Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR MESSAN 21.MAÍ1992 Tekjuskipting í þjóðfélaginu Fimm milljarðar í skatta, brjátíu til baka Skattkerjfið og tekjutengdar greiðslur úr ríkis- sjóði breyta verulega þeirri mynd sem dregin hefur verið upp af misrétti í tekjuskiptingu á íslandi. Sá helmingur launafólks, sem lægri hefur tekjurnar, greiðir 18 prósent beinna skatta til rikisins eöa um fimm milljaröa. Sami hópur fær hins vegar 80 prósent af öllum tilfærslum frá ríkinu eöa sem nemur ríflega þrjátíu milljöröum. Ný hugmynd virðist vera að komast í tísku í íslenskri þjóð- málaumræðu. Vaxandi tekju- og eignaskipting. Hönnuður hug- taksins er öðrum fremur Jó- hanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra, en ritstjórar Morgunblaðsins hafa ítrekað gert þessa hugmynd að umræðu- efni að undanförnu í leiðurum og Reykjavíkurbréfi og hafa tengt hana sérstaklega við þjóð- félagsóróa í Bandaríkjunum. Hugsunin var kannski sú, að úr því illa var komið í Bandaríkjun- um hlyti eitthvað að vera athuga- vert hérlendis. Ritstjóramir lýstu eftir upplýsingum um tekju- og eignaskiptingu hér á landi og á dögunum varð félagsmálaráð- herra við þeirri beiðni. BILIÐ HEFUR AUKIST Ráðherrann hefur í ræðum og greinum rakið tölur um tekju- og eignaskiptingu sem gefa til kynna að bil á milli einstakra þjóðfélagshópa hafi vaxið á und- anfömum ámm, þótt varla geti talist um róttækar breytingar að ræða. Af helstu tölum varðandi tekjuskiptingu má nefna jressar: •Tekjuhæsti fimmtungurinn hafði 43,3 prósent heildartekna árið 1987, en 43,8 prósent árið 1990. Aukning um hálft prósent. •Tekjulægsti fimmtungurinn hafði 3,98 prósent heildartekna árið 1987, en 3,65 prósent árið 1990. Lækkun um þriðjung úr prósenti. •Breytingamar hafa verið meiri meðal kvæntra karla. Tekjuhæsti fimmtungur þeirra hafði 33,8 prósent heildartekna árið 1982, en 35,7 prósent 1990. Hlutur tekjulægsta fimmtungs- ins hafði á sama tírna minnkað úr 8,8 prósentum í 8,0. Með því að bera saman þau fímm prósent kvæntra karla sem höfðu hæstar og lægstar tekjum- ar komst ráðherrann einnig að því að launamunur væri fjórtán- faldur í landinu, það er á bilinu 60 þúsund til 840 þúsund á mán- uði. EN SKATTURINN DREG- UR VERULEGA ÚR Þessar tölur em unnar upp úr gögnum sem Þjóðhagsstofnun hefur aflað, en þær segja alls ekki alla söguna. Fyrir áhrif ým- issa aðgerða skattkerfisins er dreifing ráðstöfunartekna allt önnur og „raunverulegur“ tekju- munur töluvert minni. Þegar álirif tekjuskatts og tilfærslna úr ríkissjóði em tekin með í reikn- inginn kemur í ljós að tekjuhæsti hópurinn greiðir hlutfallslega hæstu skattana, en fær um leið minnstar tilfærslur úr ríkissjóði. Sá tekjulægsti greiðir litla sem enga skatta, en nýtur jafnframt mestra bótanna. Með tilfærslum er hér átt við greiðslur úr almannatryggingum og lífeyrissjóðum, bamabætur, bamabótaauka og aðrar minni tilfærslur. Slíkar greiðslur frá ríkinu em í heildina um ellefu milljörðum hærri en það sem inn kemur af beinum sköttum. Hér em nokkrar tölur um þessa skipt- ingu: •Sá tíundihluti hjóna, sem lægstar hefur tekjur, fær tæpt I prósent heildartekna, greiðir nánast enga beina skatta, en fær um 40 prósent heildartilfærslna frá ríkinu. •Tekjuhæstu 10 prósentin hafa um 23 prósent heildartekna, greiða 27 prósent skattanna, en fá í sinn hlut 4 prósent tilfærslna. •Sá helmingur, sem tekjulægri er, fær 28 prósent teknanna, greiðir 18 prósent skattanna, en fær 80 prósent tilfærslna í sinn hlut. Niðurstaðan af þessum til- færslum er að í hlut tekjulægsta hópsins, sem fær aðeins tæpt 1 prósent markaðstekna, koma 4,5 prósent ráðstöfunartekna. Tekju- hæsti hópurinn, með 23 prósent markaðstekna, fær um 19 pró- sent ráðstöfunartekna. Sá helm- ingur, sem lægri tekjumar hefur, fær 28 prósent markaðstekna, en hefur jtegar upp er staðið 35 pró- sent ráðstöfunartekna. EITT NÝTT SKATTÞREP BETRA EN ÞRJÚ GÖMUL Þetta þýðir ekki að ekki sé mikill launamunur í landinu, heldur einungis að í umræðu um tekjuskiptingu er varhugavert að líta framhjá tekjujöfnunaráhrif- um skattkerfísins. Tölur um at- vinnutekjur (markaðstekjur) segja ekki nema hluta sögunnar, raunverulegur munur á stöðu þessara hópa, sem bomir em saman, hlýtur að felast í þeim ráðstöfunartekjum sem koma í þeirra hlut. Skattasérfræðingar, sem PRESSAN ræddi við, fullyrtu að tekjuskattur í íslenska kerfinu væri mun meira stighækkandi en í gamla kerfinu sem gilti