Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992 E R L E N T ^/laður vikunnar Bill Clinton Nú má heimsbyggðin fara að vara sig. Bill Clinton sigraði með um það bil 43 prósentum atkvæða í forsetakosningunum á þriðjudag. Þetta er með lægsta atkvæðahlutfalli sem þekkist í sögunni og er ekki til að auka friðarhorfur í heimin- um. Clinton er nefnilega ekki í góðum félagsskap. Þrír menn hafa fengið svo lágar tölur, þeir Abraham Lincoln, Woodrow Wilson og Richard Nbcon. Söguglöggir lesendur muna ef- laust að Abraham Lincoln hóf borgarastyrjöld skömmu eftir að hann tók við embætti, Woodrow Wilson fór í heims- styrjöld og Nixon tapaði Víet- nam-stríðinu. Þetta þýðir nátt- úrlega ekki endilega að Clinton fari í stríð líka, en fordæmin eru slæm, sérstaklega þegar lit- ið er til þess að hinn sigurveg- ari þessara kosninga er Sadd- am Hussein, sem enn situr í Bagdað og ullar ffarnan í heimsbyggðina. Það er heldur ekki fr iðvænlegt hversu ungur væntanlegur forseti er, þremur árum eldri en John F. Kennedy var þegar hann var kosinn. Kennedy hafði næg tilefni til að fara í stríð og notaði það besta í Víetnam. En hann hefði eflaust herjað víðar ef hann hefði ekki verið upptekinn af innanlands- og kvennamálum og þar í ligg- ur líka stærsta von heimsffið- arins. Þessar kosningar sýndu nefnilega að það voru efna- hags- og atvinnumál sem réðu úrslitum og það virtist ekki skipta kjósendur má!i hvort Clinton hafði sofið hjá einni konunni fleiri eða færri. Kennedy komst upp með að halda framhjá í Hvíta húsinu, en Clinton verður líklega að sinna jarðbundnari verkefn- um, leggja vegi, byggja brýr og framleiða háhraðalestir, svo eitthvað sé nefht af gæluverk- efnum hans. Það er góðs viti. Hann byrjar ekki stríð á með- an. IHIögur í blaðautgáfu Það eru dauflegar horfur í útgáfu dagblaða í Vestur- Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Auglýsingatekjur minnka stöðugt, lesendum fækkar og blöð fara á hausinn. Sem fyrr er sjónvarpið versti óvinurinn, en fleira kemur til... Alvin Toffler, þjóðfélagsfræð- ingur sem er ffægur fyrir að rýna í framtíðina, sagði því í bók sinni „Þriðju bylgjunni" að blaðaútgáfa væri úrelt iðngrein, hún tilheyrði tíma reykháfanna og væri dæmd til að fjara smátt og smátt út. Tof- fler hefur vissulega ekki verið einn um þessa skoðun, heldur hafa margir talið að dagblöð hljóti að víkja fyrir nýjum miðlum — sjón- varpi í gegnum gervihnött eða kapal, faxtækjum og tölvum. f slíkri framtíð virðist gamaldags blað fullkomin tímaskekkja. Að undanförnu hefur virst sem þessi ffamtíðarspá væri að rætast. Frá 1990 hefur verið alvarlegasta kreppa í blaðaútgáfu í Bandaríkj- unum, Vestur-Evrópu og Japan í 50 ár; auglýsingatekjur hafa snar- minnkað, upplag dregist saman, blaðamenn reknir og ýmis blöð orðið að leggja upp laupana. Það ríkir vonleysi í greininni. Eigendur blaða lifa í voninni um að rofi til. Dagblöð afla tekna með tvennum hætti: með sölu og auglýsingum. Að meðaltali er hlutur auglýsinga á bilinu 40 til 75 af hundraði. En efnahagsástandið í heiminum hefur valdið því að auglýsendur eru ekki reiðubúnir að eyða jafnmiklum fjármunum og áður. Og þeir eyða þeim líka á annan hátt. Kapalsjónvarp hefur lagt undir sig Bandaríkin og víðast hvar í Evrópu hefur sjónvarps- og útvarpsrekstur verið gefinn frjáls síðustu árin. Afleiðingin er sú að ljósvaka- miðlar hrifsa æ stærri hlut af aug- um auglýsenda. f Bandaríkjunum drógust auglýsingatekjur dag- blaða saman um 9 prósent að raungildi á síðasta ári, í 31 milljarð dala; í Evrópu um 5 prósent, í 26 milljarða dala; í Japan um 4 pró- sent, í 9,7 milljarða dala. Horfurn- ar á þessu ári eru ekki betri. STÖÐNUN TÓK VIÐ AF UPP- GANGSTÍMUM Ýmislegt fleira veldur því að út- gefendur eru lúpulegir. f lok átt- unda áratugarins og í byrjun þess níunda voru uppgangstímar í blaðaútgáfu. Um leið og ný prent- tækni leit dagsins ljós var gengið milli bols og höfuðs á öflugum verkalýðsfélögum. Afleiðingin varð sú að útgáfukostnaður lækk- aði á sama tíma og tekjur héldust jafnar og góðar. Þetta var ábata- söm starfsgrein, enda gengu menn á borð við Robert Maxwell og Rupert Murdoch á lagið og keyptu dagblöð í Evrópu og Bandaríkjunum dýru verði. Alls kyns tímarit spruttu upp eins og gorkúlur. Nú ríkir hins vegar algjör stöðnun. Það er lítil von um ábata í útgáfunni, menn kaupa ekki blöð eða stofna þau, heldur er al- gengara að þau séu lögð niður. Ekki hjálpar að útbreiðsla dag- blaða minnkar, að mati þeirra sem gerst þekkja til um 2 prósent á hveiju ári