Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992 Skaðvaldurinn svklalvf Læknar snú með skottul Ótæpileg sýklalyfjagjöf er talin einn mesti skaövaldur nútímans. Margt bendir til þess að svepp- urinn Candida Albicans sé or- sakavaldur flestra nútímasjúk- dóma sem við burðumst með, eins og mígrenis, ofnæmis og jafnvel liðagigtar. Tilurð svepps- ins er talið að megi rekja til sýkla- lyfjaáts sem á fslandi er með því ótæpilegasta sem gerist, að minnsta kosti á Norðurlöndun- um. Ung börn og eyrnabólga eru nokkuð sem fjölmargir íslenskir foreldrar geta tjáð sig um af mik- illi innlifun. Hvergi á Norðurlönd- um er börnum skammtað eins mikið magn sýklalyfja og hér á landi, einmitt við kvillum eins og eyrnabólgu eða vökvasöfnun í eyrum. Heyrst hafa dæmi um að þar sem venjuleg sýklalyfjainn- taka dugir ekki lengur tíl séu börnin látín mæta á sjúkrahús til að fá pensilín beint í æð. Slíkt magn sýklalyfja getur valdið því að örverukerfi barnanna raskist og byggist upp á óeðlilegan hátt. Tölur ffá heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytínu (sjá línurit) sýna svart á hvítu sýklalyfjanotkun fs- lendinga. Þótt aðeins sé farið að draga saman með Finnum og fs- lendingum innbyrða helmingi fleiri fslendingar sýklalyf daglega en til dæmis Danir og Norðmenn. Og óformleg könnun Péturs Pét- urssonar, heilsugæslulæknis á Ak- ureyri, sýnir að sýklalyfjanotkun íslendinga er í öfugu hlutfalli við aldur; börn fá miklu fleiri ávísanir á sýklalyf en fullorðnir. Sumir, sem ofbýður endalaus sýklalyfjagjöf til handa börnunum sínum, hafa gripið til sinna ráða þegar sýnt þykir að lyfjameðferð dugir ekki til. Þeir hafa leitað á náðir svokallaðra skottulækna. Einn þeirra, Ævar jóhannesson, starfsmaður raunvísindadeildar sveppum í meltingarfærunum. Fyrr eða síðar getur komið að því að sveppirnir taki völdin. Cand- ida-sveppurinn, sem örvast við sýklalyfjainntöku, myndar eitur- efni sem berst út í blóðið og veld- ur meðal annars bjögun á ónæm- iskerfi líkamans með ófýrirsjáan- legum afleiðingum.“ Þetta eru orð Ævars Jóhannes- sonar, sem varpaði tímasprengju á íslensku læknastéttina þegar hann hélt því blákalt ffam í tíma- ritsgrein fyrir nokkrum árum að sýklalyf í miklum mæli, sem ís- lenskir læknar veigruðu sér síður en svo við að gefa sjúklingum sín- um, gætu haft vægast sagt óhugn- anlegar afleiðingar í för með sér væri ekkert að gert. Við þessi skrif Ævars urðu sumir læknar fjand- samlegir í hans garð og eru enn, enda Ævar ekki læknismenntað- ur, en aðrir hlustuðu og veltu fyrir sér þessum merku skrifum. Nú hafa æ fleiri læknar snúist á sveif með Ævari og eru famir að sjá að líklega eru mikil tengsl milli sveppsins skæða, Candida Albic- an, og ýmissa kunnra nútímasjúk- dóma svosem mígrenis, truflana á sjón og heyrn, minnisleysis og einbeitingarskorts, sjálfsmorðstil- hneigingar, þunglyndis, kvíða og svefnleysis, asma og exems, ýmiss ofnæmis, oföndunar, óreglulegra blæðinga og bólgu í leggöngum, blöðrubólgu, tá- og munnsveppa, ristilbólgu, bjúgs og jafnvel geti sveppurinn ýtt undir áfengisfíkn og verið meðvirk orsök eyðni, en umdeildari hafa verið tengsl sveppsins við liðagigt og heila- og mænusigg. ÆVAR GLÖGGUR OG GREINDUR Margir íslenskir læknar hafa velt þessu fyrir sér. Þeir eru í gróf- Dagskammtar á hverja 1.000 íbúa. Sjúkdómurinn