Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992 E R L E N T Umdeildur eiginmaður klámdrotlningar Bandaríski listamaðurinn Jeff Koons hefur vakið feiknaathygli, ekki síst fyrir djörf ljós- myndaverk af sér og konu sinni, Cicciolinu. Flestir vita hver hún er, hvít- hærða klámdrottningin Cicciol- ina, sem gjarnan berar á sér brjóstin og tókst með djarfri fram- komu sinni að setja allt á annan endann á ítalska þinginu. Færri vita að eiginmaður hennar er eng- inn annar en Bandaríkjamaður- inn Jeff Koons, einn þekktasti listamaður okkar tíma. Það er ef til vill til marks um stöðu mynd- listarmanna nútímans, að þegar fréttir bárust af því síðasta sumar að Cicciolina væri búin að festa ráð sitt skýrðu fjölmiðlar í skeyt- ingarleysi frá því að hún hefði gifst „einhverjum myndhöggvara“. Staðreyndin er sú að Koons er tvímælalaust einn ef hinum „stóru“ núlifandi listamönnum og án efa einn sá umdeildasti. Koons hefur verið líkt við Andy Warhol hvað varðar afstöðu hans til myndlistar, en verk þeirra eru gjörólík. Kalla má Koons fjöl- tæknimann en hann hann gerir jafnt risastóra blómaskúlptúra, glerverk, höggmyndir og ljós- myndaverk. Rauði þráðurinn í verkum hans er „kitsch“, þ.e. list- líki, sem er að sjálfsögðu meðvitað og einkennist af bleikum litum og tilgerðarlegum uppstillingum. Meðal nýrra verka hans sem vakið hafa mikla athygli eru ljósmyndir af honum og konu hans Cicciol- inu, þar sem þau eru fáklædd og í afar djörfum stellingum, um- kringd bleikum fiðrildum og blómum. CICCIOLINA HAFIN UPP TILSKÝJANNA Koons hefúr takmarkalaust dá- læti á konu sinni Cicciolinu og hefur hana til skýjanna, bæði í máli sínu og myndum. Hefur hann afdráttarlausar skoðanir á hlutverki þeirra á þessari jörð og lítur á þau hjónin sem Adam og Evu. Hann hefur meira að segja látið þau orð falla að þau séu guðir í mannslíki. Koons hefur oftsinnis lýst því yfir að Cicciolona sé í sín- um huga óflekkuð. Hún gengur nú með barn þeirra en samkvæmt túlkun Koons á skírlífi konu sinn- ar verður væntanlega um mey- fæðingu að ræða þegar barnið kemur í heiminn. Þau hjónin eru nú búsett í Mú- nchen, en Cicciolina var talin óæskileg af bandaríska útlend- ingaeftirlitinu. Þýskaland hefur greinilega haft ágæt áhrif á þau hjón, því Koons sagði í nýlegu við- tali að frjósamasta tákn sem hann gæti hugsað sér væri Cicciolina standandi við hliðina á bæverskri kú! Koons hefur lýst því yfir að Cicciolina sé að sínu mati einn mesti listamaður okkar tíma. Hún tjái sig með kynfærum sínum og hafi alls enga sektarkennd. Koons hefur sætt sig við grugguga fortíð konu sinnar, sem lék í ýmsum klámmyndum áður en hún komst á þing á Ítalíu, en krefst af henni fyllsta skírlífis í hjónabandi þeirra. Reyndar hefur gengið á ýmsu í sambandi þeirra og eru þau ýmist svarnir óvinir eða ástfangin upp fyrir haus. LISTAVERK EÐA ARGASTA KLÁM? Listaverk Koons eru feikilega dýr og eru meðal annars fræg fyrir það hve hrikalegu miklu er kostað til við gerð þeirra. Þegar Koons var að hasla sér völl sem listamað- ur gerðist hann verðbréfasali í Wall Street til að geta fjármagnað list sína, og hafði því öllu íhalds- samari starfa en nú. Varði hann öllum peningum sínum til list- sköpunar þótt hann gerði ekki annað en tapa á verkum sínum, en þau kölluðu á dýran efnivið og kostuðu ómælda vinnu. Jeff Koons hefúr nú uppskorið Börn Sovétleiðtoga velja vestrið Sergei, sonur Níkíta Krútsjov, sem var leiðtogi Sovétríkj- anna frá dauða Jósefs Stalín J953 til 7 964, hefur sótt um að mega dvelja til frambúðar í Bandaríkjunum. Krútsjov hefur dvalið þar vestra undanfarið, en hann er verkfræðingur að mennt og höfundur bókar um föður sinn. íBretlandi dvelur Svetlana Stalín, svo greinilegt er að börn Sovétleiðtoga virðast frekar kjósa vestrið. laun erfiðis síns og valuð geysilega athygli um allan heim. Margir halda vart vatni af hrifninu yfir verkum Koons og líkja honum við Salvador Dalí. Aðrir eru minna spenntir og segjast ekkert annað sjá út úr djöríúm ljósmyndum hans en ar- gasta Idám. Víst er að seint verða allir á einu máli um ágæti Jeffs Ko- ons. En hvað svo sem mönnum kann að finnast um verk hans er hann tvímælalaust viðurkenndur sem áhrifamikill listamaður. Deil- urnar