Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 21.05.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MAÍ 1992 Fjársvikamál aldrei verið eins umfangsmikil * + Ut er komin ársskýrsla Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir árið 1991.1 henni kemur meðal annars fram að samanlögð fjárhæð falsaðra víxla, skuldabréfa og tékka sem RLR bárust á ár- inu nemur rúmlega 96 milljónum króna og hefur aldrei verið hærri. Árið 1990 var þessi fjár- hæð ríflega 45 milljónir. Vegna gjaldþrota fyrirtækja hafa milljarðar farið í súginn. „Á árinu var nær daglega tekið á móti kærum þar sem einhver lýsti því yfir að nafn hans hefði verið falsað á skuldabréf eða víxil. Oftast voru atvik með þeim hætti að nafn kæranda var ritað undir yfirlýsingu á skuldabréfi um að hann ábyrgðist greiðslu á bréfinu, sjálfskuldarábyrgð," segir Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri meðal annars í inngangsorðum sínum að skýrslunni. Nokkru færri mál bárust RLR á síð- asta ári en árið á undan. Árið 1991 bár- ust RLR 4.233 mál til rannsóknar en 4.912 árið 1990 og 5.202 árið 1989. Fækkunin er aðallega í innbrots- og þjófnaðarmálum og tékkasvikamálum. I inngangsorðum sínum segir Bogi: „- Þrátt fyrir fækkun skráðra mála hefur verkefnaþungi aukist vegna þess að rannsóknarviðfangsefni með brotum sem varða skjöl, viðskipti og skatta eru talsvert umfangsmeiri en áður.“ BANKARNIR GANGA AÐ FÓRNARLÖMBUM FALSARA Eins og PRESSAN hefur greint frá virðist sem um skipulagða glæpastarf- semi sé að ræða í fjársvikum hér á landi. Grunlaust fólk er féflett af óprúttnum náungum sem stunda við- skipti með verðlausa og oft falsaða pappíra. í fæstum tilfellum tekst fólki að ná aftur eigum sínum. Rannsóknarlögreglustjóri telur að bankastofnanir í landinu séu alls ekki nógu vel á verði gagnvart fölsunum og telur að í reglum þeirra séu brotalamir. Varúðarreglumar dugi engan veginn til að koma í veg fyrir brot. „Tilefni þess að kærandi Ieitaði til lögreglunnar var oftast inheimtubréf, venjulega frá lánastofnun, þar sem til- kynnt var um vanskil á skuldabréfi og hann krafmn greiðslu sem sjálfskuldar- ábyrgðarmaður. Yfirleitt hafði kærandi gert bankastarfsmanni grein fyrir því að nafn hans hefði verið falsað á skulda- bréfið. Bankastarfsmaður hafði hins vegar gert það eitt að benda honum á að kæra fölsun til lögreglu og bankinn jafnvel haldið innheimtuaðgerðum á hendur kæranda áfram þrátt fyrir yfir- lýsingu hans um fölsunina," skrifar Bogi. Og hann heldur áfram: „Oftast er brotaþolinn. eða sá sem kaupir við- skiptabréfið, lánastofnun. Hjá þeim ættu að vera í gildi varúðarreglur sem girða fýrir þessi fölsunarbrot. Verði brot framið þrátt fyrir varúðarreglur ætti lánastofnunin að sjálfsögðu að taka fúllt mark á yfirlýsingu þess sem segir nafn sitt falsað á viðskiptabréf og koma fram sem kærandi í málinu." Reinhold Krístjánsson, yfirmaður lögfræðingadeildar Landsbankans, sagði í samtali við PRESSUNA að málum væri skotið á frest ef sá sem væri verið að rukka héldi því fram að nafn hans væri falsað og honum bent á að kæra málið til lögreglu. Ekki væri gengið með harkalegum inn- heimtuaðgerðum að fólki, sem lenti í því að nafn þess væri falsað á við- skiptapappíra, meðan á rannsókn stæði. FÖLSUÐ SKULDABRÉF UPP Á RÚMLEGA 64 MELLJÓNIR Inn á borð til RLR barst á síðasta ári 2.221 skjalafölsunarmál. Falsaðir tékkar eru stærstur hluti þessara mála eða 2.043, víxlar eru 52 Bogi Nilsson rannsóknarlögreglu- stjóri telur nauðsynlegt að huga vel að rannsókn mála sem tengjast gjaldþrotum. og fölsuð skuldabréf voru 126. Saman- lögð fjárhæð þessara pappíra er 96.629.000 krónur. Af því nema fölsuð skuldabréf vel rúmlega 64 milljónum