var sveppasýking Kona á fertugsaldri, sem ýms- ir kvillar hafa hrjáð að undan- förnu, gekk á miÚi lækna vegna ýmissa sjúkdóma sem engin svör voru til við nema ef vera kynni að þetta væri stress eða of- þreyta. Að lokum komst hún sjálf að því hvað amaði að. „Snemma á þessu ári fékk ég lungnabólgu. Það var auðvitað ekkert um annað að ræða en setja mig á gífurlega sterk fúka- lyf. Mér sló tvisvar niður, þannig að skammturinn var aukinn verulega. Mér var ráðlagt að hætta að reykja, sem ég gerði, og batinn kom þá fljótt. Eg skildi hins vegar ekkert í því hversu slöpp ég var lengi á eftir, auðvit- að skrifaði ég það á reikning veikindanna og taldi að þau hefðu dregið úr mér alla orku, sem ég þyrfti að vinna upp. Með vorinu fór þessi enda- lausi slappleiki að verða afar þreytandi, því ég taldi að þá hefði ég átt að vera búin að ná upp orkunni. Ég hafði sífellt höf- uðverk og gat ekkert gert á kvöldin vegna ofþreytu. Ofönd- un fór að segja til sín og henni fylgdi svimi. Það taldi læknirinn minn vera streitu en loks fór að bera á kláða í kynfærunum. Ég leitaði læknis sem gat lítið fyrir mig gert en ráðlagði mér að fá stíla gegn kláðanum. Kláðinn minnkaði á meðan ég var á stíl- unum en um leið og skammtur- inn var búinn byrjaði hann aft- ur. Skömmu síðar fór ég að fá bjúg, en hann hef ég ekki fengið í tólf ár, eða síðan ég gekk með eldra bamið mitt. Ég leitaði aftur læknis og fékk einhverjar töflur sem dugðu þó skammt, líkt og stílarnir. Ég var vægast sagt óánægð með sjálfa mig; ég var eins og tungl í fyllingu vegna bjúgsins. Að auki var ég mjög óánægð með meðferðina gegn bjúgnum, því bjúgur á ekki að vera orsök einhvers heldur af- leiðing. Á endanum benti kunn- ingjakona mín mér á vatnslos- andi te sem gætí hjálpað mér og það var eins og við manninn mælt: þegar ég byijaði að drekka teið sat ég bókstaflega í tvo sólar- hringa á klósettinu. Ég pissaði á klukkutíma fresti allan sólar- hringinn. Á endanum hringdi ég í lækni og hann sendi mig undir eins inn á spítala í rannsókn. Hann hélt að ég væri komin með eitthvað í nýrun. Það er skemmst ffá því að segja að ekk- ert kom út úr þessum rannsókn- um og bjúgurinn hélt áfram að koma og fara. Þá fékk ég sem betur fer enn eina ábendinguna, og aftur ekki ffá lækni, þar sem mér var bent á að þetta gæti hugsanlega verið sveppasýkrng. Ég las mér til um þennan sjúk- dóm. Mér fannst ekki saka að reyna nýjar aðferðir fýrst lækn- arnir gátu ekkert gert fyrir mig. f dag er ég hætt að borða syk- ur og ger og er allt önnur mann- eskja. Ég er alveg ákveðin í að drepa þessa sveppi. Ég er miklu hressari og öll óþægilegu ein- kennin eru horfin. Það er enginn vafi á því að þetta hefur verið sveppasýking.“ PRfSMN/AM Háskóla íslands, telst þó varla mikill skottulæknir lengur, því fjölmargir læknar eru farnir að horfast í augu við það sem hann hefur ffam að færa, segja mikið vit búa að baki orðum hans. Hann heldur því fram að sýklalyf séu hinn mesti skaðvaldur og orsaka- valdur helstu nútímakvillanna. Einn íslenskur læknir, Helgi Valdimarsson, sérfræðingur í ónæmisffæðum, hefur þegar haf- ið rannsóknir á tengslum sveppa- sýkinga, sýklalyfjainntöku og syk- uráts. VARPAÐISPRENGJU Á LÆKNASTÉTTINA „Það er næstum gefið að ef fólk fer að taka inn sýklalyf að stað- aldri verða þau að ofvöxnum um dráttum sammála Ævari og