standa hins vegar um það hvort áhrifin eru góð eða slæm. Ljósmyndaverk Jejfs Koons — lista- maðurinn og eigin- kona hans, Cicciol- ina, í djörfum stell- ingum. Lemmon líkleg- ur Óskarshafi Gagnrýnendur í Bandaríkjun- um keppast nú við að hlaða lofi á Glengarry Glen Ross, nýja kvik- mynd eftir leikstjórann og leik- skáldið David Matnet. Myndin fjallar um fasteignasölu og starfs- menn hennar, það mun vera heldur sóðalegur staður og fullur af svindlurum. Með aðalhlutverk fer Al Paríno og þykir standa sig afburðavel, en stjarna myndar- innar er þó gamla brýnið Jack Lemmon. Hafa gagnrýnendur sagt að það sé hrein opinberun að fylgjast með leik hans. Lemmon þykir Iíklegur til að vinna Óskars- verðlaun fyrir vikið og ekki í fyrsta skipti. Madonna slær hershöfðingjan- um við Endurminningabók Normans 'Schwarzkopf bandaríska hers- höfðingjans sem varð heimsfræg- ur í Persaflóastríðinu, hefúr trón- að á toppi bandaríska metsölulist- ans síðan hún kom út fyrir stuttu. Kaupendur láta það ekki affra sér þótt bókin þyki full af karla- grobbi. En nú hefur söngkonan Madonna slegið hershöfðingjan- um við og er klámbókin hennar Sex komin í efsta sætið á sölulist- Stórefnilegasta leikkonan Winona Ryder er ung leikkona, aðeins 21 eins árs, en er strax talin i hópi þeirra stórefnilegustu i Banda- ríkjunum. Ýmsir muna eftir því þegar Ryder stal senunni frá Cher i kvikmyndinni Mermaids og gestir á kvikmyndahátíð i Há- skólabíói um síðustu helgi sáu hana fara á kostum í hlutverki óvenjulegs leigubilstjóra í mynd eftir Jim Jarmusch sem heitir Night on Earth. Nú hefur hún nýlega lokið við að leika i kvikmynd sem sjálfur Francis Ford Coppola hefur gert eftir sögunni um Dra- kúla. Menn virðast ekki setja fyrir sig að Ryder er smávaxin, horuð og ekkiýkja brjóstastór; semsagt ekki hin dæmigerða Hollywood- leikkona, enda bætirhún það allt upp með því að vera alveg furðanlega lífleg stúlka. Það er svo hægt að upplýsa þá sem hafa áhuga um að hún hefur sést í bíltúrum i sérútbúinni Trabant-bifreið rokkstjörn- unnarBono úrU2. Polanski fullur eftirsjár Bitur máni, nýj- asta mynd pólska leikstjórans Romans Polanski, hefur gengið prýðilega í Frakklandi og Bretlandi og nú er hún sýnd í Stjörnubíói við ágætar undirtektir. Er mál manna að þetta sé jafn- vel besta mynd Polanskis síðan hann gerði Chinatown 1974. En Polanski á erfitt með að finna hamingjuna. I viðtali í nýjasta hefti kvikmynda- blaðsins Empire segist hann vera fúllur af eftirsjá, líf hans sé í rauninni stór og mikiT eftirsjá. Og satt er það, úr fortíð Polanskis koma margir draugar. Móðir hans beið bana í Auschwitz, en sjálfúr slapp hann naum- lega, kona hans Sharon Tate var myrt á hroðalegan hátt og 1977 þurfti hann að flýja Bandaríkin eftir að hafa verið ákærður fyrir að sofa hjá 13 ára stúlku. I þeim heimshluta fer af honum vont orð, hann á ekki aftur- kvæmt til Bandaríkjanna og þar taka menn myndum hans ekki með neinum fögnuði. En Polanski hefúr Iíka ýmislegt til að gleðjast yfir. Hann og kona hans, ffanska þokkadísin Emmanuelle Seigner, eiga von á bami og sjálfur þykir hann líta út eins og fertugur maður þótt í raun standi hann á sextugu. Blaðamaður Empire gengur Svo langt að líkja honum við Dorian Grey úr sögu Oscars Wilde. Aminu gengur allt í haginn Söngkonan Amina er fædd í Túnis, þar sem í fornöld var borgin Karþagó, en hefur búið iFrakklandi síðan 1975. Hún söng í Eurovision-söngvakeppninni í fyrra og margir muna eftir þvíþegar hún hélt prýðilega tónleika á Hótel Islandi. Nú keppast frönsk blöð við að spá Aminu enn frekari frama og segir til dæmis tímaritið Le Nouvel Observateur að árið 7 993 verði árið hennar. Amina ernýbúin að gefa út nýjan hljóm- disk sem heitir Wa di yé, sem hefur fengið feiknagóðar við- tökur gagnrýnenda. En starfleikkonunnar virðist ekki liggja síður vel fyrir Aminu. Hún hefur þegar leikið smáhlutverk í mynd eftir sjálfan Bernardo Bertolucci ognúer von á tveimur kvikmyndum sem hún leikur í; Heilagri nótt eftir Frakkann Nicolas Klotz og Stund svínsins eftir Bretann Leslie Megahey. Gert er ráð fyrir að báðar myndirnar verði sýndar á kvik- myndahátiðinni i Cannes næsta vor.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.