króna Hér er eingöngu verið að tala um mál sem bárust RLR á síðasta ári. Ekki er tekið tillit til þeirra mála er bárust árið 1990 en voru enn til rannsóknar 1991. Það eru níu starfsmenn í þeirri deild er rannsakar þessi mál; deildarstjóri, tveir deildarfulltrúar, lögreglufúlltrúi og fimm rannsóknarlögreglumenn. Þessum mannskap var úthlutað 683 málum á síðasta ári en 143 mál voru til rannsókn- ar frá árinu 1990. Samtals eru þetta 825 mál. Þessir níu lögreglumenn hafa því í nógu að snúast. Um síðustu áramót var talið að til rannsóknar væru í deildinni falsaðir vfxlar og önnur verðbréf að verðmæti um 85 milljónir króna. PRESSAN PRESSAN FLYTUR OG FÆR NÝTT SÍMANÚMER Um helgina flytur PRESSAN Nýtt heimilisfang blaðsins er Nýbýlavegur 14. Og eftir helgi verður PRESSAN með nýtt símanúmer: 64 30 80 Eftir lokun skiptiborðs er hægt að ná í ýmsar deildir blaðsins.í eftirtöldum símanúmerum: ----------;--------------------------v, TRÉ &RUNNAR Leitið ekki lati'fjtyfir skammt! Yfir 100 tegundir trjáplantna og runna, sértilboð á blátoppi kr. 190, hansarós kr. 450, gljámispill kr. 150-170. Mjög fjölbreytt úrval af sígrænum plöntum, svo sem furu, greni og eini. Ritstjórn:....................64 30 85 Dreifing:.....................64 30 86 Tæknideild:...................64 30 87 Auglýsingar:..................64 30 88 Nýtt faxnúmer verður 64 30 89 Og slúðurlína PRESSUNNAR verður með vakt allan sólarhringinn í númerinu 64 30 90 Verið velkomin — sendum plöntulista. Trjáplöntusalan Núpum, Ölfusi (beygt til hægri við Hveragerði), sími 98-34388. __________________ Verð frá: 32.048 ______ s/ Faxtækin heim 099 Nýtt heimilistæki Kl l ÍP^ fíT) Fl Með RICOH FAX 05 og 06 eru faxtækin orðin heimilistæki i J1 ) kÍL' LÍLJ Tækið er kjörið fyrir þá sem eru í einkarekstri eða ricoh er styrktaraðiii vinna heima. Það er fyrirferðarlítið og þarf ekki oiympíuieikanna 1992 auka símalínu heldur tengist beint við símann þinn. SKIPHOLTI 17 ■ 105 REYKJAVIK SÍMI: 91 - 62 73 33 • FAX: 91 - 62 86 22 aco Traust og örugg þjónusta í 15 ár • hraðvirkara en sambærileg tæki • hágæða sending á ljósmyndum • er þín eigin ljósritunarvél ofl. Afborgunarskilmálar við allra hæfi án/vsk EINUNGIS ÞRÍR MENN RANN- . SAKA GJALDÞROTAMÁL Bogi segir í formála sínum að komið hafi fram á norrænni ráðstefnu er haldin var í Svíþjóð í ágústmánuði í fynra að flest mál, og jafnframt þau fyrirferðar- mestu, sem til rannsóknar séu á Norður- löndunum tengist gjaldþrotum með ein- um eða öðrum hætti. Þessi mál era orðin æði fyrirferðarmikil hér á landi sem annars staðar. Rannsóknarlögreglustjóri segir óhjákvæmilegt að huga að þessum málum og vill að þær stofnanir, sem með rannsókn þessara mála fara, sam- ræmi störf sín og auki samvinnu st'n á milli. Þá vill hann auka fræðslu og þjálf- un lögreglu og ákæravalds og „athuga og endurskoða löggjöf svo sem refsilög- gjöf sem lýtur að þessum málaflokki". Það er svokölluð fjórða deild sem hefur þessi mál á sinni könnu. Hana skipa þrír menn; lögreglufúlltrúi og tveir rannsóknarlögreglumenn. Þá var ráðinn bókari til deildarinnar á síðasta ári og einnig veitir löggiltur endurskoðandi að- stoð við bókhaldsrannsóknir. Á síðasta ári vora til rannsóknar 63 mál í deildinni, en rannsókn var lokið í 30 málum. I skýrslunni segir í umfjöllun um starfsemi deildarinnar: „Við skoðun á skiptalokum í gjaldþrotabúum á árinu 1991. þar sem skiptum er lokið án þess að eignir hafi fundist, kemur í ljós að tjármunir. svo milljörðum skiptir, hafa farið forgörðum.“________________ Haraldur Jónsson UNGFRU ALHEIMS ÞOKKI 1992 ICYN NING ARKVÖLD á þáttakendum Föstudaginn 29. maí 1992 moulin rouge

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.