síðan 1987. Sem fyrr er aðalóvinur hins prentaða máls náttúrlega sjón- varpið. Á sjöunda áratugnum er álitið að 75 prósent Bandaríkja- manna hafi lesið dagblað á hverj- um degi. Núna er hliðstæð tala um 50 prósent, en að sama skapi hefur klukkutímunum sem er eytt ffarnan við skerminn fjölgað. f ný- legri skoðanakönnun sem Gallup- stofnunin gerði í Evrópu kemur í ljós að almenningur hefur ekki einungis meiri mætur á sjónvarp- inu en á dagblöðum, heldur telur fólk það líka vera áreiðanlegri fréttamiðil. En samkeppnin kemur úr fleiri áttum. Það má nefna tímarit sem eru uppfull af hnýsilegum upplýs- ingum um frægt fó£k og spjall- þætti og símatíma í útvarpi. Gleymum ekki heldur mynd- böndum og tímafrekum tölvu- leikjum. Og kannski verður það ekki í fjarlægri ffamtíð að heimil- istölvur og símar tengjast öflugum fféttabönkum. LJÓSTÝRURI' MYRKRINU? Menn reyna þó að hugga sig við að kannski sé staða dagblaðanna ekki alveg vonlaus. Þau hafa áður fengið mótbyr og náð að koma undir sig fótunum affur. Enn birta þau stærstan hluta auglýsinga í flestum löndum og markaðsfræð- ingar álíta að yfirleitt sé hlutur sjónvarps ekki meiri en 25-35 prósent. Þeir telja að ffamtíð sjón- varpsins sé fullt eins fólgin í áskriftartekjum og tekjum af aug- lýsingum. Þar eygja blaðaútgefendur von um að stöðva flótta auglýsend- anna. Blöð eru yfirleitt staðbund- in, tilheyra héraði ellegar borg, og eru því ákjósanlegur miðill fyrir fyrirtæki sem þurfa ekki eða hafa ekki efni á að auglýsa á landsvísu. Þetta gæti reynst styrkur stað- arblaðanna, en varla stórblaða sem líta á stóran hluta heimsins sem leikvöll sinn. Smáauglýsingar hafa smátt og smátt verið að hverfa úr slíkum blöðum og yfir í staðarblöð sem hafa þrengri markmið. Stórblöðin hafa reynt að bregðast við með því að auka við sig auglýsingablöð og jafnvel sérstakar svæðisútgáfur. En flótti lesendanna er ekki síð- ur áhyggjuefni en flótti auglýsend- anna. Ben Bradlee, einn ffægasti blaðamaður í heimi og fyrrum rit- stjóri Washington Post, hefur sagt að forgangsatriði sé að reyna að nálgast yngri lesendur. Þau orð virðast í tíma töluð, enda eru ýmis útgáfufyrirtæki í óða önn að breyta blöðum sínum þannig að þau höfði meira til ungs fólks. Margir telja sig sjá nokkurt hjálp- ræði í aukinni litprentun (sem líka laðar að auglýsendur); meira að segja jafníhaldssamt blað og New York Times mun fara að birta lit- auglýsingar innan tíðar. En er nokkur Ieið að standast áhlaup síma- og tölvufyrirtækja sem vilja taka yfir hlutverk dag- blaða og senda upplýsingar um lönd og álfur án þess að þurfi millistig orða og pappírs? Hugsan- lega verður niðurstaðan handhæg smátölva sem menn geta auðveld- lega borið með sér og flett upp í eins og blaði. Vísast munu dag- blöð taka þátt í þessari þróun og hagnast á henni, enda búa starfs- menn þeirra yfir meiri reynslu í að afla upplýsinga en símamenn og tölvumenn geta státað af. Mörgum virðist þessi rás at- burða næsta óhjákvæmileg — og þó? Eins og Robert heitinn Max- well benti á er ekki víst að öllum þyki aðlaðandi tilhugsun að taka tölvu með sér inn á klósett... Píasfpttgtan Jfíost Þjóðverjar verða að gera betur 'rleimut Kohl hefur margsinnis endurtekið þá skoðun sína að straum- ur innflytjenda sé mesta ógnin við stöðugleika í Þýskalandi. Margir hafa bent á að þetta álit, sem er útbreitt meðal háttsettra stjómmálamanna, magni vandamálið enn ffekar. Þannig sé gefið í skyn að nærvera útlend- inga sé meginorsökin fyrir því að á þá sé ráðist á glæpsamlegan hátt, en líka að stjómvöld deili að vissu leyti andúð hægri öfgamanna á útlend- ingunum. Raddir þessara gagnrýnenda fá hljómgrunn í nýrri skýrslu ffá Helsinki-nefndinni um mannréttindi. Mörgum Þjóðveijum hefur blöskrað ástandið. Þeir hafa farið í mót- mælagöngur og heimtað aðgerðir. Það er óskiljanlegt að þessi viðbrögð virðast ekki hafa haff áhrif á helstu stjórnmálaforingja landsins. Þeir halda áfram að einblína á stefnuna í innflytjendamálum og geta ekki komið sér saman um mjög hóflegar aðgerðir til að styrkja lögregluna. Hópur áhrifamikilla íhaldsmanna gekk meira að segja svo langt að lýsa því yfir að hann mundi ekki taka þátt í mótmælagöngu gegn rasisma í Berlín og bar því við að þar væru lýðskrumarar á vinstri kantinum að notfæra sér ástandið. f Þýskalandi er slíkt sinnuleysi gagnvart kynþátta- ofbeldi næstum því jafnblöskranlegt og ofbeldið sjálft. Heyrðu qóða... Fyrir þessa peninga get eg nú bara V^fengið pað sjáifuri

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.