segja hann afar glöggan og greind- an mann sem hafi blásið nýju lífi í íslenska læknastúdíu. Hins vegar geri hann stundum ekki greinar- mun á því hvað sé búið að sanna fræðilega, eins og læknisfræðin krefst, og því sem enn sé á tilgát- ustigi. „Læknar verða að vera íhaldssamir en á sama tíma verða þeir að viðurkenna að þeir vita ekki nema takmarkað ennþá um orskakir ýmissa kvilla, óþæginda og sjúkdóma,“ sagði virtur læknir í samtali við PRESSUNA. En hvaðan hefur þú þína vitn- eskju, Ævar? „Ég fór að velta þessu fýrir mér fyrir nokkrum árum þegar ég rakst á greinar í kanadísku blaði um þetta efni, sveppasýkingar og sýklalyfjaát, eftir virtan lækni að nafni C. Oriant Truss, sem orðinn er heimsþekktur fyrir skrif sín. Hann er að vísu um- deildur ennþá en æ fleiri læknar eru farnir að velta fyrir sér rannsóknum hans. Hvað varðar til dæmis eyrnaveiki íslenskra barna er hún í langflestum tilfellum tengd óþoli. Það verður að byrja á að finna hvaða óþol það er áður en hægt er að lækna börn- in. Ég er ekki að segja, og hef aldrei sagt, að ekki megi gefa sýklalyf; þau eru ómissandi í viss- um tilfellum en þau eru misnotuð. Og það er það sem ég er óánægð- ur með. Næstum allir sem eru með sveppasýkingu hafa líka fæðuofhæmi. Allt bendir til þess að þegar ónæmiskerfið fer að starfa skakkt myndist ofhæmi fyr- ir hinum og þessum matvælum, sem eru alls ekki óholl en fólk get- ur ekki notað vegna sveppasýk- ingarinnar." Ævar Jóhannesson varpaði sprengju inn I íslensku lækna- stéttina fyrir fáeinum árum. Nú eru margir læknar farnir að horfast í augu við það sem hann hefur fram að færa og segja hann afar glöggan og greindan mann. TOPPURINN Á ÍSJAKANUM Helgi Valdimarsson, sérfræð- ingur í ónæmisfræðum, er að rannsaka í víðu samhengi hvaða áhrif fúkalyfja- og sykurneysla hefur á örveruvistkerfi líkamans. „Þetta er geysilega stórt viðfangs- eftii. Það er umhugsunarefni að í sambýli við líkama okkar eru ekki bara milljónir, heldur milljónir milljóna af örverum, þar af mjög margar í jákvæðu sambýli við okkur. f hvert sinn sem við tökum inn sýklalyf erum við að raska þessu vistkerfi verulega, sömu- leiðis hefur maturinn sem við borðum veruleg áhrif á vistkerfið. Ef taka ættí einhveija eina tegund út þá hefur sykurinn veruleg áhrif. Gott dæmi sem allir þekkja er að sykurát orsakar tannskemmdir. Við sykurát örvast vöxtur sér- stakra tegunda baktería í munnin- um sem framleiða sýru sem leysir upp glerunginn. Þetta er dæmi sem allir vita um, því við sjáum tennumar. Þetta er líka gott dæmi um hvemig sykur getur raskað ör- vemvistkerfinu og þar með valdið sjúkdómi sem kallast tann- skemmdir.“ Er eitthvað svipað sem gerist innra með okkur? * „Það er einmitt það sem ég hef áhuga á að rannsaka. Hugmyndin er sú að tannskemmdir séu bara toppurinn á ísjakanum. Ofvöxtur á gersveppum í lík- amanum er bara einn partur af öllu því sem ég hef áhuga á að rannsaka, en ég vil ekki tjá mig meira um rannsókn mína á þessu stígi máls.