fyrir 1987, þótt skattþrepið sé nú að- eins eitt, en þau vom þrjú í garnla kerfinu. Það helgast af undanþágum sem felldar vom niður og komu einkum þeim tekjuhærri til góða og jafhframt af tekjutengingu ýmissa bóta úr ríkissjóði. Sumir héldu jafnvel fram að íslenska kerfið væri meira stighækkandi (prógressív- ara) en til dæmis gamla sænska kerfið, þar sem jaðarskattur gat farið upp í 80 prósent. Rétt er þó að hafa í huga að hér er einungis rætt um beina skatta, en ekki til dæmis um virðisaukaskatt, sem er flatur og í eðli sínu „regressívur", leggst af meiri þunga á þá tekjulægri. Þeir sem lægstar hafa tekjumar nota stærri hluta þeirra í neyslu sem ber virðisaukaskatt heldur en hinir tekjuhærri, sem geta lagt fyrir og beint spamaði að fjár- festingu sem ekki ber virðis- aukaskatt. Skattafræðingum er ekki kunnugt um að til séu út- reikningar á þessum áhrifum virðisaukaskattsins og þar með hver endanlega niðurstaðan er í „viðskiptum" launafólks við rík- ið, þ.e. hversu mikið af tekju- jöfnunaráhrifum tekjuskatts og tilfærslna hverfur vegna áhrifa virðisaukaskattsins. TVEIR MILLJARÐAR VERÐA AÐ SAUTJÁN En hvað þýða þessar prósent- ur í beinhörðum tölum? í ár er reiknað með að atvinnutekjur landsmanna séu um 195 millj- arðar, beinir skattar til ríkisins (brúttó) um 28 milljarðar, til- færslur frá ríkinu um 39 millj- arðar og ráðstöfunartekjur heim- ilanna um 235 milljarðar. Miðað við þessar tölur hefur tekjuhæsti hópurinn (tíundihluti) tæpa 45 milljarða í atvinnutekj- ur, ríkið skattleggur hann um 7,5 milljarða, en til baka í tilfærslum fær hann 1,5 milljarða. Út úr viðskiptum sínum við ríkið held- ur þessi hópur því eftir um 39 milljörðum af 45 milljarða at- vinnutekjum. Sá tíundihluti sem lægstar hefur tekjumar hefur aðeins tæpa 2 milljarða í atvinnutekjur. Hann greiðir litla sem enga beina skatta, en fær frá ríkinu í tilfærslum sem svarar 15,6 millj- örðum. Það em 17,6 milljarðar eða tæplega níföldun á atvinnu- tekjunum. Ef litið er á tekjulægri helm- ing launafólks hefur hann um 54,5 milljarða í tekjur, greiðir um 5 milljarða í beina skatta til ríkisins, en fær til baka rúmlega 31 milljarð í tilfærslum. Til- færslur að viðbættum atvinnu- tekjum em um 85 milljarðar, sem er aukning upp á ríflega 55 prósent írá hreinum atvinnutekj- um. Rétt er að minna á að ekki em dregnar frá hér þær skattgreiðsl- ur sem fara til sveitarfélaga. TVÖFALDUR MUNUR Á HÆSTU OG LÆGSTU Ef aftur er litið á þær tölur sem félagsmálaráðherra hefur birt um aukinn tekjumismun kemur eftirfarandi í ljós: Tekjuhæsti fimmtungur kvæntra karla jók hlutdeild sína í atvinnutekjum mest á milli ár- anna 1988 og 1989 eða um 0,4 prósent. Það samsvarar um 780 milljónum á verðlagi 1992. Hlutdeild tekjulægsta fimmt- ungsins í atvinnutekjum minnk- aði á milli sömu ára um 0,36 prósent. Það samsvarar um 700 milljónum á núgildandi verð- lagi. Þannig „færðust upp“ 700 milljónir frá þeim tekjulægstu, tóku með sér 80 milljónir á leið- inni í gegnum launaskalann og urðu 780 milljóna króna aukning fyrir þá tekjuhæstu, árið sem bil- ið jókst mest. Rétt er að hafa í huga að hér er ekki um að ræða beina peningatilfærslu nákvæm- lega í þessum upphæðum, held- ur breytingu á hlutdeild í ,köku“ atvinnutekna. Ekki liggja fyrir samsvarandi tölur um breytingar á tilfærslum frá ríkinu til einstakra tekjuhópa og því ekki hægt að gera sér grein fyrir hvort þessi munur var að einhverju leyti bættur upp eða jafnvel aukinn með breytingum á tilfærslum. Athyglisverðasta niðurstaðan er kannski sú að þegar tekið hef- ur verið tillit til tekjujöfnunar- áhrifa skattkerfis og tilfærslna kemur í ljós að „raunverulegur" munur á tekjulægstu og -hæstu fimmtungunum er ekki nema rúmlega tvöfaldur (39 milljarðar á móti 17,6), ekki fjórtánfaldur eins og hráar tölur um atvinnu- tekjur bera með sér. Þessi munur er eflaust nteiri ef bomar eru saman lægri prósentur efst og neðst á skalanum, en tölumar bera vitni vemlegum áhrifum skattkerfisins til tekjujöfnunar í þjóðfélaginu. Karl Th. Birgisson m Hver er niuiurinnr Prósentumar segja til um hlut viðkomandi hópa í atvinnu- tekjum, beinum sköttum, til- færslum og ráðstöfunartekjum þjóðarinnar allrar. / & ‘ / # J / y / Tekjur 23,0% 1,0% 28,0% Beinir skattar 27,0% 0,0 18,0% Tilfærslur frá ríkinu 4,0% 40,0% 80,0% Ráðstöf u na rtekj u r 19,0% 4,5% 35,0% Heimild: Þjóöhagsstofnun PRtSSAN/AM

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.