Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992 9 Fyrrum aðstandendur Hótels Leifs Eiríkssonar Sigurður Óli Sigurðsson lagði fram kærur vegna undirskrifta sem hann kannast ekki við að hafa sett á blað. Samkvæmt upplýsingum PRESSUNN- AR er sú efsta af þessum þremur ör- ugglega rétt. Ferðamálasjóður fslands veitti Hótel Leifi Eiríkssyni lán að and- virði hálfrar milljónar bandaríkja- dala að uppfylltum skilyrðum um hlutafjáraukningu hjá fyrirtækinu. Sú hlutafjáraukning var afturköll- uð skömmu eftir að lánið var af- greitt án þess að sjóðurinn fengi vitneskju um það. Eftir langvar- andi rekstrarerfiðleika hafa fyrri eigendur nú hætt afskiptum af hótelinu og hefúr Jósteinn Krist- jánsson, eigandi veitingastaðarins LA Café, tekið reksturinn á leigu. Ætlunin er að koma rekstrinum í rétt horf eftir slæman viðskilnað þeirra sem áður höfðu umsjón með hótelinu. Hluti þeirra við- skipta hefur verið kærður til Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna meints skjalafals og útlit er fyrir að einhverjir tapi verulegum fjárhæðum vegna þeirra. 49 MILLJÓNIR HURFU Á FIMM VIKUM Eigendur Hótels Leifs Eiríks- sonar eru skráðir Ásgeir S. Ás- geirsson og Sigurður Oli Sigurðs- son. Hlutafélag þeirra hét í fyrstu Leifur Eiríksson hf., en því var breytt í Selavík hf. í maí á þessu ári. Rekstur hótelsins var þó eink- um í höndum Sigurðar Eiríksson- ar, sem annaðist fjármál og rekst- ur ffá degi til dags. Uppbygging hótelsins hófst haustið 1990 með stofnun Leifs Eiríkssonar hf. í október og hefur kostað á annað hundrað milljónir. Upphaflega var hlutafé ein millj- ón, en var fljótiega aukið í þrjátíu milljónir. Aðstandendur hótelsins sóttu um fyrirgreiðslu hjá Ferða- málasjóði, en var synjað lengi framan af. Ferðamálasjóður gerir yfirleitt kröfu um að eigendur leggi fram „hátt í helming" þess kostnaðar sem þarf til uppbygg- ingar, að sögn Snorra Tómasson- ar, framkvæmdastjóra Ferða- málasjóðs. Leifur Eíríksson hf. uppfyllti ekki þau skilyrði, en síð- asta haust bar þó til tíðinda þegar hlutafé var aftur aukið, nú úr 30 milljónum í 50. I tilkynningu til hlutafélaga- skrár dagsettri 4. september 1991 segir að af þessari 20 milljóna króna aukningu hafi 5 þegar verið greiddar og „áskrift fékkst fyrir allri aukningunni“. Einni viku síð- ar, 11. september, fékkst fyrir- greiðsla úr Ferðamálasjóði og var þinglýst láni að upphæð tæplega hálf milljón bandaríkjadala, eða tæpar þrjátíu milljónir íslenskar að núvirði. Fimm vikum síðar, þann 1. nóvember 1991, var hins vegar haldinn stjórnarfundur í Leifi Eiríkssyni hf., þar sem ákveðið var að afturkalla báðar fyrri tilkynningar um aukningu ^ hlutafjár, það er að lækka hlutaféð úr áður tilkynntum fimmtíu millj- ónum niður í eina milijón, sem var upphaflega upphæðin. f til- kynningunni segir að forsendur hafi brugðist fyrir aukningunni, meðal annars vegna þess að „til- skildum reglum var ekki fullnægt við aukningu hlutafjár og áskrift hlutafjár hefur aldrei átt sér stað með formlegum hætti“. Tilkynn- ingin er dagsett 1. nóvember, en hún barst hlutafélagskrá ekki fyrr en í maí á þessu ári. Með þessu virðast hafa brostið forsendurnar fyrir lánveitingum Ferðamálasjóðs, en þá var búið að veita lánið og væntanlega nota það til uppbyggingar. Að sögn Ás- geirs Ásgeirssonar vildi Ferða- málasjóður að fyrir lægju áskriftir að hlutafé og fyrir hafi legið vilji ákveðinna