“ Hvencer má vœnta niður- staðna? „Það gæti jafnvel komið eitt- hvað út úr þessu eftír tvö til þrjú ár, en ég lít á þetta sem framtíðar- verkefni." FRÁ MÓÐUR TIL BARNS Vilji maður gera tilraun til að losna við sveppina verður að sneiða um tíma hjá sykuráti, því sykur nærir sveppina. í sumum tilfellum er einnig talið heppilegt að borða sem minnst af geri, sér- staklega pressugeri, sem notað er við brauðbakstur, og ölgeri, sem notað er til að gerja vín og bjór. Örverumar í gerinu em náskyldar sveppinum Candida Albicans, sem veldur meðal annars slím- húðarbólgu í leggöngum kvenna og þrusku í munni ungbarna. Þetta eru það líkar örverur að ónæmiskerfið gerir ekki alltaf greinarmun þarna á milli. Jafnvel er talið að sveppasýktar mæður ali börn með sveppasýkingu sem veldur ótrúlegustu sjúkdómum. Þruska í munni er nærtækasta dæmið, því allt bendir til að þá hafi barnið fæðast með sveppa- sýkingu. Ævar bendir á fleiri leiðir til lækningar sveppasýkingar. Til eru nokkur sveppalyf sem fást gegn lyfseðli í apótekum, en þau em öll talin gagnast takmarkað við mik- illi sveppasýkingu. Einnig eru til nokkur náttúruleg efni sem talið er að vinni gegn sveppum, til að mynda jurtaextrakt er nefnist Spilantes, Ceyenne-pipar er einnig að því er virðist mjög öflugur sem og hrár hvítlaukur. Svo em líkur leiddar að því að seyði af sumum íslenskum jurtum kunni að vera gagnlegt sem sveppalyf. Sjálfur býr Ævar til seyði sem hann gefur fólki við sveppasýk- ingu. „Það sem ég gef fólld sem til mín leitar er lyf — það má víst ekki kalla það lyf — sem hjálpar krabbameinssjúklingum að kom- ast í gegnum lyfjameðferð, það hefur reynst mjög vel við sveppa- sýkingu.“ MINNA SYKURÁT SKAÐAR ENGAN Dr. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur hefur efa- semdir um að ger sé skaðlegt en segir það engan saka að minnka við sig sykurátið. „Þar er ábyggi- lega rétt að mikil notkun fúkalyfja eykur líkur á sveppasýkingu, en ég sé ekki rökin á bak við það að ekki megi borða gerbrauð. I fyrsta lagi verður gerið dautt við bakstur og að auki er magnið af geri í brauði alveg ótrúlega lítið. Brauð er það hollur matur að ég vil fá frekari staðfestingu á tengslum þess við sveppasýkingu áður en það er sett á bannlista, en það sakar engan að minnka við sig sykurátið. Hins vegar finnst mér rannsóknir Helga Valdimarssonar, sérfræð- ings í ónæmisfJæðum, mjög for- vitnilegar." SÝKLARNIR SLYNGARI MÖNNUNUM Margt bendir einnig til þess að fjölmargir íslendingar hafi mynd- að ónæmi gegn ákveðnum sýkla- lyfjum, sem gerir að verkum að þau koma ekki að neinum notum gegn bakteríusýkingum. „Þótt ekki hafi enn verið færðar sönnur á það er margt sem bendir til þess og eru nokkrir íslenskir læknar að rannsaka þetta,“ segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir í samtali við PRESSUNA. Sumir læknar vilja af þessum ástæðum draga úr sýklalyfjanotkun og gera fólk meðvitaðra um hvað það hef- ur í höndunum. f nýlegri grein sem birtist í PRESSUNNI um klóka sýkla kom fram álit bandarísks prófessors við Colombia-háskólann í New York. Hann segir að þeir sýklar séu til í milljarðatali sem kynnu að breyta erfðaeiginleikum sínum til að verjast óvininum, lyfjunum, sem maðurinn hefur búið til í því skyni að ráða niðurlögum þeirra. Hann gagnrýnir harðlega mis- og ofnotkun sýklalyfja. Hann heldur því fram að þeim hafi verið dælt í sjúklinga, oft án fullnægjandi sjúkdómsgreiningar, í slíku magni og styrk að nægt hefði til að strá- drepa allar bakteríur margfalt. „f sumum tilfellum er þetta eins og að nota fallbyssu til að skjóta flugu,“ segir prófessorinn.________ Guðrún Kristjánsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.