Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992
PÉ'
Blöndal peningagúrú er sá eini
sem hefur einhverjar efnahags-
ráðstafanir fram að færa þessa
dagana. Fjárfestingarfélagið
Skandia var ekki fyrr búið að
tilkynna nýtt og lægra gengi en
Pétur sagðist tilbúinn að kaupa
sklrteini í sjóðum þess á hærra
verði. Þannig er Pétur ein-
hendis búinn að hækka gengið
á bréfúnum og væntanlega
færa mörgum sparifjáreigand-
anum væna summu sem ann-
ars væri töpuð. Þama er Pétur
náttúrlega búinn að gefa högg-
stað á sér, þ ví það er fullt af
fólki í þjóðfélaginu sem er til-
búið að taka við peningunum
hansSÉtfanis
R
RAGNAR
Grímsson, sem þarf að borga
Landsbankanum hundrað
milljónir af skuldum gamla
Þjóðviljans sem liðið hans
Svavars Gestssonar ber auðvit-
að ábyrgð á. Það var úthugsað
plott af Svavars hálfu, því þegar
Alþýðubandalagið erbúið að
borga skuldimar má Ólafúr
ekki lengur vera formaður og
Svavar getur tekið við búinu
aftur — og kannski haldið
áffarn undir öðru nafni. Það
var Eiður Guðnason sem gerði
þessi Þjóðviljamál að umræðu-
efhi núna og hefúr hann þó
ekki séð ástæðu til að lyfta
penna um þjóðfélagsmál lengi.
Það hefurheldur ekki
Jökubson, sem er vanastur
sprengjuárásum í Júgóslavíu,
en er nú kominn f skotgrafa-
hemað í Þjóðviljamálinu á veg-
um Alþýðublaðsins. Honum
ferst þó eins og vinum hans í
Júgóslavíu — sprengjumar
lenda flestar í hans eigin garði.
Hrafn ólst nefnilega upp á
Þjóðviljanum undir vemdar-
væng Össurar Skarphéðins-
sonar sem vissi manna fyrstur
að Þjóðviijinn var dauðvona
fyrirtæki, en hélt manna lengst
áffam að gefa hann út og
beindi honum helst gegn móð-
urskipinu, Alþýðubandalag-
inu. Það var kannski líka út-
hugsað plott af hálfú þeirra
fóstbræðra, þvíbáðir flúðu þeir
yfir í Alþýðuflokk
BALDVINS
Hannibalssonar, sem þessa
dagana virðist vera eini pólitík-
us landsins sem talar af viti um
efnahagsmál. f nokkurra mín-
útna ræðu hjá LÍÚ sagði hann
meira en Davíð Oddssyni tókst
íþriggja síðna viðtali í Mogg-
anum, sumsé að gjaldþrota
fýrirtæki séu gjaldþrota, alveg
óháð því hvaða skoðun ríkis-
stjómin hefúr á því. Þetta kalla
útgerðarmenn „gjaldþrota-
stefnu“, en þetta er ekki stefna
heldur einfaldlega lýsing á
raunveruleikanum. Að kenna
ríkisstjóminni um gjaldþrot
sjávarútvegsins er eins og að
kenna Höskuldi Jónssyni um
alkóhólismann í landinu. Og
útgerðarmenn hafa lært það af
alkóhólistum landsins að finna
orsakir vandans um allar triss-
ur — nema hjá sjálfum sér.
Bíiasalan Bílatorg hf.
REISIIPP EFTIR GJALDPROT
OG SELDIKAOPLQGDRÍL
Bílasalan Bílatorg
hf á Funahöfða 1.
Seldi bíl sem var á
kaupleigusamn-
ingi.
Bflasalan Bílatorg hf., sem nú er
rekin á Funahöfða 1, varð nýiega
uppvís að því að selja bfl sem var á
kaupleigusamningi. Eigandi bfls-
ins vaknaði upp við vondan
draum þegar kaupleigufyrirtækið
tók bflinn, en hann hafði ekki
hugmynd um að kaupleigan væri
skráður eigandi.
Þegar búlinn, sem er af Subam-
gerð, var seldur kom ekki fram á
afsalinu að hann væri í eigu kaup-
leigufyrirtækisins heldur var
skráður eigandi hans bónstöð í
tengslum við Bflasöluna Bflatorg.
„Þetta voru mistök,“ sagði
Ragnar K. Lövdahl, forráðamað-
ur bflasölunnar, þegar hann var
spurður um þetta tilvik. Ragnar
sagði að reynt yrði að bæta kaup-
andanum óþægindin og átti hann
von á að honum yrði boðinn ann-
arbfll.
BÍLASALAN OG EIGEND-
URNIR GJALDÞROTA
Bílasalan Bflatorg hf. var sett á
stofn í ágústlok í fyrra en þá lauk
skiptameðferð á BÚatorgi hf., sem
var bflasala í Nóatúni 2. Þar seldi
bflasalan meðal annars búa fyrír
kaupleigufyrirtækið Lind. Skipta-
meðferð á Bflatorgi hf. lauk 27.
nóvember 1991 og voru lýstar
kröfur 9,1 milljón króna. Engar
eignir fundust íbúinu.
Ragnar og kona hans, Kristín
Halldórsdóttir, voru skráð for-
ráðamenn Bflatorgs hf„ en þau
tvö voru úrskurðuð gjaldþrota
fýrr á þessu ári — Ragnar 3. júlí
síðastliðinn og Kristín 3. febrúar.