aðila um að ganga inn í fyrirtækið. Það hafi síðan brugðist þegar á reyndi. „Þú segir mér tíðindi," voru viðbrögð Snorra Tómassonar hjá Ferðamálasjóði við upplýsingum um breytingar á hlutafé í fyrirtæk- inu. Aðspurður hvort Ferðamála- sjóður fylgdist með slíkum hlut- um sagði Snorri að þegar effir því væri leitað gengi sjóðurinn úr skugga um að slík tilkynning hefði borist hlutafélagaskrá, en að öðru leyti væri ekki fylgst með hvort hlutafé væri aukið í raun og veru. Hann sagðist þó ekki óttast um hag sjóðsins vegna þessa, enda væri lánið vel tryggt á fyrsta veð- rétti í húsinu. Öðru máli gæti hins vegar gegnt um aðra kröfuhafa sem verr væru tryggðir. FLEIRIKÆRUR VEGNA MEINTS SKJALAFALS Eins og áður sagði var daglegur rekstur hótelsins að mestu í hönd- um Sigurðar Eiríkssonar. Fyrir öllum meiriháttar skuldbinding- um þurfti þó samþykki beggja stjórnarmanna, þeirra Ásgeirs og Sigurðar Óla. PRESSAN greindi ffá því í vor að Sigurður Óli lagði fram kærur til RLR vegna meintra falsana undirskrifta sinna á skuldabréfum og víxlum á vegum hótelsins og taldi að þar hefði Sig- urður Eiríksson verið á ferð. Það gerðist eftir að Sigurði Óla bárust innheimtutilkynningar vegna pappíra sem hann kannaðist ekki við að hafa skrifað upp á. Við- komandi voru kallaðir til yfir- heyrslu hjá RLR, en lengra virðist málið ekki hafa farið. I kjölfarið hafa lánastofnanir afskrifað hluta þessara skulda. PRESSAN hefur öruggar heim- ildir fyrir því að fleiri hugi nú að kærum til RLR vegna meints skjalafals. Þar er um að ræða þá sem seldu hótelinu ýmiss konar þjónustu og er um að tefla á ann- an tug milljóna. Viðkomandi seldu skuldaviðurkenningar hót- elsins áfram til bankastofnana, en eiga nú á hættu að tapa stórfé, jafnvel aleigunni, vegna galla á bréfunum. PRESSAN greindi frá því í vor að Sigurður Eiríksson hefði staðið í ýmsum stórviðskiptum á vegum hótelsins sem eigendur vildu ekki kannast við að kæmi hótelinu við. Auk þess var undirskrift Sigurðar Óla að finna á skuldaviðurkenn- ingum víðar en hann kannaðist við að hafa sett hana. JÓSTEINN MOKAR FLÓR- INN Rekstur Hótels Leifs Eiríksson- ar hefur gengið mjög illa undan- farin misseri og ekki er langt síðan seljendur ýmissa húsgagna ákváðu að sækja vörur sínar affur. Þá hafa verið miklir tilflutningar á starfsfólki, sem flest hefur hætt vegna vangolfiinna launa og kær- ur hafa borist til Félags starfsfólks í veitinga- og gistihúsum. Þessum og öðrum erfiðleikum hefur Jósteinn Kristjánsson nú tekið við og segist hann vonast til að koma rekstrinum í rétt horf í samvinnu við starfsfólk. „Ég er að reyna að moka flórinn,“ sagði Jó- steinn í samtali við blaðið. Hann segir þegar nokkuð hafa áunnist í að bæta viðskiptavild fýrirtækis- ins og unnt hafi verið að leysa nokkuð af þeim vandamálum sem við blöstu. Hann hyggst reka staðinn í samvinnu við LA Café og standa nú yfir samningar vegna næstu sumarvertíðar. Jósteinn segist vilja láta á það reyna hvort hægt sé að reka hótel á þessum stað á eðlileg- um for- send- Hlutafé í Leifi Eiríkssyni hf. lækkaði úr fimmtíu milljónum í eina skömmu eftir lánafyrir- greiðslu hjá Ferðamálasjóði. Kærur hafa verið lagðar fram vegna meints skjalafals fyrrum aðstandenda og fleiri eru væntanlegar. Nýr rekstraraðili hefur tekið að sér að „moka flórinn“ eftir langvarandi rekstrarerfiðleika.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.