fundur CODESA upp á laugardag vegna ágreinings fúll- trúa ríkisstjómarinnar og ANC og hefði sjálfsagt farið algerlega í vaskinn ef F.W. de Klerk for- sætisráðherra og Nelson Man- dela, leiðtogi ANC, hefðu ekki tekið til sinna ráða. Mandela kveðst bjartsýnn á að viðunandi lausn finnist fyrir alla aðila. En hann varar jafn- framt við því að ANC gæti grip- ið til „annarra ráða“ ef ekki semst. ,J>að skyldi enginn gera þau mistök að halda, að alþýðan muni ekkert gera til þess að bæta hag sinn. Múgurinn hefur ekki bara rétt heldur líka skyldu til þess að taka upp baráttu til að breyta kjörum sínum.“ Nú í vikunni hafa aðilar að CODESA átt óformlegar við- ræður, en deilumar munu fyrst og fremst snúast um það hversu aukinn meirihluta stjómarskrár- breytingar þurfi í þinginu til þess að taka gildi. Restum, sem ná- lægt viðræðunum koma, ber saman um að í raun beri ótrúlega lítið á milli, en saka gagnaðilann um óbilgimi. Tíminn er hins vegar af skom- um skammti og vinnur gegn Suður-Affíkönum, hvítum sem svörtum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.