Engar eignir fundust í búum
þeirra.
Það blasir því við að þau geta
ekki skipað stjórn hinnar nýju
bflasölu, sem ber nafn sem er
vægast sagt mjög líkt því íýrra.
Nýja fyrirtækið er því skráð á
nafn tengdamóður Ragnars.
Þá hefúr blaðið heimildir fýrir
því að Ragnar hafi haldið eftir
greiðslu sem hann tók upp í milli-
gjöf vegna bfls sem hann hafði í
umboðssölu fyrr á árinu. Málið
hefur verið í innheimtu hjá iög-
mönnum. Ragnar sagðist ekki
kannast við málið þegar það var
borið undir hann.
Bankar og sparisjóðir
Eignast á annað hundrað
fasteígnir á uppboðum í ár
Reikna má með að viðskipta-
bankar og sparisjóðir leysi til sín
hátt í 200 fasteignir á þessu ári
með kaupum á nauðungarupp-
boðum. Talsmenn bankanna eru
sammála um að kaup þeirra á
fasteignum á uppboði hafi farið
verulega vaxandi á síðustu tveim-
urárum.
Segja má að bankarnir séu
orðnir með stærri fasteignasölum
Þjóðlífsmálinu lokið?
Lögmaðurinn sættist við rukkarana
Ljóst er að mál Ingibjargar Ein-
arsdóttur gegn Innheimtum og
ráðgjöf og Steingrími Snorrasyni
er búið. ðllum á óvart fékk lög-
maður hennar, Guðmundur Pét-
ursson hæstaréttarlögmaður,
fram sátt f málinu. Þar með er
ljóst að máli Ingibjargar er lokið
og gjafsókn sú sem hún fékk frá
dómsmálaráðherra úr sögunni.
Sem kunnugt er varð mikið
uppistand vegna innheimtuað-
gerða Innheimta og ráðgjafar hf. á
kröfum sem fyrirtækið var með í
innheimtu fyrir Steingrím
Snorrason. Ljóst þótti að Stein-
grímur væri aðeins leppur fýrir
fyrirtækið en á bak við það stóðu
þeir Jóhannes Halldórsson og
Úlfar Nathanaelsson. Ingibjörg
var skuldlaus við tímaritið Þjóðlíf
en eigi að síður var gert fjárnám
hjá henni fyrir kröfunni effir að
hún komst í hendurnar á Inn-
heimtum og ráðgjöf.
Á sírlum tíma skrifuðu þús-
undir fslendinga undir áskorun
um að Ingibjörg fengi gjafsókn
vegna fordæmisgildis málsins fyr-
ir þá sem vilja verjast ósvífnum
rukkurum. Sáttin sem nú hefur
náðst kemur því á óvart — sér-
staklega vegna þess að enn efu
tugir Islendinga í sömu sporum
og Ingibjörg. Neytendafélag Akur-
eyrar hafði forgöngu um málið á
sínum tíma og að sögn Vilhjálms
Inga Árnasotmr, formanns félags-
m þa
ttk isl
MLM Bankl
indsbankf
Islands
I 0101 I
TókkaraOmlngurnr..
ZV7V
bH
looo
2Z.!o ÖZ
RÁK FYRIfí TOLVULETUR - það er mjðg árlóandi. flá hér tyiir iwdan sjálst hvort.1 skrifr né síímplun.
Sáttaávfsunin mikla sem.gerir það að verkum að prófmálið gegn
Innheimtum og ráðgjöf hf. og Steingrími Snorrasyni erfyrlr bí.
ins, verður reynt að fá nýja gjaf-
sókn fyrir einhvern þeirra sem
enn búa við fjárnám. Miðað við
orð Þorsteins Pálssonar dóms-
málaráðherra á sínum tíma taldi
Vilhjálmur að það yrði auðsótt
mál.
á landinu, en þeir eru um leið afar
tregir til að gefa upp fjölda fast-
eigna sem þeir leysa til sín með
þessum hætti. Þór Þorláksson í
útlánastýringu Landsbankans
viðurkenndi að kaup fasteigna á
uppboðum færu vaxandi og
nefndi að 1991 og 1992 hefðu
nærri 100 fasteignir verið keyptar.
„Við erum sífellt að kaupa og selja
og stöndum uppi með eignir sem
erfiðar eru í sölu.“
Þorgils Óttar Mathiesen, sem
sér um þessi mál hjá íslands-
banka, var eins og aðrir tregur til
að gefa upplýsingar. Það fékkst þó
uppgefið hjá honum að það sem
af er árinu hefði bankinn leyst til
sín 61 fasteign, en á móti selt 55
fasteignir. „Þegar árferðið er eins
og það er eignast bankinn mikið
af eignum, sem hann reynir að
losa sig við svo fljótt sem auðið er.
Bankinn er einfaldiega að verja
kröfur sínar og það er misiafnt
hvemig það gengur,“ sagði Ottar.
Hjá Búnaðarbankanum fékkst
ekkert uppgefið. Unnar Jónsson
sagði þetta viðkvæmt mál, sem
menn væru tregir til að tjá sig um.
„Það er reynt að selja þessar fast-
eignir sem fyrst aftur, en það
verður æ erfiðara, því fasteigna-
markaðurinn hefur dregist svo
mikið saman.“