Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 40
HLUSTUM ALLAN SÖLARHRINGINN SIMi 643090 p jL yrr á árinu sögðum við frá eignar- hlut Reykjavíkurborgar í glæsilegu herra- setri, Hasselby, skammt fyrir utan Stokk- hólm í Svíþjóð. Reykja- vík á þar hluta ásamt öðrum höfuðborgum Norðurlanda og greiddi um eina milljón króna þangað í fyrra. Nýlega var skipt um fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Hasselby. Embættið virðist ganga á milli kvennalistakvenna því Guðrún Og- mundsdóttir tekur sæti Elinar G. Ól- afsdóttur í stjórninni... i slenskur tónlistardagur var haldinn með pomp og prakt á laugardaginn. Af því tilefni var mikil útsending á báðum rásum Ríkisútvarpsins. Nokkra athygli vakti hversu hlutfallslega var þar lítið af músík, en þeim mun meira af ræðuhöldum manna á borð við Guðmund Emilsson tónlistar- stjóra, Heimi Steinsson útvarpsstjóra og Ólaf G. Einarsson menntamálaráðherra, sem notuðu þetta tækifæri til að hrósa hver öðrum en þó ekki síst sjálfum sér... (jrein PRESSUNNAR í síðustu viku um kynferðislegt ofbeldi tveggja lögreglu- þjóna hefur vakið talsverða athygli. Við höfum heyrt af þriðja tilfellinu um lög- regluþjón, sem fyrir tveimur árum var rekinn eftir að hafa ítrekað orðið uppvís að afbrigðilegum tilhneigingum í garð ungra drengja og fyrir að „flassa" í öskju- hlíðinni... s V_ytöðug launabarátta er í gangi innan fyrirtækisins Flugafgreiðslunnar hf. á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtæki þetta fékk eftir útboð fyrir þremur árum það verk- efni að sjá um hleðslu og ræstingar á flug- vélum Flugleiða. Vakti þá athygli að lægsta tilboði var ekki tekið og var samið við félagið affur í ár, án útboðs. Við heyr- um að skýringin á velvild Flugleiða í garð þessa fýrirtækis sé einföld. Annar eigenda Flugafgreiðslunnar er Sigurbjörn Björnsson sem til skamms tíma var framkvæmdastjóri Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og auðvitað gott að hafa mann með slík tengsl sér við hlið. En nú situr Sigurbjörn sem sé hinum megin við borðið og á í launastríði við starfsmenn sína... XT að er annars um málefni Flugaf- greiðslunnar að segja að nálega helming- ur rúmlega þrjátíu starfsmanna fyrirtæk- isins er á einn eða annan hátt í fjölskyldu- tengslum við Sigurbjörn Björnsson. Hann er sjálfur annar ffamkvæmdastjóra félagsins. Þá starfa hjá honum fjórir bræð- ur hans, systir, fjórir bræðrasynir, tveir tengdasynir, sonur og loks má nefna að eiginkona Sigurbjöms er stjómarformað- ur Flugafgreiðslunnar og dóttir hans vara- stjórnarmaður. Þetta kallar maður að sjá umsína... Lokar þú augunum fyrir jólafríi í útlöndum? 0 f ****** Ef svo er getur þú opnaö þau fyrir ódýru jólafargjöidunum hjá SAS, þau eru ótrúleg en sönn og spennandi áfangastaðir bíða þín um alla Evrópu. .90° Kaupmannahöfn Gautaborg Malmö Osló Stavanger Bergen Kristiansand 7» .90°’' Stokkhólmur Norrköping Jönköping Kalmar Vesterás Váxjö Kynnið ykkur SAS hótelbæklinginn sem liggur frammi á öllum ferðaskrifstofum. Boðið er upp á hótelgistingu á mjög góðu verði í fjölmörgum löndum. Lágmarksdvöl 6 dagar, hámarksdvöl 1 mánuöur. Barnaafsláttur er 33%. Flugvallarskattur er ekki innifalinn í uppgefnu veröi: 1250 kr. á íslandi, auk 630 kr. á fargjald til Kaupmannahafnar. Sölutímabil er 1. til 30. nóvember. Brottför frá íslandi þarf aö eiga sér staö í desember. * Háö samþykki stjómvalda. Brottfarardagar: Mánudagar, miðvikudagar og laugardagar. Komudagar: Þriðjudags-, föstudags- og sunnudagskvöld. Hafðu samband við SAS eða ferðaskrifstofuna þína. ffl/SAS SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 - Sími 62 22 11

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.